Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.2004, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.2004, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. JANÚAR 2004 3 Einar Már Guðmundsson spyr hvernig safn um hann sjálfan myndi verða í grein er hann kallar Rithöfundurinn sem safn. Tahar Ben Jelloun heimsótti Ísland fyrir tveimur árum og í kjölfarið skrifaði hann smásögu sem ber heitið Níðvísan, hún er innblásin af dvöl höfundarins hérlendis. Gallerí Hlemmur hefur verið starfrækt vel á fimmta ár en nú um helgina verður því lokað. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við eigandann, Þóru Þórisdóttur myndlistarkonu, um rekstur gallerísins og framtíðarhorfur á mynd- listarmarkaðnum. Frost nefnist nýjasta skáldsaga norska rithöfund- arins Roys Jacobsens en hún fjallar um Gest Þórhallsson sem sagt er frá í Heiðar- vígasögu. Einar Kárason skrifar um bókina og líkir henni við Gerplu. FORSÍÐUMYNDIN er af verki eftir Georg Brecht, Mers d’alors, oh de Cologne, 1972, en það er á FLÚXUS-sýningunni sem var opnuð í Listasafni Íslands í gær. Í BYRJUN hvers árs streyma skokk- arar út á götur, ef aðstæður leyfa, og fólk í aðþrengdum teygjufötum skráir sig í þrekmiðstöðvar, fullt af fyrir- heitum. Margt af þessu fólki nær árangri en hjá ýmsum er nú raunin sú að þeir grenna sig um nokkur kíló en þyngjast um fleiri. Hér í Bretaveldi er svipað upp á ten- ingnum. Göturnar fullar af skokkurum og hvers konar hvatningar uppi um alla veggi. Og Bretar hafa ástæðu til að hafa áhyggjur. Þeir eru nefnilega skv. skilgreiningu ein feit- asta þjóð Evrópu. 22% Breta eiga við offitu- vandamál að stríða og í samfélagi þar sem síg- aretta og bjórglas eru taldar eðlilegar fram- lengingar handleggja eru menn að vakna upp við vondan draum og átta sig á að forvarnir kunni að hafa verið eitthvað sem skoða átti fyrir löngu. Læknar hafa mestar áhyggjr af unga fólk- inu sem lifir á sætindum, djúpsteiktum mat og, um leið og aldur leyfir, bjór. Og fyrir utan það að reykja hefur verið slakað á skilgrein- ingunni á því hvað teljist hættuleg eiturlyf. Loks er hægt að fá lyf við hverju sem er, mörg þeirra yfir borðið hjá lyfsalanum. Og menn snúast hér í hringi eins og víðar í heiminum og ræða um kúra og líkamsrækt. En hrópendurnir í eyðimörkinni eru þeir sem segja – hvernig væri að breyta lífs- háttum? Meðal þess sem bent hefur verið á er mat- aræðið almennt. Kíkjum í nestiskassann hjá skólabörnum hér. Mér er sagt að hjá skikkan- legu bresku skólabarni sé að finna samloku, poka með karftöfluflögum, súkkulaði og gos. Mörg kaupa sér hamborgara og með þeim í hádeginu. Í verslunum eru hillumetrar af sæt- indum sem einmitt eru markaðssett með það í huga að það henti vel skólabarninu í nestið. Vitaskuld getur barnið orðið sér úti um mat í skólanum, sem er þá oftar en ekki djúp- steiktur og ofsoðinn. Sem meðlæti er hægt að fá gos, flögur o.s.frv. Bent var á, ekki alls fyrir löngu, að í Finn- landi hafi menn einfaldlega breytt skóla- máltíðum í heilbrigðari mat og bannað sæt- indi og viðlíka í nestinu. Nokkuð sem flestir íslenskir skólar gera við litlar vinsældir. Af- leiðingin var að Finnar féllu niður listann yfir feitustu þjóðir Evrópu. Nú er það vitaskuld mikill munur, en kannski sama hættan, að vera of feitur og of grannur. Það sást vel á bandaríska töfra- manninum David Blaine sem var 44 daga í glerskáp og fékk ekkert nema vatn. Fyrstu vikurnar á eftir var hann varla með sjálfum sér. En það er fleira sem bent er á í umræðunni hér úti. Meðal þess sem fylgir offitunni er gríðarleg aukning krabbameins, sem tengd er offitu- vandamálum og kannski efnum í mat líka. Menn eru ekki vissir. Svo eru atriði eins og úthald, öndunar- vandamál og hjartavandamál, svo ekki sé tal- að um vandamál við að fata sig! Fjölgun versl- ana fyrir þá sem eru í stórum stærðum segir sína sögu. Menn benda einnig á að í eina tíð hafi fá- tæklingar verið svo grannir að öfund var að. Nú er annað uppi. Ódýrasta fæðan sem hægt er að fá er stórhættulega fitandi og því eru fá- tæklingar síst grennri en hinir nú um stundir. Hér stóð um tíma hörð deila milli næring- arfræðinga sem héldu því fram að harða fitan í skyndimat og djúpsteiktum væri verri en önnur fita. Skyndibitakeðjurnar