Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2004, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2004, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. JANÚAR 2004 11 Hversu hratt breiðast áhrif þyngdarafls út? SVAR: Þyngdaraflið berst mjög líklega með ljóshraða, en það hefur þó aldrei verið stað- fest með mælingum. Til að skilja betur hvað átt er við með út- breiðsluhraða þyngdaraflsins getum við velt því fyrir okkur hvað gerðist ef sólin hyrfi skyndilega úr miðju sólkerfisins. Hvernig mundi jörðin bregðast við slíkum hamför- um? Við vitum að eftir átta mínútur og tutt- ugu sekúndur myndi myrkur skella á, því það er sá tími sem það tekur ljósið að ber- ast frá sólu. En hvað með þyngdarkraftinn? Mundi jörðin halda áfram að snúast um sól- ina um hríð eða færi hún strax af sporbaug og héldi áfram beint út í buskann? Svarið við þeirri spurningu fer eftir því hvað þyngdaraflið berst hratt. Hugmyndir manna um þyngdarafl og þyngdarhraða hafa breyst mjög í tímans rás. Enski eðlisfræðingurinn Isaac Newton (1642–1727) setti fyrstur fram heilsteypta kenningu um þyngdaraflið á seinni hluta 17. aldar. Þar gerði hann ráð fyrir svokölluðum fjarhrifum, það er að segja að þyngdar- krafturinn milli tveggja massa verkaði sam- stundis, óháð því hversu langt væri á milli þeirra. Þetta var mjög byltingarkennd hug- mynd því að áður höfðu menn talið að kraftar gætu aðeins verkað með snertingu. Enn var þó varla tímabært að spyrja um þyngdarhraðann því að menn þurftu fyrst að átta sig á því að ljóshraðinn væri endan- legur. Sú saga byrjaði árið 1676 þegar danska stjörnufræðingnum Ole Rømer (1644–1710) tókst að mæla ljóshraðann. Þá fyrst gátu menn látið sér detta í hug að þyngdaraflið ferðaðist líka með einhverjum endanlegum hraða. Um hundrað árum síðar rannsakaði franski stærðfræðingurinn og eðlisfræðing- urinn Pierre-Simon Laplace (1749–1827) út- breiðsluhraða þyngdarkraftsins og komst að því að hann þyrfti að vera að minnsta kosti milljón sinnum meiri en ljóshraðinn. Kraftur á massa sem er á hringhreyfingu verður nefnilega að stefna nánast beint inn að miðju, annars er kerfið óstöðugt. Með því að beita þyngdarfræði Newtons en gera jafnframt ráð fyrir endanlegum þyngdar- hraða komst Laplace að því að áðurnefnd mörk væru nauðsynleg til þess að tryggja stöðugleika sólkerfisins. Það er alveg rétt hjá Laplace að þyngd- arkraftur sólarinnar á jörðina er ekki ná- kvæmlega í sömu stefnu og ljósið sem kem- ur frá sólinni. Ljósið kemur þaðan sem sólin var fyrir átta mínútum og tuttugu sek- úndum, en þyngdarkrafturinn er í átt að sólinni þar sem hún er núna. Hins vegar er ekki rétt að túlka þessa niðurstöðu þannig að þyngdarkrafturinn berist hraðar en ljós- ið, þótt ekki hafi verið annarra kosta völ í þyngdarfræði Newtons. Upp úr 1900 komu fram nýjar hugmyndir um þyngdaraflið sem mótuðust síðan til fulls í almennri afstæðiskenningu Alberts Einsteins árið 1915. Samkvæmt henni er þyngdarhraðinn jafn ljóshraða í þeim skiln- ingi að til dæmis þyngdarbylgjur ferðast með ljóshraða, en þyngdarkraftinum í sí- gildum skilningi var vikið til hliðar. Í mörg- um tilvikum er þyngdarfræði Newtons þó góð nálgun á þyngdarfræði Einsteins og það getur verið gagnlegt að nota hugtakið þyngdarkraftur þegar menn fást við til- tölulega