Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.2004, Qupperneq 7
raun réttri eru, grundvallaðar
á gildum síns tíma. Af því við
höfum áttað okkur á að marg-
ræðni þeirra tengsla sem eru á
milli menningar og náttúru líð-
ur mjög fyrir það ef þessir
þættir eru skilgreindir sem
andstæður erum við nú á þessu
sviði, rétt eins og í vísindunum,
að meta og rökræða um ný
sjónarhorn varðandi eðli nátt-
úru og menningar.
Vægi þess stóra hluta
óbyggðanna sem er auðn hefur
á síðustu tuttugu árum verið
endurmetið af ýmsum rann-
sóknarhópum. Og nú er rétti-
lega farið að endurskilgreina
þessi svæði með það í huga að
þau séu jafn verðmæt og hver
önnur svæði sem ekki hafa ver-
ið hagnýtt. Hvort sem um er að
ræða eyðimerkur eða freðmýr-
ar, heimskautahálendi eða jök-
ulhettur, eldvirkar hásléttur
eða votlendi – allir þessir stað-
ir hafa verið slitnir úr sam-
hengi við ríkjandi stjórnarfar
er byggist á framleiðsluhyggju
og þeim gæðastuðlum er tengj-
ast þess háttar stjórnarfari á
hverjum tíma fyrir sig. Nú til
dags er sem þessi svæði hafi í
auknum mæli orðið hluti af því
sem álitið er einstakur þáttur í
flóknu kerfi sem við – í stað
þess að líta á það sem and-
stæða póla náttúru og menn-
ingar – teljum hverfast um
samtvinnun hugmynda um
tíma og umbreytingar, og tog-
streitunnar á milli náttúru og
menningar.
Þrátt yfir það er hugmynd
almennings um auðnina enn á
þann veg að auðnin fær í huga
fólks töluvert minna vægi sem
verðmæti ef hún er vegin á
móti skammtímagróða. Sem
nýlegt dæmi um þetta má
nefna almennt samþykki ís-
lensku þjóðarinnar frammi
fyrir því að bandaríska álfyr-
irtækið Alcoa ákvað að byggja
nýja vatnsvirkjun sína og stíflu
í ósnortnum öræfum Íslands.
Jafnvel þótt umhverfisáhrifin
væru augljós var almennings-
álitið á þá leið að þar sem eng-
inn færi þarna um eða gerði
neitt á þessu tiltekna svæði
væri það einskis virði. Ef virkj-
unin hefði verið reist í frum-
skógum Kongó hefði menn á
Íslandi ef til vill greint meira á
og þeir sýnt framsýni, þar sem
tré eru samkvæmt skilgrein-
ingum Íslendinga – eða ætti ég
að segja samkvæmt menning-
arlegum forsendum – meira
virði sem náttúra en eldvirk
háslétta jökulruðninga.
Nú til dags breytist skilning-
ur okkar á náttúrunni eftir því
í hvaða samhengi hún er sett.
Einstaklingsbundin hugmynd
hvers og eins um náttúruna er
stöðugum breytingum undir-
orpin og metin rétt eins og
hver önnur stöðluð goðsögn.
Persónulega trúi ég því ekki að
„náttúra“ – sem djúpstæður
sannleikur eða „náttúrulegt“
ástand hlutanna – sé til. En að
því sögðu finn ég samt sem áð-
ur fyrir ótrúlegum möguleik-
um í margbrotnum hugmynd-
um um náttúruna. Hvað mig
sjálfan varðar myndi ég
segja að ég notaði tvær
leiðir til að virkja og
ögra mínum eigin
hugmyndum um nátt-
úruna. Annars vegar er um að
ræða leið sem er eins konar til-
raunastofuvinna; þar gæti t.d.
verið um að ræða vinnu við inn-
setningu á vinnustofunni
minni, þar sem ég velti því m.a.
fyrir mér hvaða þýðingu hug-
myndir um „náttúruna“ gætu í
raun og veru haft fyrir mitt
eigið umhverfi og þar af leið-
andi tilraunina sem ég er upp-
tekinn af í það skiptið. Hins
vegar er um að ræða svið sem
byggist meira á reynslu, þar
sem ég tekst beinlínis á við
þann efnivið sem ég kann að
hafa prófað á tilraunastofunni,
með því t.d. að fara í leiðangur
eða í stutta gönguferð. Þar
myndi ég meta eða þróa þær
hugsanir sem ég hef verið að
vinna með á vinnustofunni,
með yfirfærslu á einhverjum
þeirra eiginleika sem felast í
ákveðnu ferli og erfitt er að
gera skil á tilraunstofunni.
