Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Blaðsíða 9
fcvæmni. Fáir íslendingar munu hafa verið hugmyndaríkari og frjórri í hugsun. — En styrkur hans var sem allra mikilla hugs- uóa að skynja stefnur og strauma samtíðarinnar. Hann var óvenju- lega fundvís á lífrænlegan gróður og hafði þrek og þor að búa hon- um vaxtarskilyrði. Hvar sem Jónas Jónsson fór, var hann hinn ger- huguli skoðandi. Ekkert fór fram hjá honum sem gildi hafði fyrir skilning og skoðun. — En um leið var Jónas listamaðurinn, sem felldi saman ólíka þætti og skapaðl sitt eigið verk sjálfstætt og sérstætt. Þegar til þess kom að vinna úr efniviðnum, voru það íslenzk við- horf og íslenzkar aðstæður, sem úrslitum réðu. — Svo var og um skólahugmyndirnar mörgu, sem voru kveikjan í draumum hans um Samvinnuskólann og eggjunin í dáð um hans að skapa með þeim skóla sérstætt afbrigði menntastofnunar. Þriggja erlendra fyrirmynda hefur verið getið. En Samvinnuskólinn í mótun Jónasar var rammíslenzk- ur. Iíinar erlendu fyrirmyndir urðu fyrst og fremst í vitund Jónasar til að bregða birtu yfir íslenzk fyrirbæri og íslenzkar skoðanir. Að gera Samvinnuskólann að sér- íslenzku t'yrirbæri var fjórði þátt- urinn í mótunarsögu skólans. Mun þeirri sögu gerð örstutt skil. Jónas Jónsson leit ævinlega á skólastofnun sem stórt heimili. Kennarar og nemendur voru að hans áliti fjölskylda Hann taldi áríðandi að glata ekki þeim forna arfi frá sveitaheimilunum íslenzku. Baðstofan hafði í sannleika verið kennslustofa jafnframt. Á þetta sama hafði Grundtvig iagt áherzlu. Þannig vildi Jónas gera skóla sam- vinnumanna úr garði. Hann gerði það líka á - eftirminnilegan hátt, þar sem skólinn var jafnframt heimili hans og nemendur skólans fremur heimilismenn en gestir í einkaíbúð hans og hinnar mikil- hæfu konu hans. frú Guðrúnar Stefánsdóttur. Annað sérkenni íslenzkrar erfð- ar, sem miklu máli skipti fyrir Jónas Jónsson, vai að skáldið og raunsæismaðurinn gætu átt sam- leið. Skáldskapur og list átti að vera þáttur lífs, sem ekki yrði greindur frá. Sú var líka skoðun John Ruskins hins brezka Það olli Jónasi miklum vonbrigðum, ef honum virtist list og skáldskapur fjarlægjast lífið. Réttara mun hitt þó vera, að vonbrigðin stöfuðu af því að bilið breikkaði milli listar og skáldskapar annars vegar, en skilnings og llfsviðhorfa almenn- ings hins vegar. Jónas Jónsson taldi þekklngu á bókmenntum og listum undirstöðuatriði að skynja samtíðina og sérkenni hennar. Á þessa sko'ðun sína Iagði hann sér- staka áherzlu í skóla samvinnu- stefnunnar, en samvinnumenn þurftu a'ð hans áliti öðrum frem- ur að vera raunsæir og þekkja sinn vitjunartíma. Líklega er enn ótalið það atriði íslenzkrar hefðar, sem Jónasi Jóns syni var hugstæðast og mun gefinn sérstakur gaumur, þótt síðar verði. Á íslandi hefur löngum verið litið svo á, að það að vinna sé að nicnnt- ast. Vinnan sjálf er menntavegur- inn bezti. Jónas Jónsson var allt til síðustu stundar sannfærður um sannleiksgildi þeirra orða. Líklega hafa kenningar franskra félagsfræð inga orðið honum mikilvæg eggj- un og staðfest dýpt hins íslenzka viðhorfs. Frá frönskum félagsfræð ingum er hún komin hugmyndin að þróun mannkynsins einkennist af aðdáun á þrem fyrirbærum og sé eitt öðru ágætara Á fyrsta þróunarstigi samfélagsins dáðu menn styrjaldir og sigurvinninga. Á öðru þróunarstiginu nutu lögin og lagasetningin sérstakrar virð- ingar. Á því þróunarstigi sem mannkynið er nú að komast á, beinist athyglin meira og meira að gildi vinnunnar, þroska þeim og yfirburðum, sem vinnan veitir. Hvað sem þessum kenningum líð- ur, orkar hitt ekki tvímælis, að Jónas Jónsson leit á vanmat á vinnunni sömu augum og frönsku félagsfræðingarnir. Vanmatið á vinnunni voru leifar frá hugsunar- hætti fyrri þroskastiga mann- kynsins. Að sama skapi og mönn- um yrði ljósari staðreyndir hinna nýju viðhorfa hlyti matið á vinn- unni að breytast og um leið nýr skilningur að skapast á fornum fslenzkum hugsunai'hætti. — Gildi vinnunnar og mikilvægi verka- skiptingar samfélagsins voru Jón- asi Jónssyni djúpstæð sannindi. Má raunar segja, að boðun þeirra sanninda hafi einna mestu ráðið um mótun nemenda Samvinnuskól- ans og skapað skólanum sérstöðu, sem mikla athygli vakti. III. Það er tilgangur þessarar minn- ingargreinar um Jónas Jónsson frá Hriflu látinn að skýra hugmyndir hans um Samvinnuskólann. lýsa mótun skólans í höndum hans, síð ast en ekki sízt að gera ljóst. hvern hlut Jónas ætlaði skólanum í ís- lenzku þjóðfélagi Sá kostur hefur verið valinn í þessu skyni, að benda á forsendur og uppsprettur. Engum er samt ijósara en undir- rituðum cakmarkanir og annmark- ar greinargerðarinnar Eins er og auðsætt, að hægt var að nota aðr- ar aðferðir og draga fram önnur Kveðja frá ungum Framsóknarmönnum Það mun ekki ofmælt, að Jónas Jónsson frá Hriflu hafi verið einna mestur örlagavaldur í íslenzkum stjórnmilum á þessarl öld. Fydr finimtíu árum Iagði liann homstein að þeirri flokka- skipun, sem við enn búum að. Hann gerðist leiðtogi ungu kynslóðarinnar á sínum tíma, og er hann hófst til valda um skeið, lcitaðist hann hvarvetua við að lyfta ungum og efnilegum mönnum i áhrifastöður. Árangur- inn af þeirrl framtakssemi var tvímælalaust frábærlega jákvæður. Enginn íslenzbur stjórnmálamaður hefur í jafn ríkum mæli og Jónas Jónsson sýnt í verki, að hann kynni skil á vitjunartíma yngri kynslóðarinnar. Það var ekki að ófyrirsynju, að Jónas Jónsson frá Hriflu var kjörinn fyrsti heiðursfélagi Sambands ungra Framsóknarmanna þegar á stofnþingl samtakanna að Laugarvatni 1938, enda liafði hann hvatt mjög til stofnunar samhandsins. Nú við andlát hans og útför senda ungir Framsóknarmenn um Iand aUt fjölskyldu hans hugheilar samúðarkvcðjur. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.