Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.2004, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.2004, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. JANÚAR 2004 G allerí Hlemmur var stofn- að í september 1999 af Þóru Þórisdóttur og Val- gerði Guðlaugsdóttur. Í upphafi leigðu þær hús- næðið við Hlemm sem vinnustofu, en fannst það strax bjóða upp á möguleika gallerísins. Þóra segir að fyrir þeim hafi vakað að skapa vettvang sem þeim fannst þá ekki vera fyrir hendi í borginni. „Við hugs- uðum um það hvernig tækifæri við myndum vilja fá sem myndlistarmenn, og í hvernig gall- eríi við myndum vilja sýna í. Við ákváðum að sýningarstefnan yrði grundvölluð á ungri og framsækinni myndlist af okkar eigin kynslóð, og við myndum sjálfar velja og bjóða þeim sem við vildum að sýndu hjá okkur. Okkur fannst við ekki hafa burði til að vega og meta kynslóð- ina á undan okkur. Þá var það grundvallar- atriði í okkar huga að geta boðið myndlistar- mönnum að sýna án endurgjalds.“ Þetta gerðu þær Þóra og Valgerður, og höfðu galleríið opið sex daga í viku, sáu um undirbúning og sátu sjálfar yfir sýningunum. Eftir ár sáu þær að dæmið myndi ekki ganga upp. Þær þurftu að vinna launavinnu á nótt- unni og sjá um galleríið á daginn ásamt sínum eigin myndlistarstörfum, og tekjurnar dugðu ekki fyrir kostnaði. „Þetta var einum of erfitt. Fyrst tókum við til bragðs að stytta opnunar- tímann, og svo báðum við myndlistarmennina að sitja yfir eigin sýningum að hluta til. Að endingu varð það að ráði að taka upp gjald af myndlistarmönnunum til að greiða niður kostnað, og það fannst okkur skref afturábak, sem við vonuðum þá að yrði aðeins tímabund- ið. Því eðlilegra væri að borga listamönnum fyrir framlag sitt en að rukka þá fyrir fram- kvæmdina. Þetta þátttökugjald sem við tókum upp eyðilagði líka þá hugmynd okkar að geta „boðið“ fólki að sýna, að þurfa svo að útskýra að það þyrfti samt að taka þátt í kostnaðinum. Þetta kom sér sérlega illa þegar við vorum að bjóða erlendum listamönnum að sýna í gall- eríinu.“ Sýningarsalir fella niður gjöld Þóra segir að síðan þetta var hafi margt breyst. Á þessum tíma voru fáir sem engir ókeypis salir fyrir unga og upprennandi mynd- listarmenn. „Það sem hefur breyst er það, að sýningarstaðirnir hafa smám saman verið að fella niður gjald fyrir sýningarsali sína. Þetta á meðal annars við um Gerðarsafn, Hafnarborg, Listasafn ASÍ og Nýlistasafnið. Sýningartæki- færi yngri kynslóðarinnar hafa einnig stórauk- ist, jafnvel á kostnað þeirra eldri. En það má segja það um okkar kynslóð að hún hafi verið einstaklega dugleg við að skapa sér sjálf vett- vang og tækifæri.“ Þóra segir að þær Valgerður hafi ekki ætlað Gallerí Hlemmi að vera faglegt sölugallerí í byrjun, enda hafi þær hvorug haft menntun né reynslu á því sviði; - þær séu fyrst og fremst myndlistarmenn. „Við vildum hins vegar stilla þessu upp sem listamannareknu framsæknu tilraunagallerí sem sýndi gagnrýna samtíma- myndlist, ynni eins faglega og kostur væri á, og álitum að þannig fengjum við reynslu og gætum byggt upp orðspor sem gerði okkur kleyft að sækja um og fá opinber framlög á menningarsviðinu.