Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.2004, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.2004, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. JANÚAR 2004 Þ að er fyllsta ástæða til að vekja athygli Íslendinga á nýrri norskri skáldsögu sem hefur samlanda vorn, Gest Þórhalla- son sem frægur er úr fornum sögum, að aðalpersónu, og ger- ist að nokkrum hluta á Íslandi á árunum um og rétt fyrir kristni- tökuna, í lok tíundu aldar. Bókin – sem heitir Frost – er skrifuð af miklum hagleik af Roy Jacobsen (f. 1954), en hann hefur flestum leik- mönnum betri og yfirgripsmeiri þekkingu á ís- lenskum fornbókmenntum og er fluglæs á hina fornu norrænu tungu og les þar með einnig nútímaíslensku. Aðalpersónan, Gestur Þórhallason, er mörgum kunnur úr Heiðarvígasögu, en hann vann sér það til frægðar á unga aldri og smár vexti að drepa ribbaldann og stórhöfðingjann Víga-Styr sem bjó á Snæfellsnesi og er meðal annars frægur af því að hafa látið ryðja veginn um Berserkjahraun, og sér hans enn stað. Gestur hafði það sér til málsbóta að áður hafði Víga-Styr drepið Þórhalla föður hans fyrir litl- ar sakir eða engar. Eftir að hafa drepið Þór- halla hélt Víga-Styr áfram að taka hús á ekkju hans og börnum að Jörva á Mýrum er hann fór um ríki sitt með liðssafnaði – honum hafði reyndar verið ráðlagt af réttsýnum mönnum að greiða drengnum Gesti föðurbætur og bauð hann þá fram sitt ósjálegasta lamb, grátt að lit, og þótti með því sýna mikla svívirðu. Eitt sinn er Víga-Styr kom að Jörva í vetrarkulda heimtar hann að sér og sínum mönnum sé búið gufubað. Og sem hann situr hálfber inni í guf- unum læðist Gestur litli aftan að honum og steindrepur stórmennið með öxi, og hefur á orði að nú hafi hann launað lambið gráa; er þarna að sjálfsögðu uppruni orðatiltækisins. Fyrir slík stórvirki voru flestir minniháttar menn umsvifalaust réttdræpir, en Gestur er fljótur í förum og tekst að flýja til frænda sinna suður í Borgarfirði. Af þessu verða mikil eftirmál, en Gesti er komið úr landi og er hann þar með að mestu horfinn úr Heiðarvígasögu – en Roy Jacobsen spinnur þráðinn áfram í skáldsögunni Frost. Gestur heldur áfram að vera maður smávax- inn þótt hann komist á fullorðinsár, en hann er læs og skrifandi og skáldmæltur eins og títt er með Íslendinga; að auki er hann dverghagur smiður og gerist margfróður. Hann kemur til Noregs laust eftir árið 1000 þegar Ólafur Tryggvason konungur féll í orrustunni við Svoldur, og við völdum er tekinn Eiríkur jarl – honum kynnist Gestur hinn íslenski þegar fram líða stundir og gerist hans vin og ráð- gjafi. Eiríkur jarl var tengdasonur Sveins Danakonungs Tjúguskeggs og þar með mágur Knúts Sveinssonar sem fann upp á því snjall- ræði aðeins sextán ára gamall að leggja undir sig England, hvorki meira né minna, og fær Eirík jarl í lið með sér. England var þá sem jafnan miklu mannfleira og auðugra land en ríki norrænna manna, en engu að síður tókst víkingaherjunum ætlunarverk sitt og Knútur var kjörinn til Englandskonungs árið 1015; áhugamenn um sögu má minna á að í fjarveru Eiríks jarls tókst Ólafi digra Haraldssyni að leggja undir sig Noreg, en Knúti konungi Englendinga og Dana tókst síðar að hrekja hann frá völdum með lítilli fyrirhöfn – í Stikla- staðabardaga þar sem Þormóður Kolbrúnar- skáld féll og sagt hefur verið frá í mögnuðum íslenskum bókum. Roy Jacobsen hefur skrifað margar góðar bækur þótt hér fari hann í fyrsta sinn svona langt aftur í tímann. Hann varð fyrst frægur og verðlaunaður fyrir smásögur sínar en sló svo í gegn með skáldsögunni Nýja vatnið