Morgunblaðið - 23.06.2004, Qupperneq 2
ÚRSLIT ÍÞRÓTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Opna
SUBWAY mótið
Nesvöllur laugardaginn 26. júní
Opna mótið
18 holu höggleikur,
verðl. 1., 2., 3., 4. og 5. sæti m/án forgjafar.
Nándarverðlaun á par 3 holum.
Dregið úr skorkortum í mótslok.
Skráning á golf.is og í síma 561 1930 • Þátttökugjald kr. 3.000
KNATTSPYRNA
Efsta deild kvenna,
Landsbankadeild
KR – Breiðablik ........................................4:1
Guðlaug Jónsdóttir 17., Sif Atladóttir 42.,
Katrín Ómarsdóttir 63., Anna Berglind
Jónsdóttir 78., - Ólína G. Viðarsdóttir 89.
Fjölnir – Valur ..........................................0:3
Kristín Ýr Bjarnadóttir 30., 55., Dóra
María Lárusdóttir 25.
Stjarnan – FH............................................1:1
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 85. - Elín Svav-
arsdóttir 31.
Valur 5 5 0 0 21:1 15
ÍBV 5 3 2 0 29:3 11
KR 5 3 1 1 19:8 10
Breiðablik 5 3 0 2 8:14 9
Þór/KA/KS 5 1 2 2 5:9 5
Stjarnan 5 0 3 2 4:17 3
Fjölnir 5 0 1 4 2:9 1
FH 5 0 1 4 3:30 1
1. deild kvenna B
ÍA – Hvöt/Tindastóll ...............................10:0
1. deild kvenna C
Sindri – Höttur ..........................................4:0
Evrópukeppnin
C-RIÐILL:
Danmörk – Svíþjóð...................................2:2
Porto, Portúgal:
Mörk Danmerkur: Jon D. Tomasson 28.,
66.
Mörk Svíþjóðar: Henrik Larsson 47.,
Mattias Jonson 88.
Lið Danmerkur: Thomas Soerensen -
Thomas Helveg, Martin Laursen, Rene
Henriksen, Niclas Jensen (Kasper Boegel-
und, 46.) - Jesper Groenkjaer, Daniel Jen-
sen (Christian Paulson, 66.), Thomas
Gravesen, Martin Joergensen (Dennis
Rommedahl, 57.) - Jon Dahl Tomasson,
Ebbe Sand.
Lið Svíþjóðar: Andreas Isaksson - Mikael
Nilsson, Olof Mellberg, Andreas Jakobs-
son, Erik Edman - Fredrik Ljungberg,
Kim Kallstrom (Christian Wilhelmsson,
72.), Anders Andersson, Mattias Jonsson -
Zlatan Ibrahimovic, Henrik Larsson.
Gul spjöld: Erik Edman og Kim Kallstrom,
Svíþjóð.
Dómari: Markus Merk, Þýskalandi.
Áhorfendur: 29.000.
Ítalía – Búlgaría........................................2:1
Guimaraes, Portúgal:
Mörk Ítalíu: Simone Perrotta 47., Antonio
Cassano 90.
Mark Búlgaríu: Martin Petrov 45.
Lið Ítalíu: Gianluigi Buffon - Christian Pa-
nucci, Marco Materazzi (Marco Di Vaio
83.), Alessandro Nesta, Gianluca Zam-
brotta - Stefano Fiore, Andrea Pirlo, Sim-
one Perrotta (Massimo Oddo 68.) - Aless-
andro Del Piero; Antonio Cassano,
Bernardo Corradi (Christian Vieri 53.).
Lið Búlgaríu: Zdravko Zdravkov - Ilian
Stoyanov, Predrag Pazin (Kiril Kotev 64.),
Zlatomir Zagortchitch, Daniel Borimirov,
Marian Hristov (Velizar Dimitrov 79.), Zor-
an Yankovich (Valeri Bozhinov 46.), Milen
Petkov, Martin Petrov, Dimitar Berbatov,
Zdravko Lazarov.
Gul spjöld: Martin Petrov, Valeri Bozh-
inov, Ilian Stoyanov, Zdravko Lazarov,
Búlgaríu, Marco Materazzi, Ítalíu.
Dómari: Valentin Ivanov, Rússlandi.
Áhorfendur: 29.643.
