Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2004 B 5 „ÞAÐ var dásamlegt að sjá bolt- ann snerta netið og ég er ofboðs- lega þreyttur en að vonum í sjö- unda himni,“ sagði Heimir Örn Árnason, hetja Valsmanna, við Morgunblaðið en Heimir skaut sínum mönnum í úrslitaleikinn með marki í bráðabana. En hvað flaug í gegnum kollinn á Akur- eyringnum knáa þegar hann ákvað að taka skotið? „Mig langaði svo rosalega að komast í úrslitin og ég var að vísu að vonast til að við myndum mæta KA. Það var ekkert annað að gera fyrir mig en að skjóta því ef ég ég hefði ekki látið vaða þá hefði verið dæmd á okkur leiktöf. Þetta var annars magnaður leik- ur og eins og hann þróaðist þá var þetta var spurning um það hvort liðið hefði heppnina með sér. ÍR-ingar voru klaufar að mínu mati að gera ekki út um leikinn undir lok venjulegs leik- tíma og við klaufar í annarri framlengingunni. Ég geri mér grein fyrir því að úrslitaleikirnir við Hauka verða strembnir. Það er geysilega erfitt að spila á Ásvöllum en ég á samt góðar minningar þaðan frá því ég spilaði með KA og það eflir lið okkar mikið að fá Markús Mána inn í liðið. Við komum til með að selja okkur dýrt.“ Heimir hetja Vals: „Lang- aði svo rosalega í úrslit“  ÞÓRÐUR Guðjónsson kom ekki við sögu í liði Bochum sem gerði 1:1 jafntefli gegn Stuttgart á útivelli í gær í þýsku 1. deildinni í knatt- spyrnu. Þórður var í leikmannahóp liðsins en fékk ekki að spreyta sig.  PÉTUR Hafliði Marteinsson var í liði Hammarby sem lagði Örebro 2:1 á útivelli í sænsku úrvalsdeild- inni í gær. Hammarby er sem stendur í efsta sæti deildarinnar, með 11 stig að loknum 5 umferðum en þrír leikir fara fram í kvöld í sænsku deildinni.  AUÐUNN Helgason kom inn á sem varamaður á 70. mínútu í leik með liði sínu Landskrona í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Landskrona er í áttunda sæti deildarinnar eftir að hafa unnið, 2:0, á heimavelli gegn Djurgården.  JÓHANNES Harðarson kom inn á sem varamaður á 70. mínútu er Start lagði Tromsdalen, 1:0, á úti- velli í norsku 1. deildinni í gær. Start hefur sigrað í fjórum fyrstu leikjum sínum í deildinni og er að sjálfsögðu í efsta sæti. Þess má geta að Guðjón Þórðarson var um tíma þjálfari Start, en liðið er frá bænum Kristiansand á suðurströnd Nor- egs.  HOLLENSKA knattspyrnuliðið Ajax þarf aðeins eitt stig til viðbótar til þess að tryggja sér meistaratit- ilinn þar í landi, en liðið er með 6 stiga forskot á PSV sem er í öðru sæti, en aðeins tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni í Hollandi.  DREGIÐ var um töfluröð í úrvals- deild karla í körfuknattleik á árs- þingi KKÍ á Selfossi um helgina. Nýliðar Fjölnis fá Hauka í heim- sókn, en Skallagrímur, sem einnig eru nýliðar, leika á heimavelli gegn ÍR. Íslandsmeistararnir úr Keflavík leika á útivelli gegn Tindastól. Grindavík fær Snæfell í heimsókn, Hamar leikur gegn KR en Njarðvík fær KFÍ frá Ísafirði í heimsókn í fyrsta leik.  DIDIER Drogba, framherji Mars- eille, var í gær útnefndur leikmaður ársins í Frakklandi en það eru leik- menn og þjálfarar sem standa að kjörinu. Drogba er landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar og hefur skorað 19 mörk það sem af er leik- tíðinni. Þjálfari ársins var einnig út- nefndur í gær en fyrir valinu varð Didier Deschamps, þjálfari Món- akó. Patrice Evra, leikmaður Món- akó, var valinn besti ungi leikmað- urinn í frönsku 1. deildinni.  ÞAÐ hefur gengið illa að leika á Opna ítalska meistaramótinu í golfi en veður hefur verið afleitt á svæð- inu undafarna daga. Aðeins hafa verið leiknir þrír hringir af fjórum undanfarna fjóra daga og að þeim loknum eru Norður-Írinn Graeme McDowell og Frakkinn Gregory Havret jafnir, en þeir hafa leikið á 18 höggum undir pari. FÓLK „ÞETTA var hrikalega sárt og ég vildi síst af öllu kveðja félaga mína á þennan hátt, þó svo að leikurinn eigi seint eftir að líða manni úr minni. Við gáfum okkur alla í þetta en lukkan var með Val og það var grátlegt að falla út með þessum hætti. Mér fannst við fara illa að ráði okkar í sóknarleiknum og okkur gekk bölvanlega þeg- ar við vorum manni fleiri,“ sagði Einar sem gengur til liðs við Grosswallstadt í sum- ar. Spurður út í einvígi Hauka og Vals sagði Einar: „Ég spái Haukum sigri, 3:1. Vildi ekki kveðja á þennan hátt Það er óhætt að segja að áhorf-endur sem lögðu leið sína að Hlíðarenda hafi fengið mikið fyrir aurana sína. Leikur- inn var æsispenn- andi og varla fyrir hjartveika að fylgj- ast með. