Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2003, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2003, Qupperneq 7
H vernig á að skrifa sögu? Á að rekja atburði í tímaröð – stikla á stóru í frásögn- inni? Eða ætti sjónarhorn- ið ef til vill að vera þrengra og athyglin frem- ur að beinast að einstak- lingum eða þemum? Eru stjórnmál á hæstu stigum mikilvægari en hversdagslegir atburðir í lífi almennings? Þjóðarsögu er hægt að segja á margvíslegan hátt – og kemur það berlega í ljós í um- ræðum sagnfræðinga á meðal og í báðum heftum Sögu, tímarits Sögufélags, á þessu ári. Í vorhefti Sögu gerir Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur t.d. ýmis nýleg innlend yfirlitsrit að umtalsefni. Hann gagn- rýnir það sem hann kallar „yfirlitshugs- unina“ í íslenskri sagnfræði og færir rök fyr- ir því að áberandi munur sé á aðferðum íslenskra og erlendra fræðimanna við ritun yfirlitsverka. Í haustheftinu svarar Gunnar Karlsson grein Sigurðar Gylfa og á nýliðnu Hugvísindaþingi HÍ var málstofa um yfirlits- söguna. En þetta efni hefur vakið umræður og kallar einnig á viðbrögð á milli hefta. Í formála vorheftis stendur ritað: „Sé litið á þetta hefti Sögu, er ljóst að samtíminn virðist vera höfundum ofarlega í huga, jafn- vel í skrifum þeirra um heiður á miðöldum, sögukennslu sunnar í álfunni, þorskastríð, sjálfstæðisbaráttu Bretóna á átjándu öld eða hugmyndafræði yfirlitsrita hérlendis og er- lendis,“ skrifa ritstjórar Sögu. Í haustheftinu minnast ritstjórar á skoð- anir manna á yfirlitssögunni og skrifa: „Við- horfsgreinar eru nú þrjár. Fyrst í röðinni eru viðbrögð Gunnars Karlssonar við skrif- um Sigurðar Gylfa Magnússonar í síðasta hefti Sögu. Í greininni færir Gunnar meðal annars rök fyrir því að yfirlitssaga sé mjög gagnleg í bland við aðrar aðferðir. Um leið andmælir hann því að íslenskir sagnfræð- ingar hafi ekki veitt erlendum fræðastraum- um inn í umræðuna hér á landi. Einnig bend- ir hann á að ritun yfirlitssögu sé ekki hlutlaus iðja, heldur felist í henni skýr túlk- un á framvindu sögunnar.“ Umfjöllun um sjónræna miðlun Tímaritið Saga hefur tekið talsverðum breytingum á síðustu árum. Frá árinu 2002 kemur það út tvisvar á ári, á vorin og haust- in. Hrefna segir að Saga sé góður umræðu- vettvangur um söguleg efni. Bæði bregðast menn við skrifum annarra í heftinu og einnig við bókum eða öðru efni þar sem fjallað er um sögu. „Menn eru þá að taka þátt í um- ræðu um hvernig eigi að skrifa sögu,“ segir Hrefna og að um geti verið að ræða einstök fræðileg álitamál, aðferðafræði, stöðu sög- unnar í samfélaginu og miðlun hennar. Saga undir stjórn Hrefnu og Páls er í meginþáttum byggð upp á eftirfarandi hátt: Bálkarnir eru Viðtal, Greinar, Viðhorf, Sjón- rýni, Ritdómar og Ritfregnir. Allt fræðilegt efni í heftunum er ritrýnt. Markmið Sögu er m.ö.o. að vera helsta fagtímarit sagnfræðinga og annarra fræði- manna sem fást við fortíðina til að koma rannsóknum sínum á framfæri. Aftur á móti er lögð rík áhersla á það við vinnslu greinanna að efnið nái til almennings – og að fjallað sé um fleiri þætti en frum- rannsóknir, til dæmis með viðtölum við er- lenda og innlenda fræðimenn. Einnig hefur um áratugaskeið verið mikil umfjöllun um bækur í tímaritinu, og svo verður áfram. Loks má nefna nýlegan þátt í Sögu sem nefnist sjónrýni, þar sem fjallað er faglega um miðlun sögunnar á öðrum vettvangi en rituðu máli; sögulegar sýningar og kvik- mynda- og sjónvarpsefni. „Það er í takt við það sem er að gerast í þjóðfélaginu,“ segir Páll, „það hefur verið mikill uppgangur í sýningum og safnastarfi, og heimildarmynd- um og kvikmyndum um sögulegt efni fjölgar jafnt og þétt.