Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.2003, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.2003, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. SEPTEMBER 2003 15 Morgunblaðið/Jim Smart Egill Árni Pálsson, Bragi Bergþórsson, Bergþór Pálsson, Daniel Cassidy, Nína Margrét Grímsdóttir og Erla Brynjars- dóttir. Fjarverandi var Þorvaldur Þorvaldsson. KÓR Langholtskirkjufagnar á þessu ári50 ára afmæli sínu.Meðal viðburða á afmælisárinu er einsöngv- aratónleikaröð þar sem fram koma söngvarar sem sprottið hafa upp úr þeim jarð- vegi sem kórstarfið er. Á morg- un kl. 17, mun Bergþór Páls- son syngja lög eftir laga- smiðinn Stephen Foster. Með Bergþóri kemur fram karlakvartett, Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari, Daniel Cassidy fiðluleikari og Erla Brynjarsdóttir nem- andi hans. Hverjir skipa kvartettinn? „Með mér eru þrír strák- ar, Bragi Bergþórsson ten- ór, Þorvaldur Þorvaldsson bassi og Egill Árni Pálsson tenór. Ég er í nokkurri nálægð við tvo þeirra því Bragi er sonur minn og Þor- valdur nemandi minn.“ Hvernig er að syngja með syni sínum? „Þetta er í fyrsta skipti sem ég syng með Braga en hann byrjaði í söngnámi hjá Þórunni Guðmundsdóttur í fyrra. Hann er náttúrlega óskrifað blað í þessum mál- um og er svona að þreifa sig áfram. Ég hef alltaf vitað að hann hafði hæfileika í þessa átt. En ég nálgast hann sem jafningja. Annars er allur hópurinn frábært tónlistar- fólk. Nína Margrét átti hug- myndina að þessu tónleika- sniði og það hefur verið einstaklega gaman að vinna að þessu verkefni með henni. Svo hefur ameríska sendiráðið styrkt tónleikana og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Dan Cassidy fiðluleikari kemur beint úr andrúmslofti þessarar tón- listar og ásamt nemanda sínum, Erlu, setur hann skemmtilegan lit á þetta allt saman. Hinir söngvararnir eru mjög músíkalskir og stunda nú söngnám. Þor- valdur er sonur Þorvaldar Halldórssonar og hefur hér um bil sömu röddina. Hann hefur verið í læri hjá Guð- mundi Jónssyni. Egill Árni er nemandi Ólafar Kol- brúnar Harðardóttur í Söngskólanum í Reykjavík.“ Hvernig er tónlist Steph- ens Fosters? „Stephen Foster telst vera fyrsta sönglaga- tónskáldið í Ameríku og má segja að sönglög hans hafi lifað með þjóðinni fram á þennan dag og jafnvel með- al annarra þjóða. Lögin og textarnir sem eftir hann alda úr klæðaskápum. Það væri skemmtilegt“ Hvenær byrjaðir þú að syngja með Kór Langholts- kirkju? „Ég hef líklega byrjað um 18 ára aldurinn að syngja með Kór Langholtskirkju. Hef alltaf haldið tengslin við kórinn og sungið með hon- um einsöng. Mér finnst kór- inn alltaf vera að bæta sig og starfið hefur vaxið geysi- lega í allar áttir á þessum tíma. Jón Stefánsson hefur unnið aðdáunarvert starf í íslensku tónlistarlífi.“ Ertu búinn að leggja lín- urnar fyrir veturinn? „Já, að einhverju marki. Fyrir utan hinn venjulega vinnudag mun ég syngja í uppfærslu Íslensku óp- erunnar í Brúðkaupi Fíg- arós í vetur. Þar syng ég Almaviva greifa. En í nán- ustu framtíð ætla ég að skreppa til Helsingjaborgar með Nínu Margréti og Ás- hildi Haraldsdóttur flautu- leikara á ráðstefnu fyrir tónlistarfólk. Þar munum við vera með Mozart- dagskrá fyrir börn.“ liggja eru um 200 talsins og má skipta þeim lauslega í tvo flokka: ljúfsárar ball- öður um lífið og tilveruna og svo farandsöngva af afr- ískum uppruna. Foster lést sviplega í New York aðeins 37 ára gamall. “ Hvaða lög verða flutt? „Mörg þeirra þekkjum við mjög vel því Jón frá Ljár- skógum þýddi nokkur laga Fosters. Allir kannast t.d. við lögin Ó Súsanna, Blær- inn í laufi og Húmar að kveldi. Allt ofboðslega fal- leg og aðgengileg lög. Einn- ig flytjum við minni þekkt lög sem ekki eru síðri.