svöruðu því til að vitaskuld væri það bull en menn ættu að skoða hversu mikið þeir borðuðu og ekki að vera að borða mat milli skyndibita. Hugtakið að borða milli mála fékk nýja vídd. Þá var bent á að sístækkandi matar- skammtar ýttu undir vandann. Menn klára það sem á diskinn er sett. Góð saga var sögð af frægri leikkonu sem um árabil hefur hent þriðjungi þess sem henni er skammtað í megrunarskyni. Og það þegar stór hluti heimsins sveltur. Eitt vandamálið enn væri einmitt það að fjölskyldan snæddi sífellt minna saman en gripi sér bita hér og hvar. Fyrir vikið væri erfiðara að henda reiður á neyslunni og gæð- um hennar. Sú staðreynd að Bretar eyða nú innan við 20 mínútum á dag í að útbúa mat, að meðaltali, í stað eins og hálfs klukkutíma seg- ir kannski allt. Nú vil ég síst draga úr þeim sem hafa farið af stað fullir fyrirheita en ég þekki það af eig- in reynslu að þetta er erfitt við að eiga. Auka- kílóin eru vissulega hættuleg og það er einnig vont að missa svo stjórn á megruninni að manni verði hætt af, annaðhvort vegna þess að fæðan sem verið er að borða er of naumt skorin eða of einhæf til að sinna þörfum lík- amans. Þannig hafa ýmsir umdeildir megrun- arkúrar farið af stað og skemmst að minnast fitukúrsins sem lagði að fólki að borða helst smér og flot í öll mál en forðast brauð og ávexti m.m. Svo má nefna kúra þar sem menn snæða eingöngu ávexti eða grænmeti eða annað. Og það að taka út árskort í nærliggj- andi hressingarstöð er einnig mjög gott, – fyrir stöðina allavega. Þannig var hjá mér. Ég steðjaði inn, fullur fyrirheita, lagðist á bekki og hentist á hlaupabretti og hamaðist og ham- aðist. En svo fór vitaskuld að offorsið var of mikið eða tíminn ekki nógur og eftir ein- hverjar vikur var árskortið mitt ónotað en peningarnir ávöxtuðust hjá miðstöðinni. Nóg var af afsökunum. Ég er sannfærður um og þekki fleiri sem eru sama sinnis, að megrunarkúrar og hama- gangur hafi orðið til þess að ég fitnaði í raun. Málið snerist líklega um það að ég skipti ekki út lífsstíl mínum fyrir annan betri. Þegar kúrnum lauk eða þegar ég gafst upp á honum fór ég frá svelti til ofáts og vann upp tapið ríkulega. Og nógar voru afsakanirnar. Eftir áramót- in brestur á með árshátíðum, páskum, ferm- ingum og hverju öðru sem nothæft er og ógn- ar einbeitingunni. En það er líka mjög vont fyrir þjóð sem hefur öll tök á að vera hraustari og betur sett en nokkru sinni fyrr að kafna úr fitu og fitu- tengdum sjúkdómum. Það vekur líka athygli mína að hversu miklu leyti fólk leitar lausna í einskonar inn- pökkuðum lausnum sem oft beinast einvörð- ungu að hluta vandans. Vissulega er hægt að kaupa sér alls konar megrunarlyf, en mörg þeirra hafa aukaverkanir sem geta verið skaðlegar líkamanum. Þá er hægt að skella sér á eitthvert tæki og hamast og hamast en þá er hæpið að verið sé að rækta líkamann sem heild. Ég held að einfaldar lausnir dugi best. Göngutúr með maka eða börnum er án efa ekki bara fyrir líkamann. Holdafarsmál eru vandamál á Vestur- löndum, hvort heldur sem er holdafar þeirra sem eru of grannir eða hinna sem eru of feitir. Mest er þó vandamál þeirra sem gera sér ranghugmyndir um sjálfa sig. Líklega er það mikilvægast af öllu að sjá hlutina í réttu ljósi og skoða lífshætti sína í heild. Hvað sem tautar og raular ætla ég að gera allt sem ég get til að forðast fatastærðina sem var á stóru jakkafötunum mínum sem ég gaf í sumar sem leið. Það er ekki gefið að það takist. En ég vona það. HOLDAFAR RABB M A G N Ú S Þ O R K E L S S O N ÚR ÞRYMSKVIÐU Reiður var þá Vingþór er hann vaknaði og síns hamars um saknaði, skegg nam að hrista, skör nam að dýja, réð Jarðar bur um að þreifast. Og hann það orða alls fyrst um kvað: „Heyrðu nú, Loki, hvað eg nú mæli, er eigi veit jarðar hvergi né upphimins: ás er stolinn harmri.“ Gengu þeir fagra Freyju túna, og hann það orða alls fyrst um kvað: „Muntu mér, Freyja, fjaðurhams ljá ef eg minn hamar mættag hitta?“ Þrymskviða er ort undir fornyrðislagi. Hún er aðeins varðveitt í Konungsbók. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 5 . T Ö L U B L A Ð - 7 9 . Á R G A N G U R | U M S J Ó N Þ R Ö S T U R H E L G A S O N | T H R O S T U R @ M B L . I S . EFNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.