veik þyngdarsvið og massa sem ferðast ekki mjög hratt. Þegar brautarhreyfing jarðar um sólu er skoðuð verður hins vegar að nota almennu afstæðiskenninguna í allri sinni dýrð og þótt ótrúlegt megi virðast spáir kenningin því að frá jörðu séð virðist miðsóknarkraft- urinn ávallt stefna beint að sólu jafnvel þótt þyngdarhraðinn sé endanlegur. Þessi nið- urstaða er alls ekki augljós en staðreynd engu að síður. Eins og áður var sagt hefur útbreiðslu- hraði þyngdaraflsins aldrei verið mældur beint á tilraunastofu líkt og til dæmis ljós- hraðinn. Þyngdaraflið er einfaldlega of veikt, miðað við aðra krafta, til þess að slík mæling sé möguleg með nútímatækni. Til- tölulega auðvelt er að mæla ljóshraðann því ljósið er rafsegulbylgja og menn eru orðnir nokkuð góðir í að meðhöndla þær. Á sama hátt væri því besta leiðin til að ákvarða þyngdarhraðann að mæla hraðann á svo- kölluðum þyngdarbylgjum. Samkvæmt almennu afstæðiskenningunni mynda miklar hamfarir, eins og til dæmis árekstur og samruni tveggja svarthola, truflun í tímarúminu sjálfu sem breiðist síð- an út með þyngdarhraða líkt og gárur á vatni. Þessar bylgjur köllum við þyngdar- bylgjur. Einstein spáði fyrir um tilvist þeirra árið 1916 en þrátt fyrir mikla við- leitni hafa þær aldrei greinst í tilraunum. Stjarnvísindamenn hafa þó góðar ástæður fyrir því að trúa á tilvist þyngdarbylgna og styðjast þá til dæmis við mælingar á orku- tapi tvístirnisins PSR 1913+16. Flestir fræðimenn telja að ástæðan fyrir því að þyngdarbylgjur hafi aldrei mælst sé einfaldlega sú að þær þyngdarbylgjur sem berast til jarðar eru mjög veikar og því þyrfti óhemju nákvæm mælitæki til að greina þær. Meðan þyngdarbylgjur eru ómælanlegar, er lítil von til þess að menn geti mælt hraðann á þeim. Í janúar 2003 varð uppi fótur og fit þegar hópur vísindamanna undir forystu Sergei Kopeikinkvaðst hafa mælt þyngdarhraðann með heldur óvenjulegri aðferð. Í stað þess að mæla útbreiðsluhraðann beint, mældu þeir hversu mikið ljósgeislar frá fjarlægu dulstirni sveigðu af leið við það að fara framhjá reikistjörnunni Júpíter. Út frá þessum upplýsingum, ásamt nákvæmum gögnum um hraða og massa Júpíters, sögð- ust vísindamennirnir geta reiknað út þyngdarhraðann. Niðurstaða þeirra var sú að ferðarhraði þyngdaraflsins væri 1,06 ± 0,21 sinnum ljóshraðinn. Fréttin birtist í mörgum fjölmiðlum og rataði meðal annars á síður íslenskra dagblaða. Í vísindaheiminum var þessi niðurstaða þó aldrei samþykkt. Kopeikin hafði borið ábyrgð á kennilega þættinum í verkefninu og við nánari athugun kom í ljós að honum höfðu sennilega orðið á mistök við fræðilega útleiðslu. Þegar þetta er skrifað er ekki komin endanleg niðurstaða í málið, en flest- ir fræðimenn telja að Kopeikin og félagar hafi í raun aðeins verið að mæla ljóshrað- ann en ekki þyngdarhraðann. Þótt mæling Kopeikin hafi ekki aukið þekkingu okkar á útbreiðsluhraða þyngd- araflsins telja langflestir fræðimenn engu að síður að þyngdarhraðinn sé sá sami og ljóshraðinn. Í dæminu sem sett var fram í upphafi svarsins myndu jarðarbúar því verða varir við breytingu á þyngdaraflinu frá sólinni á nákvæmlega sama tíma og jörðin yrði hulin myrkri. Kristján Rúnar Kristjánsson, doktorsnemi í eðlisfræði við HÍ. HVERSU HRATT BREIÐAST ÁHRIF ÞYNGDARAFLS ÚT? Hvað er déjà vu, hvernig er trapisa skilgreind og hvað er sinnepsgas? Þessum spurningum og fjöl- mörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum og hægt er að lesa svörin á slóðinni www.visindavefur.hi.is VÍSINDI M aður er skipaskreytir, sjófarandi, segir um Mannsrúnina. Í íslenska rúnakvæðinu er sagt að Lögur sé „vellanda vatn/ og víður ketill/ og glömmunga grund“. Norska kvæðið dregur aftur á móti upp mynd af fossi eða vatnsfalli: „Lögur er, er fellur úr fjalli, foss; en gull eru (h) nossir.