Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.2004, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.2004, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. MAÍ 2004 T alið er að af þeim 6.800 tungu- málum sem þekkt eru í heim- inum sé nú um helmingurinn í útrýmingarhættu og þar af rúm- lega 400 svo gott sem glötuð, þ.á m. nokkur úr okkar heimshluta. Mörg þessara svo til glötuðu mála eru nú einungis töluð af fá- einum hræðum sem munu að líkindum taka þau með sér í gröfina. Óendanleikinn virðist því þrengjast jafnt og þétt á þessu sviði. Á vef heimstungumálaskrárinnar Ethnologue er íslenska skráð sem lifandi tungumál; sam- kvæmt viðmiðum stofnunarinnar er hún ekki í útrýmingarhættu. En þó að við höfum gert margt rétt í viðleitni okkar til þess að halda málinu lifandi er ekki sjálfgefið að það dafni um alla framtíð enda breytast aðstæður hratt og hafa trúlega aldrei breyst jafnhratt og síð- astliðinn áratug. Meðal þess sem ritstjórum heimstungu- málaskrárinnar þykir skipta miklu máli til þess að tryggja viðgang tungumáls er að Biblían sé tiltæk á málinu og er þess getið í grunnfærslu með hverju tungumáli hve lengi hún hafi verið aðgengileg á því. Um aðrar bókmenntir er ekki getið. Það þarf ekki að taka það fram að Biblían er þýdd, ekki bara hér heldur svo gott sem alls staðar þar sem hún er á annað borð lesin. Við Íslendingar vorum tiltölulega fljótir að snara Biblíunni, Guðbrandur biskup gerði það fyrir okkur ásamt fleirum og gaf út árið 1584 en þá höfðu hlutar Gamla testamentisins þegar verið til í íslenskri þýðingu í 250 ár að því er fram kem- ur í öðru bindi Íslenskrar bókmenntasögu. Siðfræði Biblíunnar hefur eins og allir vita verið allsráðandi á okkar málsvæði sem í öðr- um kristnum samfélögum, ja þangað til sið- fræði græðginnar var innleidd sem er reynd- ar þýdd líka, kannski úr annarri Biblíu. Stjórnarskráin okkar er að miklu leyti þýdd úr dönsku, mörg laganna líka og undanfarin ár hafa lög og reglugerðir Evrópusambands- ins verið þýdd og innleidd hérlendis. Grunn- urinn að samfélagsgerð okkar, bæði í geist- legum og veraldlegum skilningi, er því að miklu leyti byggður á þýddum textum, eða tekur mið af þeim. Að gera þjóðinni skiljanlegt Með veigamiklum rökum og kannski gam- algrónum má halda því fram að það sem geri okkur að þjóð, ekki síst menningarþjóð, sé að við þýðum enda eru orðin þjóð og þýða sam- stofna. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ás- geirs Blöndals Magnússonar merkir forveri sagnarinnar að þýða að „gera þjóðinni skilj- anlegt“. Þarna er reyndar gert ráð fyrir því að samasemmerki sé á milli tungumáls og þjóðar, sem þykir ekki sjálfgefið lengur, en sú hugsun virðist búa að baki að ef ekki sé þýtt skilji þjóðin ekki og að til að skilja sem best sé vænlegast að nota móðurmál sitt. Gauti Kristmannsson þýðingafræðingur hefur bent á að við þýðum „til þess að geta orðið að þjóð, þjóð eins og hinar þjóðirnar“. Ef við þýddum ekki hlytum við samkvæmt því að tala sama mál og talað væri í einhverju öðru landi. Ein frumforsenda þess að menningarlíf þrífist á tiltekinni tungu, ekki síst tungu smá- þjóðar, er þar af leiðandi að hún þýði. Með sömu rökum má halda því fram að til að njóta sem best þurfum við að lesa á móðurmálinu, þannig verði skilningurinn eins fyrirstöðulítill og hann getur orðið því móðurmálið er jú samgróið okkur. Flestir kunna því best að lesa á móðurmáli sínu og þess vegna hvetur nautnin til þýðingastarfsemi. Og þaðan má tengja yfir í víðara samhengi: rithöfundar skapa þjóðarbókmenntir en þýðendur heims- bókmenntir, eins og portúgalski rithöfund- urinn José Saramago hefur bent á. Þýðendur eru þannig nokkurs konar gervitungl sem flytja gögn á milli heimshluta. En þjóðarbók- menntir sem ekki tækju mið af heimsbók- menntum, sérstaklega hjá jafnlítilli þjóð og okkar, yrðu þó andhælislegar, heimóttarleg- ar, jafnvel úrkynjaðar, eins og dýr sem