Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2003, Side 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. NÓVEMBER 2003
ÆVISAGA danska sagna-
skáldsins Hans Christian And-
ersen kom út í
Danmörku á
fimmtudag. Bók-
in, sem er eftir
blaðamanninn
og rithöfundinn
Jens Andersen,
heitir einfald-
lega Andersen –
En Biografi, eða
Andersen –
Ævisaga og hef-
ur hennar verið beðið með
talsverðri óþreyju í Dan-
mörku, enda verið gefið í skyn
að þar verði birtar nýjar upp-
lýsingar um líf skáldsins, æsku
þess og skáldskap.
Áralöng rannsóknarvinna
liggur að baki bókinni, sem
þykir sýna fram á að þótt Dan-
ir hafi löngum vitað að skáldið
góða hafi alist upp við talsvert
mótlæti komi á óvart að mót-
lætið hafi verið jafnslæmt og
raun ber vitni, sem og að And-
ersen hafi verið mjög meðvit-
aður um feril sinn, möguleika
og framtíð. Andersen – En
Biografi hefur þegar fengið
góðar viðtökur danskra bók-
menntagagnrýnenda og sagði
Politiken hana til að mynda
vel heppnaða svipmynd af
Andersen, Information sagði
bókina bæði hrífandi og
skemmtilega og Berlingske Ti-
dende líkti henni við skrif H.
C. Andersen sjálfs.
Ömmurnar
RITHÖFUNDURINN Doris
Lessing sendi nýlega frá sér
samansafn smásagna. Bókin
nefnist The
Grandmothers,
eða Ömmurnar,
og tekur Less-
ing þar á hætt-
um sjálfsblekk-
ingar. Fjallar til
að mynda
lengsta sagan,
A Love Child,
um kvæntan
uppgjafarhermann úr síðari
heimsstyrjöldinni sem fann og
glataði ástinni í stuttu stoppi í
Höfðaborg og á síðan í erf-
iðleikum með að sætta sig við
það líf sem hann lifir.
Minningar drengs
NÝJASTA bók Erwin Mortier,
sem vakti nokkra athygli fyrir
fyrri bók sína Marcel, fær
gagnrýnanda
dagblaðsins
Guardian til að
líkja Mortier við
ekki ómerkari
höfund en
Proust. Bókin
sem nefnist My
Fellow Skin
þykir heillandi
framköllun
minninga af ævi flæmsks
drengs sem hefjast er dreng-
urinn, Anton, er einungis smá-
barn og fylgir honum fram á
fullorðinsár, en Anton virðist
heillaður af mannslíkamanum.
Líkt og í fyrri bók Mortiers
býr My Fellow Skin yfir sama
áhuga á að lýsa því sem orð ná
ekki yfir og þykir hún falla vel
að hinum svokallaða „Bild-
ungsroman“ og þeirri evr-
ópsku bókmenntahefð sem
rekja má til höfunda á borð
við Proust og Mann. Mortier
er lítið fyrir að lýsa atvikum
og hlutum en nær því betur að
gera þær minningar Antons er
tengjast mannslíkamanum
ógleymanlegar fyrir lesand-
ann.
ERLENDAR
BÆKUR
Ævi H.C.
Andersen
Doris Lessing
H.C. Andersen
Erwin Mortier
J
ólin eru enn og aftur á næsta leiti og
hafa bæði kaupmenn og neytendur
þegar sett sig í stellingar. Jólaskreyt-
ingar fylla alla búðarglugga, jólatilboð
streyma ofan í póstkassana, jólahlað-
borð eru haldin um allan bæ, jólabæk-
urnar eru komnar glóðvolgar úr prent-
smiðjunni, jólasveinarnir farnir á kreik
– og jólalögin farin að óma á öldum ljósvakans.
