Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.2004, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.2004, Síða 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. júlí 2004 E ins og allir vita er Ilíonskviða önnur af sögu- kviðum Hómers, frægustu sögukviðum veraldar. Nafn kviðunnar er dregið af Ilíon, sem var annað nafn á Tróju. Borgin nefndist svo eftir Ilusi, sem sagan segir að hafi stofnað hana. Aðalefni kvið- unnar er reiði gríska herforingjans Akkilesar og afleiðingar hennar fyrir gang Trójustríðsins. Atvik það sem Akki- les reiðist yfir átti sér stað eftir að stríðið hafði staðið yfir í mörg ár. Umsátur Grikkja um Trójuborg stóð í 10 ár, en Ilíonskviða lýs- ir aðeins stuttum tíma, aðeins broti úr sögu þessa fræga stríðs. Upphaf Trójustríðsins var brottnám Helenu hinnar fögru, eig- inkonu Menelásar konungs í Spörtu. Trójverjinn París hefur tælt Helenu og numið hana á brott með sér til Tróju. Þetta sætta Grikkir sig ekki við og mikill floti merkra manna undir forustu Agamemnons, bróður Menelásar, heldur til borgarinnar til að endurheimta kvenmanninn. Til er þjóðsaga sem greinir frá að því að Príamusi Trójukonungi hafi verið spáð að sonur hans myndi valda tortímingu Trójuborgar og þess vegna lætur hann bera drenginn út við fæðingu. Honum er síðan bjargað af hjarðmanni sem elur hann upp. Á meðan hann gætir hjarðar sinnar á Ída- fjalli koma gyðjurnar þrjár, Hera, Aþena og Afródíta, og biðja hann að skera úr því hver þeirra sé fegurst. París úrskurðar að Afródíta sé þeirra fegurst enda lofar hún hon- um fegurstu konu jarðar að launum. Sú var talin vera áðurnefnd Helena, eiginkona Menelásar. Nokkru síðar kemst upp um ætt- erni Parísar og hann snýr aftur heim til föðurhúsanna. Seinna siglir hann til Spörtu og nemur Helenu drottningu á brott með sér til Tróju. Þessa sögu notar Hómer í Ilíonskviðu til skýringar á upptökum Trójustríðsins. En stríðið sem slíkt er ekki það sem skáldið leggur áherslu á, heldur sá mannlegi harmleikur sem um- sátrið og átökin ollu; sorgarleikurinn um tortímingu Trójuborgar; þjáningin sem slíkur hildarleikur hefur ætíð í för með sér. Brottnumið kvenfólk og grátandi karlmenn Ilíonskviða greinist í 24 þætti. Fyrsti þátturinn fjallar um orsakir og upphaf að reiði Akkilesar og í síðasta þætti verða sættir og reiði Akkilesar hefur sjatnað. Á milli upphafs og endis reiðikasts- ins liggur mikil örlaga- og harmsaga fjölda karla, kvenna og barna. Aðalpersónur Ilíonskviðu eru hugaðir stríðsmenn. Þeir búa jafnvel yfir ofurmannlegum styrk og líkamsþrótti. En þeir eru ekki einungis góðir hermenn heldur eru þeir einnig mjög við- kvæmir menn sem vita hvað er að vera hræddur og þekkja bæði sársauka og óttann við dauðann. Allir myndu þeir kjósa hlýjar sængur eiginkvenna sinna fram yfir vígvöllinn, ef þeir gætu valið. Þessi særanleiki hetjanna er sífellt ítrekaður í sögukviðunni. Hann er dreginn fram á tvenns konar máta. Annars vegar er sí- fellt minnt á það hversu skammlíf sigurvíman er. Án viðvörunar breytist sigur í ósigur og niðurlægingu. Hins vegar dregur frá- sögnin sífellt fram andstæðurnar stríð og frið. Lögð er mikil áhersla á samskipti einstakra stríðsmanna við fjölskyldur sínar og vini, og einnig er mikil rækt lögð við að lýsa dauðdaga einstakra hetja. Á þennan hátt verður frásögnin samúðarvekjandi; í gegn- um andstæður stríðs og friðs, blóðugrar baráttu og friðsæls fjöl- skyldulífs vekur kveðandi Ilíonskviðu samúð hlustanda/lesanda með hetjunum og hlutskipti þeirra. Þessi áhersla á mannlegan særanleika fær lesanda til að fyrirlíta stríðið og bardagann sem er orsök allrar þjáningarinnar sem kveðið er um. Þar að auki, eins og þetta væri ekki nóg „sönnun“ fyrir skelfingu stríðsins, kveður höf- undur kviðunnar um ótal svívirðileg manndráp sem hann lýsir í smáatriðum á mjög myndrænan og gróteskan hátt. Samkvæmt talningu eru það 243 nafngreindir einstaklingar sem mæta dauða sínum í kviðunni. Þessi áhersla á dauðdaga einstakra stríðsmanna og hinar raunsæju smáatriðalýsingar á hvernig líkömum þeirra er misþyrmt vekja ennfremur andúð á hryllingi stríðsins. Upphafskafli þessarar hetjukviðu er nokkuð athyglisverður. Tvær aðalhetjurnar, Agamemnon og Akkiles, eru að rífast yfir kvenfólki – líkt og börn að rífast yfir leikföngum. „Ef ég fæ ekki að halda minni konu mátt þú ekki hafa þína,“ er það þema sem ágreiningsefni fyrsta þáttar (og reyndar kviðunnar í heild að margra mati) sprettur af. Til að sefa reiði Appollós verður Aga- memnon að skila aftur til föðurhúsa stúlku þeirri sem hann hefur haft sem hjákonu. Agamemnon er mjög ósáttur og reiður yfir þessum málalokum og í bræði sinni ákveður hann að taka hjákonu Akkilesar af honum, svona eins og til að „jafna sakirnar“. Af þessu sprettur menis, eða reiðisöngur, og vísar sá titill til reiði Akkiles- ar, bæði yfir því að missa stúlkuna svo og yfir þeirri óvirðingu sem honum finnst að sér hafi verið sýnd: Kveð þú, gyðja, um hina fársfullu heiftarreiði Akkils Peleifs- sonar, þá er olli Akkeum ótölulegra mannrauna, og sendi til Had- esarheims margar hraustar kappasálir, en lét sjálfa þá verða hundum og alls konar hræfuglum að herfangi, eftir það að þeir höfðu eitt sinn deilt og skilið ósáttir, herkonungurinn Atreifsson og hinn ágæti Akkiles. Þetta eru upphafsorð Ilíonskviðu og draga þau strax fram reiði- þema kviðunnar. En Akkiles er ekki bara reiður, hann er líka djúpt særður og sorgmæddur. Framarlega í fyrsta þætti er brugðið upp áhrifaríkri mynd af þessari aðalhetju kviðunnar þar sem hann situr grátandi og ákallar móður sína eftir að stúlkan, Hippodamía Brísesdóttir, hefur verið tekin frá honum. Patróklus gerði, sem vinur hans bauð, leiddi hina kinnfögru Brísesdóttur út úr búðinni, og fékk þeim í hendur. Fóru þeir nú aftur til skipa Akkea, og gekk konan með þeim, þótt henni væri það nauðugt. Þá grét Akkiles. Hann skildist þegar við félaga sína, og settist á strönd hins gráa sævar og horfði út á hið dimmbláa haf. Hann rétti út hendur sínar, og bað ákaflega til móður sinnar: „Móðir mín, fyrst þú ólst mig skammlífara en aðra menn, þá átti þó Ólympsguð, hinn háþrumandi Seifur, að veita mér sæmd að minnsta kosti. En nú hefur hann ekki veitt mér hinn minnsta sóma, þar sem hinn víðlendi Agamemnon Atreifsson hefir svívirt mig, er hann hefir nú komið höndum á heiðursgjöf mína, er hann hefir að einræði sínu látið taka frá mér.“ Þannig mælti hann, og felldi tár. Okkur þarf ekki að undra reiði og örvænting Akkilesar við konumissinn. Atvikið endurspeglar, þegar allt kemur til alls, or- sök og upphaf Trójustríðsins: brottnám konu frá manni sínum. Á þessa hliðstæðu bendir Akkiles sjálfur löngu síðar, eða í níunda þætti: „Hver þörf er Argverjum, að eiga í ófriði við Trójverja?“ segir Akkiles, og hann heldur áfram: Hví safnaði Atreifsson her og fór með hann upp hingað? Var það ekki vegna hinnar hárfögru Helenu? Hvort eru það Atreifs- synir einir meðal mæltra manna, sem elska konur sínar? Nei, sér- hverr góður og skynsamur maður elskar konu sína og ann henni, eins og ég elskaði þessa konu af alhuga, þó hún væri hertekin. En þó að Akkiles sýni þannig særanleika sinn og viðkvæmni strax í fyrsta þætti Ilíonskviðu kemur það ekki í veg fyrir að hann hæði góðlátlega vin sinn Patróklus þegar sá síðarnefndi kemur til hans grátandi yfir óförum Grikkja í bardaganum. Hví grætur þú, Patróklus, sem ung mær, sú er hleypur eftir