“ Miðlun sögu á sýningum Í vorhefti Sögu er t.d. fjallað um þorska- stríðsþætti Margrétar Jónasdóttur, Síðasta valsinn, og í haustheftinu er fjallað um Reykjavíkursýningu Árbæjarsafns og hand- ritasýningu Árnastofnunar í Þjóðmenning- arhúsinu. Einnig er viðamikil grein eftir Eggert Þór Bernharðsson í heftinu um miðl- un sögu á yfir 80 sýningum á landinu. „Við setjum greinar, sem við teljum eiga erindi í tímaritið, í ritrýni til sérfræðinga,“ segir Páll og bætir við að ritstjórar vinni heilmikið í sumum greinunum, m.a. til að tryggja að þær verði aðgengilegar fyrir söguáhugafólk en að sjálfsögðu án þess að slakað sé á fræðilegum kröfum. „Okkur berast bæði hugmyndir að grein- um frá höfundum og einnig leitum við til höf- unda sem við vitum að eru að rannsaka efni sem áhugavert væri að fá greinar um í Sögu,“ segir Hrefna og að þau velji einnig fræðimenn til að taka viðtöl við. Hún segir að einnig hafi verið tekin upp sú nýbreytni fyrir tveimur árum að skipa sjö manna ráðgefandi ritnefnd með ritstjórum sem tilnefnd er af nokkrum félögum og stofnunum. „Þessi nefnd er bakland ritstjór- anna,“ segir hún. Hvert hefti Sögu er um 250 síður og eru áskrifendur um 700. Sá fjöldi sýnir hversu margir aðrir en sagnfræðingar eru áskrif- endur. Allir félagsmenn Sögufélags fá tíma- ritið. Hrefna segir að iðulega séu tvö til þrjú hefti í vinnslu hjá ritstjórunum samtímis. Tvö hefti á ári ýta undir umræðu á milli hefta. Hún segir einnig að Sögu berist tölu- vert meira efni en hægt sé að birta – og einnig þurfi oft að stytta greinar um fjórð- ung og jafnvel þriðjung. „Okkar starf felst mikið í því að fá höfunda til að stytta greinar til að koma fleirum að og gera efnið aðgengi- legra,“ segir Páll. Goðsögnin Sigríður í Brattholti Af efni haustheftis Sögu má nefna við- horfsgrein Helga Skúla Kjartanssonar um Sigríði í Brattholti – greining á því hvernig sagnirnar um hana hafa verið notaðar á 20. öld í umræðunni um náttúruvernd. Segja má að um sé að ræða helgisögu hennar varðandi það að bjarga Gullfossi á sínum tíma. „Sig- ríður er skýrt dæmi um sögupersónu sem dregin er fram í samtímanum,“ segir Páll, „og þess vegna er svo mikilvægt að fræði- menn taki þátt í umræðunni og greini hvern- ig Sigríður kemur við sögu.“ „Við erum auðvitað ánægð með það þegar greinar vekja athygli og umræðu í samfélag- inu,“ segir Hrefna og nefnir einnig greinar í nýlegum heftum eftir Guðmunud Hálfdan- arson og Árna Björnsson um þjóðernis- stefnu sem komu fram í tengslum við hádeg- isfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands um þjóðerni. Einnig hafa orðið nokkur fræðileg skoðanaskipti um virðingu og heiður á mið- öldum. Átök og straumar innan sagnfræði og ann- arra greina sem varða fortíðina birtast gjarnan í Sögu, núna er t.d. tekist á um það hvernig eigi að skrifa þjóðarsögu. Hvort leggja eigi áherslu á stóra samhengið eða sinna fremur hinu einstaka. Spurningin um hvernig eigi að segja sögu verður sennilega alltaf í brennidepli. Sagt er t.d. að stjórnmálasagan á 19. öld hafi verið skrifuð til að þjappa þjóðum saman. „Á 19. öld er stjórnmálasaga Sagan með stórum staf en þá skrifuðu menn t.d. ekki hagsögu eða félagssögu. Sagan brotnaði upp á 20. öld í smærri hluta; hag-, félags-, byggðar-, ein- staklings-, kynja-, kvenna- og skólasögu svo dæmi sé tekið,“ segir Páll. „Hún einkennist núna af fjölbreyttari nálgun,“ segir Hrefna og bætir við að þessar hræringar endur- speglist á síðum tímaritsins. Eitthvað við sitt hæfi Í Sögu er þó greinilegt að ritstjórar leggja áherslu á miðlun sögunnar – eins og á sjón- rænum vettvangi eða í menningarbundinni ferðaþjónustu. „Menn eru að nota fleiri form en áður til að segja söguna,“ segir Páll, „meðal annars á sýningum, kvikmyndum, bæklingum o.s.frv. Það má því segja að það sé ákveðinn miðlunarstraumur.