Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.2004, Qupperneq 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. júlí 2004
E
r Guð til? spyr Stein-
dór Erlingsson vís-
indasagnfræðingur
í skemmtilegri
grein í Lesbók
Morgunblaðsins sl.
laugardag, 3. júlí 2004. Í upphafi
greinarinnar virðist hann svara
spurningunni neitandi en þegar mað-
ur hefur lesið greinina á enda kemur
í ljós að sú neitun er ekki jafn af-
dráttarlaus og virðist í fyrstu eða það
geti verið möguleiki á jákvæðu svari.
Spurningin: Er Guð til? er einföld
að formi til, sams konar og spurn-
ingar á borð við: Eru konur til? Eru
karlar til? Er til líf á Mars? En þegar
dýpra er skyggnst kemur í ljós að
spurningin er flókn-
ari en svo og snertir
ekki aðeins þekking-
arfræði heldur líka
siðfræði auk nokkurra sviða fé-
lagsvísinda og hugvísinda svo sem
sagnfræði að ógleymdri guðfræði. Og
spurningin er fjarri því að vera
fræðileg einvörðungu heldur er hún
einnig hagnýt eða snertir daglegt líf
fólks. Viðvíkjandi hugtakaparinu trú
og vísindi þarf líka að spyrja: Hvaða
trú? Hvaða vísindi?
Í grein sinni ræðir Steindór fyrst
og fremst um samband kristinnar
trúar og raunvísinda. Hann gengur
út frá því að trúin á Guð sé mönnum
erfið eftir daga Darwins þar eð hann
hafi kollvarpað sannleiksgildi sköp-
unarsögu Biblíunnar. Deilurnar milli
kristinnar trúar og raunvísinda
mögnuðust við útkomu bókar Darw-
ins en fyrir daga hans höfðu slíkar
deilur oft komið upp. Á 17. öld var
Galileo Galilei dæmdur til að afneita
sínum kenningum af því að þær
brytu í bága við Biblíuna og kristinn
trúarvitnisburð. Kristnir menn voru
ekki allir sammála um meðferð páfa-
valdsins á Galilei. Mótmælendur sáu
í dómnum enn eitt dæmi um valda-
áníðslu páfans og sendu lútherskir
vísindamenn, guðfræðingar með-
taldir, mótmæli til Rómar út af þess-
ari meðferð. Fjölmörgum fylg-
ismönnum páfavalds bæði
vísindalærðum og öðrum hefur líka
fundist að páfi hafi þarna farið út fyr-
ir valdssvið sitt og virðist svo sem
sjónarmið þeirra hafi nú loksins
fengið hljómgrunn í Vatikaninu þetta
mörgum öldum eftir atburði. Á 18.
öld komst guðleysi í tísku meðal
menntamanna í Evrópu. Frönsku al-
fræðiorðabókarhöfundarnir voru litl-
ir vinir kristinnar trúar. Bylting-
armennirnir frönsku tóku Notre
Dame í París herskildi og helguðu
hana skynseminni og Laplace sagði
við Napoleon að hann hefði enga þörf
fyrir tilgátuna Guð til að geta útskýrt
heiminn. Karl Marx, sem á dögum
kalda stríðsins var stundum nefndur
faðir guðleysisins, kom til Berlínar til
að setjast í háskólann þar skömmu
fyrir 1840. Þar gekk hann í samtök
guðleysingja sem lutu forystu heim-
spekingsins Ludwig Feuerbachs. Ég
veit ekki hvort Darwin var guðleys-
ingi en hvað sem því líður þá fengu
menn sem voru guðleysingjar fyrir
ný skotfæri í baráttunni við trúna í
kenningum Darwins. Það er raunar
áhugavert sjónarhorn sem Steindór
bendir á í grein sinni, að deilurnar
hafi að miklu leyti verið deilur milli
vísindagreina um völd og áhrif þegar
raunvísindin voru að færast yfir af
sviði einkatilrauna inn á svæði há-
skólanna og farin að berjast fyrir
áhrifum og fjárveitingum við eldri og
grónari vísindagreinar. Og á Eng-
landi var forræði kirkjuvaldsins í
málefnum háskólanna mikið eins og
blasir við augum hvers og eins sem
heimsækir háskólaborgirnar fornu
Oxford og Cambridge. Loks hlýtur
bók Darwins um uppruna tegund-
anna líka að hafa komið illa við
marga vísindamenn sem fylgdu
Newton og Linné að málum. Þeir
höfðu báðir haldið fram sannleiks-
gildi sköpunarsögu Biblíunnar.
