Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.2004, Qupperneq 1
hað f
Komdu þér úr bænum Þetta
var síðasti kvöldverður síðasta kvölds síðasta dags
sögunnar. Síðasta skiptið sem ég var á Íslandi
með ævarandi vinum mínum á litlu
veitingahúsi á Seyðisfirði. Þessu
veitingahúsi var lokað síðast. Mér
var vísað síðast til borðs, og ég
fékk síðasta forréttarbitann áður
en ég drakk það sem var ekki síðasti
sopinn af víni. Borðið var úr tré; svo
mikið er víst. Ég greip um það berum
drukkið hvern drykkinn á fætur öðrum.
Vestanmegin við borðið, okkar megin, sátum
við, lítill hópur vina, sumir nýir, aðrir gamlir, og
hafði verið safnað saman á þessum tímapunkti. Eins og
njósnarar eða hryðjuverkamenn sátum við þarna á grund-
velli „gagnasöfnunar“. En hvers vegna vorum við eiginlega
þarna? Hvað áttum við að gera? Þeim spurningum munu aðrir
svara seinna; ég hafði bara áhuga á augnablikinu.
Í gegnum gluggana horfði ég á ljósið dvína og sveipa fjörðinn
hulu myrkurs. Ég fór að hugsa um listamanninn Dieter Roth,
sem nú var látinn, og áhrif hans á umhverfi mitt. Lífrænn stíll
hans virtist leiða starfsmenn veitingahússins eins og einhvers kon-
ar draugaskip á hafi úti.
Barnshafandi konur eru heillandi, og við hliðina á mér á trébekkn-
um sat blómstrandi kona, rúmlega þrítug. Mér virtist hún einhvern-
veginn nátengd jörðinni en jafnframt fullkomlega leyndardómsfull.
Hún var komin nálægt fæðingu. Á meðan samræðurnar liðuðust inn í
kvöldið, gat ég ekki staðist mátið og virti fyrir mér viðkvæman, fram-
stæðan kvið hennar. Hún hló yfirlætislaust og virtist ómeðvituð um
hversu undarleg mér virtist ólétta hennar.
Loks spurði ég hana, „viltu gjöra svo vel og standa upp?“ „Já,“ svaraði
hún.
Hún brosti og hallaði sér að veggnum. Ég dró fram breitt, svart merki-
túss, ég fylgdi kvenlegum línum hennar á hvítan vegg veitingahússins. Ég
fylgdi útlínum sex mánaða vaxtar maga hennar, brjósta, rassins, og hlæj-
andi andlitsins. Hönd mín skalf taugaóstyrk er hún færði sig frá veggnum.
Með sínum enska hreim bað hún mig: „Viltu stækka brjóstin á mér aðeins.“
Hún hló þegar við virtum bæði fyrir okkur það sem nú leit út eins og útlínur
lítils tómats, sem ég var beðinn að breyta lítillega til að ljá meiri kvenlegan
yndisþokka.
Krakki í rifnum, skítugum gallabuxum og með skollitað hár hallaði sér fram
á borðið og sagði mér frá varðeldi neðar í götunni, í bakgarðinum hjá ein-
hverjum. Vinur minn og ég yfirgáfum hina; það þarf ekki mikið til að vekja
löngun til hreyfingar. Um leið og maður hreyfir sig aðeins, vekur tilhugsunin
um nýja reynslu upp eirðarleysi. Niður dimma götu, upp brakandi trétröppur
og í gegnum hátt, vott grasið að áfangastað á Íslandi sem maður hefur aldrei
komið á áður. Himinninn er flauelssvartur og eina skíman kemur frá ofsafengn-
um eldinum sem sendir neista sína á flug og lýsir upp dáleidd andlit þeirra sem
umkringja hann. Ég er útlendingur hér og mun verða það, en er ég sá eini? Á
meðan krús með rauðvíni gengur frá manni til manns, skiptist fólk á sögum. Ég
átta mig á því að ég er ekki aðeins í hópi heimamanna heldur með krökkum frá
Berlín, fiskimanni frá Boston og áströlskum flakkara.
Við bálið er hífandi líf; hljóð raftónlistar smella og skella rofin af slitróttum
samræðum. Þess í stað langar mig til að heyra hljóðið í köldum sjónum fyrir
neðan og í mjúkum, svölum blænum. Rétt eins og við værum á brennandi eyju
eða á fleka á hafi úti, erum við, andlitin í kringum eldinn, tengd um stund.