Löngum hafa verið skiptar skoðanir um hversu
löngu fyrir fæðingarhátíð frelsarans sé tilhlýði-
legt að hefja flutning jólagleðilaga í útvarpi. Út-
varpsstöðin FM 96,7 auglýsir sig sem jólabarnið í
ár og þar hafa jólalögin verið leikin alllengi nú
þegar. Bylgjan og Rás 2 eru hófsamari og leika að-
eins nokkur lög á klukkustund. Það kemur síðan
alltaf jafnmikið á óvart á hverju ári þegar vegfar-
endur eru spurðir hvað þeim finnst um jólastemn-
inguna í útvarpinu að þá segja langflestir að ver-
tíðin byrji alltof snemma og þeir séu orðnir
hundleiðir á jólalögunum þegar jólin loksins
koma. Samt hamast útvarpsstöðvarnar við að
leika jólapopplög, bæði innlend og erlend, til að
hala inn meira af auglýsingum hverjum ætlað er
að örva kaupgleði hlustenda sem verða æ óþreyju-
fyllri eftir afmælisveislunni. Og nú er meira að
segja farið að selja jólapylsur með hangikjöts-
bragði svo ekki þarf að láta sig lengja eftir því á
aðventunni.
En ekki eiga allir frelsarar afmæli á jólunum.
Ríkissjónvarpið hefur greinilega gert góð kaup í
evrópskum múhameðstrúarpakka því það sýnir
nú margskonar sjónvarpsefni, bæði leiknar mynd-
ir og heimildaþætti, um harðstjórn í ríkjum músl-
ima. Síðastliðið sunnudagskvöld sýndi Sjónvarpið
íransk/franska bíómynd sem bar heitið Sólmyrkvi
í Kandahar. Myndin lýsti valdbeitingu og ógnar-
stjórn talíbana í Afganistan á áhrifaríkan hátt. Á
dögunum var einnig sýnd heimildarmynd um sjö
barna móður sem talíbanar tóku opinberlega af lífi
á fótboltavelli eftir fáránleg réttarhöld. Og á
þriðjudagskvöldið var þýsk heimildarmynd á
skjánum, Klerkaveldið kvatt, sem fjallaði um „ísl-
ömsku byltinguna“ og valdatíma Ayatollah Khom-
einis í Íran. Þar var m.a. fjallað um stöðu kvenna í
múhameðstrú og kúgun kvenna sögð forsenda og
undirstaða ógnarstjórnarinnar. Í fjölmiðlum er
dregin upp nokkuð einhliða mynd af arabaheim-
inum, fornri menningarþjóð sem byggir á alda-
gömlum hefðum, og eimir nokkuð af vestrænum
hroka gagnvart trúarbrögum sem við þekkjum og
skiljum lítið. Vissulega hafa viðgengist glæpir og
ofbeldi í nafni trúarbragða fyrr í mannkynssög-
unni og annars staðar á landakortinu. Í okkar aug-
um eru allir arabar segir Jóhanna Kristjónsdóttir
sem hefur kynnt sér menningu araba, stundað
nám í arabísku og ætlar að bjóða Íslendingum upp
á kynnisferð til Jemen. Ímynd múslimans í vest-
rænum fjölmiðlum er hópur af lágvöxnum, illa
tenntum, skeggjuðum mönnum með yfirgreiddan
skalla eða vefjarhött – ef ekki barasta heilaþvegn-
ir hryðjuverkamenn með tifandi tímasprengju
innanklæða. Múslimum er oftast lýst sem blóð-
þyrstum trantaralýð, karlrembum og helsta ógn-
valdi vestrænnar heimsvaldastefnu nútímans.
Sjaldnast er gerður nokkur greinarmunur á öfga-
sinnuðum bókstafstrúarmönnum og öðrum. En ef
allir múslimar eru eins og Saddam Hussein, eru
þá allir kristnir menn eins og Adolf Hitler?
Fjölmiðlarnir matreiða heimsmyndina ofan í
okkur og hagræða sannleikanum eins og þeim
sýnist, þeir búa til ímynd jólasveinsins og músl-
imans sem við gleypum umhugsunarlaust. Við
sitjum bara stillt og prúð með jólapoppið í eyr-
unum, bægjum frá okkur landlausum stríðsflótta-
mönnum af kristnu umburðarlyndi og bíðum
spennt eftir að langþráð jólin gangi í garð. „Ég
hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til …“
FJÖLMIÐLAR
MEÐ JÓLAPOPP Í EYRUNUM
Múslimum er oftast lýst sem
blóðþyrstum trantaralýð, karl-
rembum og helsta ógnvaldi
vestrænnar heimsvaldastefnu
nútímans.