“ Ætlið þið að ná fram ein- hverri sérstakri stemm- ingu? „Já, við ætlum til dæmis að vera í 19. aldar bún- ingum. Þetta er nú frekar einfaldur klæðnaður, síðir frakkar og hálstau. Stelp- urnar verða í síðum 19. ald- ar kjólum. Ég vona að fólk taki þátt í tónleikunum á lif- andi hátt. Syngi með ef það kannast við lögin. Ekki væri síðra ef einhverjir sæju sér fært að draga fram föt fyrri Daðrað við 19. öldina í tónum og klæðum STIKLA Söngtónleik- ar í Lang- holtskirkju Næsta v ika Laugardagur Listasafn Ís- lands kl. 15 Júlíana Sveins- dóttir (1889– 1966). Sýningin, sem samanstend- ur af málverkum og myndvefnaði, spannar allan feril Júlíönu. Gerðarsafn kl. 15 Þrjár einkasýningar. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson sýnir skúlptúr og ljós- myndir. Katrín Þorvaldsdóttir er með innsetningu. Með sýningu Katrínar er flutt hljóðverk Haf- dísar Bjarnadóttur. Neðri hæð: Olga Bergmann í samstarfi við stofnun Dr. B opnar sýninguna Náttúrugripasafn. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11– 17. Hafnarborg kl. 16 Aðal- salur: Bernd Lohmann, ljós- myndir og Jutta Lohmann mál- verk. Sverrissalur: Kristbergur Pétursson málverk. Apótek: Ingiríður Óðinsdóttir, textíl. Í kaffistofu eru teikningar barna. Félagið Ís- lensk grafík, Hafnarhúsi kl.15 Berglind Björnsdóttir sýn- ir ljósmyndir. Sýningin nefnist Hringrás og fjallar um hring- rás lífsins á tákn- rænan hátt. Op- ið fim. til sun. kl. 14-18. Næsti bar, Ingólfsstræti, kl. 17 Bræðurnir Ari Alexander og Jón Magnússynir sýna sex mál- verk af forsetum Íslands auk teikninga af almúgafólki.Sýn- ingin nefnist Ergis og taka þeir á hetjuímyndum og glans- myndaumfjöllun. Hluti af inn- setningunni er hljóðverk unnið af Þór Eldon. Gallery 11, Innrömmun Sigurjóns, Fákafeni 11, Inga Torfadóttir opnar sýningu sem hún nefnir Óður til Óðins. Þar eru 44 grafíkmyndir unnar á sl. tveim árum. Sýningin stendur til 27. september. Gallerí Hár og list, Strand- götu 39, Hafnarfirði, kl. 15 Myndlistarmaðurinn Yngvi sýn- ir 24 olíumálverk á sýningu sinni Vesturfar.Við opnunina leikur Balzamersveitin Bar- dukha. Sýningin stendur til 28. september. Listasafn Borgarness kl. 14 Snjólaug Guðmundsdóttir opn- ar handverks- og listíðasýn- inguna „UrmUll“. Öll verkin eru úr ull. Opið kl. 13–18 virka daga. Til kl. 20 á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. Sunnudagur Salurinn kl. 20 Söngkvartett frá Vínarborg Voces, Wien. Pí- anó: Jónas Ingimundarson. Flutt verða sönglög, dúettar, tríó og kvartettar eftir Franz Schubert. Efnisskráin er fléttuð saman í tali og tónum. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsi kl. 15 Þorbjörg B. Gunnarsdóttir, sýningarstjóri og deildarstjóri safna- og sýn- ingardeildar, kynnir verk Errós og skoðar sýninguna Erró – stríð, með gestum safnsins. Kaffi Kúltúr, Hverfisgötu kl. 21.30 Orgeldjasstríóið B3 leik- ur efni af fyrstu plötu sinni „Fals“ í bland við djassstand- arda. Tríóið skipa Agnar Már Magnússon orgel, Ásgeir Ás- geirsson gítar og Erik Qvick trommur. Mánudagur LHÍ, Laugarnesvegi 91, kl. 12.30 Kristinn G. Harðarson myndlistarmaður fjallar um eig- in verk. Kristinn á að baki tæp- lega 30 ára listferil. Hin síðari ár hafa verk hans mikið til snúist um raunsæja umfjöllun