Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Blaðsíða 5
t Á förum í langþráða fjallaferð frétti ég uú lát Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Ég vil, að kveðja frá mér fylgi með öðrum þeim, sem honum verða fluttar að leiðarlok- Um í Tímanum. Ég minnist þess, að kornungur átti ég því láni að fagna, að Jónas Jónsson^kvaddi mig til þjónustu á sínum végum og félaga sinna, þeg- ar þeir liófu framkvæmdasóknina miklu í málefnum landsins árið 1927. Þetta urðu sannarlega tíma- mót í framfarasögu þjóðarinnar, því að umbótahraðinn jókst þá allt í einu með þeim hætti, að nálega mátti kalia byltingu. Og æ síðan hefur framkvæmdasókn sú, sem þá hófst og stóð þrátt fyrir heims- kreppu og stóráföll með litlum hvíldum fram að síðustu heims- styrjöld, orðið eggjandi fordæmi í framfarabaráttu þjóðarinnar. Þessi farsæla framfarabylting var árangur af langri baráttu margra vaskra manna og sterkra félagssamtaka, en ekki er hallað á neinn, þótt þvi sé á loft haldið, að mestur var þáttur Jónasar Jónssonar í þvi brautryðjanda- starfi. Kom þar til forysta lians í málefnum ungmennafélaganna, samvinnufélaganna og Framsókn- arflokksins, og verður sú saga rak- in af öðrum bæði nú og síðar, meðan lEÍandssaga verður sögð og rituð'. Það var mikil gæfa fyrir mig að komast í nána snertingu við Jónas Jónsson og félaga hans, þeg- ar þeir r.ófu framkvæmdirnar, sem þeir höfðu svo lengi barizt fyrir og undirbúið með þessari stór- .. felldu baráttu. Ég fæ aldrei fullþakkað það traust, sem Jónas Jónsson sýndi mér á bessum árum, og meðal ann ars varð til þess. að ég fékk að sjá og kynnast því, hvernig braut- ryðjandi og víkingur vann. Seinna bar ýmislegt á milli, m. a. um starfsaðferðir og tilhögun barátt- Unnar, sem varð til þess, að leiðir lágu ekki saman sem fyrr, en ekk- ert af því, sem skeði, þótt sumt væri sárt að bera. hefur eitt and- artak breytt mati mínu á stór- brotnu forystuhlutverki Jónasar Jónssonar né drepið niður þakk- læti mitt í hans garð. Þjóðin öll stendur í mikilli þakkarskuld við Jónas Jónsson, aðsópsmikinn þjóðarleiðtoga i upp- hafi fullveldis á íslandi, og mun margur minnast þess nú við frá- fall hans. Framsóknarmenn geyma minn- inguna um mikilhæfan foringja sinn, brautryðjandann, sem ruddi leiðiua öllum öðrum fremur. Þá ÍSLENDINGAÞÆTTIR minningu fær ekkert af því, sem hefur gerzt né getur gerzt, trá þeim tekið. 20. júlí 1968. Eysteinn Jónsson. f Kveðja frá Þingeyingum. Dáinn! Horfinn! Svo varð Jónasi Hallgrímssyni að orði við andlátsfregn. Undrun og spurn er í orðunum. Ennþá grípa okkur lík hughrif. Við trú- v um því varla, að gamlir vinir og samferðamenn hverfi úr hópi okk ar. Við eigum ekki og þurfum ekki að trúa. Þeir lifa áfram í verkum sínum og minningum okk- ar. Jónas frá Hriflu verður aldrei dáinn og horfinn, nokkrum ís- lendingi. — Hann fæddist 1. maí 1885, eitthvert harðasta og kald- asta vorið og sumarið á versta harðindatímabili 19. aldar. Það var fært í frásögur. að þá var spretta svo lítil, að breiða þurfti poka á reipin, svo að heyið tylldi í bönd- unum. Hann var þriðja barn blá- fátækra frumbýlinga í Hriflu, engjalausri hjáleigu frá höfuðból- inu Ljósavatni. Þar var allt lág- reist, ekki einu sinni bæjarþil fram á hlaðið. Nú er í Hriflu eitt stærsta bú sveitarinnar. Bjartar stórbygging- ar í víðlendu túni blasa við af þjóðvegi. Flest gömlu smábýlin íslenzku hafa landkosti til að verða að stórbýlum Litli drengurinn sem fæddist i lágreistu Hriflubaðstofunni er í dag borinn til moldar. viðurkennd ur af alþjóð sem virkasti foringi í baráttunni, þegar íslendingar voru að rísa úr öskustó örbirgð- ar og kúgunar til þess að skipa virðingarsess í flokki fremstu menningarþjóða. Við íslendingai erum allir ná- skyldir. svo sem ein ætt eða fjöl- skylda. Þess vegna má vænta af- burðamafma lafnt úr ægstu hreys um sem hæstu aettgörðum. Nánustu ættingtar Jónasar voru ekki bióðkunnir En ekki þarf að fara nema fram til siðari hluta 18. aldar tii oesf að finna sam- eiginlega forfeður hans og ýmissa ágætra skálda og athafnamanna, bæði i öður- og móðurætt Þar ma nefna Fiölnismenr. Brynjólf Pétursson og Jónas Hallgrímsson Hannes riafstein. Davíð Stefáns- son og Jóhann Siguriónsson Lögmál erfðanna éru öræð Sér stæðar eigindii fia löngu horfn- um forfeðrum Of mæðrum geta sameinazl “instaklingum svo ná- frændur verði ólíkir. Þessar ör- lagadisir erfðanna voru stórgjöf- ular við Jónas fra Hriflu Það er aðali skálda og lista manna að geta séð hluti og við- burði frá íleiri hliðum og í breyti- legra ljósi og með meira innsæi en aðrir og geta miðlað ö'ðrum af þessum sýnum sínum Jónas átti þennan skáldhug og andagift í ríkari mæli ei. flestir aðrir Hann orti þó aldrei ljóð. sögur eða leiknt. en margar ritgerðir hans og iafnvel fræðibækur eru þrungnar af skáldlegri andagift. 5 Jónas ferðaðist miki'ð á hcstum á fyrri árum.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.