Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2004, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. JANÚAR 2004 15
Næsta v ika menning@mbl.is
Morgunblaðið/Jim Smart
Hildigunnur Halldórsdóttir, Örn Magnússon og Sigurður Halldórsson. Fjar-
verandi voru Sigurlaug Eðvaldsdóttir og Guðmundur Kristmundsson.
Fjórðu tónleikar Kamm-ermúsíkklúbbsins í Bú-staðakirkju á þessu starfs-ári verða annað kvöld, kl.
20 að vanda. Að þessu sinni er
gestur klúbbsins tónlistarhópurinn
Camerarctica sem skipaður er að
þessu sinni fiðluleikurunum Hildi-
gunni Halldórs-
dóttur og Sig-
urlaugu
Eðvaldsdóttur,
víóluleikaranum
Guðmundi Krist-
mundssyni og Sigurði Halldórssyni
sellóleikara. Gestur þeirra á þess-
um tónleikum er Örn Magnússon
píanóleikari. Á efnisskránni eru
tvö verk, Strengjakvartett nr. 8 í c-
moll, op. 110 eftir Dmítrí Sjostako-
vítsj frá árinu 1960 og Tríó fyrir
píanó, fiðlu og selló í a-moll, op. 50
frá árinu 1882 eftir Pjotr Iljítsj
Tsjajkovskí.
Er það vaninn í Kammermús-
íkklúbbnum, Hildigunnur, að hafa
á efnisskránni gömul og ný verk?
„Já, yfirleitt er það þannig og
reynt að tefla saman verkum sem
passa vel saman. Þetta er sjöunda
árið sem okkur er boðið að leika í
Kammermúsíkklúbbnum og alltaf
höfum við leikið einn kvartett eftir
Sjostakovítsj. Þá höfum við einnig
flutt verk eftir gömlu meistarana
og eftir tónskáld okkar tíma, m.a.
Þorkel Sigurbjörnsson.
Verkin tvö sem við leikum annað
kvöld eru mjög ólík en bæði ofsa-
lega falleg. Við byrjum á því að
flytja strengjakvartettinn sem tek-
ur um 20 mínútur í flutningi. Verk-
ið er í fimm þáttum sem leiknir eru
hver á fætur öðrum. Alvarlegs
undirtóns gætir í öllu verkinu, ír-
óníu og ógnar. Fyrsti kaflinn er
mjög alvöruþrunginn og svo kem-
ur annar kaflinn þar sem skellur á
manni nokkurs konar hríðskota-
árás. Þá kemur írónískur vals og
tveir síðustu kaflarnir eru þrungn-
ir sorg. Heimska og illska mann-
anna hafa verið Sjostakovítsj of-
arlega í huga þegar hann samdi
þennan áttunda strengjakvartett í
Dresden, hinni frægu háborg
menningar og lista. Borgin var enn
í rústum eftir loftárásirnar í lok
seinna stríðsins.
Eftir hlé leikum við eldra verkið.
Það er hárómantískt tregaljóð sem
tekur um 50 mínútur í flutningi.
Verkið er í tveimur köflum, Pezzo
elegiaco (Moderato assai – Allegro
giusto) og Tema con variazion. Þar
er svona „grand finale“ þar sem
upphafsstefið er endurtekið í lok-
in, tregaljóðið. Tríóið semur Tsjaj-
kovskí í minningu látins vinar, pí-
anóleikarans Nikolaj Rubinstein.
Hann samdi bara þetta eina píanó-
tríó því honum þótti píanó og
strengir alls ekki fara vel saman.
Tríóið er mikið stórvirki og telst til
merkustu tónsmíða sinnar teg-
undar. Það er alveg stórkostlega
fallegt verk, fegurð út í gegn.“
Hvers konar klúbbur er Kamm-
ermúsíkklúbburinn sem ár hvert
heldur tónleika í Bústaðakirkju?
„Kammermúsíkklúbburinn er
klúbbur nokkurra áhugasamra
karla um kammertónlist og hefur
verið starfræktur í bráðum 50 ár.