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 23:23. Að lokinni fyrri framlengingu var stað- an jöfn, 26:26 og 31:31 eftir aðra framlengingu. Því þurfti að grípa til bráðabana. ÍR-ingar unnu hlutkest- ið og sjá mátti sigurglampa í augum leikmanna ÍR-inga og stuðnings- manna þeirra þegar Breiðhyltingar hófu leik á miðjunni. ÍR-ingar voru manni færri þar sem Fannari Þor- björnssyni var vikið af velli í síðari framlengingu og líkt og oft áður í leiknum gekk ÍR-ingum illa að finna taktinn í sókninni. Sókn ÍR-inga fjaraði út og Valsmenn fengu því tækifæri til að gera út um leikinn. Áhorfendur á Hlíðarenda héldu niðri í sér andanum og þegar sókn Valsmanna virtist vera að sigla í strand náði Heimir Örn góðu skoti í gólfið og inn fór knötturinn við gríð- arlegan fögnuð Valsmanna. ÍR-ing- ar sátu hins vegar hnípnir eftir enda vildu þeir svo sannarlega fá tæki- færi til að hefna ófaranna gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. Það mátt fljótt merkja í leik lið- anna að mikið var í húfi og taugar leikmanna voru þandar út í ystu æs- ar. Einar Hólmgeirsson fór hamför- um í liði ÍR-inga á upphafskafla leiksins. Hann skoraði fimm fyrstu mörk sinna manna, flest með þrumufleygum, og þegar hægðist á Einari tók Hannes Jón Jónsson við. Saman skoruðu þeir fyrstu 10 mörk ÍR í leiknum. ÍR-ingar voru skrefinu á undan Valsmönnum þegar líða tók á fyrri hálfleikinn og höfðu þriggja marka forskot þegar hann var allur. ÍR-ingar virtust ætla að halda á sömu braut í upphafi síðari hálfleiks. Þeir komust fjórum mörkum yfir, 16:12, en með gríðarlegri seiglu tókst Valsmönnum að jafna, 18:18, þrátt fyrir að vera í tvígang manni færri, en ÍR-ingum gekk afar illa að færa sér liðsmuninn í nyt í öllum leiknum. Það sem eftir lifði leiksins skiptust liðin á að hafa forystu og mátti ekki á milli sjá. Fannar Þor- björnsson kom ÍR-ingum yfir, 23:22, þegar rúmar fimm mínútur voru eft- ir en Markús Máni Michaelsson, sem Valsmenn gátu loksins teflt fram af einhverju viti, jafnaði fjórum mínútum fyrir leikslok og þar við sat. Sami spennutryllirinn hélt áfram í framlengingunum báðum og taugaspenna leikmanna og áhorf- enda var gríðarleg. Leikmenn gerðu sig seka um mistök ofan á mistök í sókninni og markverðirnir Pálmar Pétursson hjá Val og Ólafur Gísla- son létu vel að sér kveða. Ólafur varði vítakast frá Markúsi á mik- ilvægu augnabliki og hamagangur- inn var hreint æðislegur á fjölum Hlíðarenda. Valsmenn virtust vera að sigla fram úr í síðari hálfleik í annarri framlengingu. Þeir komust tveimur mörkum yfir en ÍR-ingar vildu ekki játa sig sigraða og þegar ein mínúta var eftir af leiknum jafn- aði Sturla Ásgeirsson úr horninu. Valsmenn náðu ekki að svara og til að fullkomna spennuna og æsinginn fór leikurinn í bráðabana þar sem Valur hafði betur eins og áður er lýst. Heimir Örn Árnason átti frábær- an leik fyrir Valsmenn og kórónaði frammistöðu sína með sigurmarki leiksins. Markús Máni kom geysi- lega sterkur til leiks og verður Vals- mönnum gríðarlegur fengur í ein- víginu við Hauka og þá átti Hjalti Gylfason fínan leik í horninu og sum marka hans reyndust ansi mikilvæg. Valsmenn hafa sýnt ótrúlega seiglu í vetur en hvert áfallið á fætur öðru hefur hent leikmannahópinn hvað meiðsli varðar. Með sigurvilja, bar- áttu og mikilli samstöðu hefur Hlíð- arendaliðið hrist af sér af öll áföll og verðskuldar að vera á þeim stað sem það er. Einar Hólmgeirsson fór á kostum í fyrri hálfleik en eftir það átti hann á brattann að sækja. Baldvin Þor- steinsson hafði góðar gætur á hon- um og félagar Einars gerðu lítið í að hjálpa stórskyttu sinni. ÍR-ingar voru í vandræðum með framliggj- andi vörn Vals og enda lítil hreyfing á sóknarmönnum ÍR-inga og nánast ekkert gert af því að leysa inn úr hornunum. Hannes Jón átti ágæta spretti, sem og Ingimundur, en báð- ir voru þó nokkuð mistækir. ÍR-ing- ar hefðu hæglega getað farið með sigur af hólmi því eins og leikurinn þróaðist var þetta spurning um heppni og hún var Valsmegin í bráðabananum. Morgunblaðið/Jim Smart als var sínum mönnum ómetanlegur í sigrinum á ÍR í gær. Markús fagnar hér með stuðningsmönnum Vals. Heimir hetja Vals í rosaspennutrylli HEIMIR Örn Árnason skaut Valsmönnum í úrslitaleikinn um Íslands- meistaratitilinn með marki í bráðabana gegn ÍR-ingum í Valsheim- ilinu í gær. Í gríðarlegum spennutrylli réðust úrslitin í bráðabana eftir tvíframlengdan leik. Í maraþonviðureign fögnuðu Valsmenn sigri, 32:31, og það verða því systrafélögin Valur og Haukar sem heyja einvígi um Íslandsmeistaratitilinn. Guðmundur Hilmarsson skrifar             $  $     $          $ & !" #" ! "    & & '(                 R- ur - l uðu s sum ara og Máni r r ot- di; ját- di bar- ap- ast lið a á k- rð- llra di

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.