Gjörðir tengdar rými, svo
sem í myndlist og arkitektúr,
hafa leitt í ljós að nauðsynlegt
er að meta þá margræðni sem
þarf að vera til staðar þegar
manni er ögrað með hugsan-
legum líkönum, gömlum eða
nýjum, af því hvernig við get-
um náð áttum á sviðum sem við
köllum náttúru og menningu.
Þegar við stöndum t.d. frammi
fyrir því að búa til garð eða úti-
vistarsvæði í borg fæ ég ekki
betur séð en það bjóði upp á
ótrúlega möguleika á að meta
suma þeirra þátta sem hér hef-
ur verið drepið á.
Fyrir tilstilli hugleiðinga
tengdum rými og skipulagi
hefur okkur að einhverju
marki skilist að mitt á milli
þeirra væntinga sem skipu-
lagsyfirvöld hafa um útivistar-
svæðið og þeirra væntinga sem
notendur bera með sér inn á
það þegar þeir sækja það heim
– markvisst eða fyrir tilviljun –
verða til málamiðlanir sem eru
svo flóknar að möguleikinn á
sameiginlegu rými með sam-
svarandi reynslu og skynjun
fyrir alla er ekki hugsanlegur.
Það eina sem við eigum öll
sameiginlegt er það að vera
öðruvísi. Þversögnin er því sú
að við getum ekki sagt neitt al-
menns eðlis um reynslu okkar
af rými, en samt höfum við
ekkert val þegar við hefjumst
handa við að búa til útivistar-
svæði. Jafnvel þótt við látum
svæðið eiga sig eins og það er
og köllum það „fólkvang“ er
það jafn formlegt val og að
skipuleggja skrautleg blóma-
beð og göngustíga. Til takast á
við og ef til vill yfirvinna þessa
þversögn hafa rýmistilraun-
ir innan myndlistar og
arkitektúrs verið rædd-
ar og framkvæmdar
og sú tjáning leiðir í
ljós að notkun
rýmis geti í
senn knúið
fram til-
finn-
ingu
fyr-
ir
Mig langar að búa til garð
Stór hluti þeirrar umræðu
sem kennd hefur verið við
póstmódernisma beinist að því
að afhjúpa valdfrek og fram-
andi einkenni hlutgervingar
sem fólgin er í yfirlitum af
ýmsu tagi, þar með töldum yf-
irlitsmyndum (sjónarhorn úr
lofti) og fjarvíddarmyndum
(sjónarhorn sem eru óbein eða
byggjast á þrívídd). Ef slík um-
ræða beinist að landslaginu
gefur hún til kynna að ekki
megi þrengja um of að um-
hyggju fyrir landslagi sem hlut
(hvort sem umhyggjan beinist
að formlegum eiginleikum
landslagsins eða að mælanleg-
um auðæfum þess). Ástæðan
er sú að þá sést mönnum yfir
hugmyndafræðileg, takmark-
andi og fagurfræðileg áhrif
þess að fjarlægja viðfangið frá
þeim flókna veruleika sem
þátttaka í heiminum er.
Víst er að við finnum fyrir
dropunum þegar það rignir og
jafnvíst að þótt við finnum öll
fyrir rigningunni er upplifun
engra tveggja sú sama. Það er
trú mín að með því að fást við
rými, svo sem almenningsgarð
– hvort sem það rignir eða ekki
– þá felist í þeim afskiptum
geta til að samhæfa á mjög sér-
stakan hátt þversagnir og
margræðni nútímalífshátta.
Það er í okkar höndum
hversu flókið lífið er. Af hverju
eru allar reglur og lögmál sem
við höfum fundið upp til að
skilja heiminn stöðug, þegar
heimurinn, eða hinn svokallaði
„raunveruleiki“, breytist í sí-
fellu? Það felst þversögn í því,
að við skulum, fyrir tilstilli 17.
aldar kenningar Newtons um
þyngdarlögmálið, geta sent
geimflaug af mikilli nákvæmni
til annars hnattar, en ekki út-
skýrt hvað gerist í vatnsglasi
þegar hrært er í því með skeið.