Staðan:
Svíþjóð 3 1 2 0 8:3 5
Danmörk 3 1 2 0 4:2 5
Ítalía 3 1 2 0 3:2 5
Búlgaría 3 0 0 3 1:9 0
AMMA enska knattspyrnumannsins Wayne
Rooneys segist frekar ætla að fara á bingó
eldri borgara í Liverpool en að fylgjast með
dóttursyninum leika með enska landsliðinu
gegn Portúgal í 8-liða úrslitum EM í knatt-
spyrnu á fimmtudaginn. „Ef bingóið verður á
sama tíma og leikurinn kemur ekki til greina
að sleppa bingóinu,“ segir Pat Morrey, amma
Rooneys sem lætur velgengni dóttursonarins
á EM í Portúgal ekki raska ró sinni. „Ég vona
að honum [Rooney] gangi vel í leiknum en
það er alveg ljóst að það fer betur með
taugar mínar að spila bingó en horfa á
drenginn leika með enska landsliðinu,“ segir
Morrey.
Frú Morrey og eiginmaður hennar og afi
Rooneys, Billy, gerðu sér dagamun á mánu-
dagskvöldið þegar enska landsliðið lék við
Króatíu. Fóru þau hjón á krá í nágrenni
heimilis sína og fylgdust með leiknum. Sáu
þau dóttursoninn skora tvö mörk og leggja
upp eitt í 4:2 sigri enska landsliðsins þar sem
Rooney var tvímælaust hetja dagsins. Segja
þau ekki loku fyrir það skotið að þau fari til
Portúgal komist enska landsliðið í undan-
úrslit, þ.e. ef það leggur Portúgal á fimmtu-
dag. Billy, afi Rooneys, segist hafa verið afar
stoltur þegar hann hafi heyrt Sven Göran Er-
iksson, landsliðsþjálfara Englendinga, líkja
dóttursyninum við Pele eftir leikinn við Kró-
atíu. Billy sá Pele leika á Goodison Park í Liv-
erpool á HM í Englandi 1966. „Pele er ein-
stakur knattspyrnumaður og í ljósi þess trúði
ég því vart sem ég heyrði þegar Eriksson líkti
honum Rooney okkar við Pele,“ segir Billy en
engum sögum fer af því hvort hann hyggst
sjá viðureign Englendinga og Portúgala á
krá eða fylgja konu sinni á bingó.
Amma Wayne Rooneys hyggst
taka bingó fram yfir fótbolta
Wayne Rooney
Cristina Arguedas, lögmaðurMontgomerys, segir á fréttavef
BBC að Montgomerys hafi ekkert
gert af sér og hann muni verjast til-
raunum til að koma í veg fyrir að
hann keppi á Ólympíuleikunum í
Aþenu í sumar. Lyfjapróf leiddi í ljós
að Gaines hefði tekið modafinil, sem
er örvandi efni, fyrir bandaríska
meistaramótið á síðasta ári. Á þeim
tíma var modafinil á lista yfir lyf,
sem voru bönnuð en neysla þeirra
varðaði þó ekki keppnisbanni. Nú
hefur flokkun lyfsins verið breytt og
viðurlög við neyslu þess eru 2 ára
keppnisbann.
Málið er einnig afar erfitt fyrir
spretthlaupsdrottninguna Marion
Jones en hún er sambýliskona og
barnsmóðir Montgomerys. Þótt ekk-
ert hafi sannast á hana í þessu máli
beinast spjótin einnig gegn henni.
Hefur forseti Alþjóðaólympíunefnd-
arinnar, Jacques Rogge, m.a. sent
Jones þau skilaboð að hún verði að
gæta vel að því í hvaða félagsskap
hún sé. Fyrrverandi eiginmaður
Jones, kúluvarparinn CJ Hunter,
féll fjórum sinnum á lyfjaprófi og
undanfarna mánuði hefur núverandi
sambýlismaður verið tengdur lyfja-
málum. Þá æfðu þau skötuhjú um
tíma hjá Charlie Francis sem þekkt-
astur er fyrir að vera þjálfari Kan-
adamannsins Bens Johnsons, þegar
hann féll oftar en einu sinni og oftar
en tvisvar á lyfjaprófi á níunda og tí-
unda áratug síðustu aldar. Rogge
segir að gæti Jones sín ekki á því við
hvaða fólk hún blandi geði og búi
með þá eigi hún á hættu að leggja
feril sinn í rúst. Hafa ummæli hans í
Sunday Times fyrir skömmu helgi
vakið mikla athygli en framundan
eru Ólympíuleikar og þar hyggst
Jones freista þess að vinna a.m.k.
