Morgunblaðið - 17.05.2004, Side 46

Morgunblaðið - 17.05.2004, Side 46
46 C MÁNUDAGUR 17. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Útsýnisíbúð á 1. hæð á Háa- leitisbraut Góð uppgerð íbúð í húsi sem hefur verið mikið endurnýjað. Gott út- sýni til Esjunnar og Akrafjalls en einnig til suðurs yfir Háaleitishverfið. Örstutt í Ár- múlaskóla. Prýðisíbúð á prýðisstað. Verð 12,9 millj. Breiðavík í Grafarvogi - Glæsileg lúxus 3ja herb. 98,5 fm íbúð Sérlega áhugaverð íbúð fyrir þá sem vilja búa við mikil þægindi. Öll þjónusta fyrir sameign hússins er aðkeypt en hús- gjöld samt mjög hagstæð (um 9 þús. kr). Yfirbyggðar en opnanlegar svalir. Eikarpark- et er á allri íbúðinni nema baði, þvottahúsi og hluta af eldhúsi sem er með flísum. Afar vandaðar innréttingar sem og allur frágang- ur. Tvö stór svefnherbergi. Góðar stofur, rúmgott bað, þvottahús í íbúðinni. Mjög snyrtileg og rúmgóð sameign með fallegu anddyri. Verð 14,9 millj. Leigufélag óskar eftir ÁTT ÞÚ 2ja, 3ja eða 4ra HERBERGJA ÍBÚÐ Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU? Okkur hefur verið falið að leita fyrir stórt leigufélag, eftir fjölda íbúða til kaups. Íbúðirnar mega vera hvar sem er á höfuðborgar- svæðinu. Staðgreiðsla í boði. Rúmur afhendingatími. Frekari upplýsingar hjá sölufulltrúum XHÚSS. Valdimar Tryggvason s: 897-9929 Bergur Þorkelsson s: 860-9906 Valdimar Jóhannesson s: 897-2514 Ásbúð - Garðabæ Rúmgóð 73 fm íbúð á jarðhæð í þríbýlishúsi sem er á frá- bærum stað í Garðabæ. Þvottahús innan íbúðar. Gróið hverfi. Verð 9,9 millj. Glæsileg 2ja herb. íbúð í Sól- túni Stæði í bílageymslu. Suðurverönd með skjólveggjum. Öryggi og lúxus í fyrir- rúmi. Laus strax! Sumarbústaðir Grímsnes - Hestland Sérlega glæsilegt nýtt sumarhús 65 fm + 31 fm svefnloft á frábærum stað rétt við Hvítá. Lóðin er 0,8 ha eignarlóð. Húsið er byggt á staðnum og eru steyptir sökklar og golf- plata. Húsið verður fullkárað að utan með ca 80 fm verönd. Að innan verður húsið ein- angrað og plastað, með öllum milliveggja- grindum og millilofti klæddu að ofan. Raf- lagnir verða komnar með nauðsynlegum vinnuljósum ásamt rafmagnstöflu í geymslu. Hitatúpa verður tengd og lokað frostlanga- kerfi á geislahita í gólfum. Tilbúið um miðj- an Júní 2004. Verð 11,5 millj. Jón Magnússon Hrl., löggiltur fast- eigna og skipasali Bergur Þorkelsson Sölufulltrúi gsm: 860 9906 Hilmar Viktorsson. Viðskiptafræðingur Valdimar R. Tryggvason Sölufulltrúi gsm: 897 9929 Valdimar Jóhannesson Sölufulltrúi gsm: 897 2514 Guðbjörg Einarsdóttir RitariFASTEIGNASALA Í smíðum Daggarvellir í Hafnarfirði Vorum að fá til sölu fjórar 120 fm íbúðir í fjórbýlis- húsi. Sérinngangur í allar íbúðir. Garður og svalir snúa til suðurs. Mjög gott skipulag. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna. Lóð og bílastæði skilast fullfrágengin. Teikningar og frekari upplýsingar á skrifstofu Xhúss. Verð aðeins 16,8 millj. 4ra til 7 herb. Nónhæð - Garðabæ Mjög góð 4ra herbergja íbúð með miklu útsýni á 2. hæð. Suðursvalir. Þvotthús innan íbúðar. Þrjú góð svefnherbergi. Húsið er nýmálað, snyrtileg sameign. Laus strax. Nýlega uppgerð 108 fm íbúð í Rjúpufelli á 2. hæð með yfir- byggðum svölum Snyrtileg og geðsleg íbúð í húsi sem hefur verið endur- nýjað, klætt að utan og þak lagað. Verð 11,9 millj. 