Morgunblaðið - 03.05.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 03.05.2004, Síða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Íþróttir Morgunblaðsins Kringlunni 1 , 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. REAL Madrid beið annan ósigur sinn í röð, nú fyrir Deportivo La Coruña, og annan leikinn í röð var stórstjarna úr liði meistaranna rek- in af velli. Luis Figo fauk af velli í tapleiknum á móti Barcelona á dög- unum og á laugardagskvöldið var komið að Zinedine Zidane. Frakk- inn frábæri fékk reisupassann und- ir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 1:0 og heimamenn í Deportivo bættu við öðru marki í síðari hálfleik. Valencia nýtti sér þetta og lagði Real Betis að velli í gærkvöld, 2:0. Valencia er með fjögurra stiga for- skot á Real Madrid þegar tvær um- ferðir eru eftir. Allt hefur gengið á afturfótunum hjá Madridarliðinu á undanförnum vikum. Fjórir tapleikir af sjö síð- ustu leikjunum í deildinni frá því í byrjun mars og háðuleg útreið gegn Monaco í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar hefur kallað á sterk viðbrögð frá stuðnings- mönnum félagsins og líkur eru á að miklar hreinsanir verði í leik- mannahópi liðsins í sumar, auk þess sem starf Carlosar Queiros þjálfara þykir hanga á bláþræði. Það er ekki hægt að segja að lukkudísirnar hafi verið í herbúð- um Madríarliðsins því þrívegis lentu skot leikmanna þess í mark- stönginni í fyrri hálfleik. David Beckham var tekinn af velli um miðjan síðari hálfleik og enski fyrirliðinn var allt annað en ánægður með þá ákvörðun þjálf- arans. Valencia í mjög góðum málum á Spáni SARA Jónsdóttir og Ragna Ingólfsdóttir, bestu badmin- tonkonur landsins, náðu ekki lágmarki fyrir Ólympíu- leikana sem fram fara í Aþenu í sumar. Alþjóðabadmintonsamband- ið birti um helgina heimslist- ann og samkvæmt honum er Sara í 55. sæti í einliðaleik og hefur fallið niður um tvö sæti frá því síðasti listi var gefinn út og Ragna er í 60. sæti og hefur fallið niður um fjögur sæti. Eru í 33. sæti Í tvíliðaleiknum eru þær stöllur í 33. sæti og hafa fært sig upp um eitt sæti en líkt og í einliðaleiknum dugar þetta ekki til að tryggja þeim far- seðilinn til Aþenu. Sara og Ragna náðu ekki ÓL-lágmarki  JÓHANNES Karl Guðjónsson var ekki í leikmanahópi Wolves í sigur- leiknum gegn Everton.  ÁRNI Gautur Arason sat á vara- mannabekknum hjá Manchester City og sá David James eiga frábær- an leik á milli stanganna hjá City í leiknum við Newcastle.  BRYNJAR Björn Gunnarsson sat á varamannabekk Stoke allan tím- ann í sigurleik liðsins á útivelli gegn Bradford. Gifton Noel-Williams skoraði bæði mörkin fyrir Stoke í fyrri hálfleik.  ÍVAR Ingimarsson tók út leik- bann í liði Reading sem vann góðan sigur á WBA, 1:0. Reading er í 9. sæti og á enn möguleika á að komast í úrslitakeppni fjögurra liða um laust sæti í úrvalsdeildinni.  HEIÐAR Helguson kom inn á í liði Watford á 53. mínútu gegn West Ham en þá var staðan 2:0, West Ham í vil. „Hammers“ bætti við tveimur mörkum og vann stórsigur, 4:0, og komst þar með upp í þriðja sæti deildarinnar.  BJARNI Guðjónsson og félagar hans í Coventry tóku Gillingham í bakaríið og unnu stórsigur á útivelli, 5:2. Bjarni var ekki á meðal marka- skorara en honum var skipt út af á 86. mínútu.  HELGI Kolviðsson var í byrjunar- liði Kärnten sem gerði 1:1 jafntefli við Bregenz í austurrísku 1. deild- inni. Helga var skipt út af á 78. mín- útu. Kärnten er í neðsta sæti, fimm stigum á eftir Salzburg.  HANNES Þ. Sigurðsson lék síð- ustu 10 mínúturnar í liði Viking sem gerði 1:1 jafntefli við Molde í norsku úrvalsdeildinni. Þetta var fyrsti leik- ur Viking á nýjum heimavelli félags- ins og var uppselt eða rúmlega 15 þúsund áhorfendur. Talsmenn fé- lagsins sögðu við norska fjölmiðla að áhuginn á leiknum hefði verið svo mikill að líklega hefði félagið getað selt allt að 30 þús. miða á leikinn.  HREFNA Jóhannesdóttir og stöll- ur hennar í norska liðinu Medkila frá Harstad eiga ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Medkila steinlá fyrir Kolbotn, 6:1, í norsku úrvals- deildinni um helgina og liðið situr á botni deildarinnar án stiga og með markatöluna, 1:16.  VEIGAR Páll Gunnarsson var ekki í leikmannahóp Stabæk sem lék gegn Tromsö í norsku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu í gær.  ÓLAFUR Örn Bjarnason var í byrjunarliði Brann sem tók á móti Odd/Grenland í Bergen í gær.  ÞÓRÐUR Guðjónsson vermdi varamannabekk Bochum er liðið náði jafntefli í Stuttgart, 1.1. FÓLK sagði Claudio Ranieri, knattspyrnu- stjóri Chelsea, eftir leikinn. Ranieri hrósaði leikmönnum sínum í hástert: „Það var góður kraftur í liðinu og sást á mönnum að þeir ætluðu sér ekkert annað en sigur. Við vorum búnir að spila fimm leiki í röð án þess að vinna og því var sigurinn afar kærkominn og gott veganesti í leik- inn á móti Mónakó.