Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.2003, Qupperneq 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. NÓVEMBER 2003
V
ið heilsumst óvenju hátíðlega í
þetta skiptið. Enda varð
hann fimmtugur á dögunum.
„Já, það tókst,“ segir hann og
tekur kíminn við árnaðarósk-
um mínum. Annars gerir
hann ekki veður út af þessu.
„Maður finnur smá mun frá
einum tugi til annars – er ekki lengur þrítugur.
En ég finn ekki mikinn mun á því að vera 49 ára
og fimmtugur.“
Í tilefni af afmælinu – og jafnvel frekar þrjá-
tíu ára starfsafmæli hans – er efnt til sýningar í
Galleríi Sævars Karls undir yfirskriftinni Frá
skizzu til titrandi tóns. Þar er gert sýnilegt
sköpunarferli tónverks, frá frumskissum til
handrits, frá handriti höfundar til tölvusettrar
útgáfu raddskrár og ennfremur eina staka rödd
úr raddskrá, eins og hún blasir við hljóðfæra-
leikurum í hljómsveitinni.
„Ég held ég geti fullyrt að sýning af þessu
tagi hefur aldrei verið haldin áður hér á landi,“
segir Áskell en eiginkona hans, Sigríður Búa-
dóttir, er hugmyndasmiðurinn að sýningunni.
Þá lögðu listmálararnir Magnús Kjartansson og
Sigurður Örlygsson mikið af mörkum varðandi
útlit og hönnun sýningarinnar.
Tónleikar í dag
Hápunktur sýningarinnar er í dag kl. 14 þeg-
ar Áskell og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleik-
ari flytja eitt af verkum tónskáldsins, Hamar.
Áskell verður svo áfram á staðnum fram að lok-
un kl. 16 og spjallar við gesti. Sýningin verður
tekin niður á morgun.
Þungamiðja sýningarinnar eru tvö ný verk,
Shadows og Frón.
Fyrrnefnda verkið er konsert fyrir trompet
og málmblásarakvintett, samið fyrir Norð-
manninn Ole Edvard Antonsen og Spanish
Brass-Luur Metals. Verið er að taka verkið upp
á geislaplötu þessa dagana en það verður frum-
flutt á röð níu tónleika á Spáni í febrúar, mars og
ágúst á næsta ári.
Að sögn Áskels tekur verkið heiti sitt af með-
höndlun hljóðfæranna en mikið er lagt upp úr
lit- og „skugga“-brigðum tónhendinga í því.
Frón er skrifað að beiðni Sinfóníuhljómsveit-
ar Íslands og var frumflutt í Háskólabíói sl.
fimmtudag. Verkið verður leikið á fimm tón-
leikum hljómsveitarinnar í Þýskalandi í næstu
viku.
Að sögn Áskels byggir verkið að verulegu
leyti á brotum úr íslenskum þjóðlögum og ber
heiti sitt af þeim sökum.
„Ég hélt raunar að þetta yrði allt annað verk.
Íslensku lögin féllu hins vegar svo vel að skiss-
unum sem ég var búinn að gera að þetta nánast
kom af sjálfu sér. Það var með ólíkindum.“
Samið í sumarbústað Sibeliusar
Áskell gerði skissurnar að verkinu í bænum
Loviisa í Finnlandi í fyrra. „Það er saga að segja
frá því,“ segir hann dularfullur á svip. „Þá var
mér nefnilega sýndur sá óvænti heiður að fá af-
not af sumarbústað Sibeliusar en mér skilst að
þar hafi ekki verið kompónerað frá dögum eig-
andans. Það var ákaflega skemmtileg reynsla.
Það er sterkur andi í þessu fallega húsi.“
Áskell fékk afnot af bústaðnum í gegnum for-
stöðumann listamannaíbúða í bænum en Áskell
dvaldist einmitt í einni slíkri í rúman mánuð.
Verk Áskels hafa um árabil verið flutt á tón-
leikum vítt og breitt um heiminn. Ekkert lát er á
því.
Nýverið var strengjaverkið Októ-Nóvember
flutt í Turku í Finnlandi undir stjórn Ungverj-
ans Tibors Bogányi, sem Áskell segir að sé rís-
andi stjarna í heimi tónlistarinnar. „Verkið var
flutt á tónleikum sem haldnir voru á þingi fram-
kvæmdastjóra norrænna sinfóníuhljómsveita.
