Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2003, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2003, Page 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. NÓVEMBER 2003 Í október árið 1995 barst mér boð um að koma til Bandaríkjanna, til Miðvestur- ríkjanna, Minnesota, og fór þangað í febrúar árið 1996, skömmu eftir kulda- kastið mikla þegar frostið fór niður í fimmtíu gráður. Upplestrar fóru fram í Minneapolis og nágrannabyggðum, auk þess sem ég ferðaðist um og skoðaði ýmsa staði. Þegar gestgjafarnir spurðu mig hvað ég vildi helst sjá nefndi ég lítið þorp langt í burtu, Minn- eota. Ráku þá gestgjafarnir upp stór augu og sögðu: „Til hvers viltu fara þangað? Þar er ekk- ert að sjá.“ „Það er einmitt það sem mig langar til að sjá,“ sagði ég. „Ekkert,“ því geti einhver sýnt mér ekkert hef ég séð allt. En sannleikurinn er sá að ég hafði lesið bækur Bills Holms og mér lék forvitni á að sjá staðinn sem honum var svo hugleikinn, Minneota, stað- inn þar sem íslensku landnemarnir settust að. Ég hafði hitt Bill í Minneapolis, en hann var á leið til Kaliforníu, þannig að frændi hans Darren Gíslason, kennari og garðyrkjumaður, tók á móti mér og Árna Sigurjónssyni félaga mínum sem þá var búsettur í Minneapolis og var einn af þeim sem sáu um að ferð mín gengi sem skyldi. Við ókum í fimm tíma yfir endalausar sléttur, í gegnum ótal smábæi þar sem auðnarlegar götur kynntu sig með nafni og flest kaffihús voru lok- uð. Þegar við komum til Minneota hringdum við í Darren því við vorum ekki með heimilisfang hans. „Þið finnið húsið strax,“ sagði Darren, „þetta er eina húsið með húsgögnum uppi á sólskýlinu.“ Varla töldust þetta greinargóðar upplýsingar, sérstaklega þegar haft er í huga hve lík húsin eru hvert öðru þarna í Miðvesturríkjunum. Samt höfðum við ekki ekið lengi þegar bíllinn stöðvaðist einmitt fyrir framan þetta hús, hvítt timburhús með stólum uppi á sólskýli, hvað svo sem þeir voru að gera þar í vetrargaddinum. Darren stóð í anddyrinu, grannur maður í rauðri peysu, með grátt hár og kött á öxlinni. „Þið verðið að fyrirgefa,“ sagði Darren, „þetta er piparsveinaíbúð. Ef þið eruð með ofnæmi fyr- ir köttum ráðlegg ég ykkur að koma ekki inn.“ Það var rétt: Þarna bjuggu einir þrjátíu kettir og því er ekki að neita að þeim fylgdi sú lykt sem fylgir köttum. Mér var strax ljóst að ég var kom- inn í annan heim. Hér blandaði tíminn kynslóð- unum saman og rakti sögu sína sjálfur. Grammófónar frá upphafi vega mættu augum mínum, upptrekktir grammófónar og grammó- fónar með lúðrum, sjötíuogáttasnúningaplötur, skápar og hirslur og yfir þeim myndir af ís- lensku forfeðrunum sem yfirgáfu Vopnafjörð og nærsveitir eftir eldgos og fjárfelli. Svipur þessa fólks ber með sér eitthvað sem kalla mætti sögu- lega ákveðni. Þarna eru þingmenn og lögmenn, þrígiftir höfðingjar sem gátu af sér meira en tuttugu börn sem nú dreifðu afkomendum sínum um Bandaríkin þver og endilöng og hringdu hvert í annað ef þau rákust á sín undarlegu eft- irnöfn í símaskrám. Á efri hæðinni er mikið bókasafn með gömlum bókum og nýjum, og í einu horninu blasa við áttatíu eintök af Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness, fyrsta útgáfa. „Ég kaupi hana alltaf ef ég rekst á hana,“ seg- ir Darren og bendir um leið á lítinn trékistil. „Þið sjáið hvaðan þessi kemur,“ segir hann. Handbragðið leynir sér ekki, útskurðurinn, og ekki minnkar eftirvæntingin þegar kistillinn er opnaður með stórum lykli og bækur og bréf blasa við, frumútgáfur af Jónasi Hallgrímssyni, kennslubækur í stærðfræði og algebru, stjörnu- fræði þýdd af Jónasi og handskrifuð bréf sem ef- laust gætu orðið uppistaða í landnemasögu ef einhver væri læs á skrift þeirra og tungu for- feðranna. „Þú ættir kannski að senda þessi gögn til Há- skóla Íslands,“ segi ég. „Nei, hvarflar ekki að mér,“ segir Darren. „Þeir geta komið til mín ef þeir vilja.“ Ég kinkaði kolli. Ástríða mannsins á Sjálf- stæðu fólki var smám saman að renna upp fyrir mér. Nú komu kettirnir og kíktu ofan í kistilinn líkt og eitthvert af þeirra níu lífum væri geymt þar á milli gulnaðra blaða, í innbundnum frumútgáf- um. „Sko, sjáiði til,“ sagði Darren. „Íslendingun- um leist ekkert á þessar sléttur. Þeir vildu hafa fjöll í kringum sig og þeim leist heldur ekkert á þennan svarta jarðveg, sem vitaskuld var sá frjósamasti fyrir hveiti og sojabaunir, þannig að þeir héldu alltaf lengra og lengra þar til þeir enduðu hér í Minneota og Lincoln County. Hér eru nokkrir hólar en auðvitað engin fjöll. Á móti kemur að jarðvegurinn hérna er ekki eins góður og annars staðar. Samt er þetta miðja alheims- ins. Belgarnir komu árið eftir og tóku bestu jarð- irnar, en þeir voru ólæsir og Íslendingarnir héldu því fram að þeir væru upp til hópa fávitar. Íslendingarnir voru einu landnemarnir sem tóku með sér bækur og stofnuðu bókasafn, sem var mjög óvenjulegt, en það var ekki bókasafn eins- og bókasöfn eru rekin í dag, með útláni á bókum, heldur ferðabókasafn sem flutt var á milli bæja með fimm hestum og skilið eftir á hverjum stað.