Morgunblaðið - 03.05.2004, Page 4

Morgunblaðið - 03.05.2004, Page 4
ÍÞRÓTTIR 4 B MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ „VÖRNIN var mjög góð og mark- varslan hjá Birki einnig. Þá koma hraðaupphlaupin og við spiluðum frábæran sóknarleik – alveg frá- bæran,“ sagði Páll Ólafsson, þjálf- ari Hauka, eftir sigurinn á KA. Staðan var nokkuð vænleg í leik- hléi; um hvað ræddu menn í hálf- leik? „Við höfum verið vel yfir gegn KA og tapað samt, þannig að við gerðum okkur grein fyrir að björn- inn var ekki unninn. Við ákváðum að halda áfram að sækja en ekki reyna að fara að verja eitthvað. Menn voru gríðarlega vel inn- stilltir á þennan leik. Við vorum á heimavelli og það kom ekkert ann- að til greina en sigur. Við ætluðum að klára þetta fyrir norðan en það tókst ekki og ég sá það strax í upp- hafi að þetta yrði leikurinn okkar. Strákarnir voru svo einbeittir. Við gerðum ráð fyrir að KA tæki Ásgeir Örn úr umferð og vorum viðbúnir því. Eins reiknuðum við með að þeir færu í 3-2-1 vörn og vorum líka búnir undir að þeir tækju vinstri vænginn úr umferð. Við vorum klárir í allt í kvöld og fyrri hálfleikurinn hjá okkur var í einu orði sagt frábær,“ sagði Páll. Hann sagði skelfilegt hversu langt tímabilið væri. „Það er hlægilegt að þurfa að hafa mannskapinn í æf- ingu frá ágúst fram í maí. Þetta gengur auðvitað ekki,“ sagði hann. Sá strax í byrjun að þetta yrði leikurinn okkar „VIÐ vorum allt of bráðir í sókn- inni. Menn skutu allt of snemma, einmitt það sem við ræddum um að gera ekki, og staðan var orðin ansi erfið. Við komum mjög hressilega til baka og gerðum heiðarlega til- raun til að ná þessu. Við nýttum færin illa og lukkan var ekki með okkur frekar en flautuleikararnir sem voru okkur ekki hliðhollir í síð- ari hálfleik,“ sagði Jóhannes G. Bjarnason, þjálfari KA, eftir leik- inn. „Fyrsti skellurinn var að Stefán markvörður meiddist, en hann hef- ur varið mjög vel í þessum leikjum. Vörnin var dálítinn tíma að finna sig, en þegar hún fór aðeins að ganga komu brottrekstrar og við lékum oft einum færri og það nýttu Haukar sér gríðarlega vel, keyrðu miskunnarlaust á okkur og skoruðu og skoruðu. Mér fannst menn mínir spila þokkalega, en við nýttum dauða- færin sem við fengum illa og því fór sem fór,“ sagði þjálfarinn. „Með fullri virðingu fyrir dóm- urum leiksins þá verð ég að segja að ég trúi því bara ekki að ástandið í íslenskri dómarastétt sé orðið svo dapurt að þessir tveir þurfi að dæma undanúrslitaleiki í Íslands- móti. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því. Ástandið í dómarastéttinni virðist slæmt,“ sagði Jóhannes. Ástandið í dómara- stéttinni virðist slæmt Markús Máni Michaelsson fyrirliði Va MARKÚS Máni Michaelsson, fyrirliði Vals- manna, kom, sá og sigraði í leiknum gegn ÍR ingum á Hlíðarenda í gær. Markús, sem hefu verið áhorfandi að leikjum sinna manna síð- ustu vikurnar vegna meiðsla, var mættur til leiks í gær og hann lét heldur betur að sér kveða. Markús skoraði 6 mörk, flest