Mér þykir afar vænt um þetta verk enda var það
samið í minningu langafa míns, Ottós N. Þor-
lákssonar, þeim er togarinn var nefndur eftir.“
Fyrr í þessum mánuði var Konsert fyrir ma-
rimbu og hljómsveit síðan frumfluttur í nýrri
gerð af sinfóníuhljómsveitinni í Gävle í Svíþjóð.
„Það var mjög skemmtilega samsettur flutning-
ur, íslenskt verk, sænsk hljómsveit, finnskur
stjórnandi – vinur okkar Petri Sakari – og
portúgalskur einleikari, 28 ára snillingur, Pedro
Carneiro,“ segir Áskell sem var viðstaddur.
Hann lýkur lofsorði á tónleikahúsið í Gävle en
það var reist fyrir sex árum. „Þetta er ákaflega
glæsilegt hús sem stendur uppi á hæð og er orð-
ið tákn bæjarins. Það er ekki stórt, tekur um 800
manns í sæti, en er í mikilli notkun. Ég var
þarna í viku og það voru haldnir tónleikar hvert
einasta kvöld. Þetta hús hefur skipt sköpum fyr-
ir bæinn. Það geta greinilega allir byggt svona
hús nema við!“
Sól í Tate Modern
Það er skammt stórra högga á milli þegar
verk Áskels eru annars vegar. „Rétt áður en ég
fór til Gävle hringdi í mig Margrét nokkur
Pálmadóttir kórstjóri. Hún var þá að fara með
kórinn sinn, Vox Feminae, til London að syngja
verk mitt, Sól, í Tate Modern-safninu. Þeim var
boðið að koma fram í túrbínusal safnsins inni í
listaverki Ólafs Elíassonar en svo skemmtilega
vill til að sól er einmitt þungamiðjan í því verki,
eins og fólk hefur séð á myndum.“
Áskell samdi Sól fyrir nokkrum árum fyrir
dóttur sína, Margréti, sem þá var að syngja í kór
en hafði aldrei heyrt verkið sungið – fyrr en
þarna. „Margrét Pálmadóttir blístraði bara og
hrópaði: Stelpur! Svo sungu þær þetta fyrir mig
í símann. Það var virkilega gaman.“
Það var svo hrein tilviljun að Vox Feminae
flutti lagið hinn 21. nóvember sl. í Tate Modern
– á afmælisdegi Áskels.
Við þetta má bæta að Evelyn Glennie, slag-
verksleikarinn frægi, er alltaf að flytja verk Ás-
kels annað veifið. Á síðustu þremur mánuðum
hefur hún leikið Prím og Konsertþátt á tónleik-
um í Sviss, Bandaríkjunum og Hong Kong.
Áskell Másson þarf því ekki að kvarta á fimm-
tugsafmælinu og þrjátíu ára starfsafmælinu. En
eru önnur þrjátíu ár fram undan?
Hann hlýðir á þessa spurningu sposkur á
svip. Gefur sér tíma til að svara.
„Það verður tíminn að leiða í ljós.“
TITR-
ANDI
TÓNAR
Áskell Másson fagnar
stórafmælum um þessar
mundir. Sjálfur er hann
fimmtugur og þrjátíu ár
eru liðin frá því tón-
skáldaferill hans hófst.
Og það er engan bilbug
á honum að finna, eins
og ORRI PÁLL ORM-
ARSSON komst að raun
um þegar þeir ræddu um
nýstárlega sýningu hjá
Sævari Karli, flutning
á verkum erlendis
og sitthvað fleira.
orri@mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
Frá sýningu Áskels í Galleríi Sævars Karls, Frá skizzu til titrandi tóns. Sýningunni lýkur um helgina.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Áskell Másson tónskáld er með mörg járn í eldinum á þrjátíu ára starfsafmæli sínu.
UPPHAF reglulegs skólahalds með nú-
tímasniði hér á landi er nátengt myndun þétt-
býlis. Á fyrri öldum var vart um aðra skóla að
ræða en stólsskólana tvo og fyrsti barnaskól-
inn tók til starfa á 18. öld.
Þegar þéttbýli tók að myndast hér á landi á
19. öld skapaðist í raun fyrst grundvöllur fyr-
ir eiginlegu skólahaldi og þörfin á því jókst.