“ Hér lýk ég frásögn minni af staðnum þar sem ekkert var að sjá og Darren Gíslasyni kennara og garðyrkjumanni, sem mér er jafn minnis- stæður og staðurinn. Nokkur orð um ritlist Bills Holms „Ertu kaþólikki eða mótmælandi?“ „Hvorugt … Ég er Íslendingur.“ „Demókrati eða repúblikani?“ „Íslendingur.“ „Svartur eða hvítur?“ „Íslendingur.“ … Þessa samræðu er að finna í bók Bills Holms COMING HOME CRAZY, en hún byggir á dvöl hans í Kína. Ég held að Bill sé meiri Íslendingur en flestir Íslendingar. Hann þekkir uppruna sinn og ættfeður, og staði, marga staði. Bill er svo jákvæður á okkur að það er freist- andi að blekkja hann. Hann má ekki vita sann- leikann um allt svínaríið, allt braskið og bullið, því að við erum hápunktur siðmenningarinnar í hans augum, heimsborgarar beintengdir við for- tíðina, afbragðs sögumenn, hreinir snillingar. Að vera Íslendingur er heilt heimspekikerfi í huga hans. Hann minnir mig stundum á ind- íánastrákinn sem Íslendingafjölskyldan í Kan- ada fóstraði, af því að hann var munaðarlaus. Þegar íslenskir ferðalangar áttu síðan leið um og hittu strákinn almæltan á íslensku sögðu þeir: „Ert þú Íslendingur?“ „Nei,“ svaraði indíánastrákurinn, „ég er Skagfirðingur.“ Forfeður Bills eru að vísu frá Austurlandi, Vopnafirði og nágrenni, en síðustu sumur hefur hann búið í Skagafirðinum, á Hofsósi, og hefur jafnt skagfirskt mannlíf sem og Tindastóll og hafið orðið honum uppspretta ljóða og sagna. Við værum heldur ekki verri þjóð ef við mynd- um alltaf hugsa: „Hvað skyldi Bill Holm finnast um þetta?“ … Í ritgerðinni The Grand Tour lýsir Bill Holm auðum vegunum á sléttunum, sem eru svo auðir, segir hann, að það er einsog tröll rænt mann- kyninu. Þessi mynd lýsir ritlist Bills Holms betur en margar doktorsritgerðir, en eigi ég að reyna að lýsa ritlist hans í stuttu kemur orðið næmi fyrst upp í hugann. Bill er næmur á fólk, en dæmir það ekki, frek- ar að hann elski og þyki vænt um. Honum þykir skemmtilegast að segja frá mönnum sem honum þykja á einhvern hátt stórbrotnir, eða á ég frek- ar að segja, mönnum sem fara sínar eigin leiðir, eru sérvitrir einsog menn eiga að vera. Bill á það líka til að verða reiður eða öllu held- ur hneykslaður, en hann hneykslast mest á þeim sem sagðir eru meiri máttar. Hann skammast sín fyrir valdhafana. Hann kemur frá annarri plánetu en þeir, jafnvel úr öðru sólkerfi. Bill Holm er einsog segir af íslenskum ættum, en alinn upp í Miðvesturríkjunum, einsog Bob Dylan, einsog Sinclair Lewis. Líkingin við þessa tvo er heldur ekki út í hött. Segja má að þegar Bill horfir á uppskafn- ingana og ríkisbubbana þá minni hann á Sinclair gamla, en hinn alþýðlegi kjarni úr miðvestrinu er alls ekki óskyldur Bob Dylan, sem líka er fæddur í litlum bæ einsog Bill, um svipað leyti. Þetta eru auðnuleysisbæir, en það er lykilorð í ritsmíð hans The Music of Failure eða Auðnu- leysishljómkviðan sem Ísak Harðarson þýddi og birtist í hausthefti Skírnis árið 1997. … „Á meðan eltist ég úr tvítugu í fertugt, upp- götvaði að ég var misheppnaður samkvæmt öll- um hagnýtum mælikvörðum og fluttist, svotil sáttur, aftur í sömu dreifbýlisborgina og ég hafði svo ákafur reynt að yfirgefa.“ SJÁLFSTÆTT F „Ég held að Bill sé meiri Íslendingur en flestir Íslendingar,“ segir Ein Einar Már við leiði Pauline Bardal. Árni Sigurjónsson og D „Segja má að þegar Bill horfir á uppskafningana og ríkisbubbana þá minni hann á Sinclair gamla, en hinn alþýðlegi kjarni úr miðvestrinu er alls ekki óskyldur Bob Dylan, sem líka er fæddur í litlum bæ einsog Bill, um svipað leyti,“ segir í þessari grein þar sem ferðast er til Minneota í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna, heimslóðir Bills Holms skálds. E F T I R E I N A R M Á G U Ð M U N D S S O N Bill á það líka til að ver hneykslaður, en hann h eru meiri máttar. Hann ana. Hann kemur frá a úr öðru sólkerfi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.