“ Náttúrumyndin er skýr, vatn dunar úr fjalli, og sé horft til arfsagna verður gull Völsunga aftur fyrir, en það tengdist drápi við foss sem kunnugt er; þannig varð til oturbelgur sem það síðan var varðveitt í. Vatnsföll hafa að auki haft sérstaka stöðu sem bú- staðir náttúruvætta í íslenskri þjóðtrú. Vatnið hefur í tímans rás tengst lífi og dauða með táknrænum hætti. Það kann í þessu samhengi að tengjast frum-vötnum Niflheims, Elivogum, sem runnu fyrir tíma og rými, en innihéldu frumþætti alls lífs, sem verða mundi, en líklegra er að átt sé við vatn Urð- arbrunns við rætur Yggdrasils. Í Gylfaginningu er sagt að nornir ausi vatni djúpt úr brunni þessum dag hvern, blandi það auri og ausi upp yfir askinn, svo limar hans feyskist ekki, en leirvatn þetta var svo heilagt, ritaði Snorri, að allir hlutir urðu af því hvítir svo sem himna sú er liggur innan við eggskurn. Nornirnar voru sem fyrr getur Urður og systur hennar, en í Völsungakviðu er sagt að þær hafi fest vef sinn um himin allan, frá austri til vesturs, frá upprás sólar til sól- arlags, frá ármorgni alls lífs til síðkvölds dauðans. Vefurinn vísar eftir því að dæma á samhengi alls hins skapaða, manna og málleysingja, hugarburða og höfuðskepna. Lagarrúnin er „Vatn ið bjarta“, samkvæmt Abecedarium Nordmanicum, en með því er varla átt við brunninn sjálfan heldur aurinn hvíta sem ausið er þann veg að líf endist og lögmál þess haldist, að stjörnur renni braut sína og jarðlíf falli ekki í stafi. „Allt var þetta í hugtakinu örlög falið,“ ritaði Gunnar Gunnarsson, „og var bjart yfir því sem í brunni Urðar.“ En skammt undan voru dimmudjúp því vötnin helgu kunna að fela í sér launvitneskju um dauðann, ekki svívirðu og dólgsæði Þursins, heldur skapandi framrás, órofa samhengi og sigur lífvænna máttarvalda. Norrænar út-farir tengdust vatni og vatnstáknum, ferð um höf og fljót til ríkis Heljar, svo sem sagnir um dauða Baldurs eru dæmi um. Hann var brenndur á skipi sínu, en áður hvíslaði Óðinn í eyra hans einhverju sem enginn fær ráðið, samkvæmt Vafþrúðnismálum. Skyldi það hafa verið leyndardómur laguz, dauðafljótsins sem fara varð yfir? Lagarrúnin kann að vísa til vígslu sem felur í sér magnaða ummyndun, eða möguleika í þá veru, – örlagaþráð sem ofinn er út yfir mörk líkamlegs dauða, yfir fljótið og niður í hin dimmu djúp, enda var dauðinn ekki morðrýtingur úr myrkri utan, að skoðun fornmanna, heldur hluti af hinu skapaða, án undantekningar, hluti af innri sem ytri lífheild, sem af því má sjá að Baldur hinn hvíti reis upp að nýju eftir ummyndan heimsins í Ragnarökum. RÚNAMESSA LESBÓKAR Suðurland. Seljalandsfoss undir Eyjafjöllum, Rangárvallasýslu. LÖGUR RÚNALÝSING 15:16 M AT T H Í A S V I Ð A R S Æ M U N D S S O N Morgunblaðið/Kristinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.