Newton hafði reiknað út aldur jarðar
út frá vitnisburði Biblíunnar og
reiknast til að hún væri eitthvað um
6000 ára um sína daga og Linné hélt
því fram að kenningar hans lýstu
grösum og gróanda eins og Drottinn
hafði gengið frá þeim í árdaga á
sjötta degi. Studdir kenningum
þeirra héldu margir guðfræðingar og
heimspekingar, t.d. William Paley,
því fram að tilvera Guðs blasti við
augum hvers þess sem liti for-
dómalaust í kringum sig og sæi
hversu öllu sé haganlega og skipu-
lega fyrir komið í veröldinni. Darwin
ýtti þess vegna ekki aðeins við Bibl-
íunni heldur líka framámönnum í
heimi vísindanna.
En svo vikið sé að guðfræði há-
skólanna held ég að fæstir háskóla-
guðfræðingar hafi á 19. öld haldið því
fram að sköpunarsögur Biblíunnar
væru lýsing á uppruna heimsins í ein-
stökum atriðum. Þegar á 17. öld byrj-
uðu lútherskir guðfræðingar að
kenna að Biblían væri ekki handbók
er fræddi menn um ytri atburði eins
og um uppruna heimsins og studdust
þar raunar við sjónarmið Lúthers
sjálfs. Guðfræðin átti þar með ekki
að eiga í deilum við aðrar vís-
indagreinar um það hvernig heim-
urinn varð til heldur fremur fjalla um
eðli og tilgang heimsins út frá því að
hann væri sköpun Guðs og hefði
þannig upphaf og markmið. Aðal-
atriðið í túlkuninni á sköpunarsögum
Biblíunnar hefur þar með um langan
aldur verið það að heimurinn sé ekki
af tilviljun heldur eigi hann sér upp-
haf og tilgang og sérstaða mannsins
meðal hins skapaða sé sú að geta les-
ið í vilja Guðs eins og hann birtist
skynsemi manna. Fyrri sköpunar-
sagan í fyrstu Mósebók 1. kapitula
hefur verið talin lýsa því hversu Guð
hefur skipað öllu í heiminum hag-
anlega svo að menn geta gengið að
lögmálum og skipulagi í náttúrunni
og eigin félagi. Síðari sköpunarsagan
í 2. og 3. kapitula fyrstu Mósebókar
hefur áminnt menn um að þeir væru
að efni til skyldir öðrum sköpuðum
verum og í öðru lagi hefði mannlífið
fyrir einhver óskiljanleg atvik misst
sjónar á takmarki sínu (syndafallið).
„Ég hugsa, þess vegna er ég til,“
sagði Descartes. Einhver spakur
maður breytti setningu hans í þol-
mynd og sagði: „Ég er hugsaður,
þess vegna er ég til!“ „Skyldir erum
við skeggkarl tveir,“ sagði Hall-
grímur Pétursson um bollann sinn af
því að báðir væru af sama efni: „Okk-
ar beggja er efni leir.“ Þeim er þess
vegna báðum hætt við broti og þola
ekki byltu og báðir þurfa að gæta sín
í návist víns.
Margir kristnir menn jafnt lærðir
sem ólærðir hafa játast skoðunum
Darwins og margir kristnir raunvís-
indamenn eru til sem vinna út frá
kenningum Darwins án þess að það
trufli þeirra kristnu trú. Kristin sjón-
armið hafa gengið í þá átt að afneita
því að þróunin sé stjórnlaus eða blind
og hafa menn reynt að rökstyðja að
Guð sé að baki henni. Á hinn bóginn
hafa margir kristnir menn óttast það
ef menn leitast við að snúa þróuninni
við ef svo má segja og taka að kenna
að menn séu ekki bara komnir af öp-
um heldur séu þeir apar og engin leið
að lækna apaskapinn. Þarna eiga
kristnir menn bandalag við ýmsa
mannvini aðra og einnig þegar þeir
vara við því að kenningum Darwins
um úrval tegundanna sé beitt á vett-
vangi efnahags- og stjórnmála. Sum-
ir talsmenn óhefts kapitalisma á 19.
öld rökstuddu t.d. skoðanir sínar með
skírskotun til Darwins og úr sögu 20.
aldar eigum við ljót dæmi í nasism-
anum þar sem menn beittu darvin-
isma fyrir sig til að rökstyðja kyn-
þáttafordóma og nauðsyn þess að
þjóðfélagið væri hreinsað af
ákveðnum, veikum einstaklingum og
tilteknum sjúkdómum þannig smám
saman útrýmt. Og enn stöndum við
frammi fyrir siðferðilegum álita-
málum þegar vísindi og vísinda-
tilraunir eru annars vegar sem
ástæða er til að vera á verði yfir. Þó
að maðurinn sé skyldur öðru sköp-
uðu, leir eins og bollinn, þá er mað-
urinn aldrei ílát eða verkfæri, heldur
frjáls vitsmuna- og viljavera.
