Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 6
sem hann nefndi Andrés Önd og heim- spekin en í erindi sínu beitti hann ýmsum kenningum heimspek- innar til að greina Andrés og lífið í Andabæ. Þannig bregður hann fyrir sig Thomas Moore og vangaveltum um staðleysurík- ið, útópíu, og finnur út að Anda- bær sé bær dýra sem hvert fyrir sig sé fulltrúi ákveðinna mannlegra eiginleika og myndi fyrir vikið staðleysuríki. Þegar Guð- brandur bregður upp gleraugum Nietzsches eins og hann kallar svo kemst hann að þeirri niðurstöðu að Andrés sé holdgervingur með- almennskunnar, „hjarðmenni sem framkvæmir ekki neitt af eigin atorku heldur lekur aðeins áfram með hjörðinni“. Í erindinu kom Guðbrandur Örn einnig inn á undarlegt samband Andrésar við Andrésínu, sérstaklega þar sem hún sé frænka hans og sambandið í raun platónskt. „Í raun er það undarlegt að Andrés skuli aldrei hafa verið við kvenmann kenndur sérstaklega í ljósi þess að hann hefur gengið um nakinn að neðan alla sína tíð.“ Ekki var bara að Guðbrandur Örn lagði stund á heimspeki, hann lauk prófi og segir að heim- spekin hafi nýst sér vel í gegnum árin. Hann leggur áherslu á að hann hafi ævinlega litið á heimspekina mjög praktískum augum og vangaveltur hans um Andrés Önd hafi verið settar fram í hálfkæringi. „Ég hef aldrei tekið sjálfan mig hátíðlega sem heimspeking og að mínu mati er heimspekin mjög gagnleg ef mað- ur lítur ekki á hana sem markmið í sjálfu sér heldur sem verkfæri til að öðlast dýpri skilning á flóknum viðfangsefnum. Heimspekin er í raun og veru verkfræði hugsunarinnar.“ Líkt og Gerður ólst Guðbrandur Örn upp við Andrés Önd og á dönsku og segir að útgáfa hans á íslensku sé mesta ógæfa sem yfir dönskukennslu á Íslandi hafi dunið. Hann á í dag tvo syni sem lesa Andrés af áfergju, bíða spenntir eftir blaðinu á hverjum þriðjudegi, en sjálfur les hann ekki Andrés, segir að hann þurfi að lesa svo margt annað. Erindinu títtnefnda lauk Guð- brandur Örn með þeim orðum að Andrés Önd sé „öllum börnum gott veganesti út í lífið og þrátt fyrr afbökun eðlilegs fjölskyldulífs, ætti það frekar að kenna börnunum umburðarlyndi í stað þess að leiða þau á villigötur þröngsýninnar.“ Hann segist taka undir þau orð í dag og bendir á að í blöðunum sé til að mynda mjög sterkur siðferð- isboðskapur sem gangi út á það að glæpir borgi sig ekki, réttlætið sigri alltaf eða glæpa- mennirnir snúi af villu síns vegar. Hvað kyn- þáttafordóma varðar segir hann að blöðin séu börn síns tíma líkt og bækurnar um Litla svarta Sambó og Tíu litla negrastráka. Hann er þó ekki á því að það eigi að banna slíkar bækur eða halda þeim frá börnum. „Það er nú svo að á hverjum tíma eru menn að gefa út rit sem byggjast á samfélagslega viðurkenndum skoð- unum sem yfirleitt byggjast á vanþekkingu og ekki rétt að hafna þeim þó að skoðanir manna breytist með aukinni þekkingu og víðsýni. Það er nauðsynlegt að eiga vondar bækur til að kunna að meta góðar og ég held það sé bara til góðs ef foreldrar lesa bækur eins og Litla svarta Sambó og Tíu litla negrastráka svo fremi sem foreldrarnir útskýri fyrir börnunum hvaða ranghugmyndir búi að baki slíkum sög- um og veki þau þá til umhugsunar.