“ Í fyrsta skiptið sem þær Þóra og Valgerður sóttu um framlag til Reykjavíkurborgar, fengu þær 200 þúsund krónur, og segir Þóra að þær hafi verið mjög ánægðar. „Það hjálpaði talsvert upp á reksturinn, fyrir utan að vera viðurkenning á starfseminni og hvatning til þess að halda áfram. Næsta ár fengum við 300 þúsund króna framlag frá borginni og vorum enn ánægðar, enda engin fordæmi sem við vissum um á þessum tíma um hærri framlög til starfsemi af þessu tagi, eftir svo stuttan starfstíma.“ Á þeim tíma hætti Valgerður og Þóra tók ein við rekstrinum. Hún segir það hafa verið erfitt, því ljóst var að með honum þyrfti hún að greiða úr eigin vasa eftir sem áður. Hún fékk til liðs við sig listamenn sem höfðu sýnt í gall- eríinu og myndaði stjórn til þess að vinna með sér að stefnumótun og sýningarstjórn, – ekki til að taka þátt í rekstrarkostnaði né yfirsetu, enda myndlistarmenn sjaldnast aflögufærir með peninga og tíma þar sem þeir vinna sína eigin myndlist oftast á eigin kostnað sem þeir fjármagna með launavinnu. Í þessum hópi voru Erla S. Haraldsdóttir, Pétur Örn Frið- riksson og Magnús Sigurðarson. Þetta eru allt myndlistarmenn sem Þóra segir hafa nóg að gera í myndlist, en hafi meðfram henni lagt fram ómetanlegt starf í þágu gallerísins. Þá hafi myndlistarnemarnir Þorbjörg Jónsdóttir og Auður Jörundsdóttir aðstoðað við starfsem- ina og Særún Stefánsdóttir myndlistarmaður hafi starfað með galleríinu síðastliðna mánuði. Í þriðja sinn sem Gallerí Hlemmur sótti um framlag til Reykjavíkurborgar hækkaði það enn um 100 þúsund, og var því orðið 400 þús- und krónur. „Við vorum búin að starfa í rúm þrjú ár og galleríið búið að öðlast gott orðspor. Þess vegna bjuggumst við við að framlagið myndi hækka næsta ár, en eina fordæmið sem við vissum um var að i8 gallerí hafði fengið 800 þúsund króna framlag eftir nokkurra ára far- sælt starf og við treystum því að við værum búin að sanna okkur og trúðum því að borgin myndi meta okkar starf á að minnsta kosti 800 þúsund. Það hefði þýtt að ekki þyrfti að borga með rekstrinum úr eigin vasa, en eins og allir vita eru eiginvasapeningar dýrt fjármagn, því það eru peningar sem búið er að borga skatta og skyldur af, og einstaklingar fá ekki skatta- afslátt vegna framlags til menningarmála.“ Í fjórða sinn þegar galleríið sótti um fram- lag frá menningarmálanefnd Reykjavíkur fékk það 400 þúsund krónur, sömu upphæð og á árinu á undan. „Í fyrsta sinn stóð framlagið í stað á milli ára, einmitt þegar við héldum að það myndi hækka verulega, og það var eigin- lega rothöggið. Á þeim tíma ákvað ég að hætta rekstri sýningarsalarins ef ekki tækist að fjár- magna starfsemi ársins í ár með viðunandi hætti, þar með talið að ráða starfsmann í vinnu. Ég hætti að bóka sýningar en þær eru að öllu jöfnu bókaðar ár fram í tímann, og ein- beitti mér að næstu umsókn til Reykjavík- urborgar, en nú var í fyrsta sinn möguleiki fyr- ir okkur að sækja um samstarfssamning til þriggja ára, ásamt því að leita til menning- arsjóða fyrirtækja.