Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.2004, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.2004, Blaðsíða 7
Undanfarin ár hefur verið ótrúlega mikil gróska í þýðingum á fagurbókmenntum. Fjöl- mörg stórvirki hafa verið flutt yfir á íslenska tungu og hefur munað þar nokkuð um fram- lög úr Þýðingarsjóði þótt rýr séu. Þessar þýðingar fara sjaldnast í stórum upplögum og einstakir titlar standa ekki alltaf undir sér þó að til komi framlag úr Þýðingarsjóði. Sumir telja kannski að til lítils sé að leggja fé og metnað í þýðingar á heimsbókmenntum úr því þær seljist ekki í tonnatali og séu þar af leiðandi ekki mikið lesnar. Að mínu mati eru fagurbókmenntir hins vegar viss grunnur sem framvarðasveit menningarinnar sækir í á hverjum tíma, listamenn, fræðimenn, kenn- arar og fleiri – fólk með margfeldisáhrif – og þess vegna er líka brýnt að hægt sé að nálg- ast helstu perlur heimsbókmenntanna og önnur grundvallarrit á íslensku. Þýðingar á fagurbókmenntum eru grunnur vegna þess að þar er vandað til verka, vegna þess að þar koma við sögu þeir sem gerst þekkja íslenska tungu, þýðendur, ritstjórar og prófarkales- arar. En er þetta ekki einmitt fólkið sem les bækurnar á frummálinu hvort eð er? Að ein- hverju leyti er það auðvitað rétt. Hins vegar vitum við öll hvernig það er með þá sem læra tungumál öðruvísi en með móðurmjólkinni: þeir tala flestir með hreimi. Eins er það þeg- ar lesið er á slíku tungumáli: maður les með hreimi, ef svo mætti segja, nær aldrei öllu og skynjar ekki djúpið að baki orðunum. Móð- urmálið spannar fleiri svið vitundarinnar en tillært mál. Hitt er svo annað að alltaf tapast eitthvað í þýðingu, rétt eins og alltaf tapast eitthvað þegar fólk flyst milli menningarheima. Það er gjaldið sem greiða þarf. Ávinningurinn er hins vegar ótvíræður ef vel tekst til: þá fær maður aðgang að hugsunum sem voru manni óaðgengilegar og þar með skapast skilyrði fyrir frjósamri blöndun. Bókmenntir eru harðdiskar þar sem vitundarlíf þjóðanna er vistað og því snýst þetta líka mikið um að auka skilning milli þjóða; við færum þær nær okkur og eignum okkur þær að vissu marki með því að gefa þeim líf á móðurmáli okkar. Á þann hátt upphefjum við andstæðuparið við-þeir sem utanríkisstefna sumra byggist nú á. Það gæti því orðið mikil blessun fyrir heiminn að þjóðhöfðingjar læsu slatta af þýddum bókmenntum áður en þeir tækju við völdum. Forðumst voðaskot Í mínum huga er alveg ljóst að ef íslenskan á að þróast áfram án þess að taka stökk- breytingum verður að þýða. Þetta er spurn- ing um þýðinguna eða lífið fyrir það ástkæra ylhýra, með fullri virðingu fyrir ensku sem miðli og bókmenntamáli. Þýðingar eru sköp- un, ekki öpun, leið til að skilja og endurskapa og í þeim felst úrvinnsla sem sést m.a. á því að tveir menn þýða sama textann aldrei á sama hátt. Þýðandinn þarf fyrst að skilja áð- ur en hann þýðir og er ekki líklegur til að þýða vel það sem hann skilur ekki. Þetta end- urspeglast í nýyrðum þar sem skilningurinn mótar nýyrðið: tele-vision: sjón-varp; comput- er: tölva. Það er þá að hluta til undir þýð- endum komið hvort við höldum áfram að hugsa á íslensku um það sem aðrar þjóðir hugsa og gera. Þýðendur og útgefendur þeirra eru því í hlutverki Fjölnismanna nú- tímans, halda uppi merki þeirra því íslenska er ekki síst hugsjón og á henni verður stöð- ugt að hamra eins og öllum hugsjónum sem skipta máli. Tolkien sagði einu sinni að tungumálið hefði hjálpað Íslendingum að þreyja erfiða tíma – Jón Hreggviðsson kvað rímur þegar syrti í álinn eins og menn höfðu sjálfsagt gert alla tíð. Í menningarlegu tilliti er þar af leiðandi margt að vinna því um leið og íslenskan glatast missum við beinteng- inguna við fortíð okkar, sjálf okkur, og það hefur iðulega haft upplausn í för með sér þar sem það hefur gerst og slík upplausn gæti vissulega haft áhrif á efnahaginn. Í lok frægrar smásögu eftir Flannery O’Connor segir um konu sem er nýbúið að myrða: „ Hún hefði orðið góð kona ef það hefði verið einhver til að skjóta hana á hverj- um degi.“ Gleymum því ekki, við sem unnum íslenskri tungu og bókmenntum, að byssu- hlaupið er við gagnaugað. Heimildir: Auðna Hödd Jónatansdóttir og Rannveig Jónsdóttir. „Þýðingar á íslenskum markaði 2001“. Jón á Bægisá, 7/ 2003. Ástráður Eysteinsson. „Þýðingar, menntun og orðabú- skapur“. Málfregnir, 8. árg. 1. tbl. apríl 1998. Friðrik Rafnsson. „Rithöfundar skapa þjóðarbók- menntir, þýðendur skapa heimsbókmenntir“. www.kist- an.is. Fríða Björk Ingvarsdóttir. „Aðgangur að öðrum heim- um“. www.kistan.is. Gauti Kristmannsson. „Þýðingar meðal smáþjóða“. Frændafundur 4. Tórshavn: Føroya Fróðskaparfelag, 2002. Mark Abley. Spoken Here, Travels among Threatened Languages. London: William Heinemann, 2003. Ethnologue. www.ethnologue.com. Höfundur er þýðandi og rithöfundur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. MAÍ 2004 7 Í Geirmundar þætti heljarskinns, 7. og síðasta kafla, er þessa ættartölu að finna: „Ljótur Hallsson var faðir Guð- rúnar, móður Einars Arasonar og Steinunnar, móður Guðmundar, og Hallberu, móður Þorgils […], föður Húnboga, föður Snorra, föður Narfa, föður Skarðs-Snorra.“1 Ættartalan ber þess nokkur merki að vera úr Landnámu komin, hefur hún þá slæðst það- an inn í þáttinn af Geirmundi Hjörssyni, land- námsmanni og bónda á Geirmundarstöðum, síðar Skarði, á Skarðsströnd. Líklegur höf- undur hennar er Kolskeggur vitri Ásbjarn- arson þar sem hér er verið að rekja ættir frá Austfirðingi. Einnig vegna þess að hér sjáum við það verklag sem hann notaði í eigin ætt- artölu, sbr. 1. grein í þessari greinaröð. Kol- skeggur hefur greinilega verið vel að sér í lat- ínu því hann notar greinarmerki og verklagsreglur úr latneskri setningafræði til að setja upp ættartölur sínar. Með þessum orðum er þó ekki verið að skjóta loku fyrir að hér hafi Ari Þorgilsson verið að verki því hon- um er málið skylt þegar rakin er ætt til Reyk- nesinga2 (Reykhólamanna) og Skarðverja. Glíman við þessa ættartölu virðist hafa stað- ið nokkuð lengi því hvergi sér þess vott að mönnum hafi tekist að skilja til fulls