“ Þrátt fyrir áhersluna á miðlun sögunnar og margvísleg birtingarform hennar segir Hrefna að eitt af markmiðum ritstjóranna sé að ritið sé framarlega í fræðilegri umræðu og leitast er við að birta efni úr nýjum rann- sóknum, jafnt eftir unga höfunda sem reynda fræðimenn. Annars er markmiðið að allir áskrifendur Sögu geti fundið eitthvað við sitt hæfi í hverju hefti – við viljum að hvert hefti sé eins og hlaðborð – sem merkir um leið að rit- stjórarnir leggja ekki upp með að einstakt hefti sé tileinkað einu tilteknu þema. „Við viljum vera með fjölbreytt efni, bæði eftir tímabilum og nálgun sögunnar,“ segir Hrefna að lokum. HVERNIG Á AÐ SKRIFA SÖGU? Tímaritið Saga hefur tek- ið talsverðum breytingum á síðustu árum, samfara því að það kemur nú út tvisvar á ári, á vorin og haustin. Í tilefni af því að haustheftið var að koma úr prentsmiðju ræddi GUNNAR HERSVEINN við Hrefnu Róbertsdóttur og Pál Björnsson ritstjóra Sögu um stöðu og áherslur tímaritsins. Morgunblaðið/Kristinn „Ljóst er að samtíminn virðist vera höfundum Sögu ofarlega í huga,“ segja Hrefna Róbertsdóttir og Páll Björnsson ritstjórar. TENGLAR .......................................................... http://www.sogufelag.is guhe@mbl.is Úr niðurlagi úr greininni Að bjargaGullfossi eftir Helga Skúla Kjart-ansson, sem birt er í haustheftiSögu: „Hvernig á að fara með hetjusöguna um Sigríði í Brattholti? […] Í umræðu þessara ára gætti vissulega viðkvæmni gagnvart Gullfossi, sem væntanlega mátti að ein- hverju leyti rekja til Sigríðar í Brattholti og frægrar baráttu hennar fyrir vernd fossins. Varla verður þó sagt að almenn- ingsálitið hafi tekið af skarið skjótt eða af- dráttarlaust. […] Tímarit Verkfræðingafélags Íslands birtir árið 1955 efni frá fundi um stóriðju og mögulega nýtingu raforku. Þar er rætt um nýtanlega vatnsorku án þess að nefna að náttúruverndarsjónarmið takmarki hana að neinu leyti. Einstakir virkjunarkostir eru ekki til umræðu, en umfjöllunin er prýdd myndum af fossum, og er hin stærsta af Gullfossi. Enn er hægt að nota hann feimnislaust sem tákn um vatnsorku og virkjunarmöguleika. Tveimur árum síðar andaðist Sigríður í Brattholti. Enn liðu fimm ár, og aftur birt- ir tímarit verkfræðinganna efni frá fundi um stóriðju og vatnsafl. Hér er m.a. greint allrækilega frá áætlunum þeim sem fyrr getur um „heildarskipulag fullvirkjana Þjórsár og Hvítár“. Enn sem fyrr eru engar takmarkanir ræddar vegna náttúruverndar, og vissulega er Gullfoss hluti af því vatnsafli sem áætlanirnar taka til. En hann er hvergi nefndur á nafn, heldur verður mönnum tíðrætt um virkjunarstaðinn „Tungufell“, og þarf ókunnugur nokkra glöggskyggni til að sjá að þar er einmitt átt við að leiða ána framhjá Gullfossi og Hvítárgljúfrum. Skipuleggjendur virkjana gátu ekki lengur tekið sér nafn Gullfoss í munn. Viðhorfið frá 1907, að sjá í honum „framtíð Íslands sem iðnaðarlands“ frekar en gersemi ís- lenskrar náttúru, var komið á undanhald sem ekki yrði stöðvað. Aldrei braut á því máli beinlínis, en það gerðist í Laxárdeilunni 1970; eftir hana var augljóslega tómt mál að tala um virkj- un Gullfoss. Sigríður í Brattholti hafði, þrátt fyrir allt mótlæti, dáið sigrandi. Eng- in leið er að segja til um hve miklu barátta hennar hafi breytt um það almenningsálit sem loks tók af skarið um framtíð Gull- foss. Engu að síður er vel við hæfi að halda minningu Sigríðar á loft í tengslum við fossinn. Verðug rækt við þá minningu felur í sér að hafa það fyrir satt sem með traustustum rökum verður vitað um sögu þessarar minnisverðu konu.“ AÐ BJARGA GULLFOSSI LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. NÓVEMBER 2003 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.