Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.2004, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.2004, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. MAÍ 2004 15 Næsta v ika menning@mbl.is Laugardagur Gerðuberg kl. 14 Lillukór- inn, kvennakór í Húnaþingi vestra, flytur innlend og erlend lög, m.a. af nýútgefnum geisladiski kórsins. Kórstjóri og raddkennari er Ingibjörg Pálsdóttir en undirleik annast Guðjón Pálsson píanóleikari og er hann jafnframt stjórn- andi. Háteigskirkja kl. 15 Söng- félag Skaftfellinga flytur inn- lend og erlend sönglög. Ein- söngvari er Unnur Sigmars- dóttir mezzósópran. Stjórn- andi er Violeta Smid, píanó- leikari Krystyna Cortes. Einnig mun Guðmundur Óli Sigur- geirsson leika á harmonikku. Grafarvogskirkja kl. 16 Karlakórinn Þrestir heldur vor- tónleika. Stjórnandi er Jón Kristinn Cortez og undirleikari Jónas Þórir. Einsöng syngur Jó- hann Sigurðarson. Seltjarnarneskirkja kl. 17 Kvennakórinn Kirjurnar flytja madrígala, gospelsöngva, ensk ástarlög og óð til vorsins frá 16. öld o.fl. Einsöngvari og stjórnandi erSigurbjörg Hv. Magnúsdóttir. Píanóleikari er Halldóra Aradóttir. Varmárskóli kl. 17 Kamm- erkór Mosfellsbæjar syngur verk frá ýmsum tímabilum, m.a. þætti úr flamenco-messu og lög frá Suður-Ameríku. Undirleikari er Arnhildur Val- garðsdóttir. Með kórnum kem- ur fram Skólahljómsveit Mos- fellsbæjar. Stjórnandi er Símon H. Ívarsson. Árbæjarkirkja kl. 17 Húna- kórinn heldur vortónleika. Ein- söngvarar eru Birna Ragnars- dóttir og Þorsteinn Þorsteins- son. Undirleikari á orgel og píanó er Tómas Guðni Eggerts- son. Söngstjóri er Eiríkur Grímsson. Safnaðarheimili Háteigs- kirkju kl. 13–17 Vorsýning Félags áhugamanna um tré- skurð. Heiðursgestur er Matt- hías Andrésson, en hann hefur um árabil skorið út og kennt tréskurð og hefur verið sæmd- ur riddarakrossi Hinnar ís- lensku fálkaorðu fyrir störf sín í þágu íslensks handverks. Sýn- ingin er einnig opin á morgun. Galleríi Hún og hún, Skólavörðustíg 17b kl. 16 Helgi Skj. Friðjónsson opnar myndlistarsýningu. Helgi hefur haldið fjölda sýninga, innan- lands og utan. Klink og Bank, Brautar- holti 1 kl. 15 Í Græna salnum verður opnuð samsýningin Vanefni. Þar gefur að líta verk 14 listamanna sem hafa aðset- ur sitt í vinnustofum Klink og Bank. Opið miðvikudaga til sunnudaga kl. 14–18, eða samkvæmt samkomulagi. Sýn- ingin stendur til 23. maí. Gallerí Fold, Rauðarárstíg kl. 16 Tryggvi Ólafsson opnar málverkasýningu í Baksalnum og Rauðu stofunni. Friðrik Tryggvason sýnir ljósmyndir í Ljósafold. Kaffi Sólon, Bankastræti Formosus nefnist samsýning Kolbrár Braga og Ásdísar Spanó, en þær útskrifuðust úr Listaháskóla Íslands vorið 2003. Sýningin samanstendur af málverkum sem eru unnin með blandaðri tækni á striga. Sýningin stendur til 28. maí. SÍM húsið, Hafnarstræti 16 kl. 16 Ólöf Björg Björns- dóttir. Gestalistamaðurinn Snædís María Björg Basto. Sýningin stendur til 22. maí. Næsta galleríi, Næsta bar, Ingólfsstræti 1a. kl. 17 Daði Guðbjörnsson sýnir ný olíumálverk. Myndefnið er sótt í ýmsar goðsagnir gamlar og nýjar. Sunnudagur Seltjarnarneskirkja kl. 14 Setning Listahátíðar Seltjarnar- neskirkju. Guðrún Helga Stef- ánsdóttir syngur Aríu úr Mes- síasi eftir Händel. Halldór Víkingsson flytur Sónötu nr. 23 í f-moll, op. 57, Appassionata. Salurinn kl. 15 Vox fem- inae flytur kóra og aríur eftir heimsþekkt óperuskáld svo sem Mozart, Wagner, Tchai- kovsky, Rossini, Verdi