sam- bandið sem þarna er á milli ættliða og þar með venslin milli þess fólks sem um er rætt. Þetta hefur verið gestaþraut fyrir lesendur Sturl- ungu, ættfræðinga og útgefendur alla síðustu öld. Á þeim tíma fór áhugi á ættfræði vaxandi og hefur mönnum þá þótt súrt í brotið að þekkja ekki framættir þeirra Skarðverja sem hér eru nefndir. Þær eru margar tilgáturnar og fullyrðingarnar, sem fram hafa komið varð- andi þetta efni, t.d. um það hver væri faðir Hallberu sem þarna er nefnd og maður henn- ar, því sonur þeirra, Þorgils, er nefndur í greininni. Nefnt hefur verið að Hallbera hafi verið Aradóttir Einarssonar á Reykhólum; samkvæmt öðrum heimildum hefur sonur hennar þá verið goðorðsmaðurinn Þorgils Oddason á Staðarhóli. Önnur tilgáta er sú að Hafliði Másson á Breiðabólsstað hafi verið föð- urafi Húnboga Þorgilssonar á Skarði. Sú þriðja er að þeir Ari fróði Þorgilsson og nefnd- ur Húnbogi Þorgilsson hafi verið bræður og hefur það lekið eitthvað inn í ættfræðirit. Þegar við skoðum ættartöluna betur sjáum við að þar eru ættliðir3 afmarkaðir með grein- armerkjum eða tengdir saman með ‘og’ nema fyrsti ættliðurinn eða sá sem rakið er frá. Þessa ættliði getum við talið og tölusett, eins og t.d. hryggjarliði. Í þessari ættartölu eru þeir ellefu. Í 7. ættliðnum er eyða sem táknuð er með punktalínu. Þetta er samt fullgildur ættliður því hér er það föðurnafnið sem vant- ar. Þessi eyða er ekki í þeim handritum sem nú er farið eftir. Hún hefur verið búin til í út- gáfum af Sturlungu frá 1908, 1946, 1954, en ekki hjá Svörtu á hvítu 1988. Áður en lengra er haldið verðum við að huga lítið eitt betur að eyðunni sem þarna er. Hún er greinilega ætluð fyrir föðurnafn Þorgils sem þarna er nefndur, en í raun og veru gerir ekkert til þótt eyðan lokist án þess að föð- urnafnið skili sér. Það er vegna þess að nokkr- um línum neðar í sama kafla hefst málsgrein á þessum orðum: „Dálkur var bróðir Þorgils Hafliðasonar.“ Þessi litla setning verður ekki skilin á annan veg en þann að hér sé átt við Þorgils í ættartölunni og að hann hafi verið Hafliðason. Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki gengið ef menn vilja leysa viðfangsefnið. Víkjum nú aftur að gestaþraut Kolskeggs eða Ara. Þar gegnir samtengingin ‘og’ sér- stöku hlutverki og því verða menn að kunna góð skil á því hvernig það orð er notað í sum- um fornum ættartölum. Þegar það er sett inn á milli tveggja nafna í ættartölu, klýfur það einfalda röð ættliða og myndar tvo nýja liði eða tvo ættleggi, þegar lengra er rakið, sem þá eru samsíða tengdir. Í þessari ættartölu er ‘og’ á tveimur stöðum milli ættliða. Það sem fram- ar stendur er á milli Einars Arasonar og Steinunnar. Það segir okkur einfaldlega að þau Einar og Steinunn eru systkin, bæði Ara börn og Guðrúnar. Þegar komma og nefnd samtenging (‘,’ ‘og’) fara saman milli ættliða, eins og hér má sjá á milli nafns Guðmundar og Hallberu, breytir það hlutverki samtenging- arinnar. Eftir sem áður tengir hún að vísu saman systkini en ekki Guðmund og Hallberu; hún er ekki hans systir. Í