“ Að sögn Þóru kostaði rekstur gallerísins ár- ið 2002 um það bil 1.330.000, sem var greiddur með 400 þúsund króna framlagi frá Reykjavík- urborg, 330 þúsund króna þátttökugjaldi lista- mannanna, og 600 þúsund króna framlagi frá henni sjálfri. Fyrir utan þessar tölur er allur kostnaður og 150 þúsund króna ferðastyrkur frá Menntamálaráðuneytinu vegna þátttöku listamanna í samstarfsverkefni Gallerí Hlemms og Közelítes gallerí í Pécs í Ung- verjalandi. Hún segir tölur ársins 2003 munu líta aðeins betur út vegna þess að þá tókst að selja nokkur verk og myndlistarþjónustu. Hins vegar hafi þátttaka gallerísins í Lista- kaupmessunni í Stokkhólmi kostað sitt. Þóra segir að lágmarkskostnaður við rekstur gall- erísins eins og það hefur verið, með viðbættum hálfum starfsmanni og niðurfellingu þátttöku- gjalds listamanna sé um 4 milljónir. „Þetta var þó ekki sú upphæð sem ég lagði til grundvallar í fjárhagsáætluninni, því það hefði þýtt að ekki hefði verið hægt að taka nein skref í þá átt að bæta faglegu vinnuna. Ég er einnig búin að sannreyna að hálfur starfsmaður er of lítið til þess að halda utan um starfið og sinna þeim verkefnum sem fyrir liggja. Það myndi kalla á áframhaldandi sjálfboðavinnu og þar að auki tel ég að starfsemi okkar á Hlemminum eins og hún var og hefur verið sé ekki eins bráð- nauðsynleg núna eins og hún var í upphafi vegna breyttra aðstæðna eins og ég minntist á áður. Hins vegar tel ég það vera brýnt verk- efni á myndlistarsviðinu að auka fagmennsku og metnað, vinna betur og hlú að myndlist- armönnunum okkar og taka af þeim hina tíma- freku og sértæku vinnu sem felst í undirbún- ingi og framkvæmd sýninga þeirra og kynningarmálum.“ Í sumar vann Þóra að gerð viðskiptaáætl- unar fyrir Gallerí Hlemm með leiðsögn frá Impru, Nýsköpunarsjóði og fékk Magnús Gestsson verðandi doktor í safna og gallerí- fræðum til að lesa yfir og gera athugasemdir við. Í áætluninni er skilgreint hugmyndafræði- legt líkan gallerísins sem „non profit“ en jafn- framt er gert ráð fyrir markaðsstarfsemi með það að markmiði að starfsemin standi undir sér. Í áætluninni er gert ráð fyrir að markaðs- setja samtímamyndlist til einstaklinga og fyr- irtækja, samtímis því að selja hinu opinbera myndlistarstarfsemi, sem felst í aðgengi al- mennings að myndlistaratburðum og sýning- um. Bjartsýnisáætlun Þóru fyrir Gallerí Hlemm hljóðar upp á 12 milljónir á ári og miðast þá við að húsnæðið yrði stækkað um helming til að hægt verði að koma upp skrifstofuaðstöðu, en svartsýnisáætlunin hljóðar upp á 8 milljónir. Þóra sótti um 4 milljóna árlegan styrk til þriggja ára til borgarinnar þegar auglýst var eftir samstarfssamningum á sviði menningar- mála. Einnig kynnti hún hugmyndir sínar fyr- ir menningarsjóði stórs fjármálafyrirtækis og sótti um samstarf við það. „Menningarsjóð- urinn sem ég átti í viðræðum við var mjög áhugasamur og virtist líklegur til að fara í samstarf, en þurfti eðlilega að leggja málið fyrir nefnd. Nefndin dró að funda um menn- ingarframlög og loks þegar þeir gerðu það þá ákváðu þeir að styrkja bara eitt verkefni og það var ekki á sviði myndlistar. Tíminn var að renna frá mér, ekki þótti mér eðlilegt að vera að reyna að selja sömu hugmyndina á mörgum stöðum í einu. Það fór að styttast í síðustu sýn- ingar og yfirvofandi lokun óhjákvæmileg ef ekki fyndist samstarfsaðili. Ýmsir góðir aðilar höfðu samband við mig, vildu hjálpa til og gáfu góð ráð, og aðrir fóru á stúfana að finna styrktaraðila fyrir galleríið, meðal annars Sig- urjón Sighvatsson kvikmyndagerðarmaður