æxl- uðu sig lengi innbyrðis. Reyndar má líta svo á að þýðingar séu þjóðarbókmenntir líka, því um leið og þær koma út eru þær orðnar þátt- takendur í bókmenntalífi þjóðarinnar og smita út frá sér á alla enda og kanta. Hvor- ugt getur þar af leiðandi án hins verið. Því má svo bæta við að hér á landi eru rithöf- undar iðulega þýðendur og þýðendur rithöf- undar þannig að heimsbókmenntir og þjóð- arbókmenntir eru rækilega samofnar í okkar tilfelli. Þegar betur er að gáð sjáum við líka að það eru ekki bara grundvallarviðmið menningar- innar, lög, trúarrit og fagurbókmenntir, sem standa föstum fótum á þýddum grunni. Dag- legt líf okkar er háð þýðingum, allt frá heims- fréttum í fjölmiðlum og sjónvarpstextum til leiðbeininga á matvælum og lyfjum. Og í síð- asttöldu tilvikunum getur líf legið við að rétt sé þýtt. Öll afþreying, allt það sem ætti að gera okkur að siðmenntuðu fólki, er sér- staklega háð þýðingum, svo sem bókmenntir, kvikmyndir og ekki síst leiklist, en sam- kvæmt könnun sem Auðna Hödd Jónatans- dóttir og Rannveig Jónsdóttir gerðu fyrir skömmu voru þýdd verk um tveir-þriðju hlut- ar alls leikins efnis í stóru leikhúsunum síð- astliðin tíu ár. Á sjónvarpsstöðvunum er út- lent efni sums staðar hátt í 100%. Hlutfall þýðinga af útgefnu efni í flokki fagurbók- mennta er mjög mismunandi eftir forlögum, samkvæmt sömu könnun, en allt að 50% hjá sumum. Líklegt er að í flokki afþreying- arbókmennta sé hlutfall þýðinga enn hærra; margur Íslendingurinn hefur beðið spenntur eftir nýrri rauðri ástarsögu eða nýrri spennu- sögu í gegnum tíðina. Það leikur því ekki á tvennu að við kæmumst illa af sem íslensku- mælandi Íslendingar án þess að þýða og með tilkomu fjölmenningarlegra samfélags og aukinna samskipta við umheiminn verða þýð- ingar æ viðameiri. Þetta kostar auðvitað sitt og m.a. þess vegna tala sumir viðskiptajöfrar um það í alvöru að taka upp ensku sem aðal- mál á Íslandi og til ku vera íslensk fyrirtæki þar sem fundir og skjöl eru eingöngu á því máli. Þarna virðast stangast á hugsjón og hagkvæmnissjónarmið. Hins vegar verður að líta svo á að útgjöldin séu hluti af því að halda uppi menningarsamfélagi á íslensku: það er hugsjónastarf sem ekki hefur verið dregið í efa síðustu áratugi. Í húfi er í rauninni margt af því sem hefur gert okkur að Íslendingum fram að þessu, enda er móðurmálið nátengt sjálfsmyndinni. Þetta er spurning um þýð- inguna eða lífið. Menningarlegur undirlægjuháttur En það eru blikur á lofti. Í bókinni Spoken Here, Travels Among Threatened Languag- es, eða Talað hér, ferðalög um tungumál í út- rýmingarhættu, þar sem bæði íslenska og færeyska koma við sögu, reyndar sem dæmi um vel heppnuð smá málsamfélög, segir á einum stað að eitt af einkennum þeirra síð- ustu sem tala tiltekið tungumál sé að þeir sletti ótæpilega úr öðrum málum. Það þarf ekki að leita langt til þess að heyra slettur á Íslandi og í rauninni finnst mér hafa skollið á okkur flóðbylgja á allra síðustu árum. Blogg- síður eru fullar af slettum svo ekki sé talað um samtölin á MSN. Þar er talað um að emaila, lagga, downlóda, installa, extrakta og expakka, og flestar styttingar og skammstaf- anir eru upp á ensku: k stendur fyrir ókei, gj fyrir good job, lol fyrir laugh out loud og np fyrir no problem og þar eru hlutirnir kúl. Krakkar í grunnskóla sletta töluvert og inn á milli má heyra heilar setningar á ensku, svo ekki sé talað um öll tilsvörin sem endurspegla enska setningagerð. Slettur eru líka að verða gjaldgengar í íslensku bókmáli í meira mæli en verið hefur. Viðskiptalífið er svo kapítuli út af fyrir sig enda ofurselt tískustraumum. Að ganga um miðstöðvar tískunnar á Íslandi, Kringluna og Smáralind, er næstum eins og að ganga um verslunarmiðstöð í Bandaríkj- unum, nöfn verslana eru oftar en ekki á ensku. Flugfélög hafa verið í fararbroddi enskudaðursins, Flugleiðir heita nú Icelanda- ir og helsti keppinauturinn heitir