sem segir frá einföldum morðingja í norsku dreif- býli þar sem beðið er eftir nýrri vatnslögn – hún hefur verið þýdd á mörg tungumál. Árið 1991 kom Sigurvegararnir, doðrantur sem segir frá þremur kynslóðum norsks alþýðu- fólks og varð geysileg metsölubók í heimaland- inu; bók iðandi af lífi, krafti og húmor. Af nýrri bókum hans er Landamæri (Grenser) frá 1999 kannski þekktust, en hún gerist að mestu í umsátrinu um Stalíngrad. Roy hefur margoft sótt Ísland heim, var meðal annars gestur á Bókmenntahátíðinni 1992, og ein bók hefur komið út eftir hann á íslensku, spennusagan Ísmael. Eins og glöggir Laxnesslesendur hafa kannski tekið eftir er Roy Jacobsen á mjög svipuðum slóðum í Frosti og Halldór Kiljan í Gerplu – lýsir sumpart sömu atburðum og per- sónum. En þetta eru afar ólíkar bækur; Roy hæðist ekki og skopast eins og Laxness, tónn- inn í Frosti er alvarlegri, kannski reynir hann meira að skilja hetjur víkingaaldar á þeirra eigin forsendum. Í það minnsta yrði hún ef- laust mörgum hér á landi kærkomin lesning og verður vonandi þýdd hið bráðasta. Hún er að auki tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs sem veitt verða í næsta mánuði. FROST Norski rithöfundurinn Roy Jacobsen er á mjög svipuðum slóðum í skáldsögu sinni Frosti og Halldór Kiljan í Gerplu – lýsir sumpart sömu atburðum og persónum, segir í þessari grein, en þetta eru afar ólíkar bækur; Roy hæðist ekki og skopast eins og Laxness, tónninn í Frosti er alvarlegri, kannski reynir hann meira að skilja hetjur víkingaaldar á þeirra eigin forsendum. Frost gerist að nokkrum hluta á Íslandi á árunum um og rétt fyrir kristnitökuna. Höfundur er rithöfundur. E F T I R E I N A R K Á R A S O N Roy Jacobsen É g verð að viðurkenna að Hringa- dróttinssaga Tolkiens hafði fyrrum ekki vakið áhuga minn, en vegna kvikmyndunar sög- unnar hef ég ekki komist hjá því að kynnast efni hennar nokkuð. Góðvinur minn, Jóhannes heit- inn Jónasson lögreglumaður, sagði mér oft frá því á árum áður hversu marg- ar hugmyndir Tolkien notaði í sögu sína úr Niflungahring Richards Wagner, en Jóhannes var vel lesinn í Tolkien ekki síður en í Wagner. Nú þegar ég hef sjálfur fengið nasasjón af sög- unni get ég ekki betur séð en að Jóhannes hafi haft nokkuð til síns máls. Það kom mér því á óvart að lesa það í nýlegri bók Ármanns Jak- obssonar, Tolkien og Hringurinn, að saman- burður sögu Tolkiens við Niflungahring Wagners hafi farið „mjög í taugarnar á Tolkien enda virðist hann eingöngu tilkominn þar sem orðið „hringur“ kemur fyrir í báðum titlunum“. Hringurinn hjá Wagner er ekki aðeins hug- mynd um hvaða hring sem er, heldur um hring sem ber með sér ógæfu eða miklu heldur – tor- tímingu. Hjá Wagner var hringurinn tákn- mynd auðs og uppspretta græðgi og valdafíkn- ar enda felur Niflungahringur hans í sér mikla þjóðfélagslega ádeilu þar sem ástinni er teflt fram sem eina hugsanlega mótvæginu gegn græðginni. Hring Niflungsins hafði verið stolið og honum varð að skila aftur, annars myndi illa fara í heimi öllum. Að þessu leytinu til svipar sögu Tolkiens af Hringnum mjög til verks Wagners. Þessa hugmynd um stolinn hring og hið illa afl hans er reyndar líka að finna í eddunum okkar. Dr. Árni Björnsson telur hringinn And- varanaut vera vissa fyrirmynd Wagners að hring sínum og þeirri bölvun sem honum fylgdi. Í Snorra Eddu 46. kafla segir að þegar Loki hafði tekið hringinn af Andvara með valdi mælti dvegurinn: „að sá baugur skyldi vera hverjum höfuðsbani er átti“. Og síðar þegar Hreiðmar hefur knúið Óðin til að láta bauginn af hendi, „þá mælti Loki að það