Tónleikar klúbbsins eru ávallt vel
sóttir enda efnisskráin mjög metn-
aðarfull. Þarna eru sannkallaðir
verkfræðingar að störfum með
skipulagninguna kristaltæra. Þeir
hafa hlustað á gríðarlegt magn
kammertónlistar og efnisskráin
valin eftir mikla yfirlegu. Í lok
febrúar, þegar tónleikaárinu lýk-
ur, er dagskrá næsta tónleikaárs
þegar tilbúin. Þeir eru opnir fyrir
hugmyndum en eru með mjög
ákveðnar hugmyndir um það sem
þeir vilja heyra. Verkin velja þeir
mjög markvisst enda upplifun tón-
leikagesta yfirleitt sú, að tón-
leikum loknum, að þeir vilja heyra
meira.
Það er alveg frábært að til skuli
vera félagsskapur sem pantar
svona sértæka efnisskrá með
svona krefjandi verkefni. Maður
þarf að taka á honum stóra sínum
þegar maður leikur verk sem
stjórn Kammermúsíkklúbbsins
hefur valið og lætur sér hlakkar til
allan veturinn. Ekki er það síður
tilhlökkunarefni að spila fyrir
svona mörg áhugasömu eyru.“
Kröfuharðir
klúbbfélagar
STIKLA
Kammertón-
leikar í
Bústaðakirkju
helgag@mbl.is
Myndlist
Borgarskjalasafn,
Grófarhúsi: Ólíkt – en líkt. Til 2.
febr.
Gallerí Fold, Rauðarárstíg:
Sigríður Guðný Sverrisdóttir. Har-
ald (Harry) Bilson. Til 1. febr.
Gallerí Hlemmur: Rósa Sigrún
Jónsdóttir. Til 31. jan.
Gallerí Kling og Bang: Ingo
Fröhlich. Til 8. febr.
Gallerí Skuggi: Sólveig Birna
Stefánsdóttir og Hulda Vilhjálms-
dóttir. Til 1. febr.
Gallerí Veggur, Síðumúla 22:
Kjartan Guðjónsson. Til 20. mars.
Gerðuberg: Stefnumót við safn-
ara. Til 29. febr.
Hafnarborg: Minningarsýning
um Elías Hjörleifsson. Til 14.
mars.
Hallgrímskirkja: Bragi Ás-
geirsson. Til 25. febr.
i8, Klapparstíg 33: Victor
Boullet. Til 28. febr.
Listasafn Akureyrar: Bjarni
Sigurbjörnsson. Svava Björns-
dóttir. Til 7. mars.
Listasafn ASÍ, Freyjugötu:
Rósa Gísladóttir. Gryfja: Margrét
Norðdahl. Til 1. febr.
Listasafn Einars Jónssonar:
Opið fyrir hópa eftir sam-
komulagi í janúar.
Listasafn Reykjavíkur – Ás-
mundarsafn: Nútímamaðurinn.
Til 20. maí.
Listasafn Reykjavíkur –
Hafnarhús: Ólafur Elíasson. Til
14. mars.
Listasafn Reykjavíkur – Kjar-
valsstaðir: Ferðafuða. Myndlist-
arhúsið á Miklatúni. Til 25. jan.
Norræna húsið: Textílverk Jana
Vyborna. Til 29. febr. Siri Gjes-
dal, textílverk. Til 7. mars.
Nýlistasafnið: Gauthier Hubert
og Guðný Rósa Ingimarsdóttir. Til
8. febr.
ReykjavíkurAkademían: Örn
Karlsson – yfirlitssýning. Til 1.
febr.
Safn – Laugavegi 37: Opið
mið.–sun. kl. 14–18. Breski lista-
maðurinn Adam Barker-Mill.
Lawrence Weiner: Fimm nýjar
teiknimyndir. Til 1. mars. Hreinn
Friðfinnsson. Til 15. febr. Jón Sæ-
mundur Auðarson og Særún Stef-
ánsdóttir. Til 1. mars. Leiðsögn
alla laugardaga kl. 14.
Skálholtsskóli: Staðarlista-
menn – Jóhanna Þórðardóttir. Jón
Reykdal. Til 1. febrúar.
Skaftfell, Seyðisfirði: Helga
Óskarsdóttir, Guðrún Vera Hjart-
ardóttir og Ingibjörg Magnadótt-
ir. Til 6. febr.
