Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.2004, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.2004, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. MAÍ 2004 3 Þýðinguna eða lífið? spyr Rúnar Helgi Vignisson í grein sem fjallar um framtíð íslenskrar tungu. Rúnar Helgi heldur því fram að framtíð hennar og menningar á íslensku sé að miklu leyti háð þýðingum. Santeria og sósíalismi á Kúbu nefnist grein eftir Ólaf Gíslason en hann varð óvænt vitni að helgiathöfn hjá Ocha-reglunni í Havana og fékk einnig að heyra um aðstæður almennings þar. Joyce Carol Oates hlýtur að vera með afkastamestu rithöf- undum sem um getur. Björn Þór Vilhjálms- son fjallar um nýjustu bækur hennar og fyrri bækur, auk ógnarlegra afkastanna. Olga Borodina kemur fram á tónleikum með Sin- fóníuhljómsveit Íslands á Listahátíð í Reykjavík 19. og 22. maí nk. Í einka- viðtali við Lesbók segir þessi rússneska messósópransöngkona, sem kölluð hefur verið „Ferrari óperunnar“, frá sjálfri sér. FORSÍÐUMYNDIN er úr bókinni Punktar eftir Kristján Guðmundsson (1972) en þar eru birtar ljósmyndir af þremur punktum úr ljóðasafni Halldórs Laxness, stækkuðum þúsundfalt. Sýning Kristjáns, Stökkbreyting í þögn, verður opnuð í Galleríi Skugga í dag. S tundum er lítill gaumur gef- inn að stórvirkjum, þó að drjúg athygli beinist að því sem minna er um vert. Árið 1994 kom út nærri 1.700 blaðsíðna bók, Biblíu- lykill svonefndur. Orðafjöld- inn er hér um bil tífaldur á við biblíuna sjálfa. Útgefendur voru Biblíu- lykilsnefnd og Hið íslenska Biblíufélag. Ég hef ekki orðið þess var að þessarar útgáfu Biblíulykils hafi verið getið á opinberum vettvangi, þó að það kunni að hafa farið fram hjá mér. Það var Baldur Pálsson kerfisfræðingur sem tók upp hjá sér að hefja tölvuvinnslu lykilsins á einkatölvu sína árið 1986 og vann að henni í fimm ár í samráði við nefnd sem um þetta starf var svo stofnuð. Hann var byrjaður á umbrotinu þegar hann hvarf til starfa erlendis 1991, en því var lokið á vegum Biblíulykilsnefndar undir forystu Baldurs Jónssonar. Greinargerð um vinnu- brögð má finna í ritgerð Baldurs Pálssonar, „Biblían frá A til Ö“, sem birtist 1990 í rit- inu Biblíuþýðingar í sögu og samtíð (Studia theologica islandica, 4.). Í Biblíulyklinum eru saman komin öll orð sem finnast í Biblíunni sem Hið íslenska Biblíufélag gaf út árið 1981. Sem dæmi má nefna orðið eta sem hjá Íslendingum hefur framburðinn jeta. Tekið er fram að um það séu 677 dæmi og hverju þeirra eru gerð skil í einni línu, þar sem tiltekið er hvar orðið kemur fyrir og prentuð næstu orð til að gefa hugmynd um efnið sem fjallað er um, til dæmis í fimmtu Mósebók, 16. kapítula, þriðja versi: 5M 16: 3 Þú mátt ekki eta sýrt brauð með því; í sjö daga skalt þú Til samanburðar má nefna að orðið borða kemur aðeins tvisvar sinnum fyrir, en í bæði skiptin sýnist það fyrst og fremst merkja þá athöfn að sitja til borðs: 2Kon 25: 29 fór úr bandingjafötum sínum og borðaði stöðuglega með Þetta sýnir hvað málnotkun landsmanna hefur að sumu leyti breyst rækilega frá því að sú biblíuþýðing var gerð sem þessi út- gáfa byggist á, og hvernig sjálfskipaðir sér- fræðingar lýsa eldgömul orð í bann en inn- leiða önnur í staðinn. Aðaltilgangurinn með lyklinum er að auðvelda mönnum að finna ákveðna staði í þeim texta sem þeir eru að fást við, en aðrir nota bókina við rannsóknir á stíl, máli og bókmenntum. Til þæginda er raðað saman öllum beygingarmyndum hvers flettiorðs, til dæmis bjóða, bauð, buðum, boðið, býður, byði, osfrv. Í innganginum að flettiorðinu er sagt hvað orðið kemur oft fyrir og vísað til samsetninga sem koma fyrir á sínum stað í lyklinum, svo sem fyrirbjóða, mis- bjóða, ofbjóða, samboðinn. Á þennan hátt eru gerð skil öllum nafn- orðum og lýsingarorðum sem fyrir koma í biblíutextanum, flestum sagnorðum og hluta atviksorða. En vegna fyrirferðar eru mörg algeng orð og smáorð aðeins talin upp í sérstakri skrá, og fylgir hverju þeirra tala sem segir til um hversu oft það kemur fyrir í Biblíunni. Tökum hér eitt dæmi um nafnorð í aðal- lyklinum. Í alkunnum sálmi stendur: Þín miskunn, ó Guð, er sem himinninn há og hjarta þíns