“ |arnim@mbl.is Andrés hefur tekið breytingum í gegnum tíðina, þróast með þjóðfélagi og dregið dám af ríkjandi viðhorfum á hverjum tíma. Það er því viðeig- andi að honum sé sýndur sá sómi að fagmenn og fræðingar fjalli um hann eins og gert var 1992 þegar haldin var Spekingahátíð Sam- félagsins í Háskóla Íslands og þar voru flutt er- indi um Andrés Önd frá ýmsum sjónarhornum. Halldór Arinbjarnarson, nemi í félagsfræði, flutti erindið Andrés Önd og félagar, Jóhann Hauksson nemi í stjórnmálafræði talaði um völd í Andabæ, Matthías Matthíasson, nemi í sálfræði, fjallaði um Andrés Önd og félaga frá sálfræðilegu sjónarhorni, Gerður Gestsdóttir, nemi í mannfræði, ræddi um kynþáttahyggju í sögunum af Andrési og Guðbrandur Örn Arn- arson, nemi í heimspeki, og flutti erindi sem hann nefndi Andrés Önd og heimspekin. BOÐBERI BANDARÍSKRAR HUGMYNDAFRÆÐI Gerður Gestsdóttir, verkefnastjóri fræðslu- deildar Alþjóðahúss, var nemi í mannfræði 1992 og flutti erindi sem hún kallaði Kynþátta- hyggja í andaham. Í erindinu greinir Gerður þau félagsmótandi áhrif sem Andrés Önd hljóti að hafa á lesendur sína líkt og annað sem þeir heyra og sjá. Hún er ekki að skafa utan af því, segir að Andrés sé kapítalisti, karlrembusvín, kynþáttahatari, heimsvaldasinni og hlynntur síðnýlendustefnu, boðberi bandarískrar hug- myndafræði hvar sem hann kemur. Í samantekt sinni nefnir Gerður nokkur dæmi máli sínu til stuðnings byggð á almennri greiningu á sögunum og einnig ákveðin dæmi, til að mynda sögu þar sem snjómaðurinn óg- urlegi Gu kemur við sögu og aðra þar sem Andr- és lendir í Afríku hjá þjóðinni nýfrjálsu Koko CoCo en samskipti Andrésar við innfædda eru að mati Gerðar dæmigerð fyrir afstöðu til sjálf- stæðishreyfinga í Afríku á þeim tíma. Í dag segist Gerður löngu hætt að lesa Andr- és Önd, hafi eiginlega ekki lesið hann síðan er- indið var flutt. Að hennar mati ætti það ekki að koma mönnum má óvart að kynþáttahyggju og fordóma sé að finna í Andrésblöðum frá þeim tíma sem hún tiltekur enda séu þau barn síns tíma, endurspegli hugsunarhátt höfundanna sem hafi að auki vísvitandi gert persónurnar ýktari og skoðanirnar skýrari til að ná betur til lesenda sinna. „Hugsunarhátt á við þennan, kynþáttafordóma og vanþekkingu, er ekki bara að finna í Andrési Önd fyrri tíma heldur einnig í öðrum teiknimyndasögum, til dæmis Tinna- bókunum og má benda á Tinna í Kongó sem gott dæmi. Þær breyttust þó með árunum og Andrés hefur líka breyst í takt við það að mark- hópurinn hefur breyst, enda eru sögurnar ætlaðar yngri lesendum í dag,“ segir Gerður. Hún segist og telja það mikilvægt að gæta að því hvað börn lesi, ekki sé hægt að bjóða þeim upp á hvað sem er, það sem þau lesi hafi allt- af einhver mótandi áhrif og les- efni sem uppfullt er af kynþátta- fordómum geti skapað rang- hugmyndir. „Það er til fullt af skemmtilegu og kraftmiklu lesefni fyrir börn þó að það sem er gegnsýrt af rasisma sé tekið úr umferð.“ Gerður ólst upp við Andrés á dönsku eins og jafnaldrar hennar almennt og segir að sé hafi ekki fundist hann eins skemmtilegur á ís- lensku. Hún ætlar ekki að halda honum að syni sínum, segir nóg af betra lesefni, til dæmis ís- lenskar þjóðsögur. „Andrés hefur notið vin- sælda um allan heim vegna þess að sögurnar eru líflegar og gerast í skemmtilegum heimi, en ég held að mestu skipti þó meistaraleg markaðssetning.