S T E I N U N N I N G A Ó T TA R S D Ó T T I R
EITT af hinum síðustu vígjum 20. aldar Ís-
lands í heimi úreldra viðskiptahátta er
kvikmyndagerð. Og það sem mætti
halda að væri gamalt vígi 19. aldar Ís-
lands á upplýsingaöld, er heldur ekki fall-
ið, það er óttinn við málefnalega um-
ræðu. En það er hægt að segja að eftir
hrun íslenskrar kvikmyndagerðar árið
2002 þar sem botninum var náð í op-
inberri stjórnun fagsins, þá sé leiðin
uppávið hjá nýrri Kvikmyndamiðstöð Ís-
lands lárétt. Leiðin frá áhugamanna-
bransa í kvikmyndaiðnað, frá ríkissrek-
inni forræðishyggju í samkeppni, frá
einhæfni til fjölbreytni er þyrnum stráð.
Það eru blikur á lofti um að nauðsynlegar
breytingar eigi sér stað, og að mönnum
bresti kjarkurinn til að afmarka raunveru-
leg viðfangsefni og skilgreina ástandið.
[...]
Ekki síður er það merkilegt staðreynd,
að á helmingstímabili sl. áratugar, það er
ca. frá 1993 til 1998, kemur engin nýr ís-
lenskur leikstjóri fram að telja. Flestir sem
ætluðu sér að gera kvikmynd á þessum
tíma sáu framá það að moka fyrst flórinn,
vera settir í flokk eða einhverskonar dilka,
dregnir inní óskiljanlegar deilur og
óskemmtilegt þras, fyrirtækin sem fyrir
voru kunnu vart að reka sjálfan sig og
viðskiptavild fagsins útávið einhverstaðar
á milli núl og núl.
Engin þeirra sem ég þekki frá þessu
tímabili og ætluðu sér að gera kvikmyndir
gerðu þær, margir eru farnir úr faginu og
úr flestum allur vindur. Þegar aukið fjár-
magn hins opinbera til fagsins fór svo að
aukast smátt og smátt frá 1998, fór þessi
hópur hins vegar smátt og smátt að
hverfa, og er flestum týndur og tröllum
gefinn. Í raun hefur ein kynslóð meira og
minna þurft að súpa seyðið af dæma-
lausri óstjórn gamallra sjóðasukkara.
Einar Þór Gunnlaugsson
Kistan
www.visir.is/kistan
Leðurfés og Selkolla
Við Íslendingar þurfum ekki að bera
neinn kinnroða, eigandi aðra eins óvætti
og Selkollu sem birtist ungum eig-
inmönnum sem fögur kona en þegar þeir
höfðu brugðið á leik við hana og „ná-
kvæmt með kjötlegu verki“ (eins og segir í
Guðmundarsögu Arasonar eftir Arngrím
Brandsson ábóta), reyndust þeir hafa só-
að sæði sínu í óvætti með selshöfuð. Var
þá Bleik að vonum brugðið. Ekki veit ég
hvernig stendur á því að íslenskir kvik-
myndagerðarmenn hafa enn ekki kvik-
myndað Selkollu þátt — hvað gæti Hrafni
t.d. ekki orðið úr þessari sögu? — en hitt
veit ég að Selkolla jafnast fyllilega á við
hvaða óvætti sem er, jafnvel hið ógurlega
Leðurfés sem leikur lausum hala í hroll-
vekjunni Keðjusagarmorðunum í Texas.
Og vegna þess að á miðöldum elskuðu
menn snertivensl (metónýmíur) má hér
koma því að eitt helsta leikafrek Íslend-
ings í heimskvikmyndasögunni er
frammmistaða Gunnars Hansen í upp-
haflegu gerðinni af Keðjusagarmorð-
unum í Texas sem kom út árið 1974. Og
frekari snertivensl: Keðjusagarmorðin í
Texas, fyrri myndin, er einmitt helsta um-
fjöllunarefni bandaríska prófessorsins
Carol Clover sem var hér á dögunum [...].
