Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.2004, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.2004, Side 1
Gallabuxur barta í ætt við þá sem Abraham Lincoln kembdi. Axlirnar voru mjóar og hann gekk í svörtum fötum að gyðingasið. Á mynd er hann með slaufu, ekki hálsbindi. Heimildir eru til fyrir því að í buxnaverksmiðju hans störfuðu um fjörutíu sniðmenn og saumarar, allt karlmenn. Forhlið húss- ins var fremur tiguleg, að minnsta kosti með fjóra rómverska boga sem súlur héldu uppi og á þeim gægðust fram fölsk grísk höfuð í dorískum stíl. Levi var ekki höfundur að uppfinningunni. Hann hugsaði í þýskum anda, að buxur ættu að vera endingargóðar, því á þess- um tíma var allt miðað við varanleg gæði, en þótt hann væri fast- heldinn var hann ekki ráðríkur stjórnandi og fyrir bragðið féllst hann á tillögu óbreytts starfsmanns sem laut að því að gera bux- urnar endingarbetri. Nú var úr vöndu að ráða, óhófleg ending hlaut að draga úr framleiðslu – að öllu eðlilegu merkja lélegar buxur aukin sala – en Levi lét slag standa með hliðsjón af þeim fjölda fátæktlinga sem bjó í San Francisco og þurfti á endingargóðum buxum að halda. Markaðurinn var ótæmandi. Maðurinn sem bar fram tillöguna var Jacob Davis. Hann hafði starfað lengi hjá Levi og veitt því athygli að þótt buxurnar entust vel á mönnum við að klifra um fjöll gat margstangaði saumurinn efst við vasana framan á þeim slitnað. Eftir talsverð heilabrot datt honum í hug að í staðinn fyrir það að stanga þráðinn væri betra að styrkja vasana með nagla sem minnti á gullna bólu. Til mikillar gæfu fyrir allan hinn siðmenntaða heim féllst Levi á tillögu undirmannsins. Í framhaldi af því ákvað hann að slá var- nagla fyrir sjálfan sig og fyrirtækið, hann sótti um einkaleyfi á framleiðslu á þannig buxum og fékk það 20. maí á sama ári. Strax eftir hádegi þennan dag fæddust undan saumavélunum fyrstu buxurnar sem fengu heitið blue jeans. Það merkir bláa baðmullarefnið. Um leið hófst bandarísk sigurför, framleiðsla á buxum með gullnum nöglum þar sem vasar mæta lærum að framan og þjó- hnöppum að aftan. Fátækir fögnuðu, einnig ógiftir ævintýragosar og eiginmenn sem þurftu ekki lengur að standa í stappi við konuna svo hún styrkti sauminn á buxnavösum þeirra. Þótt uppfinningin væri einstæð var hún lengi nafnlaus. Eins og allt sem er mikilsvert tók talsverðan tíma að hún fengi við- urkenningu annarra en nafnlausra fátæklinga. Síðan kom að því, til mikils hagnaðar fyrir Levi, að buxurnar fengu dularfulla vöru- merkið 501. Þetta gerðist árið 1890 sem er merkasta ár í buxna- sögu heimsins. Levi var fráleitt einn um að sauma vinnubuxur úr sterku efni fyrir duglega stráka og eiginmenn. Lee og Boss of the road not- uðu líka denim (það var samheiti á baðmullarefninu) og þegar hér kemur sögu hafði Heynemann þegar framleitt í tíu ár svip- aðar buxur og annan klæðnað úr efninu sem á goðsöguleg- an uppruna og merking orðsins denim ekki fullkomlega Morgunblaðið/Eggert  4 Eftir Guðberg Bergsson | gbb@strik.is Saga, áhrif og merking F yrir rúmum 130 árum, eða árið 1873, gerðist atburður sem hefur haft víðtæk áhrif á næstum öll menningarsvið heimsins og mótað útlit og lífsstíl fólks í starfi og utan þess. Hægt er að segja það sama um hann og þröngu leiðina til himnaríkis: Vert er að hafa gát í mat og hemil á holdi til að komast í sæluna. Áhrifanna gætir í söng, dansi, kvikmyndum, bókmenntum, en að sjálfsögðu mest í klæðaburði. Það sem gerðist var einfalt, svipað og annað á borð við litla þúfu sem veltir þungu hlassi. Í þessu tilviki var hún lítill nagli sem minnir á bólu. Um miðja nítjándu öld hafði þýskur innflytjandi, Levi Strauss, sest að í San Francisco og hafið framleiðslu á buxum saumuðum úr skáofnu baðmullarefni sem minnir á segldúk, enda óþjált en sterkt miðað við venjulegt vinnufataefni. Buxurnar voru ætlaðar erfiðismönnum sem stunduðu gullleit og ætluðu sér fínni klæðn- að eftir fundinn. Kannski var það þess vegna að naglinn, sem olli byltingunni, var hafður úr gulleitum málmi. Eftir ljósmyndum að dæma var Þjóðverjinn fremur ófríður, daufur til augnanna, næstum svefndrukkinn, þó getur annað ver- ið rétt, vegna þess að sitja fyrir á ljósmyndastofu líkt og í öðrum heimi var stíll tímans, svo fólk á gömlum myndum ber fremur vitni ljósmyndatísku en andliti þess. Levi Strauss hefur verið svarthærður með kollvik og mikla Levi Strauss hóf að framleiða gallabuxur fyrir 131 ári og síðan hafa þær sett mark sitt á sögu tónlistar, dans, kvikmynda, bókmennta, verkalýðsbaráttu, kvennabaráttu, baráttu samkyn- hneigðra og að sjálfsögðu tískunnar. Hér er fjallað um sögu, áhrif og merkingu gallabuxna. Laugardagur 10.7. | 2004 | 28. tölublað | 79. árgangur [ ]Elvis | Allir verða á endanum eins og Elvis því að mannkyninu fer sífellt fram og þroskast | 3 Hómer | Í stríði er engin dýrð, aðeins ofbeldi og þjáning; það er kjarni Ilíonskviðu | 8Ian McEwan | Barnið og tíminn er skáldskapur sem lifir með heilli kynslóð það sem eftir er | 11 LesbókMorgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.