Morgunblaðið - 14.05.2004, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.05.2004, Qupperneq 4
4 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 14|5|2004 MORGUNBLAÐIÐ föstudag 14. maí hljómar Bæjarlind 4 Kópavogi HINIR EINU SÖNNU EUROVISIONSTEMMING MEÐ BIRGITTA HAUKDAL TEKUR LAGIÐ C M P/ N U N N Ö H - Ö K laugardag 8. maí spútnik Skólavörðustígur 8, 101 Reykjavík - Pöntunarsími 562 2772 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s  Hóf formlega starfsemi sína fyrir tveimur árum en fyrsta frumsýning þess var á alþjóðlega dansdeg- inum, 29. apríl 2002.  Hóf göngu sína sem þróunarverkefni Dansræktar JSB/Jazzballettskóla Báru en hefur nú gengið til liðs við félag sjálfstæðu leikhúsanna – SL.  Markmið þess er að veita íslenskum dans- listamönnum vettvang til að þróa og starfa við list sína og kanna ótroðnar slóðir í íslenskum listdans- heimi.  Nú þegar hafa sjö íslensk dansverk verið sýnd hjá Dansleikhúsinu og hinn 18. maí verða frumflutt fjögur til viðbótar.  Sama dag verða einnig frumflutt tvö íslensk tón- verk sem sérstaklega eru samin fyrir tvö af dans- verkum sýningarinnar.  Á efnisskránni eru eftirtalin verk: Fjötrar eftir Irmu Gunnarsdóttur, Until the Last Breath eftir Peter Anderson, Hughrif eftir Maríu Gísladóttur og Restored Restoration eftir Jóhann Björgvinsson. Dansleikhúsið líkamanum Íris María Stefánsdóttir er ein af þeim sjö dönsurum sem taka þátt í sýningu Dansleikhússins sem frumsýnd verður á Stóra sviði Borgarleikhússins næstkomandi þriðjudag. Til viðbótar við að vera í Dansleikhúsinu og kenna hjá Jazzballetskóla Báru verður Íris María í söngleiknum Fame sem settur verð- ur upp í Vetrargarðinum í Smáralind í sumar. Íris María, sem er 24 ára gömul, er alls ekki ókunnug söngleikjum því þegar hún var í Verzló tók hún þátt í uppsetningu fjölmargra söngleikja. „Ég byrjaði sjö ára hjá Jazzballetskóla Báru og lærði þar,“ segir Íris en eftir menntaskóla fór hún út til Cam- bridge í Englandi í dansnám í nokkra mánuði, sem hún segir hafa verið skemmtilegan tíma. MYNDBAND OG WEST END „Meðal annars tók ég þátt í góðgerðarsýningu á West End, þetta var míní-sýning á Rocky Horror. Það var mjög gaman og mikil upplifun,“ segir hún en leitað var til skólans varð- andi ýmiss konar sýningar og þar haldin áheyrnarpróf. „Þetta var öðruvísi upplifun. Ég kom þarna ein út, það var ekki einn ein- asti Íslendingur í skólanum og ég var bara að einbeita mér að dansinum,“ segir Íris María, sem t.d. tók líka þátt í tónlistarmyndbandi á meðan hún var í skólanum. „Maður gerði mikið á þessum stutta tíma sem maður var þarna.“ Eftir dansnámið í Englandi kom Íris María heim og fór í sálfræði í Háskóla Íslands. „Ég er að klára núna, ég ætla að klára ritgerðina í sumar og útskrif- ast í haust. Ég er að taka sálfræði og viðskiptafræði saman,“ segir hún en viðskiptafræðin er aukagrein og þar leggur hún áherslu á markaðsfræðina. Í þeim fræðum hefur hún jafnvel hug á að fara í framhaldsnám. Sem stend- ur er hún þó ekkert að stressa sig á því því það er nóg að gera í dansinum hjá henni. Íris María hefur margvíslega reynslu af söngleikjum. „Þegar ég var í Verzló var ég alltaf í nemendamótssýningunum. Ég var í Cats, Saturday Night Fev- er og Mambo Kings. Lokaárið mitt var ég formaður nemendamótsnefnd- arinnar og árið þar á eftir var ég einn af dansahöfundunum fyrir Thriller,“ segir hún auk þess að hafa verið í „gamla Grease“ þegar Selma og Rúnar Freyr voru í aðalhlutverkum. FAME ER DANSARASÝNINGIN Æfingar við Fame hófust á mánudaginn síðasta. Íris María segist bæði hafa horft mikið á myndina og þættina og er ánægð með að fá tækifæri til að taka þátt í sýningunni. „Það var alltaf draumur að fá að vera í Fame, það er dansarasýningin.“ Þetta er í annað sinn sem hún tekur þátt í sýningu hjá Dansleikhúsinu en hún er ánægð með starfsemi þess. „Þarna er verið að skapa eitthvað nýtt, skapa tækifæri. Það er spennandi að taka þátt í þessari uppbyggingu,“ seg- ir hún. Hún segir sýningu Dansleikhússins vera „leikhús tjáð með líkamanum“. „Þó að dansinn sé aðalatriði er líka lögð áhersla á karaktersköpun,“ segir hún. Íris María hefur líka verið að kenna dans í þrjú og hálft ár, þar af þrjú ár hjá J.S.B. „Það er mjög gefandi og gaman að miðla því sem þú hefur lært,“ segir Íris María, sem er sjálf alltaf að læra enn meira til að miðla. „Ég fer alltaf á hverju ári út á námskeið að dansa. Maður verður alltaf að fá eitthvað nýtt. Annars er hætta á því að maður festist í því sama.“ Íris María er langt frá því að hætta í dansinum og segist alltaf eiga eftir að dansa þótt hún færi að starfa við eitthvað annað. „Ég held ég mundi bara veslast upp og deyja ef ég gæti ekki haldið áfram í dansinum.“ |ingarun@mbl.is Morgunblaðið/Golli 18. maí Dansleikhúsið frumsýnir fjögur ný verk á Stóra sviði Borgar- leikhússins Leikhús tjáð með

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.