fern gullverðlaun. Á síðustu leikum
vann hún þrenn gullverðlaun og
tvenn bronsverðlaun. Fyrir helgi
fékk Hunter síðan skipun um að
mæta fyrir lyfjadómstól bandaríska
frjálsíþróttasambandsins til að bera
vitni vegna meintra tengsla Jones
við fyrrgreint fyrirtæki, Balco.
Alþjóða frjálsíþróttasambandið,
IAAF, kraftist þess um helgina að
mál Montgomerys verði til lykta fyr-
ir ÓL í Aþenu. Ekki verði við það un-
að að málið hangi yfir mönnum þeg-
ar leikarnir hefjast. Takist
bandaríska frjálsíþróttasambandinu
ekki að ljúka því í tíma segist IAAF
vera reiðubúið að grípa í taumana.
Montgomery
og Gaines
kölluð inn
á teppið
BANDARÍSKU spretthlaupararnir Tim Montgomery og Chryste
Gaines hafa bæði fengið bréf frá lyfjastofnun bandaríska íþrótta-
sambandsins þar sem þeim er tilkynnt að þau séu talin hafa brotið
gegn reglum um lyfjaneyslu. Montgomery á heimsmetið í 100
metra hlaupi karla og Gaines vann gullverðlaun í boðhlaupi á síð-
ustu ólympíuleikum. Kæran tengist rannsókn á fyrirtækinu Balco,
sem talið er hafa framleitt steralyfið THG en það lyf fannst ekki fyrr
en nýlega í hefðbundnum lyfjaprófum. Málið er einnig afar óheppi-
legt fyrir Marion Jones, sambýliskonu Montgomerys.
MARIAN Pahars, þekktasti og
vinsælasti knattspyrnumaður Letta,
hefur ekki verið í byrjunarliði þeirra
í tveimur fyrstu leikjunum á EM í
Portúgal, aðeins komið við sögu sem
varamaður í báðum. Aleksandrs
Starkovs, þjálfari, kvaðst ekki vilja
láta hann byrja á að spila heilan leik
þar sem Pahars er nýstiginn upp úr
meiðslum.
PAHARS segir að stefnan hafi
verið sú að hann ætti að vera í byrj-
unarliðinu í leik númer tvö, gegn
Þýskalandi. „En liðið spilaði mjög
vel gegn Tékkum svo það var erfitt
fyrir þjálfarann að breyta liðinu. Það
er ekkert mál mín vegna, liðið hefur
spilað frábærlega í tveimur fyrstu
leikjunum og það kemur mér ekkert
á óvart þótt ég verði á bekknum í
þriðja leiknum líka,“ sagði Pahars,
leikmaður Southampton. Lettar
geta komist í 8-liða úrslit, vinni þeir
Holland í lokaumferð D-riðilsins.
ÓLAFUR Örn Bjarnason, lands-
liðsmaður í knattspyrnu, þótti með
bestu mönnum Brann þegar lið hans
tapaði, 4:2, fyrir Viking í norsku úr-
valsdeildinni í knattspyrnu í fyrra-
kvöld. Hannes Þ. Sigurðsson var
varamaður hjá Viking og kom ekki
við sögu í leiknum. Með tapinu missti
Brann af tækifæri til að komast í
annað sæti deildarinnar en liðið er í
fimmta sæti, sex stigum á eftir topp-
liðinu Tromsö.
TOTTENHAM og Juventus berj-
ast nú um tékkneska landsliðsmann-
inn Marek Jankulovski, sem leikur
með Udinese á Ítalíu. Tottenham er
tilbúið að borga fimm millj. punda
fyrir miðvallarleikmanninn, en Ju-
ventus er líklegt til að hækka þá
upphæð.
