Morgunblaðið - 14.05.2004, Side 2

Morgunblaðið - 14.05.2004, Side 2
2 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 14|5|2004 MORGUNBLAÐIÐ The Spectator: Blað sem bregður alltaf upp nýju sjónarhorni á tilveruna. Meira að segja í poppdálkinum, sem Marcus Berkmann segist hafa skrifað í 273 ár – í endalausri leit að hinni fullkomnu plötu, sem maður veit að kemst á toppinn við fyrstu hlustun og við aðra hlustun að maður á enn eftir að elska tónlistina eftir tuttugu ár. Sú leit er alltaf í gangi í …Eurovision: Gaman að sjá norrænu spekingana spá Jónsa velgengni í Eurovision. Verð að segja að ég hreifst af tyrkneska laginu, þó að skiptar skoðanir væru meðal spekinganna um það. Við Eiríkur Hauksson vorum á sama máli. Það sker sig úr og nær vonandi langt. Sænska söng- konan Lena Philipsson er líka ansi tápmikil og skemmtileg, enda spá flestir norrænu spekinganna henni sigri. Einn spáði Eng- lendingum sigri með heldur bragðdaufa popprullu …Eurovision: Verð í einu af mörgum Eurovision-partíum borgarinnar, þar sem öllum gestum er úthlutað lagi úr keppn- inni. Samkvæmið er vel skipulagt, enda skipulagt af manni sem er skrifstofustjóri í frístundum …Euro- vision: Mér var úthlutað Albaníu. Fyrst varð ég lítt hrifinn, en gerði mér síðan grein fyrir því hversu stór stund þetta er fyrir albönsku þjóðina. Þetta er í fyrsta skipti sem hún tekur þátt, þrátt fyrir að hafa horft á keppnina í tíu ár. „The Image of You“ er þeirra Gleðibanki og ef til vill syngur söngkonan sigurlagið: „I’m queen of the world, of make-believe“. | pebl@mbl.is Áfram Albanía FRÁ FYRSTU HENDI FÓLKIÐ Umsjón Pétur Blöndal pebl@mbl.is |Blaðamenn Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is | Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is | Bryndís Sveinsdóttir bryndis@mbl.is |Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is | Árni Matthíasson arnim@mbl.is Sigurvegarinn í myndatextakeppni Fólksins þessa vikuna er Ingibjörg Marteinsdóttir með tillöguna: „Nú hlýt ég að meika það.“ Einnig eru verðlaunaðar uppástungur Guðmundar Karls Sigurdórssonar: „Helvíti var hann fljótur að smella, ég var ekki tilbúinn“ og Fanneyjar Stefánsdóttur: „Hvað ætli ég þurfi að selja margar plötur til að kaupa svona bíl?“ Vinnings- hafarnir þrír fá eintök af Besta úr 70 mínútum 2. Vinninganna má vitja í afgreiðslu Morg- unblaðsins. Næstu mynd er að finna á Fólkinu á Mbl.is. Við vissum ekki fyrir viku… … að ástralski tennisleikarinn Lleyton Hewitt yrði svona einbeittur í viðureign við Svíann Jonas Björkman. Hewitt bar sigurorð af þeim sænska, 6–0 og 7–6. … að Peter gamli O’Toole væri hress sem aldrei fyrr, en það kom í ljós þegar hann hitti Brad Pitt og Eric Bana á forsýningu myndarinnar Troy í New York. … að japanska farsímafyr- irtækið NTT DoCoMo myndi sýna þennan framtíð- arsíma, sem byggist á þriðju-kynslóðar-tækni og getur tekið við sjónvarps- myndum. … að indverska „Bollywood“- leikkonan Shilpa Shetty myndi sýna svona góð tilþrif við tökur á nýjustu mynd sinni, Khamosh, eða Þögn. … að Barry og Robin Gibb, sem eru einir bræðranna eftir í hljómsveitinni Bee Gees, myndu