Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.2004, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.2004, Page 2
Landamæri listarinnar Endurreisn Eiða sem menningar- og listaseturs í tengslum við alþjóðlega strauma og listamenn hefur verið í uppsigl- ingu í nokkur ár. Hægt og sígandi er sú hugmynd að verða að veruleika eftir því sem áætlanir um starfsemi á Eiðum taka á sig skýrari mynd. Alþjóðlegt menningar- og listasetur er tímabært. Stundin er kom- in ef miðað er við gróskuna í íslenskum list- um um þessar mundir. Á liðnu ári áttu sér stað miklar umræður um landamæri og þjóðerni listar á Íslandi. Óþarfi er að fjölyrða um þær umræður. Þrátt fyrir ólík sjónarmið virðast allir sam- mála um eitt: Íslensk list og ekki síst ís- lensk myndlist þarf meiri stuðning og styrk ef hún á að geta vaxið í samræmi við aðrar listgreinar í landinu og sambæri- legar listgreinar í öðrum löndum. Ef hún á að geta verið samkeppnishæf. Ef hún á að geta notið sín sem skyldi í samfélagi þjóð- anna og staðið á eigin forsendum. Verið list sem er í senn aðgengileg og áhugaverð fyr- ir listunnendur og listneytendur um víða veröld. Nú frekar en nokkru sinni fyrr er ís- lensk list á krossgötum. Í fyrsta sinn eru landvinningar íslenskra listamanna ekki einskorðaðir eða takmarkaðir við einangr- aða atburði eða strandhögg einstakra lista- manna. Íslensk tónlist, íslenskar bókmenntir, ís- lensk leiklist, íslenskar kvikmyndir og jafnvel listdans hafa komist varanlega á kortið í heimi alþjóðalista. Undanfarin tvö, þrjú ár í stærra samhengi en við höfum áð- ur upplifað. Orsakir og ástæður þessarar þróunar eru margvíslegar og margþættar og ekki hægt að gera þeim skil hér. Enda skiptir það ekki máli. Það sem skiptir máli er hvernig við hlúum að vaxtarsprotum ís- lenskrar listsköpunar og landvinningum svo að varanlegur ávinningur hljótist fyrir land og þjóð. Og ekki síst að hægt verði að bæta kjör og aðstæður íslenskra lista- manna svo þeir geti einbeitt sér að list- sköpun en séu ekki tilneyddir að vinna margvísleg aukastörf einungis til að hafa í sig og á. Að vísu held ég að segja megi að hagur íslenskra listamanna hafi skánað á undan- förnum árum um leið og gæði íslenskrar myndlistar hafa aukist. En engu að síður er úr litlu að moða og myndlistarmarkað- urinn alltof lítill til að styðja og styrkja þá listamenn sem vilja og geta listrænt séð haslað sér völl. Til þess er þjóðin einfald- lega of smá og það sem verra er þá er lítil hefð fyrir listsöfnun eða styrkjum einstak- linga og fyrirtækja til listar og listamanna. Í raun má segja að áratugalöng forsjár- hyggja í listageiranum hafi firrt ein- staklinga og fyrirtæki skilningi á að öflug listmenning þrífst því aðeins í nú- tímasamfélagi að almenningur og fyrirtæki styðji listsköpun með kaupum listaverka og fyrirtæki með beinum og óbeinum framlögum til listastofnana og listamanna, auk styrkja og framlaga opin- berra aðila. Þetta eru ekki sérstakar aðstæður. Breska blaðið „Financial Times“ birti fyrir skömmu grein um hversu erfitt er að fá efnamenn og stöndug fyrirtæki til að styðja menningu og listir. Einkaframtakið hefur einfaldlega ekki ennþá gert sér grein fyrir mikilvægi þess að styðja slíka starf- semi. Stuðningur af því tagi er jákvæður á marga vegu, hefur jafnvel gildi í beinhörð- um peningum fyrir þann eða þá sem að stuðningi standa. Í þessu litla landi er ennþá ríkari þörf fyrir stuðning þessara aðila þar sem smæð samfélagsins gerir það að verkum að fram- lög hins opinbera eru fátækleg í saman- burði við aðrar þjóðir, einkum nágranna- þjóðir okkar. Við stöndum líka á krossgötum í þeim efnum. Sýning Rómeó og Júlíu með Young Vic í London hefði vart verið framkvæm- anleg án styrkja Phar leiða við íslenska tónl og Icelandic Airwav Hljóta aðrir að fylgja Höf og lönd skilja e inga og listneytendur Markaðurinn stæk og kröfurnar um leið sér heim. Þannig njó sem erlendis gerist en apa beint eftir því sem gerast en getum vona til dæmis gert í tónlis sköpun ferskan blæ. Þannig er hægt tengsl við hinn alþjóð ingar hafa skyndilega en náttúrufegurð og n Í þessu samhengi um alþjóðlegt listaset varanleg samskipti in listamann verða ræ varanlegum tjáskiptu Brids á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.