Ármann Jakobsson
Múrinn
www.murinn.is
Morgunblaðið/Jim Smart
Það er fylgst með okkur!
LÁRÉTT UPP Á VIÐ
IHöfundurinn er drottnari, hann vill beita valdi,kvelja, niðurlægja. Hann á erfitt með að hemja
sig því innst inni veit hann að það er ekki hann sem
hefur valdið í sínum höndum heldur sá sem lætur
beita sig valdi – það er hinn sem leggur línurnar,
hvað má gera, hversu langt má ganga. Þannig eru
reglurnar og án reglna og samþykkis hins væri eng-
inn leikur. Höfundurinn reynir á þessi mörk hins
leyfilega og smámsaman taka reglurnar að bogna
undan þrýstingi hans og á endanum gefur eitthvað
sig í höfundinum og hann gengur alla leið – lýsing-
arnar eru hrikalegar og brjóta í bága við allt vel-
sæmi en höfundurinn upplifir í fyrsta skipti alsælu,
hreinan valdlosta sem fer um hann eins og elding.
II En krafan um hið opinbera líf vefst fyrir höfund-inum. Hann á í fyrsta lagi erfitt með að umgang-
ast annað fólk vandræðalaust eins og fram kemur í
dagbókum hans. Líkt og herra Palomar öfundar
hann þá sem hafa alltaf rétt orð á vörum hvar sem
þeir koma, geta heilsað og kvatt á fumlausan hátt,
fitjað upp á nýjum og nýjum umræðuefnum, sagt
eitthvað fyndið þegar það á við, sýnt hluttekningu
þegar það á við, verið hæfilega strangir og hæfilega
reiðir þegar það á við, kunna að hafa orðið án þess
að vera yfirgnæfandi, kunna að þegja án þess að
vera dónalega fjarrænir eða hrokafullir – kunna
með öðrum orðum að vera innan um fólk án þess
að vera á nálum og setja allt í uppnám, kunna að
kalla fram það besta í sjálfum sér og öðrum við ólík-
legustu aðstæður.
IIIHöfundurinn hefur reynt að temja sér þetta enekki dottið niður á réttu aðferðina. Að auki er
einhver púki í honum þegar kemur að samskiptum,
kurteisisvenjum og almennri hegðun. Honum þykir
samtíminn einkennast af ofuráherslu á framkomu,
á yfirborðið, viðmótið. Lunginn af vitsmunalegri
orku fer í að skapa sér góða ímynd, að búa sjálfan
sig til en ekki í sama tilgangi og Baudelaire talaði
um heldur til þess að aðrir sjái eitthvað sem þeir
vilja sjá. Orkan fer í að koma rétt fram, að klæða
sig á viðeigandi hátt og tala á viðeigandi hátt. Höf-
undinum þykir því öðrum þræði ekki eftirsókn-
arvert að temja sér eða semja sér aðra hegðun en er
honum eðlislæg.
IVHann kannast samt við að hafa logið upp ásig hlutum, bæði í viðtölum og í dagbókinni,
þótt undarlegt megi virðast. Fyrir vikið sækja á
hann hugsanir um það hver hann sé í raun og veru.
Dagbókin átti upphaflega að vera tæki til að kom-
ast nær kjarnanum í sjálfum honum en smám-
saman hefur hann komist að því að hann er annar
en hann hélt og sennilega alls ekki sá sami á blöð-
um dagbókarinnar og í veruleikanum, hver sem
hann nú annars er. Dagbókin hans er enginn heil-
agur sannleikur þótt lesendur eigi vafalítið eftir að
lesa hana þannig. Höfundurinn getur stundum
ómögulega séð sig í þessum skrifum. Þar er ýmist
einhver upphafning eða úrdráttur. Það er iðulega
eins og eitthvert tilbúið sjálf hafi orðið.
NEÐANMÁLS