þessu sambandi seg- ir komman, sem nefnd var, okkur að nú sé full- rakið frá fyrra systkini, hér Guðrúnu, og að næst verði rakið frá öðru systkini, sem er Hallbera. Hin óyggjandi niðurstaða verður því sú að þær Guðrún og Hallbera, sín á hvorum stað, eru systur, báðar Ljótsdætur. Með þess- um hætti er þarna rakið frá Guðrúnu til Reyk- nesinga og síðan frá Hallberu til Skarðverja. Þannig er farið að þegar aðalsetning er fleyg- uð með kommu og samtengingu! Svart á hvítu gaf út Sturlunga sögu árið 1988. Í þeirri útgáfu er ekki komma á eftir nafni Guðmundar, hvernig sem á því stendur.4 Þar er Hallbera samkvæmt textanum talin systir Guðmundar og þar með dóttir Brands prests Gíslasonar í Hjarðarholti sem við vitum um úr öðrum heimildum. Sú niðurstaða er al- veg út í bláinn. Henni fylgir ættliðaröskun og tímatilfærsla í ættartölunni, því með þessu færast Hallbera og afkomendur hennar niður, þ.e. nær okkur í tíma, um tvö kynslóðabil eða allt að 60 árum.5 Í Ættskrá III sjáum við fyrri hlutann af ættrakningunni frá Ljóti Hallssyni, þ.e þegar rakið er frá Guðrúnu dóttur hans til Reyknes- inga. Nokkur nöfn úr öðrum heimildum hafa verið sett inn til þess að viðfangsefnið sjáist í víðara samhengi. Nöfnin sem koma úr ætt- artölunni eru höfð með feitu letri til aðgrein- ingar frá hinum sem bætt var við. Ártöl eru áætluð fæðingarár og þau látin bera upp á heilan tug ára. Hallur faðir Ljóts var Síðu-Hallur, goðorðs- maður á sunnanverðu Austurlandi. Ljótur var veginn á Alþingi, rúmlega þrítugur, árið 1011 eða 1012 í vopnuðum átökum sem þar urðu vegna eftirmála Njálsbrennu. Kona hans var Helga Einarsdóttir frá Þverá í Eyjafirði. Hún var síðari kona Þorgils Arasonar á Reykhól- um. Þeirra dóttir var Valgerður, föðuramma Ara Fróða. Guðrún Ljótsdóttir og Helgu var gift Ara syni Þorgils Arasonar á Reykhólum og Grímu Hallkelsdóttur, fyrri konu hans. Einar var faðir Ingimundar prests og fræði- manns á Reykhólum og Hallberu föðurömmu Guðmundar biskups góða. Guðmundur sonur Steinunnar var Brandsson og prestur í Hjarð- arholti í Laxárdal. Ættskrá IV sýnir niðurstöðu okkar í einni heild. Sennilega kemur hún einhverjum á óvart því hingað til, eða öllu heldur lengi, hafa menn ekki gert ráð fyrir að nein Hallbera Ljótsdóttir væri til. Svo má virða sem höf- undur ættartölunnar hafi með stílbrögðum sínum dregið nokkurs konar huliðshjálm yfir þessa konu þótt ekki hafi verið til þess stofnað með vilja. Nú er þessi týnda formóðir Skarð- verja komin í leitirnar. (Hallbera Aradóttir hét systir þeirra Einars og Steinunnar sem nefnd voru í ættartölunni. Hvorki Hallbera þessi né sonur hennar Þorgils Oddason eru nefnd í ætt- artölunni. Samt eiga þau bæði, vegna nafna sinna, þátt í því hve lengi það hefur staðið fyrir mönnum að komast til ráðs við þetta viðfangs- efni; Hallbera varð mörgum góðum dreng að fótakefli í ættfræðinni því til hennar komust margir en lengra ekki.). Hér sést að Hallbera Ljótsdóttir hefur verið kona Hafliða og að þau eiga tvo syni, Þorgils og Dálk. Úr öðrum heimildum vitum við að