Þá tóku barnaskólar til starfa á stærstu þétt-
býlisstöðunum, en sums staðar voru þeir
stofnaðir af einstaklingum eða samtökum
borgara og kostaðir af frjálsum framlögum
og samskotum. Með lögum sem út voru gefin
árið 1880 var sóknarprestum gert skylt að sjá
til þess að börn lærðu skrift og reikning, auk
lesturs, og í kjölfarið tóku nokkrir skólar til
starfa. Með fræðslulögunum árið 1905 var svo
komið á almennri skólaskyldu og eftir það
tóku barnaskólar til starfa í flestum þétt-
býlisstöðum landsins. Er leið á 20. öldina varð
svo venjan sú, að skólar voru stofnaðir nánast
jafn snemma og þéttbýli tók að myndast og
þess voru dæmi, að skólinn væri fyrsta eig-
inlega stofnunin í þéttbýlissamfélagi.
Saga Kópavogs er um margt sérstök í ís-
lenskri byggðasögu. Byggðarlagið er ungt,
varð fyrst sérstakt sveitarfélag árið 1948, en
hefur vaxið hratt og er nú meðal hinna
stærstu á landinu. Ekki fer á milli mála, að
Kópavogsbúar hafa í senn goldið og notið ná-
býlisins við höfuðstaðinn en þeir hafa löngum
verið metnaðarfullir fyrir hönd bæjarins og
viljað sækja sem minnst til annarra. Það á
ekki síst við um skóla- og fræðslumál. Skóla-
hald í Kópavogi er nánast jafn gamalt sveitar-
félaginu og hraður vöxtur bæjarins olli því að
skólastarf óx hratt, skólum fjölgaði, þeir urðu
sífellt fjölmennari og ný skólastig bættust
við. Nú eru í Kópavogi skólar á öllum skóla-
stigum nema háskólastigi og margir sérskól-
ar.
Í þessari bók er rakin saga skólahalds og
hvers kyns fræðslu í Kópavogi um liðlega
hálfrar aldar skeið. Höfundarnir hafa lagt sig
í líma við að segja söguna af nákvæmni og
mun engu sleppt sem máli skiptir. Hér segir
frá skipulagi og stjórn skólamála í Kópavogi
frá fyrstu tíð og fram á okkar daga, ein-
stökum skólum og starfi þeirra, ýmiss konar
starfsemi sem tengist skólunum og getið er
merkra skólamanna, en þeir hafa verið marg-
ir í Kópavogi.
Þetta er fróðleg bók og læsileg en hætt er
við því að mörgum þeirra sem ekki hafa sér-
stakan áhuga á skóla- og fræðslumálum og
eða sögu Kópavogs muni þykja hún býsna
hörð undir tönn. Hinum, sem vilja fræðast
um þessi efni, er hún mikil fróðleiksnáma.
Frágangur bókarinnar er með ágætum.
Hún er prentuð á góðan pappír, prýdd fjölda
mynda, studd ýtarlegum heimildatilvísunum
og í bókarlok eru nauðsynlegar skrár, svo
sem byrjar góðu fræðiriti. Höfundar og bæj-
aryfirvöld hafa greinilega lagt metnað sinn í
að gera bókina sem best úr garði og þess
vegna er illskiljanlegt misræmi á milli tit-
ilsíðu og kápu. Á titilsíðu segir að bókin heiti
„Skólasaga Kópavogs“, en á kápu stendur
efst: „Innan veggja og utan“ og neðar: „Saga
skóla og fræðslu í Kópavogi 1946–2001“. Al-
menna reglan er sú að titill á titilsíðu gildi,
enda bókarkápur býsna forgengilegar. Ég hef
því í yfirskrift þessa greinarstúfs haldið mig
við heitið „Skólasaga Kópavogs“, en spyr
engu að síður eins og klerkurinn: „Hvað heit-
ir barnið?“
Skólahald í
hálfa öld
BÆKUR
Saga
Höfundar: Þorleifur Friðriksson, Sólborg Una Péturs-
dóttir, Haraldur Þór Egilsson. Útgefandi: Kópavogs-
bær. 349 bls., myndefni.
SKÓLASAGA KÓPAVOGS
J ó n Þ . Þ ó r