Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.2004, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. MARS 2004
Á þeim dögum þegar regnið örvar hugsunina
þegar hugann fýsir að sópa skot hversdagsleikans
spyr ég sjálfan mig um skáldveru þeirra manna
sem breiða úr ljóðlínum.
Þá finn ég
að krafan um hið fædda skáld er tilgangslaus,
að skáld er aðeins eyrnamergslaus glápari,
að ljóð er aðeins tínsla og afhýðun,
að meistaraverk er aðeins afsprengi heppni
þaninna eyrna og viðbúinna fingra.
Skáld er einungis veiðimaður sveiflna,
fegrandi óljósra svífandi radda,
birtingargjafi sannleiks sem lá þegar fyrir.
Lofgerðir og húrrahróp hylja því verðleikana,
eigna þeim annað en er, falsa þá, blanda þá spilliefnum.
Því skyldi enginn lofa skáldin,
heldur pípa á þau, jafnvel hæða,
fremur ata þau auri en skreyta þau rósum;
Samt verður að lesa ljóð þeirra
til að átta sig á því að maður skilur þetta,
ritdæma þau, mæla með þeim, auglýsa þau,
svo að sveiflurnar og raddirnar og sannleikurinn
flækist ekki eða hrúgist saman yfir höfðum okkar,
því að flækjur þeirra og hrúgöld
myndu annars stífla ljósvakann
og breyta honum í samansúrrað þyrnigerði.
Regninu linnir
þegar hugurinn hefur sópað burt fyrstu rykkornunum,
þegar duglítil sólin
byrjar að skríða gegnum ljósvakann,
og ylja verðandi ljóðum.
Þá spyr ég mig enn
um skáldveru mannanna
sem grípa sópinn þegar þeir heyra
regndropana smella á gluggunum.
Er þá regnið aðeins ályktun Hugans
sem þrýstir niður truflandi ljóðlínum,
eða er það tákn staðfasta sóparans
sem hangir á kústskaftinu
og lyftir örmum
eftir ljóðum sem verður að tjá?
Gólfsóp einhverra
verður alltaf fjársjóður annarra,
og dýrmæti einhvers
finnst aðeins sem leiðsluástand upplyftra arma.
GONÇALO NEVES
BALDUR RAGNARSSON ÞÝDDI
Gonçalo Neves er portúgalskt skáld (f. 1964) sem yrkir á
esperanto.
SKÁLDVERA
T
íminn er undarleg höfuðskepna.
Við upplifum eitt augnablik í senn
og það er freistandi að hugsa sér
að núið sé það eina sem er til í
raun og veru, það liðna hafi verið
en sé ekki lengur og það ókomna
sé ekki til en verði það seinna. En
það má líka hugsa sér að öll for-
tíðin og öll framtíðin séu til og vitund okkar
þokist áfram og lýsi upp augnablik í senn eins
og sýningarvél í kvikmyndahúsi lýsir upp einn
ramma í einu og varpar mynd hans á tjaldið
svo við getum séð hana. En þótt við sjáum að-
eins einn ramma á hverju augnabliki var öll
spólan til áður en sýningin hófst.
Hugmyndir um að framtíðin sé til með ein-
hverjum hætti þótt hún sé hulin sjónum okkar
eru gamlar. Í riti sínu Um ríki Guðs (V:9–10)
segir Ágústínus frá Hippó (354–430) að guð viti
um allt sem gerist áður en það verður. Hann
taldi að guð sæi bæði framtíð og fortíð í einni
sjónhending. Ef þetta er rétt hlýtur framtíðin
þá ekki að vera til? Varla getur guð séð það
sem ekki er. Það væru ofsjónir og hillingar.
Kenningar Ágústínusar um tímann og að
guð viti alla hluti fyrirfram tengjast erfiðum
ráðgátum um frelsi manna og ábyrgð á gerðum
sínum. Ef guð vissi áður en heimur var skap-
aður um allt sem gerast mundi var þá ekki fyr-
irfram ákvarðað að Adam biti í eplið og átti
hann þá annarra kosta völ? Rökræður Ágúst-
ínusar um þessa spurningu eru flóknari en svo
að þær verði raktar hér. Ég læt duga að nefna
að hann áleit bæði að framtíðinni yrði ekki
hnikað til neitt frekar en fortíðinni og að eng-
inn kæmist hjá því að syndga nema fyrir guðs
náð. Ekki féll þessi boðskapur öllum í geð.
Enski munkurinn Pelagíus, sem var samtíma-
maður Ágústínusar, andmælti honum og sagði
að guð gæti ekki verið svo ranglátur að gefa
mönnum fyrirmæli sem þeim er ómögulegt að
hlýða. Íslendingar þekkja kenningu Ágúst-
ínusar um þetta efni ef til vill helst af eftirfar-
andi erindum úr tólfta Passíusálmi Hallgríms
Péturssonar:
Ekki er í sjálfs vald sett,
sem nokkrir meina,
yfirbót, iðrun rétt
og trúin hreina.