um- hverfisins, hins ytra og innra. Goethe-Zentrum, Lauga- vegi 18, kl. 20 Austurríski rit- höfundurinn Rudolf Habringer les úr nýútkominni bók sinni Thomas Bernhard seilt sich ab. Þriðjudagur Salurinn kl. 20 Aldarminning um dr. Victor Urbancic, 1903– 1958. Dr. Bjarki Sveinbjörnsson fjallar um ævi og störf Urban- cic. Flutt verða verkin Mala Svíta (1935), frumflutningur á Íslandi, Elisabeth, ljóðaflokkur op. 8 (1936) við ljóð eftir Her- mann Hesse og Fünf Sätze für Klavier und Blechbläser (1938– 39) eftir Urbancic. Miðvikudagur Salurinn kl. 20 Schubert- tónleikar Kristins Sigmunds- sonar og Jónasar Ingimund- arsonar endurfluttir. Tónleikarnir eru helgaðir minn- ingu Halldórs Hansen barna- læknis og tónlistarfrömuðar. Fimmtudagur Háskólabíó kl. 19.30 Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Hljóm- sveitarstjóri: David Charles Abell. Ein- söngvari: Sigrún Hjálmtýsdótt- ir.Tónlist eftir Aron Copland & Leonard Bernstein. Föstudagur Háskólabíó kl. 19.30 Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Hljóm- sveitarstjóri: David Charles Abell. Einsöngvari: Sigrún Hjálmtýsdóttir. Tónlist eftir Aron Copland & Leonard Bernstein. Tilkynningar, sem birtast eiga á þessari síðu, þurfa að berast í síðasta lagi kl. 11 árdegis á fimmtudögum. menn- ing@mbl.is. Sjá einnig mbl.is/ Staður og stund. Júlíana Sveinsdóttir Orgeldjasstríóið B3. Sigrún Hjálmtýsdóttir Eitt ljósmynda- verka Berg- lindar Björns- dóttur. MYNDLIST Gallerí Dvergur, Grund- arstíg 21: Pétur Már Gunn- arsson. Til 14.9. Gallerí Fold, Rauð- arárstíg: Baksalur: Helga Kristmundsdóttir. Ljósafold: Sigríður Bachmann. Til 14.9. Gallerí Hlemmur: Val- gerður Guðlaugsdóttir: Inn- setning. Til 28.9. Gallerí Kambur, Rang- árvallasýslu: Hulda Vil- hjálmsdóttir. Til 5.10. Gallerí Skuggi: Kristinn Pálmason. Til 21.9. Gallerí Sævars Karls: Svanborg Matthíasdóttir. Til 24.9. Gerðarsafn: Þrjár einka- sýningar: Helgi Hjaltalín Eyj- ólfsson, Katrín Þorvaldsdóttir og Olga Bergmann. Til 5.10. Gerðuberg: Sumarsýningin Breiðholt fyrr og nú. Ljós- myndasýningin Brýr á þjóð- vegi 1. Til 21.9. Hafnarborg: Bernd og Jutta Lohmann. Kristbergur Pét- ursson. Ingiríður Óðinsdóttir. Kaffistofa: Teikningar Hafn- firskra barna. Til 13.11. Hallgrímskirkja: Gunnar Örn. Til 1.12. Hús málaranna, Eið- istorgi: Jóhann G. Jóhanns- son og Bubbi (Guðbjörn. Gunnarsson). Til 28.9. i8, Klapparstíg 33: Roni Horn. Undir stiganum: Hlynur Hallsson. Til 13.9. Íslensk grafík, Hafn- arhúsinu: Berglind Björns- dóttir, ljósmyndir. Til 28.9. Kling og bang gallerí, Laugavegi 23: Nína Magnúsdóttir. Til 28.9. Listasafn ASÍ: Ásmund- arsalur og Gryfja, Inga Jóns- dóttir. Til 21.9. Arinstofa, Kristinn Pétursson. Til 12.10. Listasafn Akureyrar: Þjóð í mótun: Vestursalur: Erla S. Haraldsdóttir og Bo Melin. Til 2.11. Listasafn Borgarness: Snjólaug Guðmundsdóttir. Til 8.10. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14–17. Listasafn Íslands: Júlíana Sveinsdóttir. Til 26.10. Listasafn Reykjanes- bæjar: Stefán Geir Karlsson. Til 19.10. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Ásmundur Sveinsson – Nútímamað- urinn. Til 20.5. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Erró – stríð. Til 3.1. Innsetning Magnúsar Pálssonar og Helgu Hans- dóttur öldrunarlæknis. Til 14.9. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Eyjólfur Einarsson. Sæmundur Valdi- marsson myndhöggvari. Til 12.10. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar: Meistarar formsins – Úr höggmyndasögu 20. aldar. Til 28.9. Listhús Ófeigs, Skóla- vörðustíg: Norskir textíl- hönnuðir. Til 17.9. Mokkakaffi: Bjarni Bern- harður. Til 15.10. Norræna húsið: Skart- gripir norsku listakonunnar Liv Blåvarp. Til 19.10. And- dyri: Sari Maarit Cedergren. Til 12.10. Slunkaríki, Ísafirði: Hjörtur Hjartarson. Til 28.9. Safnasafnið, Alþýðu- listasafn Íslands, Eyja- firði: Tíu úti- og innisýningar. Til 14.9. Safn – Laugavegi 37: Op- ið mið-sun, kl. 14–18. Til sýnis á þremur hæðum íslensk og alþjóðleg sam- tímalistaverk. Sjóminjasafn Íslands, Hafnarf.: Gripir úr Þjóð- fræðisafni Þjóðminjasafns Íslands. Til 15.9. Undirheimar Álafoss- kvos: Andri Páll Pálsson og Brynja Guðnadóttir: innsetn- ing og ljósmyndir. Til 14.9. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Landafundir. Sum- arsýningin Íslendingasögur á erlendum málum. Upplýsingamiðstöð mynd- listar: www.umm.is undir Fréttir. LEIKHÚS Þjóðleikhúsið: Dýrin í Hálsaskógi, frums. lau., sun. Með fulla vasa af grjóti lau. Borgarleikhúsið: Lína Langsokkur, frums. sun., Öf- ugu megin upp í, lau. Púntila og Matti, fös. Rómeó og Júl- ía, lau. Kvetch, fim., fös. Grease, sun. Nútímadanshátíðin: Sex dansverk eftir sex höfunda. Loftkastalinn: Erling, frums. lau., sun. Iðnó: Sellófon, fim. Tjarnarbíó: Ráðalausir menn, lau. Leikfélag Kópavogs: Grimms, lau. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Lab Loki sýnir „Baulaðu nú...“ Dagur í lífi Kristínar Jósefínu Páls, lau. kl. 14. GRASASNADANSASARG nefnast tónleikar Balzamersveit- arinnar Bardukha og Kammer- kórs Hafnarfjarðar í Iðnó annað kvöld kl. 20. „Orðið, sem lesa má afturábak, lýsir vel þeirri til- raun sem þessir hópar standa fyrir á tónleikunum,“ segir Helgi Bragason, stjórnandi Kammer- kórs Hafnarfjarðar. „Balzamer- sveitin Bardukha hefur lengi verið starfandi og hafa meðlimir nánast verið þeir sömu frá upphafi. Balzam- ertónlistin, sem er einkenni hljómsveitarinnar, á rætur sínar að rekja til austur-evrópskrar, arabískrar og persneskrar þjóðlagahefðar auk sígaunatónlistar.“ Bardukha er skipuð Hjörleifi Valssyni, Ástvaldi Traustasyni, Birgi Bragasyni og S.G. (Steingrími Guð- mundssyni). Á tónleikunum í Iðnó verða flutt austur- evrópsk og íslensk þjóðlög. Hljómsveitin Bardukha á góðri stundu. Þjóðlög tveggja landa Í LISTA- SAFNI Reykjavík- ur - Hafn- arhúsi má nú sjá inn- setningu Magnúsar Pálssonar og Helgu Hansdóttur, Viðtöl um dauðann. Í tengslum við innsetn- inguna flytur Ólafur Gíslason listfræðingur fyrirlestur kl. 11- 13 í dag. Hann nefnist Hin blinda von Prómeþeifs og setur Ólafur innsetninguna í samhengi listasögu og goðafræði. Magnús og Helga munu kynna gestum verkið og svara fyrir- spurnum eftir fyrirlesturinn. Frá innsetningu Magnúsar og Helgu. Innsetning í samhengi JÓN Yngvi Jóhannsson bók- menntafræðingur flytur fyr- irlestur í Norræna húsinu kl. 16 á morgun um íslenskar sveitalífssögur, sem gefnar voru út á dönsku á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Yfirskriftin er „Flogist á um bændur“: Íslenskar sveita- sögur í Danmörku stríðsáranna. Fyrirlest- urinn er í boði Stofnunar Sigurðar Nordals og haldinn á fæðingardegi dr. Sigurðar Nor- dals. Jón Yngvi Jóhannsson er stundakennari við Háskóla Íslands. Hann vinnur að doktors- ritgerð við Kaupmannahafnarháskóla um skáldsögur, sem íslenskir rithöfundar skrifuðu á dönsku á fyrrihluta 20. aldar, og viðtökur þeirra í Danmörku. Jón Yngvi Jóhannsson Sveitalífssögur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.