og Pucc- ini. Yfirskrift tónleikanna er „La Caritá. Stjórnandi Vox fem- inae og stofnandi er Margrét J. Pálmadóttir og einsöngvari með kórnum er Inga Backman. Píanóleikari er Arnhildur Val- garðsdóttir. Laugarneskirkja kl. 17 Kammerkór Mosfellsbæjar ásamt Skólahljómsveit Mos- fellsbæjar. Langholtskirkja kl. 17 og kl. 20 Kvennakór Reykjavíkur, undir stjórn Sigrúnar Þorgeirs- dóttur, syngur sænsk lög, dæg- urlög frá 7. áratugnum og gospellög auk verksins sem Mist Þorkelsdóttir samdi í tilefni 10 ára afmæli kórsins. Einnig munu konur úr kórskóla Kvennakórs Reykjavíkur flytja nokkur lög og syngja með kvennakórnum í lok tónleik- anna. Undirleikari er Vignir Stefánsson. Salurinn kl. 20 Caterina Dem- etz, fiðla og pí- anó og Nína Margrét Gríms- dóttir píanó flytja Fiðlusónötu í D-dúr eftir Schubert, Sóló- sönótu Bachs nr. 2 og Sónötu op. 3, nr. 6 eftir Paganini, Fantasíulög op. 12 eftir Schu- mann, Webern tilbrigði op. 27, Scherzo nr. 3 eftir Chopin og Prelúdíur eftir Rakh- manínov. Hásalir, Hafn- arfirði kl. 20 Kammersveit Hafnarfjarðar flytur þrjú verk frá þremur ævi- skeiðum í lífi W. A. Mozart. Hótel Borg kl. 21 Kristjana Stefánsdóttir söngkona, Ólafur Jónsson saxófónleikari, Ómar Guð- jónsson gítarleikari og Tómas R. Einarsson bassaleikari leika lög sem bandaríska söng- og leikkonan Julie London gerði vinsæl á sínum ferli. Tónleik- arnir eru á vegum Múlans. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn kl. 14 Í til- efni af sýningalokum sýningar- raðarinnar Píramídinn bjóða listamennirnir þrír, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Erling Klingen- berg og Guðný Guðmunds- dóttir, ásamt sýningastjóranum Heklu Dögg Jónsdóttur, gestum upp á léttar veitingar og al- mennt spjall um sýningarnar. Samhliða sýningarlokum verð- ur yfirlitssýningin á verkum Ás- mundar Sveinssonar endur- skoðuð og opnuð að nýju 19. maí. Í sumar verður safnið opið daglega frá kl. 10–16. Listasetrið, Kirkjuhvoli á Akranesi kl. 15 Opið hús fyrir ljóðaunnendur. Fram koma Anna Lára Steindal, Birgir Svan Símonarson, Bjarni Gunnarsson, Geir Harðarson, Ingi Steinar Gunnlaugsson, Kristján Kristjánsson, Margrét Lóa Jónsdóttir og Unnur Sólrún Bragadóttir. Mánudagur Salurinn kl. 20 Söngdeild Tónlistarskóla Kópavogs flytur gamansama óperueinþáttung- inn Amalía fer á ball eftir Gian Carlo Menotti. Aðgangur er ókeypis. Fimmtudagur Háskólabíó kl. 19.30 Sinfóníu- hljómsveit Ís- lands undir stjórn Thomas Kalb. Tónlist eftir Weil, Holländer, Mac, Liep & Schultze. Þýska söngkonan Ute Lemper syngur með hljómsveit- inni. Borgarleikhúsið kl. 20 Leikfélag Reykjavíkur frum- sýnir Belgíska Kongó eftir Braga Ólafsson. Leikendur eru Eggert Þorleifsson, Ellert A. Ingimundarson, Gunnar Hans- son og Ilmur Kristjánsdóttir. Leikstjóri er Stefán Jónsson. Þjóðleikhúsið kl. 20 Leikritið Edith Piaf eftir Sigurð Pálsson frumsýnt. Bryn- hildur Guðjóns- dóttir fer með titilhlutverkið en ellefu leikarar taka þátt í sýn- ingunni auk fimm manna hljómsveitar undir stjórn Jó- hanns G. Jóhannssonar. Höf- undur hreyfinga og dansa er Sveinbjörg Þórhallsdóttir en hún dansar jafnframt í sýning- unni ásamt Cameron Corbett og Jóhanni Frey Björgvinssyni. Leikstjóri er Hilmar Jónsson. Föstudagur Háskólabíó kl. 19.30 Sin- fóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Thomas Kalb. Þýska söngkonan Ute Lemper syngur með hljómsveitinni. Salurinn kl. 20 Ljóð og tónar nefnist dagskrá á vegum