3ja herb. Álftamýri - Góð 73,8 fm íbúð á 4. hæð með útsýni Nýlegt park- et á allri íbúðinni nema baði (flísar). Nýjar innréttingar í eldhúsi. Bæði svefnherbergin með skápum. Suðursvalir. Góð sameign. Verð 11,4 millj. Kiðárbotnar í Húsafelli 44 fm sumarbústaður í Húsafelli sem stendur innst í botnlanga. Tvö herbergi, annað með fjórum kojum hitt með stóru rúmi, bað, eld- hús og stofa. Bústaðnum hefur verið vel viðhaldið. GOTT VERÐ: 3,4 millj. Sumarbústaður til flutnings Ca 35 fm bjálkabústaður sem skiptist í opið eldhús, borðkrók, stofu, gott herbergi og baðherbergi. Mikið endurnýjaður að innan - nýlegt rafmagn - ofnar - eldhús - allt á baði og gólfefni. Klæddur að innan með panel. Er staðsettur rétt við Flúðir. Frekari uppl. hjá skrifstofu. Æsufell Mjög björt og vel skipulögð 92 fm 3ja herbergja íbúð á 5. hæð í lyftublokk með miklu útsýni. Glæsilegt baðherbergi nýlega tekið í gegn, með sambyggðu baði og sturtu með nuddi, upphengt salerni og standvaskur. Tvö góð herbergi. Gott útsýni til suðurs. Áhvíl. 6,0 millj. húsb. 40 ára. Verð 10,4 millj. Engjasel - bílskýli Vorum að fá í einkasölu mjög glæsilega 3ja herbergja íbúð á 4. hæð ásamt bílskýli. Allar innréttingar og gólfefni eru nýleg. Tvö góð herbergi. Sér- þvottaherbergi innan íbúðar. Frábært út- sýni. Laus fljótlega! 2ja herb. Bræðraborgarstígur Mjög góð og vel skipulögð íbúð á 2. hæð í góðu húsi. Vestursvalir út frá borðkrók. Búið er að skipta um þak, gera við húsið og mála, skipta um gler, teppaleggja og mála sam- eignina, endurnýja rafmagn í sameign. Verð 10,4 millj. Eign vikunnar Veghús Mjög björt og góð 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með sérgarði. Rúmgóð stofa með plastparketi, útgangur út á hellulagða verönd til suðurs. Mjög stórt baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Verð 13,4 millj. Skeifan 19 • 108 Reykjavík • Sími 533 1060 Fax 533 1069 • www.xhus.is • xhus@xhus.is Opið mánudag-föstudags frá kl. 8.30-17 E kki er til neitt eitt svar við spurningunni um hvernig er best að hita upp sum- arbústaðinn, því bústað- irnir eru ólíkir og þarfir fólks mis- munandi. Það fer t.d. eft- ir staðsetningu sumarhússins hvaða orkugjafar koma til greina til hitunar og ljósa. Raf- og hita- veita eru algeng- ustu orkugjafarn- ir, en þar sem því verður ekki við komið er hægt að nota aðra orkugjafar s.s. kol, olíu, gas, vind- og sólarorku. Væntingar til sumarhússins Fólk hefur mjög mismunandi væntingar til sumarbústaðarlífsins, en sama er hvort menn eru að sækj- ast eftir þægilega lífinu eða því frumstæða – sumarhúsið þarf að uppfylla þær væntingar sem gerðar eru til dvalarinnar í því. Áður en ráðist er í að reisa sitt eig- ið hús er ráðlegt að leigja hús fé- lagasamtaka og reyna þar hvað er nauðsynlegt að hafa í sínu eigin húsi og hvað má missa sig. Þá er einnig skynsamlegt að reyna að ímynda sér hvernig þarfirnar til sumarhússins gætu breyst með árunum. Hitaþörf sumarhúsa Hitaþörf sumarhúsa er mjög mis- munandi eftir ástandi hússins. Ann- að atriði sem hefur áhrif á orkuþörf- ina er notkunartími hússins, þ.e. hvort um er að ræða sumarnotkun eða heilsárs bústað. Viðmiðunarhitastig á Íslandi við útreikninga á hitaþörf húsa er –15°C útihitastig og 20°C herbergishitastig og er þá miðað við heilsárshús. Ef eingöngu á að halda húsinu frostfríu má lækka herbergishitastigið niður í 10°C. Hitaþörf nýrra heilsárshúsa er ná- lægt 80–100 W á hvern fermetra gólfflatar og má nota þá tölu til að áætla hitaþörf hússins. Hitaþörfin fer eftir einangrun og þéttleika hússins, en einnig eftir stærð glugga, fjölda útihurða, hlut- falli útveggja á móti fermetrum gólf- flatar og fleira. Varmaorkan sem við setjum inn í húsið með ofnum, hverfur út í gegn- um skel hússins með varmaleiðni í gegnum byggingarefnin og einnig út með heitu lofti í gegnum glugga, hurðir og óþétta byggingahluta. Í öllum þessum tölum hér að ofan er miðað við –10°C útihita og 20°C herbergishita. Varmatap við eðlileg