“ Níundi tapleikur United Fyrrum Englandsmeistarar Man- chester United virðast heillum horfnir og annan leikinn í röð þurfti Sir Alex Ferguson að horfa upp á sína menn bíða 1:0 ósigur. Blackburn hafði betur í grannaslagnum og hver annar en Jon Stead skoraði sigur- mark Blackburn en þessi tvítugi framherji hefur svo sannarlega sleg- ið í gegn frá því Graeme Souness keypti hann frá Huddersfield fyrir 130 milljónir króna í janúar. ,,Það er nánast útilokað að við verðum fyrir ofan Chelsea eftir þessi úrslit,“ sagði Ferguson en ósigurinn Eiður Smári Guðjohnsen lék allantímann í framlínu Chelsea og þó svo að hann næði ekki að skora þá var hann afar líflegur og átti þátt í tveimur mörkum sinna manna. Eið- ur fékk lofsamlega dóma fyrir frammistöðu sína í breskum fjölmiðl- um en íslenski landsliðsfyrirliðinn hefur að flestra mati leikið best framherja Chelsea á leiktíðinni. Öll mörk Chelsea komu á síðasta hálftíma leiksins. Martin Cranie opnaði markareikning þeirra blá- klæddu þegar hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 60. mín- útu eftir pressu frá Eiði. Í kjölfarið fylgdu tvö mörk frá Frank Lampard og síðasta orðið átti bakvörðurinn Glen Johnson sem skoraði eftir góð- an undirbúning Eiðs Smára. „Þetta voru góð úrslit í dag. Ekki bara hjá okkur því United tapaði og þar með er þetta í okkar höndum,“ hjá hans mönnum var sá níundi í röðinni á tímabilinu og United hefur aðeins einu sinni áður tapað jafn- mörgum leikjum á leiktíðinni í úrvalsdeildinni frá því hún var stofn- uð. „Ég vona bara að við finnum form- ið fyrir bikarúrslitaleikinn,“ sagði Ferguson en marga lykilmenn vant- aði í lið þeirra rauðu. Roy Keane, Ruud Van Nistelrooy, Louis Saha og Ronaldo voru allir meiddir og Paul Scholes var í leikbanni. Jon Stead skoraði sigurmarkið 5 mínútum fyrir leikslok eftir góðan undirbúning annars ungs leikmanns, Pauls Gallachers, og var þetta sjötta mark Steads í þeim 11 leikjum sem hann hefur spilað fyrir Blackburn. „Að skora gegn Manchester Unit- ed, jafnvel þó að vantað hafi sterka leikmenn í það, var frábær tilfinning. Það var frábært að fá færi á að spila á móti Manchester en að skora var draumi líkast,“ sagði Stead en sigur Blackburn var sá fjórði í röð hjá lið- inu og falldraugurinn hefur þar með yfirgefið Ewood Park. Arsenal í hlutlausum gír Leikur Arsenal og Birmingham var afar tíðindalítill og það var fátt sem gladdi augað á Highbury. Meistararnir voru í hlutlausum gír og Birmingham pakkaði í vörn og tókst að halda Thierry Henry og fé- lögum hans niðri. Þetta var 37. leik- urinn í röð sem Arsenal leikur án taps í úrvalsdeildinni og þar af eru 35 á þessari leiktíð. Það sem gladdi stuðningsmenn Arsenal mest var að Martin Keown fékk að koma inn á og leika síðustu tvær mínúturnar. Þar með hefur hann fengið að spreyta sig í sjö leikjum og þarf að koma við sögu í þremur síðustu leikjunum til að fá gullpening. „Leikmenn Arsenal bera mikla virðingu fyrir Keown og vilja hafa hann í meistarahópnum. Hann hefur verið lykilmaður í und- irbúningi inni í búningsklefa,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, og um leikinn sagði hann: „Það var ekki sami krafturinn í mín- um mönnum og eðlilegt er því að tit- illinn er í höfn. Það er hins vegar mikill vilji hjá okkur að fara taplaus- ir í gegnum deildina. Það yrði hreint ótrúlegt afrek og yrði örugglega meira talað um það eftir 50 ár heldur en ef við ynnum Evrópumeistaratit- ilinn.“ Arsenal sló met, því engu liði hef- ur tekist að hala inn fleiri stig eftir 35 leiki í efstu deild. Arsenal hefur 83 stig en Man.Utd 1999–2000, og Tott- enham 1960–1961, náðu 82 stigum eftir 35 leiki. Arsenal á eftir að mæta Portsmouth og Fulham á útivelli og Leicester á Highbury. Reuters Jonathan Stead, fyrir miðju, fagnar sigurmarki sínu gegn Manchester United ásamt Jonathan Douglas og Lucas Neill. Tap United þýðir að möguleikar liðsins á að ná öðru sætinu eru litlir. Annað sætið innan seilingar hjá Chelsea CHELSEA er með pálmann í höndunum hvað varðar baráttuna við Manchester United um að ná öðru sætinu í úrvalsdeildinni. Chelsea náði fjögurra stiga forskoti á United með 4:0 sigri á Southampton á Stamford Bridge á sama tíma og Manchester beið annan 1:0 ósigur sinn í röð, nú fyrir Blackburn. Chelsea mætir United á Old Trafford um næstu helgi og í lokaumferðinni fær Chelsea lið Leeds í heim- sókn en United sækir Aston Villa heim til Birmingham.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.