með þrumufleygum sem ylju stuðningsmönnum Vals svo sannarlega. „Það kom ekki til greina að kveðja á þess tímapunkti. Ég er að fa frá Val eftir tímabilið o ég vil klára þetta með sóma,“ sagði Markús M við Morgunblaðið. „Ég var kallaður skrautið á síðum ykkar fyrir nokkru og félagar mínir skutu föstum sko um á mig út af þessu. Því samdi ég smá erin „Þegar syrta fer í álinn og Valsmönnum á bj ar, stígur Markús af bekknum og Hlíðarend skrautinu státar.“ Meiri vilji hjá okkur „Þetta var frábær leikur og æðisgengin b átta út í gegn. Við hefðum hæglega getað ta að en viljinn var meiri hjá okkur til að koma áfram og mér finnst við eiga það frekar skil að fara áfram eftir allt sem búið er að ganga hjá okkur.“ Spurður út í slaginn við Hauka sagði Mark ús: „Það verður gott að sleppa við að fara norður enda menn í prófum en auðvitað ver ur á brattann að sækja. Haukarnir njóta heimavallarins en með öflugum stuðningi al Valsmanna getum við vel lagt Haukana að velli.“ „Hlíðarend skrautinu státar“ Birkir Ívar Guðmundsson, Hauk- um, 23/1 (þar af 8 þar sem knött- urinn fór aftur til mótherja): 11 (4) langskot, 3 (2) úr horni, 3 af línu, 3 (1) eftir hraðaupphlaup, 2 (1) eftir gegnumbrot, eitt víti. Hafþór Einarsson, KA, 10 (þar af tvö þar sem knötturinn fór aft- ur til mótherja: 5 langskot, 2 úr horni, 1 eftir hraðaupphlaup, 1 (1) eftir gegnumbrot, 1 (1) af línu. Hans Hreinsson, KA, 3/1 (þar af 1 þar sem knötturinn fór aftur til mótherja): 1 víti, 1 úr horni, 1 (1) af línu. Pálmar Pétursson, Val, 21 (þar af 14 til mótherja), 15 (7) langskot, 3 (3) af línu, 1 (1) hraðaupphlaup, 2 (2) eftir gegnumbrot. Ólafur Gíslason, ÍR, 18/2 (þar af 19 til mótherja), 4 (2) langskot, 4 (2) úr horni, 2 (1) úr hraðaupp- hlaupi, 5 (4) eftir gegnumbot, 2 víti. Þannig vörðu þeir KA-menn hófu leikinn vel, EinarLogi Friðjónsson nýtti sér glufu í vörn Hauka og kom sínu liði í 2:0. En Haukar stoppuðu í þessa glufu sem aðrar í vörn sinni, gerðu næstu þrjú mörk og létu forystuna ekki af hendi eftir það. Haukar komu greinilega vel und- irbúnir til leiks því þeir vissu ná- kvæmlega hvernig brugðist skyldi við því að KA lék með einn mann framarlega á móti Ásgeiri Erni Hall- grímssyni. Sóknin gekk fínt, vörnin var harðlæst og ef einhver skot kom- ust fram hjá henni var Birkir Ívar Guðmundsson við öllu búinn að baki henni. Hinum megin áttu gestirnir í vandræðum því Stefán Guðnason markvörður meiddist og varð að fara af velli, en kom raunar inn aftur síð- ar. Hafþór Einarsson tók stöðu hans og náði sér ekki á strik í fyrri hálf- leiknum. Haukar léku frábærlega í fyrri hálfleiknum og með slíkri frammi- stöðu er vandséð að nokkurt lið geti stöðvað þá. Eftir upphafskafla leiks- ins, þar sem liðið gerði 6 mörk í níu sóknum, sem þykir bara fínt, komu tólf sóknir í röð þar sem liðið skoraði. Staðan var orðin 18:10 og sóknarnýt- ing Hauka 86%. Slíkt er afar sjald- gæft. KA-menn máttu sín lítils, reyndu þó hvað þeir gátu og þegar hér var komið sögu breyttu þeir