“ Guðbrandur Örn Arnarson markaðsstjóri EJS var nemi í heimspeki og flutti erindi 6 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 11|6|2004 MORGUNBLAÐIÐ „All by myself!“ gólaði ég, greip tveimur höndum utan um míkrafóninn og lét mig falla á hnén. Ég var stödd í herbergi í Kuala Lumpur, höfuðborg Malasíu. Inni í herberginu voru tvö sjónvörp, græjur, fjarstýringar, sófi, borð og matar- og drykkjarföng. Við vorum á karókístað. Hvað eftir annað hef ég orðið vör við þá ótrú- legu innreið sem karókí hefur haft í asíska menningu. Alls staðar eru karókístaðir. Í versl- unarmiðstöðvum eru jafnvel nokkurs konar ka- rókíbox þar sem fólk getur stokkið inn og sungið lag eða tvö áður en keypt er í matinn. Ég hef alltaf hlegið að þessari skemmtun og þótt hún hallærisleg enda vön því að fólk komi ekki fram nema geta gert það lýtlaust eða sé óhóflega drukkið. Þetta kvöld sá ég ljósið. Ka- rókí er hin allra besta skemmtun og þá sér- staklega í litlum hópi þar sem fólk getur sungið það sem það vill, eins og það vill. Dyrunum var hrundið upp. „Afsakið hvað ég er sein,“ sagði vinkona okkar másandi. „Löggan stoppaði mig fyrir of hraðan akstur. Það var allt í lagi, ég mútaði henni bara.“ Hún sá að útlend- ingarnir misstu andlitið. „Þá geta þeir farið á bar- inn og fengið sér bjór. Sektirnar eru himinháar, “ bætti hún við til útskýringar og ég kinkaði kolli. Óraunveruleikatilfinningin sem fylgdi því að sitja á karókístað í framandi landi gat ekki orðið öllu meiri, jafnvel þó lögreglunni hefði verið mút- að til þess að við gætum öll setið þar saman. FJÖLBREYTILEGT SAMFÉLAG Malasía er land sem kom mér ótrúlega mikið á óvart. Þar er fjölbreytilegt samfélag og íslam, kristni, búddismi og hindúismi virðast lifa saman í sátt og samlyndi. Frá skýjakljúfum og kínverskri matargerð í Kuala Lumpur lá leiðin til eins þjóð- garða Malasíu, Taman Negara. Þar er að finna elsta regnskóg heims. Þrátt fyrir að það hljómi ef til vill dramatískt þá verð ég að segja að ég tók ást- fóstri við þjóðgarðinn og þorpin í kring. Það var svo dásamlegt að sofna undir berum himni í miðjum skógi, horfa á tunglið gægjast milli trjánna og reyna að greina á milli allra hljóðanna í skóginum. Helsta áskorunin var að reyna að hugsa ekki um kakkalakkana, termítana, maur- ana, moskítóflugurnar og geitungana. „We don’t have these things in Iceland, you know,“ sagði ég afsakandi við leiðsögumanninn þegar svipur hans gaf til kynna að honum þætti ég helst til mikil óhemja. Og hversu óraunverulegt var það ekki að vakna í litlum kofa, líta út um gluggann og sjá veiðimenn og safnara á ferð. Skoða svo lengstu hengibrú í heimi og baða sig í ánni í lok dagsins. ALVÖRU LÍFFRÆÐITÍMI Á þessum dögum í skóginum lærði ég eflaust meiri dýralíffræði en á allri minni skólagöngu. Frumskógurinn og mátt- ur náttúrunnar kom mér sífellt á óvart. Minn mesti lærdómur í Taman Negara tengdist þó ekki dýralífi. Í þjóðgarðinum þurfti ég nefnilega að horfast í augu við mína eigin for- dóma. Líkt og svo margir Íslendingar hélt ég því einu sinni fram að ég væri fordómalaus. Með tímanum fór ég þó að skilja að mitt meinta fordómaleysi er kannski aðallega falið í að fela for- dómana vel og þykjast alltaf vera agalega póli- tískt réttþenkjandi. Stundum eru fordómarnr í formi alhæfinga