Íslendingaþættir Tímans - 18.10.1968, Blaðsíða 3
Á lieimili Jónasar 1913. Jónas við skrifborðið og frú Guðrún nveð
Auði dóttir þeirra, fimm vikna.
Jónas sem laugafi við skírn barns dóttursonar síns, Sigurðar Stein-
þórssonar. Myndin er tekin 1967 og auk hans eru á lienni séra
Jón Thorarensen og Helga Þórarinsdóttir, kona Sigurðar, með
barnið.
asti, fjöllhæfasti og afkaistamesti
blaSamaöuir þjóSarinnar. Hann
kunni betur en nokkur 'annar aS
minna á og endurtaka þaS, sem
ívann áleit, að ekki mætti niður
falla, en jafnhliSa því aS vera
stöSugt að brjóta upp á einhverju
nýju. Áhugi hans var ekki tak-
imarkaður við neitt eitt svið þjóð-
málanna, þótt menntamálin og
félagsmálin væru honum hug-
leiknust, héldur við þau öll. Hann
lét ekkert sér óviðkomandi og
átti þáð sinn þátt í því, að mönn-
um fannst stundum, að hann væri
afskiptásamur og ráðríkur um
of. Jón Sigurðsson og Jónas Jóns
son eru vafalítið þeir stjórnmála
menn íslenzkir, sem haf.a haift
mesta yfirsýn um öll svið þjóð-
málanna og reynt að láta sem víð-
ast til sín taka.
Það var Jónasi Jónssyni ómetan-
legur styrkur í blaðaskrifum hans,
að hann hafði kynni af fleiri
mönnum en nokkur annar íslenzk
ur stjórnmálamað'ur, sem var hon
um samtíma. Hann stóð í persónu
legum bréfaskriftum við hundruð
manna víðsvegar um land. Hann
talaði daglega við fjölda manna,
þvi að menn komu víða að til að
leita ráða hans og leiðsagnar.
Hann notaði flestum meira sím-
ann til að tala við menn, sem voru
fróðir, hugmyndaríkir og áhuga
samir um þau málefni, sem hann
bar fyrir brjósti. Þannig fylgdist
hann ekki aðeins vel með því, sem
var að gerast, heldur fékk margar
hugmyndir, sem hann studdist síð
an við í blaðaskrifum sínum.
Þegar menn fletta árgöngum
Tímans frá þessum tíma, munu
sennilega fái-r trúa því, að öll
skrif Jónasar í þágu Tímans, voru
unnin sem hjáverk og hann tók
aldrei neina borgun fyrir þau. Af
þessu má bezt ráða hve einstakur
afkastamaður hann var. Hann var
á þessum árum ýmist ráðherra
eða skólastjóri og rækti bæði
þessi störf af mikilli skyldurækni.
Iíann þurfti flesta daga að mæta
á fleiri eða færri fundum og mik
ill tími fór í viðræður við menn
og bréfaskriftir. Oft hafði Jónas
ekki annan tíma til að skrifa grein
ar sínar en nóttina. Eg minnist
þess, þegar ég vann með Jónasi
við Nýja dagblaðið og Tímann, að
hann hringdi oft til mín fyrir
klukkan átta að morgni eða áður
en hann fór í skólann og hafði
hann þá lokið að skrifa grein, sem
\
átti að birtast næsta dag. Iðulega
varð hann að skrifa greinar sínar
á hlaupum, ef svo mætti segja.
Hann hafði skrifað upphafið heima
hjá sér um morguninn, framhald
ið skrifaði hann svo undir um-
ræðum á Alþingi og niðurlágið
í prentsmiðunni, þegar hann fór
heim um kvöldið. Sjaldan sáust
þess merki á slikum greinum, að
þær hefðu verið skrifaðar þann
ig í áföngum, og höfundurinn
þurft að hugsa um önnur verkefni
samtímis.
Brautryðjendastarf og urnbóta-
barátta Jónasar Jónssonar gerði
hann að umdeildasta stjórnmála-
manni þjóðarinnar um langt skeið.
En stjórnmálagreinar Jónasar
áttu og drjúgan þátt í þessu. Jón
as sótti hart að andstæðingum sín
um og sveið því meira undan
greinum hans, sem þær voru snjatl
ari og markvissari öðrum blaða-
skrifum. En óvægilegar var líka
vegið að Jónasi en nokkrum öðr-
um hérlendum stjórnmálamanni,
svo að hann átti andstæðingunum
grátt að gjalda og sparaði það ekki
heldur. Margir eldri menn sakna
þessara hjaðningavíga, og finnst
stjórnmálaskrif blaðanna nú lit-
lausari og svipminni en áður var.
En þótt Jónas ætti oft í miklum
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
3