Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.2004, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.2004, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. JANÚAR 2004 VAN Gogh-safnið í Amsterdam sýnir þessa dagana eitt af bréfum þessa hollenska meistara sem sér- fræðingar segja varpa nýju ljósi á stormasama ævi Vincents van Goghs. Bréfið, sem fannst fyrir stuttu, inniheldur m.a. frásögn af dauða eldri bróður van Goghs, sem einnig hét Vincent, og fædd- ur var andvana ári áður en van Gogh fæddist árið 1853. Margir sérfræðingar hafa haldið því fram að geðræn vanda- mál van Goghs hafi m.a. mátt rekja til þess að hann var alltaf talinn eins konar uppbót fyrir bróðurinn sem lést, en van Gogh framdi sjálfsmorð árið 1890. Bréfið nýfundna var stílað á náinn vin listamannsins sem hafði nýlega misst barn og í því rekur van Gogh hvernig hans eigin fað- ir brást við dauða fyrsta sonar síns. Talsmenn safnsins segja bréfið þó ekki benda á neinn hátt til þess að van Gogh hafi þjáðst af sekt- arkennd vegna láts bróður síns. Saatchi leitar til Evrópu BRESKI listaverkasafnarinn Charles Saatchi sem á tíunda ára- tug síðustu aldar safnaði verkum ungra breskra listamanna af miklum móð hefur nú beint sjón- um sínum að meginlandinu. Að sögn breska dagblaðsins Guardi- an kaupir Saatchi nú listaverk evrópskra listamanna af sömu ástríðu og hann áður keypti verk þeirra bresku – ef honum líkaði eitt verk einhvers listamanns þá keypti hann allt stúdíóið. Eitt besta dæmið um þá nýju stefnu sem listaverkasöfnun Saatchi hef- ur tekið þykir vera sýning hans á verkum þýska listamannsins Jon- athan Meese í Saatchi galleríinu, m.a. á verki er mest minnir á alt- aristöflu og nefnist Freisting í ríki hinna blessuðu. Jacqueline með augum Picasso JACQUELINE Roque, síðasta ástkona Picassos, hefur gjarnan verið kölluð klækjakvendi, en sýning í nýju sýningarrými í Pinacoteque de Paris sýnir hana í mildara og ólíkt meira aðlaðandi ljósi að mati gagn- rýnanda Daily Telegraph. Roque var með Picasso síðustu tuttugu æviár listamanns- ins og var þar að auki eina konan sem hann málaði mynd af 17 síð- ust árin. Sýningin er byggð á einkasafni málverka og teikninga lista- mannsins af Roque og eru verkin nú í sýnd í fyrsta skipti í Frakk- landi. Líf van Goghs í nýju ljósi ERLENT Jacqueline Roque Eitt af sjálfsportrettum van Goghs. Sýnisbók myndlistar Þær þrjár sýningar sem nú eru skoðaðar eru eins og sýnisbók í ólíkum markmiðum og aðferð- um myndlistarmanna í dag, markmið sem að sjálf- sögðu eiga öll jafnan rétt á sér. Þannig beinir Sæ- rún Stefánsdóttir sjónum sínum að eiginleikum myndlistarinnar um leið og hún vinnur af miklum húmor og hefur fullkomið vald yfir verkum sínum. Jón Sæmundur Auðarson vinnur út frá hliðarsjálfi sínu „Dauður“, verk sem spila inn á markaðs- hyggju en sýnir líka á sér allt aðra og einlægari hlið. Victor Boullet gagnrýnir svo hræsni sam- félagsins í ljósmyndum sínum. Listamaðurinn sem hugsuður og fagurkeri, sem framleiðandi mark- aðsvöru og ljóðskáld, listamaðurinn sem spegill samfélagsins. Flísin í auga náungans Victor Boullet sem sýnir núna í i8 leitast við að skapa sterk viðbrögð við verkum sínum. Ljós- myndir hans sýna manneskjur sem hafa stigið út fyrir ramma þess hegðunarmynsturs sem sam- félagið ætlast til af þeim, hann gengur út frá