Iceland Ex- press. Hótel Esja mátti ekki lengur heita því ágæta nafni heldur var því breytt í Nordica Hotel; áherslan er sumsé á að samlagast ytra umhverfi í þessu tilliti, áherslan er ekki á sér- stöðuna. Það er eins og íslenskan sé ekki söluvænleg, heldur skapi hún hugrenninga- tengsl við það sem sé gamaldags og hallær- islegt. Og þar sem enska er mál heimsveld- isins er líka eins og allt verði meira alvöru við að vera á ensku, meira „trendí“ eins og oft er sagt. Ég hef líka grun um að höfundum hvar sem er í heiminum finnist þeir ekki vera al- vöruhöfundar fyrr en þeir hafi náð fótfestu á enskum málsvæðum; þetta er eins konar ný- lenduhugsunarháttur. Kannski hefði þessi pistill átt að vera á ensku til að verða trú- verðugri, því enska er jú „the real thing“ eins og sagt var um Coca Cola. Könnun sem birt var nýlega sýndi enn- fremur að Íslendingar nota meira útlend mál en aðrar Norðurlandaþjóðir dagsdaglega. Það hlýtur að hafa sín áhrif þó að ekki þurfi ís- lenskunni endilega að stafa hætta af góðri tungumálakunnáttu; þeir sem eru góðir í tungumálum kunna líka oft að meta tungu- mál. Slettur geta verið til marks um það að við nennum ekki að þýða eða finnst það ekki fínt. Þær geta verið til marks um það að sam- félaginu og málnefndum hafi ekki tekist að finna þjál íslensk orð yfir ýmis ensk hugtök, þó að margt hafi raunar tekist vel í þeim efn- um undanfarna áratugi. Á eynni Mön í Ír- landshafi er enskan orðin að algengasta tungumálinu en þar er líka til gamalt mál sem heitir manx. Reynt er að halda því við, m.a. með því að þýða lög og reglugerðir, og tryggja með því móti að lagalegur og tækni- legur orðaforði málsins sé stöðugt uppfærður. Og þar komum við einmitt að atriði sem ein- kennir íslenskuna líka: Hún er orðin að stýri- kerfi sem stöðugt þarf að uppfæra, þannig að við erum einlægt að burðast við að fylgja öðru tungumáli eftir. Við erum í eltingarleik og ráðum ekki ferðinni nema að litlu leyti. En: það eru þýðendur sem sjá um stóran hluta uppfærslunnar. Enskan er „drápsmál“ Svo er það ferðaþjónustan. Hún hefur til- hneigingu til þess að gera okkur að safn- gripum og furðufyrirbærum. Ferðamannaiðn- aðurinn neyðir okkur oftar en ekki til að fjalla um sjálf okkur á útlendum málum, eink- um á ensku. Fyrir nokkrum árum fór ég t.d. ásamt fjölskyldu minni í siglingu um Jökuls- árlón. Leiðsögumaðurinn var ung stúlka og þar sem við vorum einu Íslendingarnir um borð fór öll leiðsögn fram á ensku og synir okkar ungir skildu ekkert nema við þýddum fyrir þá. Með auknum ferðamannastraumi verður enskan okkur æ tamari og mér liggur við að segja að hún sé þegar orðin að hálf- opinberu máli; við gerum ráð fyrir því að allir Íslendingar geti brugðið ensku fyrir sig. Ferðamennskan er liður í hnattvæðingunni, einu máttugasta afli nútímans. Hnattvæðing- in fer eins og skriðjökull yfir löndin og mótar allt landslag upp á nýtt, hvort sem okkur lík- ar betur eða verr. Og þar er ensk tunga jök- ullinn. Eins og segir í bókinni Spoken Here er enskan „killer language“, drápsmál sem engu eirir. Meira að segja í Asíu ku hún vera orðin helsta viðskiptamálið. Og þeir svartsýn- ustu spá frönskunni, því stolta vígi, falli á þessari öld. Það sem helst getur spornað við þessu er sú vakning sem hefur orðið meðal jaðarhópa um að rækta menningararf sinn en sú náttúruvernd kemur sums staðar of seint. ÞÝÐINGUNA EÐA LÍFIÐ? E F T I R R Ú N A R H E L G A V I G N I S S O N „Gleymum því ekki, við sem unnum íslenskri tungu og bókmenntum, að byssuhlaupið er við gagn- augað,“ segir í þessari grein þar sem því er haldið fram að framtíð íslenskrar tungu og menningar á íslensku sé að miklu leyti háð þýðingum. Morgunblaðið/Kristinn Hannes Lárusson/ In Iceland fish is important so is the tongue. A shelter. Íslenskt heiti verks: Á Íslandi gegnir fiskur mikilvægu hlutverki, það gerir tungan einnig.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.