um varn- araðferð, fóru í 3-2-1, og það hafði þau áhrif að Haukar misnotuðu þrjár næstu sóknir og KA gerði fjögur mörk í röð. Staðan í leikhléi var 20:15 og litlar líkur virtust á því að KA gæti snúið leiknum sér í vil. Stuðningsmenn KA gældu þó við að þeirra strákar gætu gert fyrstu þrjú–fjögur mörkin og sett þannig þrýsting á Hauka; þrýsting sem þeir vonuðust til að heimamenn réðu ekki við. Fyrsta sókn Hauka misfórst og KA minnkaði muninn í fjögur mörk, en þá komu þrjú mörk heimamanna áður en KA tókst að minnka muninn í þrjú mörk, 24:21, þrátt fyrir að þeir misstu menn út af, að því er virtist fyrir algjör mistök dómaranna. Munurinn rokkaði þetta þrjú til fimm mörk fyrir Hauka og höfðu þeir öll ráð í hendi sér. Það var sama hvað KA-menn reyndu, Haukar áttu svör við öllu. Er langt var liðið á síðari hálfleik varði Hans Hreinsson vítakast frá Haukum, en Hafþór var búinn að standa sig vel í síðari hálfleiknum. Þessi skipting kom því nokkuð á óvart. „Hans varði vítakast og staðan var þannig að við urðum að reyna eitthvað til að freista þess að sprengja upp leikinn. Við tókum sénsinn á að hann næði að verja eitt- hvað frá þeim á þeim tíma sem eftir var. Það var von okkar, en því miður gekk hún ekki eftir,“ sagði Jóhannes Bjarnason, þjálfari KA, spurður um þetta atriði eftir leikinn. Allt Haukaliðið lék vel. Vörnin var stórkostleg með þá Vigni Svavars- son, Robertas Pauzuolis og Aliaks- andr Shamkuts á miðjunni. Þrenn- ing sem er allt annað en árennileg fyrir mótherjana. Í sókninni átti fyr- irliðinn Halldór Ingólfsson fínan leik eins og Vignir á línunni, og Þórir Ólafsson var eldfljótur fram í hraða- upphlaupin. Eins átti Andri Stefan fínan leik og beið maður í raun eftir því að KA skipti, tæki hann úr um- ferð í stað Ásgeirs Arnar. En það gerðist ekki. Pauzuolis lék aðeins í vörninni þar sem hann er meiddur á olnboga og óvíst að hann nái að leika meira í sókninni á þessari leiktíð. Hjá KA var Stelmokas sterkur að vanda og Einar Logi átti fínan leik. Bjartur Máni Sigurðsson nýtti færi sín í horninu vel. Arnór Atlason náði sér ekki á strik að þessu sinni. „Arn- ór hefur verið meiddur alla úrslita- keppnina þó svo að við höfum ekkert verið að auglýsa það,“ sagði Jóhann- es þjálfari eftir leikinn. Sterk vörn og frá- bær sóknarnýting HAUKAR tryggðu sér rétt til að leika í úrslitarimmunni í hand- knattleik karla með því að leggja KA, 33:29, í oddaleik í gær. Haukar léku frábærlega, sóknarnýting liðsins í fyrri hálf- leik var með eindæmum góð og liðið skoraði 20 mörk úr 26 sóknum, sem gerir 77% nýt- ingu. Þrátt fyrir ágæta kafla réðu norðanmenn ekki við þetta og lái þeim hver sem vill. Morgunblaðið/Jim Smart Aliaksandr Shamkuts, línumaðurinn sterki í liði Hauka, hefur hér snúið á KA-mennina Arnór Atlason og Þorvald Þorvaldsson og skorar annað tveggja marka sinna.                               !" #"     $ %                Skúli Unnar Sveinsson skrifar Markús Máni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.