Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Blaðsíða 6
öllu framar orti hann í fram- kvæmdum. Hann skapaði sögu úr skógum hugmynda sinna og þeirri meginkynngi og myndagnótt, sem í huga hans bjó. Jónas var alinn upp við fátækt á smábýli í harð'býlli sveit á harð- indaárum. Þetta varð honum að dýrmætum arfi. Hann skildi þá, sem urðu að beygja sig undir þungt brauðstrit við annir lífs- bjargar, nótt með degi. Þá vildi hann hefja til meiri tækifæra til menningar og lífsnautnar. Æskuheimilið stóð við þjóðveg á krossgötum þingeyskra byggða og með víðsýni tii allra átta Sú kynslóð Þingeyinga, sem kennd er við Djóðhátíðina 1874 var á bezta starfsaidri á æskudögum Jón asar. Vorhuga hennar buguðu eng in harðindi Þeir trúðu á samtaka- mátt hinria fátæku smáu. Þeir stofnuðu fyrsta kaupfélagið og brutust undan efnahagslegu oki selstöðunnar Þeir stofnuðu Þjóð- liðið, sem átti að verða landsmála- félag, sem nafði stórfelld áhrif, þó skammvinnt yrði Þeir stofn- uðu Huldufélagið til að vinna að innanhéraðsmálum. Flestir þeirra voru of tátækir tii að geta geng- ið í skóJa. Þeir stofnuðu bóka- félag, lærðu erlend mál og lásu úrval heimsbókmenntanna, mest . þýðingum á Norðurlandamálum. Engar erlendar menningarhreyf- ingar fóru fram hiá þeim Þeir voru mjög frjálslyndir félags- hyggjumenn á öllum sviðum. Jónas Jónsson var trúr læri- sveinn bessara manna og hélt þess ari barnatrú sinm allt til æviloka. Ævistarf hans var að koma æsku- hugsjónum sínum og þeirra 1 framkvæmd. Jónas fór sínar sérstæðu leið- ir til bess að búa sig undir lífs- starfið. Hann var veturna 1903— 1905 á gagnfræðaskólanum á Ak- ureyri. Þá voru bar aðalkennarar Hjaltalín og Stefán Stefánsson. Hann varð fyrir miklum áhrifum frá báðum. Hjaltalín beindi huga hans að pjóðlegum fræðum, en Stefán að íslenzkri náttúrufræði. Síðar ritaði hann kennslubækur á báðum bessum sviðum Haft var eftii Hjaltalín að Jónas væri sá stærsti lax sem komið hefði á hans snæri. Jónas var nú vetui heima og kenndi á Ljósavatni Síðan hófst námsferill hans erlendis: Askov, Kaupmannahöfn, Berlín, Oxford, London og París. Alls staðar lærði hann þjóðtungurnar og kynnti sér menningarlíf þjóð- anna. Þetta var gagnólíkur mennta ferill því, sem þá gerðist meðal menntamanna og forráðamanna þjóðfélagsins. Starfsferill hans eftir heimkom una verður ekki rakinn í stuttu blaðagrein, en lifsskoðun sína og stefnumið hafði hann með sér að heiman. Frú Guðrún Stefánsdóttir, kona Jónasar, var jafnaldra hans, ferm- ingarsystir og sveitungi. Bæðl voru þau bundin órjúfandi bönd- um við sveit sína og sýslu. Guðrún var Jónasi það, sem Auður var Gísla Súrssyni. f öll- um þeim óvægu árásum, sem hann varð fyrir, stóð hún við hlið hans hlý og sterk. Stundum var eitur- örvum óvinanna beint að hennl og hún greip bær á lofti. Þetta greinarkorn er ekki nein ævisaga Jónasar Jónssonar, held- ur aðeins kveðja frá Þingeying- um. Hér er heldur ekki rúm til þess að rekja öll hin margvíslegu samskipti Jónasar við sýslunga sfna, hvorki baráttu hans fyrir framfaramálum innan héraðs, svo sem stofnun Laugaskóla, eða sig- urvænlegum afskiptum af áhuga- málum Þingeyinga á alþingi og við stjórnarvöld. Þau hjón höfðu opið hús fyrir alla Þingeyinga i Reykjavík. Ef einhver Þingeyingur var í vanda staddur þar syðra, var jafnan bezt að leita hans ráða og var sama, hvort það var flokksmaður eða andstæðingur í stjórnmálum. Nú kveðja hann allir Þingeying ar með hlýjum huga og kærum þökkum fyrir samfylgdina. Jón Sigurðsson. Vztafelli. Kveðja frá Sambandi ísl. samvinnufélaga Við fráfall Jónasar Jónssonar frá Hriflu, minnast fslenzkir samvinnumenn þess, að hann var sterkasti málsvari, boðberi og hugsjónaleiStogi samvinnustefn- unnar hér á landi í háifa öld. Hann gekk ungur f þá sveit, helgaði samvinnuhug. sjóninni krafta sína og baráttiihug og hóf að rita um samvinnumál með þeim haetti að þjóðarathygli vakti þegar f stað. Síðar stofnaði hann skóla hreyfingarinnar og stýrði honum f áratugi. Þar veitti hann ungum samvinnumönnum veganesti, sem dugði öðru betur í baráttu og starfi. Skólann gerði hann að virtri menntastofnun. Hann var einnig lengi ritstjóri aðalmálgagns samvinnuhreyfingarinnar hér á landi og bar skjöld hennar og sverð f sókn og vörn með óbrotgjarnri reisn. — Hugsjónir hans og ritsnilli urðu hreyfingunni til ómetanlegs brautargengis en eru jafnframt bjartur viti, sem lýsir langt fram á veg. fslenzkir samvinnumenn kveðja því Jónas Jónsson frá virðingu, aðdáun og þakklæti. Hriflu, með djúpri JAKOB FRÍMANNSSON. ÍSLENDSNOAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.