Teits gallerí, Engihjalla 8: Jó-
hannes Dagsson. Til 12. febr.
Þjóðmenningarhúsið: Hand-
ritin. Skáld mánaðarins: Alda-
mótaskáldin Matthías Joch-
umsson, Ólöf frá Hlöðum,
Steingrímur Thorsteinsson og
Theodóra Thoroddsen.
Leiklist
Þjóðleikhúsið: Jón Gabríel
Borkmann, lau. Dýrin í Hálsa-
skógi, sun. Græna landið, lau.,
sun. Vegurinn brennur, lau.
Borgarleikhúsið: Chicago,
lau., sun., fim., fös. Lína lang-
sokkur, sun. Sporvagninn Girnd,
lau., sun., fös. Rauðu skórnir, sun.
Steinn Steinarr (gestasýning
Kómedíuleikhússins), lau., sun.
Iðnó: Sellófon, lau.
Loftkastalinn: Bless fress, lau.,
fös.
Hafnarfjarðarleikhúsið:
Meistarinn og Margaríta, lau.,
fös.
Leikfélag Akureyrar: Ást-
arbréf í Ketilhúsinu, lau.
Laugardagur
Hallgrímskirkja kl. 12
Klais-orgelið hljómar – hádeg-
istónleikar með
kynningum. Hörður
Áskelsson, org-
anisti Hallgríms-
kirkju, opnar nýja
tónleikaröð.
Salurinn kl. 16
Helga Rós Indr-
iðadóttir, sópran
og Elisabeth Föll,
píanó, flytja ljóðasöngva eftir
Schumann, Grieg, Sibelius og ís-
lensk sönglög.
Íslenska óperan kl. 20
Werther – í stuttformi – fyrir fimm
söngvara og hljómsveit.
Norræna húsið kl. 13
Kórinn Stavanger Vocalensemble
heldur tónleika í Norræna húsinu í
tilefni þess að norska listakonan
Siri Gjesdal opnar
sýningu á verkum
sínum kl. 14.
Sunnu
dagur
Hafnarborg kl.
20 Nýárstónleikar
Tríós Reykjavíkur,
Sigrúnar Hjálmtýsdóttur (Diddú)
og Bergþórs Pálssonar.
Hásalir, Hafnarfirði kl. 20
Kammersveit Tónlistarskóla Hafn-
arfjarðar og nemendur úr söng-
deild skólans flytja verk eftir Moz-
art. Kammersveitsveitin leikur
Divertimento í þremur þáttum og
flutt verða atriði úr þremur óp-
erum. Stjórnandi er Óliver Kentish.
Borgarbókasafn,
Tryggvagötu 15 kl. 15
Sunnudagar eru barnadagar í að-
alsafni, 2. hæð. Kristín Arngríms-
dóttir myndlistarmaður aðstoðar
börn við listsköpun.
Mánudagur
LHÍ, Laugarnesi kl. 12.30 Guð-
jón Ketilsson myndlistarmaður flyt-
ur fyrirlestur um verk sín og feril sl.
fimmtán ár. Guðjón útskrifaðist ár-
ið 1978 úr Nýlistadeild Myndlista-
og handíðaskóla Íslands og Nova
Scotia college of Art and design
1980. Hann kennir um þessar
mundir við Listaháskóla Íslands.
Þriðjudagur
Kjarvalsstaðir kl. 20
Fæðingardagur Mozarts. Fluttar
verða þrjár fiðlusónötur, eitt pí-
anótríó og oktett fyrir fimm tromp-
eta, tvær flautur
og páku. Flytj-
endur eru: Kry-
styna Cortes, Lauf-
ey Siguðardóttir,
Richard Talkowsky,
Ásgeir Stein-
grímsson, Eiríkur
Örn Pálsson, Einar
St. Jónsson, Sveinn
Birgisson, Guðmundur Haf-
steinsson, Martial Nardeu, Guð-
rún Birgisdóttir og Eggert Pálsson.
Þorsteinn Gylfason prófessor
spjallar um verkin og Mozart á
milli atriða.