af- komendur Þorgils, þeir sem nefndir eru í ætt- artölunni, áttu Skarð á Skarðsströnd og bjuggu þar einn eftir annan. Það þýðir að höf- uðbólið, Skarð á Skarðsströnd, hafa þeir tekið að erfðum eftir Hafliða sem hefur verið skyld- ur Geirmundi Hjörssyni landnámsmanni í beinan karllegg og komist þannig að Skarði, skv. ákvæðum í Þjóðveldislögum um brigða- rétt.6 Einn þessara afkomenda Hafliða var Snorri Húnbogason. Hann var goðorðsmaður og lögsögumaður 1156–1170. Frá Skarðs- Snorra er rakin ætt til hinna síðari Skarð- verja. Auk Skarðs, átti hann Hóla á Reykja- nesi, þ.e. Reykhóla.7 Það þýðir að Skarðverjar hafa verið komnir í beinan karllegg af Þorgilsi Arasyni á Reykhólum. Hefur þá einhver for- faðir Snorra á Skarði leyst til sín Reykhóla, skv. áður nefndum lögum um brigðarétt, þeg- ar Ingimundur prestur og fræðimaður Ein- arsson dó barnlaus, en hann er síðasti liður í karllegg Reyknesingakyns eftir því sem best er vitað. Það sem hér kemur fram bendir eindregið til þess að Hafliði á Skarði hafi verið annar sonur Þorgils Arasonar á Reykhólum og Grímu Hallkelsdóttur. Ef svo er hafa bræð- urnir Ari og Hafliði, synir Grímu, verið giftir dætrum Helgu Einarsdóttur, seinni konu Þor- gils Arasonar. Þessa tilgátu styður nafn son- arins, Þorgils Hafliðasonar. Landnámsmennirnir Geirmundur heljar- skinn Hjörsson og Úlfur skjálgi Högnason, á Reykjanesi, voru skyldir, einum firnari en næstu bræðra í karllegg. Vitað er að Geir- mundur átti engan son. Þetta hvort tveggja, frændsemin og barnleysið, gefur vísbendingu um hvernig Hafliði hefur komist að Skarði. Norður á Espihóli í Eyjafirði átti Geirmund- ar bróðurson, Þóri að nafni Hámundarson. Af því sem hér hefur verið sagt er greinilegt að Þórir hefur ekki þurft á staðfestu að halda, jörð til ábúðar, eftir að Geirmundur frændi hans var allur. Þess í stað hefur hann tekið lausafé þegar annar erfingi leysti til sín höf- uðbólið. Niðurstaðan af seinni hluta þessarar grein- ar verður þannig: Reyknesingar og Skarðverj- ar voru sama ættin. Tengiliðurinn milli þeirra er Hafliði á Skarði, sem mjög líklega hefur verið Þorgilsson Arasonar á Reykhólum. 1 [Sturl. I 9–10, Íslsútg. ] 2 Afkomendur Úlfs skjálga Högnasonar, landnm. á Hól- um á Reykjanesi. 3 Ættliður: mannsnafn, með eða án föðurnafns. Þessi merking er ekki í orðabók M & m, 1993. 4 [Svart á hvítu, 1988, I, 6] 5 [Svart á hvítu 1988, (2) Ættir, III, 74] 6 Samkvæmt brigðarétti í lögum um eignarhald á land- námsjörðum á þjóðveldisöld, gengu þessar jarðir ekki í arf til kvenna eða kaupum og sölum ef til var afkomandi í karllegg eða ættingi sem var skyldur fyrri eiganda í bein- an karllegg. 7[Sturl., II 375, Íslsútg.] 8 Hér er Óblauður talinn eldri en Ótryggur, sbr. Njáls sögu og Hálfs sögu. UM ÆTTARTÖLUR Í LANDNÁMU HALLBERA OG HAFLIÐI ÆTTRAKNING FRÁ LJÓTI HALLSSYNI TIL REYKNESINGA OG SKARÐVERJA                                        !"#    $           %   %  % !% " %  " #%  $% % &  % E F T I R G U Ð M U N D H A N S E N F R I Ð R I K S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.