Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2003, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. NÓVEMBER 2003 9
Þetta var auðnuleysið á mælikvarða þeirra
drauma sem lagt var upp með. Allt varð að engu
og enginn varð það sem hann vildi verða. Menn
sátu uppi einir, fráskildir og vonlausir, í störfum
sem þeir hefðu hlegið að þegar þeir voru yngri.
En kannski voru þetta líka vitlausir mæli-
kvarðar.
Ég veit ekki hvort ég eigi að segja að Bill sé
ritgerðarsmiður sem segir sögur eða sögumaður
sem skrifar ritgerðir; hann tvinnar þessi form
saman. Ritgerðin er skrifuð af ástríðu sögu-
mannsins en sagan sögð af hárbeittri skarp-
skyggni ritgerðarsmiðsins.
Bill byggir ritsmíðar sínar oft á íslensku inn-
flytjendunum, á örlögum þeirra í rás tímans.
Margir komu og festu engar rætur á hrjóstr-
ugum hæðum Lincolnsýslu. Örlög þeirra urðu að
deyja barnlausir og hverfa nafnlausir.
…
Þannig er sagan af Pauline Bardal.
Ég tek hana sem dæmi, af því að hún er dæmi-
gerð. Pauline var dóttir fólks af fyrstu kynslóð
innflytjenda. Hún annaðist fátæka og sjúka, lék
á orgel fyrir sjálfa sig og Bill, og einu tónleikarn-
ir sem hún hélt voru við jarðarfarir.
Tónlistin gladdi hana, en á alla bandaríska
mælikvarða var hún auðnuleysingi. Hún fór ekk-
ert, átti ekkert og dó sem einstæðingur.
Friðgeir, faðir hennar, kom til Minneota 1880,
þar sem Bill Holm býr á veturna. Friðgeir var
heillaður af áróðurspésunum sem bandaríska
stjórnin lét dreifa um öll Norðurlönd. Þar voru
landkostir vegsamaðir, smjör draup af hverju
strái. Hann kvæntist konu frá Borgarfirði eystra
og eignaðist með henni fimm börn, en lést af
slysförum langt um aldur fram.
Þrjú börn komust á legg, Gunnar, Rose og
Pauline. Gunnar og Rose dóu á undan Pauline.
Hún var ein eftir í húsinu og annaðist sjúka og
dauðvona.
„Pauline gaf mér ekki einungis tónlistina,“
segir Bill. „Hún annaðist báða foreldra mína í
banalegu þeirra, og þegar móðir mín týndi niður
enskukunnáttunni, viku fyrir dauða sinn, og
mælti eingöngu á móðurmálinu, íslenskunni,
sem ég skildi ekki, þá þýddi Pauline fyrir mig.
Gjafir hinna óskólagengnu eru oft á tíðum þær
sem við vissum ekki að við myndum þarfnast –
réttu orðin, rétta hljómlistin.“
Í Auðnuleysishljómkviðunni lýsir Bill Holm
heimili Bardalsfólksins: „Þau áttu enga fulla
bauka af peningaseðlum, enga falda fjársjóði,
ekkert sem hafði fjárhagslegt gildi í raun og
veru; í þeim skilningi voru Bardalirnir vissulega
fátækir. En ekki fátækir í huga og anda! Þau
áttu bækur á þremur eða fjórum tungumálum:
Platon, Hómer, Björnson á norsku, Snorra
Sturluson á íslensku, Whitman, Darwin, Dick-
ens, Ingersoll, Elbert Hubbard, haug af píanó-
verkum eftir Händel, Bach, Mozart, George
Beverly Shea og Björgvin Guðmundsson, gaml-
ar upptökur með Caruso, Galla-Curci, Schu-
mann-Heink og John McCormack, ódýrar bæk-
ur með myndum af málverkum og höggmyndum
merkustu listasafna í Evrópu, orgel, píanó, fiðlu,
trompet, handbækur um garðyrkju, matargerð
og húsráð, bestu tímaritin um pólitík og listrýni,
auk Capper’s Farmer, Menneota Mascot og
Plain Truth, orðabækur og málfræði þriggja eða
fjögurra tungumála, bækur um furður vís-
indanna, ævintýraferðir Richards Burton, gaml-
ar kennslubækur í framburði og stærðfræði,
Biblíur og sálmabækur á öllum Norðurlanda-
tungunum, Fást, The Reader’s Digest og „Sweet
Hour of Prayer“. Litla húsið var einsog geim-
skip á förum frá jörðinni, fermt því besta sem við
höfum gefið hvert öðru á síðustu 4000 árum í
sögu mannlegrar vitundar. Og ekkert af því var
tíu króna virði í hinum harða heimi frjálsrar
samkeppni! Skiptastjórarnir hefðu allt eins get-
að lagt eld að húsinu á þessu kófheita sumarsíð-
degi og sparað þannig allt ómakið við flokk-
unina, valið á minningargjöfum til vinanna og
bílskúrssöluna á því sem þá var eftir. En það
sem manni var ljóst og vakti ósvikna furðu var
að Bardalirnir höfðu ekki einungis troðfyllt hús
sitt af þessu fáránlega dóti, heldur var húsið í
rauninni táknmynd af þeirra innra lífi er þeir
prýddu hinni mestu fegurð og viti sem þeir skilið
gátu. Þeir lásu bækurnar, léku á hljóðfærin,
báru merkingu hússins með sér hið innra og
tóku hana að lokum með sér ofan í röðina beinu í
kirkjugarðinum í Lincolnsýslu.
