Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.05.2004, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. MAÍ 2004 B 3 Á ÁRSÞINGI Körfuknattleiks- sambands Íslands, KKÍ, sem fram fór á Selfossi um helgina voru helstu tíðindin þau að keppnisfyr- irkomulagi í 1. deild karla verður breytt með þeim hætti að sigurveg- arar í deildarkeppninni öðlast rétt til þess að leika í úrvalsdeild en lið- in í 2.–5. sæti leika í úrslitakeppni um eitt laust úrvalsdeildarsæti til viðbótar. Að auki var reglugerð um úrvals- deild karla breytt með þeim hætti að liðin geta aðeins haft tvo leik- menn sem eru ekki með evrópskt ríkisfang, og að auki verður launa- þakinu sem verður áfram 500.000 kr. á mánuði skipt með þeim hætti að ekki má nota meira en 3/5 hluta til þess að greiða leikmönnum utan Evrópu laun, 2/3 hlutar af launa- þakinu fara þá í að greiða öðrum leikmönnum liðsins laun. Það var samþykkt á þinginu að auka kröfur um skil á tölfræðiupp- lýsingum úr leikjum og frá og með næsta keppnistímabili verða lið í 1. deild karla að skrá tölfræði úr leikj- um og skila inn til KKÍ. Það sama gildir um 16 liða og 8 liða undan- úrslit og úrslit í fyrirtækjabikar- keppni KKÍ og bikarkeppni KKÍ. Tillaga um að taka upp fast núm- erakerfi var felld og um bann á er- lenda leikmenn í 1. og 2. deild karla og 1. deild kvenna var einnig felld. Aðrar tillögur sem teknar voru fyrir á þinginu á Selfossi má sjá á heimasíðu Körfuknattleiks- sambands Íslands, www.kki.is. Hömlur settar á leikmenn utan Evrópu JUAN Pablo Angel skoraði sitt 22 mark á keppnistímabilinu þegar hann tryggði Aston Villa sigur á Tottenham, 1:0. Leik- menn Villa hafa leikið sjö leiki í röð án þess að tapa í ensku úr- valsdeildinni. Þeir eru að berj- ast um rétt til að leika í Meist- aradeild Evrópu við Liverpool og Newcastle. Spennan verður mikil á milli liðanna á loka- sprettinum.  Liverpool er með 56 stig og á tvo leiki eftir – fyrst gegn Birmingham og síðan heima gegn Newcastle.  Aston Villa er með 55 stig og á eftir tvo leiki – fyrst gegn Southampton úti og síðasti leikurinn verður á Villa Park gegn Manchester United.  Newcastle er með 53 stig og á eftir þrjá leiki – gegn Wolves heima, Southampton úti og síð- ast hinn þýðingarmikla leik gegn Liverpool á Anfield. Gerard Houllier, knatt- spyrnustjóri Liverpool, var ánægður með sína menn eftir að þeir lögðu Middlesbrough að velli á Anfield, 2:0. Danny Murphy og Emile Heskey skor- uðu mörkin. Houllier sagði að sínir menn hefðu sýnt mikla baráttu að undanförnu og væru ákveðnir í að leggja hart að sér til að ná fjórða sætinu og fá rétt til að leika í Meistaradeild Evrópu næsta keppnistímabil. Hörð keppni um fjórða sætið í Englandi Angel fagnar sigurmarki sínu.  EDDIE Gray, sem er í tíma- bundnu starfi sem knattspyrnustjóri Leeds, er afar reiður yfir þeim áformum forráðamanna félagsins að ætla að selja sterkustu leikmenn liðsins. Alan Smith og Mark Viduka ku vera falir og þykir víst að mörg fé- lög ætli að bjóða í þá eftir leiktíðina.  GERARD Houllier, knattspyrnu- stjóri Liverpool, er sagður hafa áhuga á að kaupa hollenska lands- liðsmanninn Mario Melchiot, varn- armann í liði Chelsea. Líklegt er að Melchiot verði láta fara frá Chelsea í sumar en auk Liverpool hefur New- castle sýnt áhuga á að fá leikmann- inn í sínar raðir.  HENRIK Larsson, framherji Celtic, sem hefur ákveðið að gefa kost á sér í sænska landsliðið á nýjan leik, segist ætla að leggja knattspyrnuskóna á hilluna fái hann ekki tilboð frá stóru og sterku félagi. Larsson, sem verður 33 ára næsta haust, kveður Celtic í sumar en þar hefur hann átt góðu gengi að fagna undanfarin ár.  CARLO Ancelotti, þjálfari AC Milan, hefur vísað á bug þeim frétt- um að Milan sé að reyna að fá arg- entínska framherjann Hernan Crespo frá Chelsea fyrir næstu leik- tíð. „Það er alveg á hreinu að Crespo er ekki á leið til okkar. Við erum með öfluga framherja í okkar röðum og þeir verða hjá okkur áfram.“  AC Milan er ekki á flæðiskeri statt hvað framherja varðar því í þess röð- um eru Andriy Shevchenko, Filippo Inazghi og Daninn Jon Dahl Tom- asson og allir eru þeir samnings- bundir Milan á næsta ári.  WERDER Bremen steig stórt skref í átt að þýska meistaratitlinum í knattspyrnu þegar liðið burstaði Hamborg, 6:0. Bremen hefur sex stiga forskot á meistara Bayern München þegar þremur umferðum er ólokið en Bæjarar báru sigurorð af Köln, 2:1, og þar með féll Köln.  