Hún situr vinstra megin við mig á brotnum trékassa; hún er með mjúkt hár,
greindarleg augu og býr yfir hljóðlátri forvitni. Hún tilheyrir nýrri kynslóð,
þessari sem maður veit ekkert um. Hún gæti verið tvítug eða tuttugu og
þriggja, það skiptir ekki máli. Þegar hún leggur eitthvað til málanna, sem er
ekki alltaf, skýtur hún inn skörpum spurningum eða beitir stríðnislegum
húmor. Ég horfi á andlit hennar flökta við líflegan eldinn og án þess að setja
það í orð virðist hún segja, „ég veit meira en þú heldur, en ég ætla líka að
læra meira en þú heldur að ég vilji – ekki vanmeta mig“. Sumarið er á enda;
grasið er hátt. Það hefur verið að teygja sig í áttina að sólinni alla þessa
árstíð, en nú er það farið að falla um sjálft sig.
Hátt hljóð truflar taktfast snarkið í bálinu. Lögreglubíl hefur verið
lagt í götunni fyrir framan húsið og okkur er tilkynnt að eldurinn
teygi sig of hátt. Við gætum fyrir slysni brennt húsið til kaldra kola.
Það væri í lagi mín vegna, hvers vegna ekki? Sumarið er næstum á
enda.
Hún stendur upp, horfir á mig og stjakar við trékassanum
sínum á eldinn. Við göngum ein í áttina að höfninni, að kofum
með neglt fyrir gluggana og dimmum sjónum.
Hraði sjúkrabíls spannar ákveðið bil, aðeins tíminn
verður ekki að eilífu til. Of auðvelt er að drekkja sér í for-
tíðarhyl.
Komdu þér úr bænum Þetta var síðasti kvöld-
verður síðasta kvölds síðasta dags sögunnar. Síðasta
skiptið sem ég var á Íslandi með ævarandi vinum
mínum á litlu veitingahúsi á Seyðisfirði. Þessu
veitingahúsi var lokað síðast. Mér var vísað síð-
ast til borðs, og ég fékk síðasta forréttarbit-
ann áður en ég drakk það sem var ekki síð-
asti sopinn af víni. Borðið var úr tré; svo
mikið er víst. Ég greip um það berum
höndum eftir að hafa drukkið hvern
drykkinn á fætur öðrum. Vestan-
megin við borðið, okkar megin,
sátum við, lítill hópur vina,
sumir nýir, aðrir gamlir, og
hafði verið safnað saman á
þessum tímapunkti. Eins
og njósnarar eða hryðju-
verkamenn sátum við
þarna á grundvelli
„gagnasöfnunar“.
En hvers vegna
vorum við eigin-
lega hérna? Hvað
áttum við að
gera? Þeim
spurningum
munu aðrir
svara seinna;
ég hafði bara
áhuga á
augnablikinu.
Í gegnum
gluggana horfði
ég á ljósið dvína
og sveipa fjörðinn
hulu myrkurs. Ég fór
að hugsa um listamann-
inn
Dieter
Roth, sem
nú var látinn,
og áhrif hans á
umhverfi mitt. Lífrænn stíll
hans virtist leiða starfsmenn veit-
ingahússins eins og einhvers konar
draugaskip á hafi úti.
Barnshafandi konur eru heillandi,
og við hliðina á mér á trébekknum
sat blómstrandi kona, rúmlega þrí-
tug. Mér virtist hún einhvernveg-
inn nátengd jörðinni en jafn-
framt fullkomlega leyndar-
dómsfull. Hún var komin
nálægt fæðingu. Á meðan sam-
ræðurnar liðuðust inn í kvöld-
ið, gat ég ekki staðist mátið og
virti fyrir mér viðkvæman,
framstæðan kvið hennar. Hún
hló yfir-
lætis-
laust og
virtist
ómeðvit-
uð um
hversu
undarleg
mér virtist
ólétta henn-
ar.
Loks spurði
ég hana, „viltu
gjöra svo vel og
standa upp?“ „Já,“
sagði hún.
Hún brosti og hallaði
sér að veggnum. Ég dró
fram breitt, svart merki-
túss, ég fylgdi kvenlegum
línum hennar á hvítan vegg
veitingahússins. Ég fylgdi
útlínum sex mánaða vaxtar
maga hennar, brjósta, rass-
ins, og hlæjandi andlitsins.
Hönd mín skalf tauga-
óstyrk er hún færði sig
f
r
á
v
e
g
g
n
u
m
e
ð
a
hö n d um
eft ir a a