Hendi þig hrösun bráð
sem helgan Pétur,
undir guðs áttu náð,
hvort iðrast getur.
Þetta er annars útúrdúr. Hér er ætlunin að
fjalla um framtíðina og hvort hún sé til en ekki
um deilur Ágústínusar og Pelagíusar um
erfðasynd og frelsi mannsins.
Sú kenning að guð viti allt fyrirfram neglir
fast hvert augnablik í framtíðinni. Hún er ekki
eina kenningin sem það gerir. Með vísindabylt-
ingunni á 17. öld tóku stærðfræðingar og eðl-
isfræðingar, með Galileó og Newton í broddi
fylkingar, að skoða náttúruna sem vél þar sem
hreyfingar og breytingar fylgja stærðfræði-
legum lögmálum. Þessi sýn á náttúruna gaf til-
efni til að álíta að framtíðin sé ákvörðuð af nú-
verandi ástandi heimsins og náttúrulögmálum
sem segja hvernig eitt leiðir af öðru. Þessi
skoðun er stundum kölluð nauðhyggja og hún
er líklega frægust af ritum franska stjörnu-
fræðingsins Laplace (1749–1827) en hann taldi
að ef öll náttúrulögmál væru þekkt sem og
upphaflegt ástand hverrar efnisagnar í heim-
inum þá væri mögulegt að reikna út og segja
fyrir um hvaðeina sem mun gerast.
Á nítjándu öld fannst mörgum þessi kenning
Laplace vera trúleg. Hún átti minna fylgi að
fagna á þeirri tuttugustu. Ástæða þess að hún
féll í ónáð er einkum tilkoma skammtafræð-
innar og túlkun danska eðlisfræðingsins Niels-
ar Bohr (1885–1962) á henni. Skammtafræðin
fjallar um atóm og öreindir. Lögmál hennar,
sem Niels Bohr, Max Planck, Werner Heisen-
berg, Erwin Schrödinger og fleiri eðlisfræð-
ingar uppgötvuðu á fyrstu áratugum tuttug-
ustu aldar, koma býsna vel heim við tilraunir
og mælingar en þau eiga það til að gefa tvær
eða fleiri útkomur þar sem engin leið er að vita
fyrirfram hver þeirra verður ofan á í veru-
leikanum. Niels Bohr túlkaði þessi lögmál svo
að heimur öreindanna sé brigðgengur og eðl-
isfræði tuttugustu aldar hafi hrakið nauð-
hyggju af því tagi sem Laplace hélt fram. Þessi
túlkun var í tísku mestalla síðustu öld. Ekki
voru þó allir eðlisfræðingar jafnhrifnir af
henni. Frægustu mótmælin komu frá öðrum
helsta upphafsmanni nútímaeðlisfræði, Albert
Einstein, sem kvað hafa ansað Bohr með því að
segja að guð kasti ekki teningum.
Það er ef til vill óþarfi að grípa til flókinnar
eðlisfræði til að færa rök gegn þeirri kenningu
Laplace að framtíðin ákvarðist af núverandi
ástandi heimsins og ófrávíkjanlegum lögmál-
um. Hugsum okkur bandspotta. Ef við togum
nógu fast í báða enda slitnar hann þar sem
bandið er veikast. En hvað ef margir staðir á
bandinu eru jafnlélegir? Það slitnar ekki á
mörgum stöðum samtímis heldur á einum stað
og ef sami kraftur verkar á allt bandið er engin
leið að segja fyrir um hvar það rofnar. Brigð-
gengi af því tagi sem Niels Bohr talaði um virð-
ist eiga við um fleira en öreindir enda ljóst að
afdrif öreinda geta ráðið úrslitum um örlög
stærri hluta. Ef mælitæki sem nemur hvort
einstök rafeind fer hjá er tengt við rofa sem
tendrar sprengiþráð þá veltur það á ferðum
einnar öreindar hvort sprengjan springur.
Albert Einstein (1879–1955) er þekktastur
fyrir afstæðiskenninguna sem byggir á þeim
forsendum að náttúrulögmálin kveði m.a. á um
hve hratt ljós berst í tómarúmi og þau séu óháð
hraða athuganda þannig að þótt jörðin þeytist
um geiminn á fljúgandi ferð og geimfar bruni í
aðra stefnu þá gildi samt sömu náttúrulögmál í
geimfarinu og á jörðinni. Til að koma því heim
og saman að ljós mælist á sama hraða hvort
sem athugandi ferðast á móti geislanum eða
með honum þurfti Einstein að halda því fram
að fjarlægðir og tímabil séu afstæð við hreyf-
ingu athuganda. Þetta var djörf hugmynd og
þótti ótrúleg þegar hún var sett fram árið 1905
en hefur síðan staðist ótal próf og tilraunir.