INAKI Saez, landsliðsþjálfari
Spánverja í knattspyrnu, ætlar alls
ekki að segja af sér þó illa hafi farið
hjá liði hans í Evrópukeppninni í
Portúgal. Saez skrifaði undir nýjan
samning til tveggja ára áður en
keppnin hófst en á Spáni hafa verið
háværar raddir um að nauðsynlegt
sé að skipta um þjálfara. Saez er 61
árs gamall og tók við spænska lands-
liðinu árið 2002. Ósigurinn gegn
Portúgal var aðeins annað tap liðs-
ins í 23 leikjum undir hans stjórn.
OLIVER Kahn, fyrirliði og mark-
vörður Þjóðverja, segir að fréttir um
að Tékkar muni hvíla lykilmenn
gegn þeim í kvöld hafi engin áhrif á
sitt lið. „Það væru mikil mistök að
halda að B-lið Tékka yrði auðvelt
viðureignar. Ég held að þessar
fregnir séu bara blekking, en þó ein-
hverjir af bestu mönnum Tékka yrðu
ekki með, myndu hinir leggja sig enn
meira fram, eins og allir gera á móti
Þýskalandi,“ sagði Kahn, en þess má
geta að margir leikmenn Tékka vilja
ná hefndum frá EM 1996 í Englandi,
þar sem Þjóðverjar lögðu Tékka í
úrslitaleik.
FÓLK
TVEIR leikmenn í Landsbankadeild karla
í knattspyrnu voru úrskurðaðir í eins leik
bann á fundi aganefndar KSÍ í gær vegna
fjögurra áminninga. Það voru þeir Kjart-
an Henry Finnbogason, KR, og Atli Jó-
hannsson, ÍBV, sem voru dæmdir í leik-
bann. Jakob Már Jónharðsson,
aðstoðarþjálfari Keflavíkur, var úrskurð-
aður í eins leiks bann vegna brottvísunar
leik ÍBV og Keflavíkur í Landsbankadeild
inni 15. júní. Aganefndin úrskurðaði einn
ig að Keflavík skyldi borga 10.000 íslensk
ar krónur í sekt fyrir að Jakob Már fékk
að líta rauða spjaldið gegn ÍBV.
Kjartan Henry
og Atli
Jóhannsson
í leikbann
Sif Atladóttir og Embla Grétarsdóttir
liðsins á Breiðabliki í gærkvöl
ÓLÖF María Jónsdóttir, kylfingur
úr Keili, komst ekki í gegnum nið-
urskurðinn á Futures-mótaröðinni
sem fram fór í Illinois í Bandaríkj-
unum um síðustu helgi. Hún lék fyrri
hringinn á 76 höggum og hinn síðari
á 78, en 70 bestu komust áfram í
þriðja hringinn.
Þetta var annað mótið á Futures-
mótaröðinni sem Ólöf María tekur
þátt í á þessu ári, en í fyrra mótinu
hafnaði hún í 73. sæti.
Ólöf María
er úr leik
MEIÐSL Margrétar Láru Viðarsdóttur,
sem hún hlaut í leiknum gegn Þór/KA/K
á sunnudaginn var, eru ekki eins slæm og
þau litu út fyrir að
vera. Margrét Lára
var borin af leikvelli í
fyrri hálfleik eftir að
hafa fengið slæmt
högg á ökkla. Að
sögn Heimis Hall-
grímssonar, þjálfara
ÍBV, ættu ekki að líða
nema í mesta lagi
tvær vikur þangað til
hún verður aftur
klár í slaginn. Þetta
eru góð tíðindi fyrir Eyjastúlkur því hún
hefur verið aðalmarkaskorari liðsins og
skorað 10 mörk í 4 leikjum það sem af er
Íslandsmótinu. Einnig eru þetta góðar
fréttir fyrir íslenska kvennalandsliðið sem
leikur við Rússa á Laugardalsvelli þann
22. ágúst næstkomandi.
Margrét Lára
ekki lengi frá
Margrét Lára
KNATTSPYRNA
Efsta deild karla, Landsbankadeild:
Akureyri: KA – Fylkir ..........................19.15
Keflavík: Keflavík – ÍA .........................19.15
Kaplakriki: FH – Grindavík .................19.15
Víkin: Víkingur R. – ÍBV ......................19.15
2. deild karla:
Sauðárkrókur: Tindastóll – Afturelding ..20
3. deild karla, B-riðill:
Þorlákshöfn: Ægir – Drangur...................20
Í KVÖLD