Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Blaðsíða 23
í Harðangri í Noregi upp úr 1920. Frá vinstri: Gerður, frú Guðrún, Jónas og Auður.
voru alla ævi að leita að fólki og
leiða það til starfa, nánast á öilum
sviðum þjóðlífsins, og sá hópur er
orðinn stór, sem þeim hefur tekizt
að koma til starfa við sitt hæfi í
þjóðfélaginu.
Eftir að kona Jónasar andaðist
15. janúar 1963, hefur Jónas ekki
verið nema skuggi af sjálfum sér,
þau hjónin voru svo samgróin í
starfi sínu og sambúð, að þau
Voru í rauninni óaðskiljanleg, og
fjöiskylda Jónasar og heimilislíf
var miklu nánara heldnr en al-
mennt gerist. Þau hjón áttu tvær
dætur, Auði og Gerði, sem báðar
eru á lífi, og þau hjónin mynduðu
nánast eina heild svo náið var sam
starfið og samfélagið innan fjöL^
skyldunnar.
Miklar iþakkir á þjóðin Guðrúnu
konu Jónasar að gjalda, fyrir að
hafa búið Jónasi það heimili, sem
veitti honum skjól og hvíld og
gerði honum kleift að vinna hin
margvíslegu þjóðmálaafrek sín og
það hlutverk tóku dæturnar upp
að móður sinni látinni.
Nokkrir vinir Jónasar fengu hinn
þjóðkunna snilling, Ríkharð Jóns-
son fyrir nokkrum árum til þess
að gera líkneski af Jónasi Jónssyni
og hefur Rikharður lokið frum-
myndinni, en á eftir að breyta
myndinni til fullrar stærðar og er
þess vænzt, að honum takist að
Ijúka því verki á þessu ári, og
Verður þá likneskjan steypt í var-
anlegt efni og henni valinn fram-
tíðarstaður.
Eftir að Jónas Jónsson lét af
þingmennsku minnkuðu afskipti
hans af flokksmálum Framsóknar-
flokksins og Jónas sneri sér meira
að þjóðmálum á breiðari grund-
velli en flokkssjónarmið rúma, en
þó varð Framsóknarflokkurinn
aldrei frá Jónasi skilinn eða Jónas
skilinn frá flokknum, og kom þetta
glöggt í ljós er Framsóknarflokk-
urinn minntist hálfrar aldar af-
mælis síns, þegar Jónas gekk i sal-
inn, þar sem afmælis þessa var
minnzf, þá var eins og fagnaðar-
bylgja færi um hinn mikia fjöida,
sem þar var sa'mankominn og mað
ut sagði við mann: Jónas er kom-
inn.
Byggðir landsins bera varanleg
merki starfa Jónasar frá Hriflu.
Alþýðuskólar, brýr og vegir og
sjálfri Reykjavík væri sjónarsvipt-
ir, ef áhrif Jónasar á borgina
hyrfu, má þar nefna Þjóðleikhús-
ið Háskólabygginguna, Sundhöll-
ina, Arnarhvol og Haligrímskirkju
svo stiklað sé á stóru.
Við andlát Jónasar frá Hriflu,
setur menn hljóða og þakkiátar
minningar fylla hugi manna, og
fólkið finnur, að þjóðin á á bak
miklum foringja að sjá
En bjarminn er hinn sami yfir
brúnum fjalla á brúðkaupsdegi og
við jarðarför, og nú er það þjóðar-
innar allrar og þá ekki sízt ungu
kynslóðanna, sem landið erfa að
varðveita og ávaxta þann hugsjóna
arf sem Jónas frá Hriflu lætur eft-
ir sig.
Dauðinn er þýðingarlítill atburð
ur í lífi Jónasar Jónssonar. Andi
hans lifir í verkum hans og arf-
leifð þeirri, sem hann skilur þjóð-
inni eftir og andlát Jónasar bar að
með peim hætti, sem Matthías kvað
endur fyrir löngu:
Dæm svo mildan dauða, Drottinn
þínu barni.
eins og léttu laufi lvfti blær
frá hjarni,
eins og lítill lækur Ijúki sínu
hjali,
þar sem lygn í leyni liggur mar-
i)ín svali.
En skáldjöfurinn, Einar Bene-
diktsson spannaði með þessum orð
um:
En innsta hræring hugar míns,
hún hverfa mun til upphafs síns
sem báran endurheimt í hafið.
Helgi Benediktsson.
□
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
23