Ein afleiðing afstæðiskenningarinnar er að
hvort atburðir eru samtímis eða ekki sé af-
stætt við hreyfingu. Ef hestur hneggjar á Hóli
og hani galar á Ási þá getur verið að frá sjón-
arhóli geimfara sem þýtur hjá jörðinni gerist
þessir atburðir samtímis en frá sjónarhóli ann-
ars geimfara sem þýtur hjá í aðra stefnu á öðr-
um hraða gali haninn áður en hesturinn
hneggjar. Hugsum okkur að geimfararnir
mætist og séu nokkurn veginn á sama stað
þegar báðir sjá hanann gala. Fyrir öðrum
þeirra er hnegg hestsins í framtíðinni en fyrir
hinum er það í nútíðinni. Ef sá sem nemur
hneggið á eftir galinu heldur að framtíðin sé
ekki raunveruleiki þarf hann að kyngja því að
það sem er til í heimi hins geimfarans sé ekki
til í sínum heimi. Þetta er of stór biti. Af kenn-
ingu Einsteins er því eðlilegast að álykta að
framtíðin sé til þótt hún sé hulin sjónum okkar,
enda hafði Einstein svipaða hugmynd um tím-
ann og Ágústínus og gat því ekki sætt sig við
hugmyndir Bohr um brigðgengi og opna fram-
tíð.
Túlkun Bohr er ekki eina leiðin til að fá botn
í skammtafræðina. Árið 1957 skrifaði Hugh
Everett (1930–1982) doktorsritgerð í eðlis-
fræði við Princeton-háskóla. Í ritgerðinni
sýndi hann fram á að hægt sé að túlka lögmál
um hegðun öreinda svo að ekki gerist bara eitt
af því sem þau leyfa heldur allt, svo í hvert sinn
sem lögmálin kveða á um að tvennt geti gerst
klofni heimurinn í tvo heima, einn fyrir hvorn
möguleika. Ef við höldum áfram með dæmið af
bandinu sem getur slitnað á mörgum stöðum
þá segir túlkun Everetts að það slitni á þeim
öllum. Ef þú gast hætt að lesa þessa grein áður
en þú varst hálfnaður með hana er samkvæmt
þessu til heimur þar sem þú ert fyrir nokkru
hættur þessum lestri og sama má segja um all-
ar dáðir sem þú gast drýgt og alla glæpi sem
þú gast framið. Sú grein af tilveru þinni sem
situr og les þessar línur er aðeins ein af ótal-
mörgum.
Kenning Everetts á vaxandi fylgi að fagna
meðal eðlisfræðinga. Hún er vissulega ótrúleg
við fyrstu sýn og líklega þurfa fleiri en ég dálít-
inn tíma til að venjast henni. En þótt það virð-
ist skrýtið að hugsa sér að allir mögulegir
heimar séu raunverulegir er þetta ef til vill ein-
faldasta túlkunin á lögmálum skammtafræð-
innar. Auk þess kemur hún ágætlega heim við
afstæðiskenninguna og hugmyndir um að
framtíð og fortíð séu veruleiki. Þessi veruleiki
er þá margfaldur því samkvæmt Everett er
ekki aðeins til ein framtíð heldur allar mögu-
legar framtíðir.
Ef við hugsum okkur að lífið sé lotterí þá er
heimur Ágústínusar, Laplace og Einsteins eins
og skafmiðahappdrætti þar sem miðum er út-
deilt strax í upphafi en mönnum bannað að
skafa og kíkja á úrslitin fyrr en kemur að því að
úthluta vinningunum. Í slíku happdrætti ræðst
strax í byrjun hverjir vinna og hverjir tapa. Ef
heimurinn er eitthvað líkari því sem Pelagíus
eða Bohr hugsuðu sér þá er dregið í happ-
drættinu rétt áður en vinningar eru afhentir og
fram að því óráðið hver vinnur og hver tapar.
Ef vinningshlutfall er það sama eru báðar
þessar gerðir happdrætta jafnhagstæðar svo
ef vit er í líkingunni má okkur ef til vill standa á
sama hvort framtíðin er til. En hvað ef allar
mögulegar framtíðir eru til? Vinna þá ekki all-
ir? Jú. En á móti kemur að þá tapa líka allir.
AF E IL ÍFÐARMÁLUM
ÞÓ AÐ FRAMTÍÐ SÉ FALIN
E F T I R AT L A H A R Ð A R S O N
Er framtíðin til? Eru allir mögulegir heimar
raunverulegir? Í þessari grein er fjallað um hina
undarlegu höfuðskepnu, tímann.
Morgunblaðið/RAX
Er náttúran vél þar sem hreyfingar og breytingar fylgja stærðfræðilegum lögmálum? Ef svo er þá
má líta svo á að framtíðin sé ákvörðuð af núverandi ástandi heimsins og náttúrulögmálum sem
segja hvernig eitt leiðir af öðru.
http://this.is/atli
Höfundur er heimspekingur.