taka við heið- ursdoktorsnafnbót í Man- chester-háskóla. Bróðir þeirra, Maurice, lést úr hjartaáfalli í janúar 2003, en þeir veittu sömu nafnbót móttöku fyrir hans hönd við þetta tækifæri. … að portúgalska fótbolta- stjarnan Luis Figo, sem leikur með Real Madrid, myndi mæta ásamt konu sinni til afhendingar Laur- eus-íþróttaverðlaunanna í Lissabon. Og þaðan af síður að þau hjón myndu taka sig svona skrambi vel út við það tækifæri. Fyrsti hluti | eftir Ólaf Ofnfjörð Hann hélt kúlunum á lofti eins og færasti fjöllistamaður, fjórum í einu. Allt í einu rakst einhver harkalega utan í hann, þannig að hann datt fram fyrir sig og skall með höfuðið í marmaralagt gólfið í Kringlunni. Boltarnir skoppuðu í allar áttir, fjórar nánar tiltekið, og hann rak upp örvæntingarfullt öskur, eins og maður sem hefði nýtýnt glórunni og væri dæmdur til að lifa að eilífu í Ópinu eftir Munch. Þegar hann hafði aðeins náð áttum leit hann við, ennþá liggjandi á gólfinu, og sá þá að sökudólgurinn var sá sem hann hefði síst grunað að myndi fremja svona verknað. Já, þetta var Felix Bergsson. Annar hluti | eftir Úlfalda Finnbogason Þar sem hann lá þarna á gólfinu, ennþá svolítið vankaður og utan við sig, sá hann að Felix Bergsson var æfur af bræði. „Hvað er í gangi?“ hugsaði hann. „Er maðurinn genginn af göflunum?“ Andlitið á Felixi Bergssyni var eldrautt af æsingi og æðarnar við gagnaugun útblásnar, eins og á kúluvarpara með fimm í útvíkkun. Felix hljóp að honum og lét höggin dynja á fórnarlambi sínu, að því er virtist í heila eilífð, þangað til kona á fimmtugsaldri skarst í leikinn, henti sér á Felix og sneri hann svo leikandi létt niður. Hún hafði kverkatak á Felixi Bergssyni, sem gat sig hvergi hrært. „Þetta er allt í lagi,“ æpti hún, „hringið á lögregluna, ég er Íslands- meistari í öllum sjálfsvarnaríþróttum nema glímu.“ Þriðji og síðasti hluti | eftir Langsokk Ómarsson En Felix var ekki af baki dottinn. Hann öskraði af öllum lífs og sálar kröftum og beit konuna af öllu afli í vinstri handlegginn. Þá öskraði hún líka og saman hljómuðu þau eins og kór frá helvíti. Hún missti tak- ið á Felixi Bergssyni, sem óð í fórnarlamb sitt aftur. Fórnarlambið, sem hét Hjálmar, fann hvernig rifbeinin, nefið og hægri handleggurinn brotnuðu eins og súkkulaðikex í kaffiboði. En allt í einu hættu bar- smíðarnar, jafnsnöggt og þær hófust. Tveir karlmenn komu og rifu Hjálmar á fætur. Hann var á mörkum meðvitundar, farinn að sjá ljósið við enda ganganna, en heyrði rödd Felix Bergssonar í fjarska: „Falin myndavél!“ og hrossa- hlátur allra viðstaddra. Þvílíkur léttir, hugsaði Hjálmar með sér á meðan ljósið nálgaðist. Keðj usag an VITLEYSINGAR Árið 1990 var matvöruverslunin Mikligarð- ur, ásamt rafbúð Sambandsins, við Holta- veg. Þar eru núna verslanir ÁTVR, IKEA, Rúmfatalagersins og Bónuss, eins og flest- ir vita. Mikligarður var hluti af veldi Sam- bands íslenskra samvinnufélaga, sem lið- aðist í sundur 2–3 árum eftir að þessi mynd var tekin. Úr safn inu | 1990 Mikligarður Morgunblaðið/Árni Sæberg „NÚ HLÝT ÉG AÐ MEIKA ÞAÐ.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.