því að samborgarar hans séu fastir í neti hræsni og heftir af samfélaginu, líkt og á barmi vitfirringar sem á myndum hans brýst út á ýmsan hátt. Boullet sýnir líka myndir af dýrum, t.d. hundi sem hefur greini- lega gengist undir skurðaðgerð, eins og til að sýna enn frekar fram á mun á skilyrtri menningu og frjálsri náttúru. Hann er upptekinn af þeirri ár- áttu að margir vilja vera annað en þeir eru og sýndarmennskunni sem því fylgir. Boullet hefur fengið Birgi Andrésson til að vinna texta í sýning- arskrá, Birgir velur að fara absúrd leið að verk- unum sem er þeim til góða. Myndirnar eru þegar best lætur óþægilegar en forvitnilegar um leið, eins og myndin af manninum sem stendur í duftskýi. Það er svo þegar ég les það sem listamaðurinn hefur um myndirnar að segja að þær falla flatar og ég missi áhugann. Opin og margræð mynd verður að sögu sem spilar inn á geðveilu og einhvers konar viðbjóðsviðbrögð, verkið þrengist mjög í stað þess að víkka og stækka. Myndbandið um aumingja ókurteisa golf- arann (satt eða ekki, það skiptir engu) sýnir svo aðeins tillitsleysi listamannsins sjálfs. Hér finnst mér vísifingurinn vera aðeins of hátt á lofti (en er það kannski minn eiginn sem er fyrir?) Að láta undan „I give myself up to my surroundings in order to be what I am“ (ég læt völdin í hendur umhverfi mínu, þannig verð ég það sem ég er) . Á hvítri súlu sem er engin stoð snýst lítil vifta of- urhægt, hún kælir engan. Húnninn á gluggarúð- unni er óþarfur og fjaðralausar pílurnar á koll- inum munu aldrei hitta í mark, ég sé ekki hvað er á ljósmyndinni og heimagerði pappírinn er einskis nýtur. Þetta er líka myndlist og tilgangur þessara hluta er ekki að vera hagnýtur. Það ríkir kyrrð yfir lítilli sýningu Særúnar Stefánsdóttur í Safni við Laugaveg, tilgangsleysi hlutanna sem hún sýnir vekur ekki með manni tómleikakennd heldur skapar fegurð, þessir hlutir eru ánægðir með hlut- skipti sitt. Gagnsleysi þeirra til hversdagslegs brúks veltir upp spurningunni um tilgang og eðli myndlistarverka á hógværan og kyrrlátan hátt og felur í sér húmor. Særún skapar sterka og fallega heild með þessum fáu yfirlætislausu verkum sem hún sýnir hér, rólegur snúningur viftunnar setur taktinn og aðskilur verkin frá ys og þys umheims- ins, ég væri til í svona viftu í stofuna hjá mér, á til- gerðarlausan og húmorískan hátt minnir hún á að óþarfi er að flýta sér. Í verkum Særúnar mætast á skemmtilegan hátt hugmyndir innan listarinnar. Yfirbragð þessara verka er í anda naumhyggju sem og súlan, sem einnig er unnin út frá staðnum sjálfum og arki- tektúr hans eins og svo margir hafa gert und- anfarna áratugi, en hér gert af húmor sem aftur einkennir sumt í myndlist síðustu ára. Ofangreind handskrifuð setning fylgir heima- gerðum og allt annað en listilega unnum pappír í ramma. Í henni felast þau skilaboð að það borgi sig ekki að berjast gegn umhverfi sínu heldur láta það vinna með sér, ég túlka þetta ekki sem uppgjöf heldur frekar lífssýn í anda austurlenskrar heim- speki sem miðast við að ná sem mestum árangri með sem minnstri mótspyrnu, engri óþarfa orku- eyðslu. Tilfinningarík viðbrögð Innsetning Jóns Sæmundar í Safni við Lauga- veg er eins konar nútímaútgáfa af klassísku þema innan listarinnar, Jón Sæmundur hefur greint frá því að hann sé haldinn ólæknandi sjúkdómi. Sú