Ritlistarhóps Kópavogs þar sem flutt verða ljóð og lög eftir ljóð- og tónskáld búsett í Kópavogi. Meðal flytjenda eru Ásgerður Júníusdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, o.fl. Kristjana Stefánsdóttir Ute Lemper Edith Piaf Caterina Demetz Verk eftir Helga Skj. Friðjónsson Morgunblaðið/Eggert Tónleikar Vox Feminae eru hluti af Kópavogsdögum. Kópavogsdagar verðasettir í ListasafniKópavogs, Gerðar-safni kl. 13 á morg- un, og munu þeir standa allt fram að afmælisdegi bæjar- ins, 11. maí. Í beinu fram- haldi af setningunni verður fjölskyldu- hátíð á Listatún- inu, við ræt- ur Borgar- holtsins, með fjölbreyttri dagskrá. Þetta er í annað sinn sem Lista- og menning- arráð Kópavogsbæjar stend- ur fyrir slíkri hátíð. Að sögn Sigurrósar Þorgrímsdóttur, formanns nefndarinnar, ættu allir að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi því í boði er mjög fjölbreytt dagskrá. Megintilgangur með Kópa- vogsdögum er að efla vitund bæjarbúa um það sem er að gerast í Kópavogi á sviði menningar-, fræðslu- (skóla) og félagslífs. „Það fjölgar gríðarlega ört í bænum og það ánægjulega var, þegar við héldum þessa hátíð í fyrsta sinn, að fólki fannst það fá mjög jákvæða mynd af bæjarfélaginu. Markmiðið var að halda hátíð fyrir fjöl- skylduna og það tókst,“ seg- ir Sigurrós. „Á næsta ári verður Kópavogur 50 ára og segja má að þessar tvær há- tíðir séu undirbúningur fyr- ir þau tímamót. Þá verður dagskrá allt árið með há- punkti í kringum 11. maí. Gífurlega öflugt starf fer fram í menningarstofnunum hér, m.a. voru haldnir um eitt hundrað og fimmtíu tón- leikar í Salnum og yfir tutt- ugu myndlistarsýningar í Listasafni Kópavogs. Í Bóka- safninu og Náttúrufræði- stofu eru haldnir margvís- legir fyrirlestar og viðburð- ir. Þessar perlur í bæjar- myndinni eru lifandi vettvangur menntunar og lista og eru gestum, bæði Kópavogsbúum og öðrum landsmönnum til gleði.“ Hvað verður helst á dag- skrá? „Það verða alls konar uppákomur alla vikuna í flestum stofnunum bæjarins. Þegar stiklað er á stóru er helst að nefna að tvennir tónleikar verða í Salnum á morgun, Kvennakórinn Vox feminae kl. 17 og kl. 20 verða tónleikar með hinni 15 ára ítölsku Caterina Demetz sem leikur jöfnum höndum á fiðlu og píanó. Í Gerðarsafni verður aðgangur ókeypis, en kl. 17 og 19 verða framd- ir gjörningar og dansspuni í tengslum við sýningar Bjarna Sigurbjörnssonar og Rögnu Fróðadóttur. Einn dagur verður helgaður fötl- uðum, þriðjudagurinn 4. maí, og laugardagurinn 8. maí verður helgaður íþrótt- um. Þann dag verður einnig einstök slagverkshátíð í Salnum. Sjö framúrskarandi slagverksleikarar frá ýms- um löndum koma fram, m.a. tveir af þekktustu slag- verksleikurum Bretlands í nútímatónlist, þeir Trevor Taylor og Malcolm Ball. Listamenn bæjarins verða með opið hús um næstu helgi þar sem verða m.a. kynnt útilistaverk. Lista- mönnum, sem taka þátt í Kópavogsdögum, hefur fjölgað mjög mikið frá því í fyrra. Einnig hafa margir listamenn flutt vinnustofur sínar til Kópavogs og virðist vinsælt að hreiðra um sig á Kársnesinu. Fjölbreytt kóra- dagskrá verður sunnudag- inn 9. maí í Félagsheimili Kópavogs. Þá munu skóla- kórarnir úr Kársnesskóla, ásamt gestum, syngja allan daginn frá kl. 9 til 17. Stjórn- andi er Þórunn Björnsdóttir. Í Salnum kl. 16 mun Hall- arkvartettinn, leika á hljóð- færi sem hljóðfærasmiður- inn og Kópavogsbúinn Jón Marínó Jónsson hefur smíð- að. Á tónleikunum verður