Miðvikudagur
Salurinn kl. 20
Tónsmíðar Guðna Franzsonar, í
flutningi hans og valinkunnra ein-
leikara og dansara, með fulltingi
nýjustu hljómtækja, ljósa og
myndtækja Salarins.
Fimmtudagur
Hafnarborg kl. 12
Hádegistónleikar með Antoníu
Hevesi píanóleikara og Jóhönnu
Linnet sópransöngkonu. Fluttar
verða aríur hina ungversk ættuðu
F. Lehár og Emmerich Kálmán.
Auk þess syngur Jóhanna aríu eftir
K. Stolz um Ungverjaland og ung-
verska sígaunatónlist.
Háskólabíó kl. 19.30
Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands.
Hljómsveit-
arstjóri: Rumon
Gamba. Einleik-
ari: Pekka Kuus-
isto fiðluleikari.
Fluttur verður
Fiðlukonsert eftir
Ludwig van
Beethoven og
Sinfónía nr. 4 eftir Dmítríj Shost-
akovitsj.
Föstudagur
Salurinn kl. 20
Gunnar Guðbjörnsson, tenór og
Jónas Ingimundarson, píanó, flytja
ljóðflokkinn Malarstúlkan fagra/
Die Schöne Mühlerin eftir Franz
Schubert við texta eftir Wilhelm
Müller.
Þjóðleikhúsið
frumsýnir dagskrána Sólin
gleymdi dagsins háttatíma. Þar
minnist Þjóðleikhúsið 100 ára af-
mælis heimastjórnar á Íslandi. 13
leikarar leikhússins taka þátt í sýn-
ingunni. Umsjón hefur Þórhallur
Sigurðsson.
Hörður
Áskelsson
Sigrún
Hjálmtýsdóttir
Wolfgang
Amadeus
Mozart
Rumon Gamba
LISTASAFN KÓPAVOGS
gerðarsafn, hamraborg 4
12. desember - 22. febrúar
opnunartímar:
alla daga nema mánudaga
kl. 11 - 17
leiðsögn:
miðvikud. og fimmtud. kl. 12
laugard. og sunnud. kl. 15
www.carnegieartaward.com
Nina Roos, Untitled from Habbit Suddenly Broken
c a r n e g i e
a r t
awa r d
2 0 0 4
FJÓRÐU tónleikar Tónlistar-
félags Borgarfjarðar á þessu
starfsári eru Vínartónleikar í
hátíðarsalnum Hriflu á Bif-
röst kl. 20.30 á sunnudags-
kvöld.
Einsöngvari er Hanna
Dóra Sturludóttir sópransöngkona með henni
leikur átta manna salonhljómsveit sem skipuð
er úrvalsliði hljóðfæraleikara, þeim Sigrúnu Eð-
valdsdóttur og Roland Hartwell, Bryndísi Höllu
Gylfadóttur, Hávarði Tryggvasyni, Martial Nar-
deau, Sigurði Ingva Snorrasyni, Önnu Guðnýju
Guðmundsdóttur og Pétri Grétarssyni.
Flutt verður sívinsæl Vínartónlist, sungin og
leikin, og er sérstök áhersla á tónlist sem hefur
skírskotun til ungverskrar sígaunatónlistar.
Þessi dagskrá var um síðustu helgi flutt á ný-
árstónleikum Salarins í Kópavogi.
Vínartón-
leikar
á Bifröst
Hanna Dóra
Sturludóttir
MYNDLISTAMENNIRNIR Helga
Óskarsdóttir, Guðrún Vera Hjart-
ardóttir og Ingibjörg Magnadóttir
opna sýninguna Ávöxtur myrkurs-
ins kl. 14 í dag í Skaftfelli, menn-
ingarmiðstöð á Seyðisfirði.
Listaverkin eru unnin í Skaftfelli
og gefur þar að líta skúlptúra,
teikningar og myndbandsverk. Sýn-
ingin er fyrri hluti samstarfsverk-
efnis milli þessara ólíku myndlist-
armanna og mun seinni hluti þess
verða settur upp í Listasafni ASÍ á
komandi sumri.
Sýningin stendur til 6. febrúar.
Ávöxtur
myrkursins í
Skaftfelli
Verk á sýningunni í Skaftfelli.