móður sinni og biður hana taka sig, tekur í skikkju hennar og heldur henni aftur, þá hún vill flýta sér áfram, og mænir upp á hana grátandi, að hún taki sig? Líkur henni, út hellir þú, Patrókl- us, mjúku tári. Jafnvel konungurinn sjálfur, Agamemnon, á stundir þar sem hann fellur saman, grætur og kveinar. Þegar öll sólarmerki benda til þess að Grikkir muni lúta í lægra haldi fyrir Trójverjum stend- ur Agamemnon fyrir fram menn sína og grætur: Atreifsson, særður í hjarta af megnum harmi, gekk um kring og bauð hinum hvellrómuðu köllurum að kveðja hvern mann til málstefnu með nafni, en kalla ekki; en sjálfur átti hann ráðagjörð- ir við höfðingjana. Þeir settust á málstefnuna harmsfullir. Þá stóð Agamemnon upp og jós út tárum, sem kolblá vatnslind, sú er spýtir dökkvu vatni fram af bröttum hamri; eins andvarpaði hann þungan og mælti til Argverja: „Kæru vinir, þér fyrirliðar og höfð- ingjar Argverja! Seifur Kronusson hefir fastlega fjötrað mig með þungu meini, sá hinn harðráði guð, er lofaði mér í fyrstu og hét með hneigðu höfði, að eg skyldi leggja í eyði hina ramveggjuðu Ilíonsborg og komast svo heim, en nú hefir hann prettað mig illa, er hann býður mér að fara heim í Argverjaland við enga frægð en mikinn mannskaða. Í hjálparleysi sínu á Agamemnon engra úrkosta annarra en fara bónleiðina að Akkilesi sem hann hafði niðurlægt fáum dögum áður. Þannig eiga allar söguhetjur Ilíonskviðu, háar sem lágar, stundir örvæntingar og uppgjafar þar sem grátur og gnístran tanna tekur við af kokhreysti og sigurvissu. Boðskapurinn hér hlýtur að vera að maðurinn sé særanlegur, hvað sem öllum hetju- skap líður. En ef maðurinn er særanlegur býr hann einnig yfir mikilli grimmd. Í bardagalýsingunum er mönnunum sífellt líkt við villi- gelti og óargadýr, rúnir öllum mannlegum eiginleikum. Hinn „svarti dauði“ og hinn „græni ótti“ liggja eins og mara á stríðs- mönnum líkt og gerir skelfingin og hatrið. Bardaginn sjálfur er kallaður „hatursfullt stríð,“ „morðingjaverk“, og „mannblót“. Slík orðanotkun skapar andrúmsloft skelfingar sem að viðbættum gróteskum lýsingum á líkamlegri þjáningu hinna deyjandi manna er þjáningarfullt fyrir næman lesanda að upplifa. Það er langt frá því að hetjur Ilíonskviðu berjist alltaf drengi- lega. Jafnvel hinar göfugustu hetjur fremja óhæfuverk, eins og til dæmis þegar Grikkinn Diomedes drepur þrettán Trójverja í svefni á meðan félagi hans Ódysseifur stelur hestum þeirra. Eða þegar Akkiles bindur líkama Hektors við kerru og dregur hann í svaðinu eftir að hafa drepið hann. Eins eru dauðdagar stríðs- manna oft langt frá því að vera hetjulegir. Þeir deyja veinandi af kvölum með spjót stungin í neðanverðan kviðinn, eða gegnum lifr- ina, eða jafnvel stungin í gegnum rasskinnarnar og inn í blöðru. Höfuð eru höggvin af mönnum og kastað til jarðar þar sem þau snarsnúast eins og boltar. Augu eru stungin út og kastað blóðug í rykið, eða jafnvel þrædd upp á spjótsodd andstæðingnum til háð- u g K F t e o g á ö o v h e m s b h h a h H lí m þ g d a s m á s is e v v I Stríð að fornu og n Trója Stríðið sem slíkt er ekki það sem Hómer leggur áherslu á, heldur sá mannlegi harmleikur sem umsátrið um Tróujuborg og átökin ollu; sorg Eftir Soffíu Auði Birgisdóttur soffiaa@akademia.is Um þessar mundir er verið að sýna kvikmyndina Tróju eftir Wolfgang Petersen í bíóhúsum en hún er byggð á Ilíonskviðu Hómers. Aðalefni kviðunnar er reiði gríska herforingjans Akkilesar og afleiðingar hennar fyrir gang Trójustríðsins. Að mati greinarhöfundar sýnir Ilíonskviða að í falli óvinarins er harmleikur falinn, engu síður en í falli samherjans. Um Ilíonskviðu Hómers

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.