Steindór segir í grein sinni að
kirkjan hafi brugðist einstaklingum
er haldi að eftir Darwin sé ekki leng-
ur hægt að trúa á Guð. Og það má
örugglega taka undir það að kirkjan
hafi brugðist þarna sem á öðrum
sviðum. Þó hafa ýmsir guðfræðingar
leitast við að gegna skyldum sínum
að þessu leyti. Á Englandi er m.a.
áhugaverður raunvísindamaður sem
jafnframt er prestur, John Polking-
thorn að nafni, og hefur mikið skrifað
um trú og vísindi. Hvað íslensku
þjóðkirkjuna varðar, en Steindór
segir að hún hafi ekki opinberlega
upplýst almenning um að sköp-
unarsagan sé í raun gamall vísdómur
og beri að skoða sem slíkan, þá hafa
íslenskir guðfræðingar mikið skrifað,
kennt og sagt um þetta á und-
anförnum árum og áratugum. Ég
leyfi mér að nefna Sigurbjörn Ein-
arsson, biskup, sem hefur margt rit-
að og rætt um þetta mál, og Þóri Kr.
Þórðarson, prófessor, sem fjallaði oft
um sköpunarsögurnar og ritaði m.a.
lítinn bækling beinlínis handa þeim
sem kenna skyldu kristinfræði í skól-
um. Loks flutti á sl. vetri ungur dokt-
or í guðfræði, Kristinn Ólason, röð
fyrirlestra um sköpunarsögurnar
fyrir almenning. Þessir hafa allir
ítrekað að sköpunarsaga sé ekki lýs-
ing á uppruna heimsins heldur flytji
hún annan boðskap. Þá bendi ég líka
á fermingarkver sem notast er við í
fermingarfræðslu kirkjunnar. Og
loks bendi ég á tilbeiðslu kirkjunnar í
sálmum og bænum þar sem kirkjan
játar Guð sem þann er vakir yfir líf-
inu nú og stýrir því og kallar á menn
að gerast samverkamenn sínir að
framgangi hins góða, fagra og full-
komna í heiminum. Þarna blasir op-
inber kenning kirkjunnar við og ber-
sýnilegt að viðvíkjandi sköpun
heimsins er áherslan ekki á hina upp-
runalegu sköpun heldur miklu frem-
ur á viðvarandi sköpun og nýsköpun
ásamt tilvistarlegri skírskotun til
fólks. Ef kennari sonar Steindórs í
kristnum fræðum hefur sagt að
kenning kirkjunnar blasti við í sköp-
unarsögunni og kirkjan afneitaði þar
með raunvísindum, þá hefur viðkom-
andi kennari verið að fara út fyrir
starfsvið sitt. En því á ég raunar bágt
með að trúa að óreyndu.
Er Guð til?
Ég svara þeirri spurningu játandi
og bendi í fyrsta lagi á heiminn sjálf-
an þar sem hægt er að finna hugsun
og tilgang sem gefur mér vísbend-
ingu um að hugur og vilji liggi að baki
heiminum og heimsrásinni. Í öðru
lagi finnst mér mannlífið sjálft benda
til þess að það lúti einhverjum hinsta
vilja og tilgangi. Í þriðja lagi beiti ég
tilvistarlegum rökum og segi: Ég
neita því að heimurinn sé af tilviljun
og rekist stjórnlaust áfram. Ég neita
því að vald hins sterka eigi að ráða.
Ég neita því að illskan, grimmdin og
tilgangsleysið eigi síðasta orðið. Ég
neita því að heimurinn og þeir sem í
honum búa séu ofurseldir örlögum
sem þeir ráði engu um. Í fjórða lagi –
og það er í raun ramminn utan um öll
mín rök önnur – játast ég innihaldi
kristinnar opinberunar. Og innihald
hennar er persóna en ekki dauðar
kenningar, persóna, sem kallar á
vilja minn og breytni.
Guð er til!
Eftir Einar
Sigurbjörnsson
eisig@hi.is
Höfundur er prófessor í guðfræði.
Fyrri sköpunarsagan í fyrstu Mósebók 1. kapitula hefur verið talin lýsa því hversu Guð hefur skipað öllu í heiminum
haganlega svo að menn geta gengið að lögmálum og skipulagi í náttúrunni og eigin félagi.