trúfestin blíða. Ef okkur grunar að þessi sálmur Inge- manns í þýðingu Helga Hálfdanarsonar sé ortur upp úr tilvitnun í Biblíunni, finnum við fljótlega að þessi tilgáta er rétt því að bæði undir orðinu miskunn og trúfesti í Biblíulyklinum stendur að í Sálmunum, 36. kapítula, 6. versi, séu þessi orð: Sl 36: 6 til himna nær miskunn þín, til skýjanna trúfesti þín Ekki veit ég hversu margir prestar vita um tilvist þessa Biblíulykils, en mig grunar að hann geti orðið þeim og mörgum öðrum að liði í hugrenningum þeirra. Grallarinn, sálmabók Guðbrands biskups Þorlákssonar, sem kom út 1594 var mynd- arlegt verk því að þar voru nótur við hvert lag. Í tvær aldir varð þetta messusöngsbók íslensku kirkjunnar, en áður hafði Hólabók verið gefin út . Eftir það voru engar laglín- ur í sálmabókunum í önnur tvö hundruð ár, en sérstakar kóralbækur með raddsettum lögum fyrir organista komu þó fram á 19. öld og hafa verið í notkun síðan, en varla verið tiltækar kórum og söfnuðum. Með aukinni tónfræðikennslu, sem þó mætti vera miklu meiri, er tímabært að allir not- endur sálmabókanna hafi aðgang að laglín- unum, ekki síður en á tímum Guðbrands. Reyndar væri ástæða til að fela söfnuð- unum sjálfum meiri hlut í söngnum. Allir ættu þá að standa upp þegar sungið væri, og vel mætti dreifa útvöldum kórfélögum innan um söfnuðinn, Ef menn vilja auka kirkjusókn væri þetta tilvalið ráð, því að ekkert eykur áhuga og yndi samkomugesta meira en almenn þátttaka þeirra sjálfra. Með sálmabók Skálholtsútgáfu í umboði kirkjuráðs árið 1997 urðu merkileg þátta- skil. Þar er prentuð laglína hvers einasta sálms. Athyglisverðast er hvað gömlum sálmum, einkanlega Hallgríms Pétursson- ar, er sýnd mikil virðing í nótnasetning- unni. Fagurt dæmi um þetta er lagið Son Guðs ertu með sanni. Þar skiptast á takt- arnir 2⁄4 og 3⁄4, svo að yndisleg hrynjandi og stuðlasetning fær að njóta sín, ólíkt því sem verið hefur í kóralbókum, til dæmis Sigfús- ar Einarssonar og Páls Ísólfssonar. En um leið er skylt að geta þess að einmitt þeir rit- uðu í formála bókar sinnar um nauðsyn þess að færa sálmalögin til upprunalegs horfs, svo að þau geti „hljómað á ný með fornri prýði“. Mér hefði þó fundist mega ganga lengra í samræmingu ljóðs og lags í nýju sálmabók- inni. Til dæmis eru forliðir í sumum ljóð- línum útfararsálmsins Allt eins og blómstr- ið eina settir í áherslustöðu svo að óþægilegt er á að hlýða: slyngum þeim sláttumanni er slær allt hvað fyrir er. Hér ætti forliðurinn er að tilheyra áherslulítilli nótu sem felld væri inn í lok fyrri ljóðlínunnar án þess að lengja taktinn svo teljandi sé. Dæmi um þessa nótnasetn- ingu er í lagi Páls Ísólfssonar við þriðja er- indi í kvæði Davíðs Stefánssonar, Ég beið þín lengi, lengi (Ljóð og lög). Það sama á við um ýmsa aðra staði í þessum mikil- fenglega jarðarfararsálmi, til dæmis í ann- arri, þriðju og sjöundu línu í síðasta erind- inu, Ég lifi í Jesú nafni. Hallgrímur Pétursson á það skilið að næmri tilfinningu hans fyrir hrynjandi og stuðlasetningu sé sýndur sómi. Annars mun upprunalega lag- ið við þennan sálm vera annars staðar í bókinni undir lagboðanum Krossferli að fylgja þínum, innilegt lag frá Antwerpen 1540. Róbert Abraham Ottósson kom því á framfæri í vönduðu nótnahefti. BIBLÍULYKILL OG SÁLMABÓK RABB P Á L L B E R G Þ Ó R S S O N JÓHANN SIGURJÓNSSON SONNETTA Vorið er liðið, ilmur ungra daga orðinn að þungum, sterkum sumarhita, æskan er horfin, engir draumar lita ókunna tímans gráa sinuhaga. Við erum fæddir úti á eyðiskaga, eilífðarsjórinn hefur dimma vita, fánýtar skeljar fyrir blóð og svita fengum við keyptar, það er mannsins saga. Þó hef ég aldrei elskað daginn heitar – eilífðar nafnið stafar barnsins tunga – fátæka líf! að þínum knjám ég krýp, áþekkur skuggablómi, er ljóssins leitar, – leggurinn veldur naumast eigin þunga – fórnandi höndum þína geisla eg gríp. Jóhann Sigurjónsson (1880–1919) var íslenskur rithöfundur en bjó lengst af í Danmörku. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 1 8 . T Ö L U B L A Ð - 7 9 . Á R G A N G U R | U M S J Ó N Þ R Ö S T U R H E L G A S O N EFNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.