KLAUS Toppmöller, þjálfari Hamborgar, baðst afsökunar fyrir hönd liðs síns fyrir hrakfarir þess gegn Bremen. „Bremen er með frá- bært lið en það réttlætir ekki þessi úrslit. Ég hef aldrei áður tapað svona stórt, hvorki sem leikmaður né þjálfari og ég get ekki annað en beð- ist afsökunar. Ég er ákaflega von- svikinn og það eru leikmenn mínir sömuleiðis,“ sagði Toppmöller.  REINER Calmund, hinn þéttvaxni eigandi Bayer Leverkusen, segir að hver einasti leikmaður liðsins sé fal- ur berist rétt tilboð í þá. Leverkusen hefur eins og fleiri félög í Þýskalandi átt við fjárhagserfiðleika að stríða og og á síðustu árum hefur það þurft að láta frá sér fara sterka leikmenn á borð við Michael Ballack og Ze Ro- berto en þeir gengu báðir í raðir Bayern München. FÓLK Svanasöngur Leedsara í úrvals-deildinni var á Rebock-vellinum í Bolton í gær þar sem heimamenn unnu öruggan sigur. Leeds komst yfir með marki Mark Viduka úr víta- spyrnu á 27. mínútu en Ástralinn gerði sig sekan um ótrúlega heimsku skömmu síðar. Hann nældi sér í sitt annað gula spjald og var sendur í bað í annað skipti á skömmum tíma. Bolton-menn færðu sér liðsmuninn í nyt í upphafi síðari hálfleiks og á átta mínútna kafla gerðu þeir út um vonir Leeds með því að skora þrívegis. „Við áttum líklega skilið að falla; lið sem er næstneðst eftir 36 leiki á ekkert annað skilið,“ sagði Eddie Gray sem tók tímabundið við sem knattspyrnustjóri liðsins í vetur. „Okkur skorti meiri gæði í leik- mannahópinn. Þrjú ár er langur tími í knattspyrnu, sérstaklega þegar flestar skrautfjaðrir liðsins eru farn- ar, og að auki voru ekki til fjármunir til þess að kaupa aðra leikmenn. Ef ég fengi að velja sex leikmenn frá Arsenal og Manchester United væri staðan önnur á okkar liði,“ sagði Gray í gær en hann er bjartsýnn á framhaldið hjá Leeds. „Það eru margir sorgmæddir þessa stundina, leikmenn jafnt sem stuðningsmenn liðsins, sem eru frábærir, og þeir verða áfram til staðar þrátt fyrir að leikmenn verði seldir í sumar,“ sagði Gray.  Manchester City rak síðasta nagl- ann í líkkistu Leicester með því að leggja Newcastle að velli, 1:0, og þrátt fyrir sigur Úlfanna á Everton koma þeir til með að fylgja Leicester og Leeds í 1. deildina. Leicester kvaddi úrvalsdeildina með 2:2 jafntefli gegn Charlton á úti- velli þar sem Les Ferdinand jafnaði metin fyrir Leicester á 88. mínútu leiksins. „Ég var ánægður og stoltur af frammistöðu minna manna og þeir sýndu mikla þrautseigju að jafna metin einum manni færri. Mér finnst við eiga heima í úrvalsdeildinni en ég er hræddur um að önnur félög komi til með að taka frá okkur leikmenn,“ sagði Micky Adams, stjóri Leicester. Hermann Hreiðarsson lék allan leik- inn fyrir Charlton sem hefur aðeins uppskorið tvö stig í síðustu fjórum leikjum sínum.  Úlfarnir bitu vel frá sér gegn Everton og lönduðu 2:1 sigri sem dugar þó ekki til að liðið haldi sér í deild þeirra bestu. „Það mátti svo sem alveg búast við að þetta yrði okkar hlutskipti en við komum sterkir til leiks á næsta tíma- bili, reynslunni ríkari. Leikmenn mínir gáfu allt sem þeir áttu og ég er hreykinn af þeirra frammistöðu,“ sagði Dave Jones, stjóri Úlfanna. Carl Cort og Henry Camra skoruðu mörk Wolves eftir að Leon Osman hafði náð forystunni fyrir Everton. Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Wolves.  Paolo Wanchope tryggði Man- chester City afar dýrmæt þrjú stig en hann skoraði eina mark leiksins með fallegri kollspyrnu í síðari hálf- leik á móti Newcastle. Þetta var fyrsti sigur Manchester-liðsins í átta leikjum og aðeins fjórði sigur þess á nýja glæsilegan leikvanginum í Man- chester. „Þetta var afar erfið fæðing og við vissum það fyrir leikinn að hann yrði erfiður. Ég var hins vegar mjög ánægður með framlag minna manna. Þeir börðust eins og ljón og upp- skáru sanngjarnan og þýðingarmik- inn sigur. Við erum ekki búnir að tryggja veru okkar í deildinni en við stigum stórt skref með þessum sigri og vonandi léttir hann mestu press- unni af okkur,“ sagði Kevin Keegan, stjóri City. Leeds kvaddi úrvals- deildina í Bolton Reuters Stuðningsmenn Leeds og leikmenn liðsins brustu í grát í gær á Reebok Stadium í Bolton, þar sem Leeds kvaddi úrvalsdeildina. ÚRSLITIN í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni eru ráðin. Leicester, Wolves og Leeds fá það hlutskipti að kveðja úrvals- deildina, Leicester og Úlfarnir eftir eins árs veru en Leeds hef- ur átt sæti í efstu deild sam- fleytt í 14 ár. Wolves og Leeds geta að vísu náð Manchester City að stigum en markatala City er svo miklu hagstæðari að útlokað er fyrir liðið að falla. ■ Úrslit/B6 ■ Staðan/B6 Paul Robinson markvörður og Alan Smith fallast í faðma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.