til að flokka veruleikann en stundum eiga þeir sér dýpri rætur. Í Taman Negara uppgötvaði ég fordóma mína í garð heilu trúarbragðanna, nefnilega íslam. Ég hafði aldrei áður komið til múslimalands og veit eiginlega ekki við hverju ég bjóst. Án efa var ég með mynd í höfðinu af óhamingjusömum konum, þvinguðum til að ganga með slæður, og dóminerandi körlum. Umfram allt héldi „þetta fólk“ að trúarbrögð þeirra væru merkilegri en önnur og fylgjendur þeirra því sjálfkrafa yfir aðra hafnir. En svo var víst ekki. Konurnar áttu það til að taka slæðurnar niður ef þeim sýndist svo. Sum- ar slepptu þeim meira að segja alveg. Það var því ekki laust við að ég velti fyrir mér þessu frá- bæra frelsi sem ég þykist hafa. Ætli samfélagið heima á litla Íslandi myndi samþykkja það ef ég einn daginn byrjaði að ganga með slæðu? Karl- arnir voru hinir vinalegustu og pössuðu engan veginn inn í hryðjuverkamannaímyndina sem ég var búin að búa mér til eftir áróður fjölmiðla. Múslimskar fjölskyldur opnuðu heimili sín fyrir mér og buðu mig velkomna. Gömul hjón, sem höfðu komið til Mekka, buðu mér í mat og töluðu um hvað það væri dásamlegt að fá að eyða tíma með fólki sem að- hyllist önnur trúarbrögð. Þau höfðu sýnt mér ótrúlega þolinmæði þrátt fyrir að mér tækist að brjóta næstum allar kurteisisreglur þorpsbúa. Ég velti því fyrir mér hvort fólki úr öðrum menn- ingarheimum sé sýnd jafn mikil þolinmæði á landinu mínu eins og mér var sýnd í þessu litla þorpi. „Harmony harmony,“ tautaði gamli karl- inn, lagfærði pilsið sitt þegar hann settist niður og gaf mér aftur á diskinn. HEIMSHORNA Á MILLI: HALLA GUNNARSDÓTTIR SKRIFAR FRÁ MALASÍU Fordómar og karókí Hver ertu, Andrés? Teiknimyndafígúran Andrés Önd, eða Donald Fauntelroy Duck, eins og hann heitir í heimalandi sínu, varð sjötug sl. miðvikudag, en hann birtist fyrst í aukahlutverki í myndinni Hænan klóka 1934. Ekki leið þó á löngu þar til hann var sjálfur orðinn stjarna. „Andrés er launþeginn sem glímir við það vandamál að komast yfir peninga á sem léttastan máta, á meðan Jóakim er sífellt að reyna að gabba hann til að vinna kauplaust. Þeir félagar eru því að þessu leyti nokkurs konar Ögmundur og Einar Oddur síns samfélags.“ Halldór Arinbjarnarson, nemi í félagsfræði „Andrés er húsbóndinn á sínu heimili og refsar ungunum með harðri hendi fyrir yfirsjónir þeirra og afglöp. Ungarnir njóta þess að vera miklu gáfaðri og þess að hafa skátabókina, svokallaða Grænjaxlabók, við höndina … Oftast fer það svo að ungarnir bjarga Andrési, og Jóakim ef hann er með, úr bráðum lífsháska á ferðum þeirra. Þannig má segja að Andrés sé hið opinbera yfirvald í fjölskyldunni en ungarnir séu þeir sem raunverulega stjórni.“ Jóhann Hauksson, nemi í stjórnmálafræði „Við persónuleikagreiningu á Andrési komu eftirfarandi þættir í ljós: Hann er skapbráður, lat- ur, svikull, frekur, þjófóttur og afskaplega mikill heigull. Hann er vondur við börn og á stund- um einnig grimmur við dýr. Andrés er samkvæmt þessum einkennum haldinn siðblindu eða sociopathy.“ Matthías Matthíasson, nemi í sálfræði Úr Samfélagstíðindum, blaði þjóðfélagsfræðinema í Háskóla Íslands, 12, 1992. HVER ER ANDRÉS ÖND? Brot úr fyrirlestrum á spekingahátíð Samfélagsins 1992:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.