skyldi haldast er Andvari hafði mælt, að sá baugur skyldi verða þess bani er átti. Og það hélst síðan“. Í Reginsmálum segir einnig frá þessum skiptum Andvara og Loka. Hringurinn Andvaranautur var krydd í góða sögu, en hafði ekki afdrifarík áhrif á gang mannkynssögunnar eins og Hringur Niflungs- ins. Varð sú hugmynd Wagners víðfræg, meðal annars í túlkun G. Bernards Shaw, en Tolkien þekkti vel til verka beggja. Þess má einnig geta að hjá Wagner á hið illa rætur í (tví-)eðli mannsins sjálfs, en hjá Tolkien virðist hið illa vera sjálfstætt afl eða persóna, sem mér finnst vera veikara. Í báðum tilvikum eru sögulok umdeilanleg; – í lokin er spurt: fór þetta vel eða illa? Þá minnir mig að ein persóna í sögu Tolkiens hafi ekki kunnað að hræðast og að illska og vald hringsins hafi ekki hrifið á hana né höfðað til hennar og minnir það sterklega á persónu Siegfrieds hjá Wagner. Tolkien mun hafa litið á verk sitt sem e.k. goðsögn (mýtu), en alls ekki sem táknsögn (allegóríu). Þetta var einmitt ein meginhug- mynd Wagners við gerð Niflungahringsins og um leið helsta ástæða þess að hann kaus að leita í smiðju íslenskrar goðafræði því Wagner taldi goðsagnir hafa altæka skírskotun til allra manna á öllum tímum. Með því vísaði Wagner einnig til klassískrar fortíðar, en hann var ein- lægur aðdáandi Forn-Grikkja. Um þetta má lesa í hinni ágætu bók dr. Árna Björnssonar, Wagner og Völsungar, og ætti mönnum ekki að verða skotaskuld úr því að finna ofangreind- ar hliðstæður – og væntanlega miklu fleiri – við lestur hennar. Ég vil taka það fram að með þessu er alls ekki gert lítið úr verki Tolkiens; síður en svo, – ekki frekar en úr Niflungahring Wagners með því að benda á hversu mikið þar sé sótt til íslenskra heimilda. Niflungahringurinn hefur bæði mannlega og þjóðfélagslega skírskotun, en er þó fyrst og fremst fram settur sem ævintýri í tónum og texta. Þar eru t.d. hetjur og skúrkar, álfar og dísir, tröll og drekar og ótal náttúruminni. Hljómar slíkt ekki kunnuglega fyrir aðdáend- ur Tolkiens? En þótt Niflungahringurinn hafi margar skírskotanir og á mörgum plönum samtímis, þá er það reyndar svo fyrir aðdá- endur verksins að það er hin dásamlega tónlist sem gerir það fyrst og fremst einstætt og magnar heildaráhrif þess upp í æðra veldi. Richard Wagner-félagið á Íslandi gengst fyrir myndbandssýningum á Niflungahringn- um í Norræna húsinu á næstunni. Allt verkið verður sýnt í fjórum hlutum (Rínargullið, Val- kyrjan, Siegfried og Ragnarök) á tveggja vikna fresti, fyrst 27. janúar, og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Sýningar verksins hljóta að vekja áhuga jafnt aðdáenda Tolkiens sem unnenda íslenskra fornbókmennta – og í raun allra þeirra sem áhuga hafa á menning- arsögu því Niflungahringurinn er ekki aðeins stærsta verk óperubókmenntanna heldur líka eitt áhrifamesta og metnaðarfyllsta listaverk sem skapað hefur verið. Þá má benda á að gefnu tilefni að ýmsir þeir sem nú taka þátt í dansinum í kringum gullkálf valda og græðgi – og gagnrýnendur þeirra – gætu kannski lært eitthvað af þeim boðskap verksins að ástin og fegurðin eru það mikilvægasta í lífinu, en ekki peningar og völd! HRINGADRÓTTINSSAGA OG NIFLUNGAHRINGURINN Höfundur er læknir. E F T I R Á R N A T Ó M A S R A G N A R S S O N Hringadróttinssaga eftir Tolkien og Niflungahring- urinn eftir Wagner eiga ýmislegt sameiginlegt, segir í þessari grein, en samanburðurinn fór í taugarnar á Tolkien. Slíkur samanburður á þó fyllilega rétt á sér að því er fram kemur í þessari grein.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.