vitneskja getur ekki annað en haft sterk áhrif á áhorfandann. Það er mér alla vega engan veginn mögulegt að nálgast verk hans öðruvísi en á til- finningaríkan hátt, ég fyllist sorg, ótta og samúð um leið og ég veit að ég get ekki skilið eða sett mig í spor Jóns Sæmundar. Hann horfist í augu við dauðann, hversu nálægur eða fjarlægur sem hann er og um leið verð ég meðvituð um hvílík gæfa það er að ég þarf ekki að gera það núna, ekki í dag, ekki strax. Jón Sæmundur er mjög hugmyndaríkur og hæfileikaríkur listamaður sem ekki skortir dug til að fylgja hugmyndum sínum eftir. Verk hans eru eftirminnileg, til dæmis myndin af fossinum sem varpað var á gamla Morgunblaðshúsið, eða skap- ofsasýning hans í Galleríi Hlemmi, þar sem hann braut og bramlaði eigur sínar og sýndi afrakst- urinn. Verk Jóns Sæmundar eru ólík innbyrðis en eiga það þó sameiginlegt að vera hugsuð og útfærð alveg til enda, hann sættir sig ekki við neitt hálf- kák. Þannig er einnig um innsetningu hans í Safni. Inntak hennar er dauðinn, en einnig dauðinn og myndlistin sem verslunarvara, myndlistarmaður- inn sem framleiðandi, spurningar um gildi og var- anleika listaverka. Þó að þetta verk sé vel unnið á allan hátt er það ekki ýkja frumlegt og jafnvel dá- lítið auðvelt, yfirborðskennt. Það er vitneskjan um sjúkdóm listamannsins sem gerir innsetninguna áhrifaríkari en hún ella væri. Ljóð Jóns á blöðungi með sýningunni er svo á allt öðrum nótum, hér er talað beint frá hjartanu og í sterkum myndum, ofsafengin blindandi feg- urð lífsins mætir svörtu hyldýpi dauðans. Einmitt það hversu ólík þessi verk eru lýsir Jóni kannski nokkuð vel og sýnir listrænan styrk hans. Þannig minnir útlit og framsetning innsetningar Jóns hér á myndlistarverk frá níunda áratugnum, áratug Jeff Koons þegar myndlist hafði oft yfirbragð hönnunnar og framleiðslu, spilaði inn á söluvöru- hliðina. Jón setur svo fram þetta tilfinningaríka ljóð samhliða þessu. Á sínum tíma hefði verið óhugsandi að blanda þessu tvennu saman, (jafnvel þó ekki sé um sama flöt á framsetningunni að ræða), – tilfinningaríku ljóði og kaldhæðinni inn- setningu, og segir það sitthvað um listina í dag. En ljóð Jóns er sláandi: Ef hjartað er hús og herbergin fjögur í einu þá er lýsingin örugglega jafn björt og hlý og hvítköld beinagrindin sem sést svo vel út um gluggann En hvernig er þá hægt að fullnægja lífinu? HORFA Í AUGUN, JÁ HORFÐU Í AUGUN Á MÉR MANNESKJA! Svona ótrúlega björt að þau næstum blinda og munnurinn fullur af myrkri JÁ ALVEG BEINT! Og EKKI líta undan Áður en það er orðið allt of seint „Svona ótrúlega björt“ MYNDLIST i8 LJÓSMYNDIR, MYNDBAND, VICTOR BOULLET Til 28. febrúar. Opið fimmtudaga og föstudaga kl. 11 –18. Laugardaga kl. 13–17 og eftir samkomulagi. Safn HINUM MEGIN, BLÖNDUÐ TÆKNI, JÓN SÆMUNDUR AUÐARSON MÍN ANDAKT, SÆRÚN STEFÁNSDÓTTIR Til 1. mars. Safn er opið miðvikudaga til föstudaga frá kl. 14–18 en til kl. 17 á sunnudögum. Boðið er upp á leiðsögn alla laugardaga kl. 14. Morgunblaðið/Kristinn Björt augu en munnurinn fullur af myrkri … innsetning Jóns Sæmundar í Safni. Morgunblaðið/Kristinn Victor Boullet segir sögur með myndum sínum á sýningunni í Galleríi i8. Morgunblaðið/Kristinn Þessi kælir engan – verk á sýningu Særúnar Stefánsdóttur í Safni. Ragna Sigurðardóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.