Og þó ekki alveg … Hver sá, sem ber með sér
heila siðmenningu hið innra, gefur öllum af
henni í samræðum og daglegri breytni … Ekk-
ert af þeim hafði próf úr gagnfræðaskóla, hvað
þá meira. Þau gáfu það sem launuðum kenn-
urum mistekst svo tíðum að gera.“
Þessi ívitnun er mjög einkennandi fyrir ritstíl
Bills Holms og viðhorf. Hann ber síðan Pauline
saman við valdhafa Bandaríkjanna, þá sjálfum-
glöðu hrokagikki, sem ekki virðast einu sinni
vera skemmtilegir.
Ég vona bara menn kynni sér bækur Bills
Holms af eigin rammleik, en fyrir utan þær sem
þegar eru nefndar má nefna Landscape of
Ghosts, (1993) The Heart can be filled anywhere
on Earth, Minneota, Minnesota, (1996)
Eccentric Islands, (2000) og einnig má nefna
ljóðabækurnar Boxelder Bug Variations, (1985)
og The dead get by with everything, (1990).
Ljóðin sem hér eru þýdd eru úr væntanlegri
ljóðabók.
FÓLK
Morgunblaðið/Einar Falur
ar Már um Holm.
Darren við staflann af Sjálfstæðu fólki.
Höfundur er rithöfundur.
rða reiður eða öllu heldur
neykslast mest á þeim sem sagðir
n skammast sín fyrir valdhaf-
annarri plánetu en þeir, jafnvel
Á hverju kvöldi í þrjá tíma í heila viku
veiðir Valdís litla, sem býr hinu megin
við götuna, ein við fjörðinn.
Aftur og aftur kastar hún færinu
í ölduna sem nálgast þar til
faðir hennar kemur að sækja hana
tómhenta um miðnætti.
Hvað er hún gömul? Þrettán?
Svört gúmmístígvél, dökkt hár í tagli.
Blá úlpa, poki fyrir aflann.
Til hvers kastar hún færi á hverju kvöldi
í þessari skjannabirtu sem varir fram í ágúst?
Bleikja? Ást? Framtíðin?
Eða er hún að æfa sig í þolinmæði?
Hún snýr baki í bæinn, heiminn, gluggann minn –
Starir alein á ekkert nema sjóinn.
ANDI WANG WEIS
HORFIR Á SKAGAFJÖRÐINN
Mikið hefðu gömlu skáldin frá Kína dáðst að Íslandi!
Allt birtist eitt í einu, í órafjarska:
eitt gult villiblóm, einn brúnn fugl, einn hvítur hestur,
einn gamall bær að hruni kominn, sem virðist lítill og langt í burtu,
flekkótt kind og hátt svart fjallið
sem minnkar á bak við hana. Bóndi
á stærð við eldspýtu gengur út úr fingurbjörg hlöðunnar
að frímerkjareit akursins á meðan áin
fellur fram af klöppinni yfir höfði hans,
silfurprjónn sem hverfur inn í fingurinn.
Enn sérðu bóndann, jafnvel héðan úr þessari fjarlægð,
svörtu stígvélin hans, brúna frakkann hans, bláa hattinn hans, yfirvar-
arskeggið og örlítið blóðhlaupin augun,
þar sem þú sérð Atlantshafið speglast
og allan himininn.
TIL KRISTJÁNS ÁRNASONAR
„Ég yrki í orð og við,“
segir Kristján Árnason sem er meira en sjötugur
þegar hann sýnir mér viðarskál
sem hann hefur búið til heima hjá sér á Skálá,
á býli nálægt heimskautsbaug.
Ef þú segir við félaga þína í ljóði eða lagi
árið tvöþúsund og eitt:
„Þetta er falleg skál,“ þá hlæja þeir
og segja: „Það er aðeins þín skoðun, afneitun
þín á þjáningu trjánna, að ein skál sé endilega fallegri
en önnur.“ Þeir vilja kaldhæðna
skál, ekki viðarskál fulla af ljóðlist,
en Kristján sem er smiður
lærði aldrei slíkt tískuhjal,
heldur skapar fegurð úr öllu sem á vegi hans verður.
Hann yrkir ljóð á þeirri tungu sem hann lystir,
býr til orðaskálar úr ensku, dönsku,
hans eigin ástkæru íslensku
sem fyllt hefur skálar af fegurð í þúsund ár.
Hér er skál úr veðri, hér er skál úr þrá,
fjallaskál, ljósaskál.
hugsunarskál, hlátursskál.
Menn læra ekki að búa til skálar
eða fá leyfi eða prófskírteini.
Hann býr til eina af annarri þar til
sú rétta er fædd. Einnig orðin finna sinn farveg
ef unnið er með þau á hverjum degi í fimmtíu ár,
jafnvel á bæjum, langt frá frægð og frama heimsins.
Þannig er það einnig með þína skál, sé hún vel gerð,
þá er hún vatnsheld og í henni má geyma penna,
súkkulaði og glersteina,
eins munu ljóð þín halda fegurð sinni
og visku, kímni og ást,
sama á hvaða tungumáli þú yrkir,
einsog ljóðaskálar Kristjáns Árnasonar,
skálds á Skálá, ortar úr orðum og viði
og gefnar mér.
BILL HOLM
KVÖLDVEIÐAR Í SKAGAFIRÐI