loftskipti í gegnum óþétta glugga, hurðir og byggingahluta er um 30–40 W á fer- metra gólfflatar, þannig að ef við at- hugum að heildar varmaþörf sumar- húss er um 80–100W á fermetra þá sjáum við að hátt í helmingur hita- þarfarinnar er vegna eðlilegrar loft- unar hússins. Það er því ljóst að þétt- ing hússins er mjög mikilvæg, þannig að við getum stjórnað loft- skiptunum í húsinu með opnanlegum gluggum. Gæta verður þó að því að sú þétting sé rétt staðsett gagnvart byggingarhluta þannig að ekki sé hætta á rakaskemmdum í húsinu. Þar sem hitaþörfin fer eftir bygg- ingarlagi, frágangi og gluggastærð- um er nauðsynlegt að láta fagmann reikna hitaþörf hússins áður en gengið er frá hitamiðlum í því. Val á orkugjafa Þegar búið er að ákveða hvert hlutverk hússins á að vera og hvern- ig á það að vera útbúið, þá komum við að næstu spurningu, sem er val á orku. Eins og fram hefur komið hér að framan þá er framboð af orkugjöfum háð staðsetningu sumarhússins. Ef fólk er í vafa hvort því býðst rafmagn frá orkuveitu í grenndinni er eðlileg- ast að hafa samband við viðkomandi veitu og fá uppgefið hvaða mögu- leikar eru til tenginga við veituna og hvað slík tenging kostar. Olía, kol og viður eru óháð tengingum við veitur og er undir eiganda hússins að koma á staðinn. Algengustu orkugjafarnir Þeir orkugjafar sem algengastir eru til upphitunar sumarhússins eru eftirfarandi: Rafmagn: Rafmagn frá orkuveitu er algeng- asta formið á upphitun sumarhúsa, þ.e. 220 volta spenna. Til að breyta raforkunni í varma- orku eru þrjár aðferðir algengastar þ.e. – Þilofnar. – Olíufylltir rafmagnsofnar – Rafhitaketill og vatnsofnar Ef við lítum fyrst á þilofnana þá er helsti kostur þeirra að stofnkostnað- ur við þá er lágur. Ofnarnir eru þunnir og fyrirferðarlitlir og eru fljótir að hitna. Nýtni á raforkunni er mjög góð. Gallar þilofnanna eru að þeir verða mjög heitir og því hætta á að fólk brenni sig á þeim, einkum börn að leik á gólfinu. Vegna þess hvað þeir hitna mikið vilja rykagnir í loft- inu brenna og mynda óþægilegt þurrt loft í húsinu. Einnig er nokkur brunahætta ef pokar eða eldfim efni liggja utan í ofnunum, og ekki er hægt að þurrka flíkur með því að leggja þær á ofninn. Olíufylltu ofnarnir eru töluvert dýrari en þilofnarnir og eru fyrir- ferðarmeiri, en nýtni þeirra er sú sama og þilofnanna. Hiti frá þeim er mun mildari en frá þilofnunum og hægt er að umgangast þá svipað og vatnsofna. Ekki er meiri eldhætta frá þessum ofnum en öðrum raf- magnstækjum og olíuleki á ekki að eiga sér stað nema ofninn verði fyrir meiriháttar skemmdum. Rafhitaketill með lokuðu vatns- kerfi er dýrasta lausnin á hitun sum- arhúsa með rafmagni. Reikna má með að efniskostnaður við þessa hit- un sé 100–150 þús. króna hærri en við þilofnana. Þennan kost er þó rétt að hugleiða alvarlega ef reikna má með að hitaveita komi í húsið seinna, því að þá þarf aðeins að skipta út raf- hitakatlinum og setja millihitara í staðinn og þá er komið lokað hita- veitukerfi í húsið án þess að nokkru þurfi að breyta inni í húsinu. Hitaveita: Á síðustu árum er að verða æ al- gengara að boðið sé upp á hitaveitu í sumarhúsabyggðum. Ekki er hægt að mæla með því að taka hitaveituna beint inn á ofnana, eins og gert er í flestum hitaveitum í bæjum, nema rekstraröryggi veit- unnar sé því betra. Ekki þarf annað Hitun sumarhúsa og hagnýt ráð Sigurgeir Þórarinsson Nauðsynlegt er að fólk greini þarfir sínar og vænt- ingar til sumarhússins áður en ráðist er í bygg- inguna. Sigurgeir Þórarinsson bendir á ýmsar leiðir í sambandi við hitun sumarhúsa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.