sem hefur hjarta fyrir samtímamyndlist, hann var búinn að finna samstarfsaðila, sem dró sig svo til baka á síðustu stundu vegna ófyrirsjá- anlegra ástæðna. Sá styrkur hefði þó ekki nægt til að bjarga stöðunni einn og sér. Á fundi sem ég átti við Stefán Jón Hafstein sagði ég honum að ef framlag borgarinnar yrði minna en 2 milljónir myndi ég afþakka það vegna þess að ég treysti mér ekki til að skuld- binda mig í 3 ár með slíka upphæð. Það er skemmst frá því að segja að Stefán Jón hringdi í mig og sagði að ekki væri mögulegt að leggja fram 2 milljónir, það yrði minna og hvort ég myndi afþakka, sem ég gerði af fyrr- greindum ástæðum.“ Þóra segir að það megi ekki álíta að hún kenni Menningarmálanefnd Reykjavíkur um að Gallerí Hlemmi sé nú lokað, því það er Reykjavíkurborg sem þó hefur lagt til þann eina rekstrarstyrk sem galleríið hefur fengið gegnum árin. Án þess framlags hefði galleríið aldrei getað starfað svo lengi, og líklega hefði hún fengið framlag til rekstursins í ár, þá upp- hæð sem hún hefði verið sátt við í fyrra, en það var bara ári of seint, og kveðst hún vilja nota tækifærið nú og þakka Reykjavíkurborg fyrir veittan stuðning hingað til sem og, vonandi, í framtíðinni. „Það er ekki bara borgarinnar að efla og styrkja starfsemi af þessu tagi, ég tel að tími sé komin til að Menntamálaráðuneytið setji á stofn sjóð fyrir framsækin og metnaðarfull til- raunagallerí, sambærilegan við þann sjóð sem áhugaleikhús geta sótt í með sína starfsemi. Ég hef þá trú að Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra sé það metnaðar- full í starfi að hún taki það upp hjá sjálfri sér án þess að myndlistarmenn fari í baráttu og þrýstiaðgerðir, að vega og meta stuðning rík- isins við menningu og búa myndlistinni sömu möguleika til starfs og þroska í og öðrum list- greinum í landinu. En það er alveg augljóst mál að myndlist kostar peninga og við verðum að ákveða hvort við viljum hana eða ekki.“ Í viðskiptaáætlun Þóru eru skilgreind mark- mið og hlutverk Gallerí Hlemms, sem eru margþætt og taka til fleiri verkefna en hingað til hafa verið unnin. „Þess vegna má segja, að vegna aðstæðna, verði skipt um áherslur í starfseminni. Ég loka sýningarsalnum en mun halda áfram starfseminni sem gallerí án hús- næðis, vinna að listpólitík í samvinnu við aðra í greininni og leggja mikla áherslu á að bæta inn efni og þétta vefsíður gallerísins, ásamt því að vinna að markaðsmálum.“ Gallerí Hlemmur hefur frá upphafi haldið úti vefnum hlemmur.is sem Sigurður Magnús- son kerfisfræðingur og eiginmaður Þóru hefur haldið utanum og séð um uppfærslur á. Vefsíð- an fékk styrk frá Menntamálaráðuneytinu í tíð Björns Bjarnasonar. Einnig, fékk Gallerí Hlemmur verkefnastyrk frá Myndstefi í fyrra til þess að þýða texta síðunnar yfir á ensku. „Það virðist vera aðgengilegra að fá framlög til AUGLJÓST MÁL AÐ MYND- LIST KOSTAR PENINGA Gallerí Hlemmur hefur verið starfrækt vel á fimmta ár, en nú um helgina verður því lokað. BERGÞÓRA JÓNSDÓTT- IR ræddi við eigandann, Þóru Þórisdóttur myndlist- arkonu, um rekstur gall- erísins og framtíðarhorfur á myndlistarmarkaðnum. Morgunblaðið/Þorkell Þóra Þórisdóttir lokar dyrum Gallerís Hlemms um helgina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.