Rétt eins og í vísindum sem
lúta að þjóðfélaginu, stjórn-
málum og rými, svo sem menn-
ingartengdri landafræði, eru
vísindamenn á sviði eðlisfræði
og skyldra fræða sífellt að
verða uppteknari af rannsókn-
um og tilgátum um ný sjónar-
mið sem ná betur utan um flók-
inn veruleika heimsins á
sviðum þar sem hefðbundin
eðlisfræðileg lögmál duga ekki
til.
Á hnettinum sem við búum á
eru nú yfir þrjátíu og sjö staðir
sem eru skilgreindir sem
óbyggðir. (Skilgreiningin
kveður á um að 70% gróðurs
þurfi að vera ósnortin og að allt
svæðið spanni meira en 10.000
ferkílómetra.) Þessi þrjátíu og
sjö svæði þekja um 46% lands
á hnettinum en þó búa þar ein-
ungis um 2,4% þeirra manna
sem heiminn byggja. Allt í allt
eru þessar óbyggðir um 70
milljónir ferkílómetra að
stærð, sem er álíka stórt svæði
og Afríka auk Norður-Amer-
íku, en í þeim búa þó færri en í
Skandinavíu. Langstærstur
hluti óbyggðanna – eða 98,6% í
heild – eru ýmiskonar eyði-
merkur og freðmýrar þar sem
fjölbreytileiki plöntu- og dýra-
lífs er lítill vegna þess hve að-
stæður fyrir lífverur eru öfga-
kenndar. Það sem eftir er
óbyggðanna, um 1,4%, er að
mestu á fimm svæðum, sem
hvert um sig býr yfir að
minnsta kosti 1.500 einstökum
plöntum og mörgum dýrateg-
undum. Þessi fimm svæði eru
Mombo-Mopane-skóglendið í
Suður-Afríku, frumskógar
Kongó, regnskógar Nýju-Gín-
eu, eyðimerkur Kaliforníu,
Arizona og Mexíkó, og að lok-
um regnskógarnir á Amazon-
svæðinu með 30.000 einstökum
tegundum plantna og 122
dýrategundum.
Í rás sögunnar hafa þessar
óbyggðir verið aðaluppspretta
rökræðna af ýmsu tagi um
hvað við skilgreinum sem nátt-
úru. Og á tímum módernism-
ans urðu þessi ofangreindu
1,4% af óbyggðunum með sín-
um ótrúlega fjölbreytta gróðri,
dýralífi og ættbálkasamfélög-
um að hlutlægu tákni „alvöru
náttúru“ sem við – mannkynið
– gátum skilgreint okkur í and-
stöðu við, á þeim forsendum að
við værum tákngervingar „al-
vöru menningar“. Sjálfhverf
sýn okkar á umhverfið á liðinni
öld hefur ráðið ríkjum í skil-
greiningum á því hvað felst í
náttúru og menningu, og af-
leiðingarnar eru stigveldis-
skiptar hugmyndir um hvað er
dýrmætt, hvað er fallegt, hvað
er þess virði að vernda það og
svo framvegis. Skilgreining á
tengslum náttúru og menning-
ar, er byggist með þessum
hætti á andstæðum pólum,
leiddi til umhverfisvitundar er
hverfðist að mestu um þá þætti
hreyfingar þróunarkenningar-
innar er vöktu mesta athygli,
en framkölluðu að sama skapi
útópíska hugmynd um hvað,
fræðilega jafnt sem praktískt
séð, myndar náttúru og menn-
ingu.
Það var ekki fyrr en nýlega,
eftir að módernisminn leið
undir lok, að þessi 98,6% af
auðnum óbyggðanna urðu til
þess að hugmyndum okkar um
bæði menningu og náttúru var
ögrað. Hugmyndir fyrri tíma
voru fyrir misskilning álitnar
standa fyrir „sönn gildi“ í stað
þess að vera afhjúpaðar sem
þær hugarsmíðar sem þær í