einnig leikið á minni hljóð- færi, ætluð börnum. Afmælisdagskrá Kópa- vogsbæjar verður 11. maí í Salnum. Eins og fyrr verða veittir listamannastyrkir og heiðurslistamaður Kópa- vogs 2004 verður valinn. Í kjölfarið verða hátíðartón- leikar með þeim Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur messó- sópran, Eyjólfi Eyjólfssyni tenór og Jónasi Ingimundar- syni píanóleikara. Fátt eitt er nefnt af öllum þeim uppákomum sem í boði eru en það er von okkar, sem að þessu stöndum, að þessir Kópavogsdagar verði ekki síður ánægjulegir en hinir fyrri. Það er okkar markmið.“ Undirbúa hálfr- ar aldar afmæli með hátíðum STIKLA Kópavogs- dagar helgag@mbl.is Myndlist Gallerí Fold, Rauðar- árstíg: Tryggvi Ólafsson. Friðrik Tryggvason í Ljósa- fold. Til 16. maí. Gallerí Kambur: Margrete Sörensen og Torben Ebbesen frá Danmörku. Til 31. maí. Gallerí Skuggi: Kristján Guðmundsson. Til 23. maí. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti: Harpa Björnsdóttir. Til 19. maí. Gerðarsafn: Rebekka Rán Samper í austursal og Ragna Fróðadóttir í vestursal, Bjarni Sigurbjörnsson á neðri hæð. Til 16. maí. Klink og Bank, Brautar- holti 1: Samsýning 14 lista- manna, Vanefni. Til 23. maí. Hafnarborg: Hafnar- borg: Rafn Hafnfjörð sýnir ljósmyndir og Björk Atla akrýlmálverk. Til 10. maí. Hallgrímskirkja: Hörður Ágústsson. Til 26. maí. Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi: Kristín Ísleifs- dóttir. Til 30. júní. Íslensk Grafík, Hafnar- húsinu: Hjördís Brynja. Til 9. maí. Jón forseti, Aðalstræti: Finnur Arnar. Til 2. maí. Listasafn Akureyri: „Allar heimsins konur“. Innsetning Önnu Líndal. Til 9. maí. Listasafn ASÍ: Finna B. Steinsson. Björk Guðnadóttir. Til 10. maí. Listasafn Árnesinga: Handverk og hönnun. Cat- egory X. Hönnunarsýningar. Til 30. maí. Listasafn Ísafjarðar: Guð- björg Lind Jónsdóttir. Til 1. júní. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14–17. Listasafn Íslands: Íslensk myndlist 1900–1930. Ragna St. Ingadóttir. Til 2. maí. Listasafn Reykjanes- bæjar: Kristján Jónsson.Til 2. maí. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Nútíma- maðurinn. Til 20. maí. Guðný Guðmundsdóttir í Píramídanum. Til 2. maí. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Vestur- salur: List frá Barcelona. Miðrými: Erla Þórarinsdóttir. Til 9. maí. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Sigurjón Ólafsson í alfaraleið. Til 30. maí. Ljósmyndasafn Reykja- víkur, Grófarhúsi: Leifur Þorsteinsson – Fólk og borg. Til 9. maí. Norræna húsið: Sigrún Eldjárn. Til 9. maí. Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1: Finnbogi Pét- ursson, Svava Björnsdóttir, Kristján Guðmundsson, Þór Vigfússon, Hreinn Friðfinns- son. Til 6. maí. Safn – Laugavegi 37: Op- ið mið.–sun. kl. 14–18. Sum- arsýning úr safnaeign. Mar- grét H. Blöndal. Til 20. júní. Finnur Arnar. Til 9. maí. Leið- sögn allan laugardaga. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Skáld mánaðar- ins: Sjón. Heimastjórn 1904. Þjóðminjasafnið – svona var það. Þjóðarbókhlaða: Heima- stjórn 100 ára. Leiklist Þjóðleikhúsið: Þetta er allt að koma, lau. Dýrin í Hálsa- skógi, sun. Edith Piaf, frums. fim. Fös. Græna landið, lau, fös. Sorgin klæðir Elektru, lau., sun., fim. Borgarleikhúsið: Lína Langsokkur, sun. Chicago, lau., fös. Leikhústvenna: Sekt er kennd sun. Belgíska Kongó, frums. fim. Iðnó: Yndislegt kvöld, sun.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.