Íslendingaþættir Tímans - 13.11.1968, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 13.11.1968, Blaðsíða 15
kvaddur til ferðalaga einkum um vetur og komst þá stundum í mis- jafnt. En ratvis var hann með á- gætum og æðrulaus alltaf, jafsvel þótt við forynjur væri að fást og hlekktist aldrei á. Þótt þau Skóg- arhjón lifi nú við næg efni og gengi gott, þá hefur búskapartíð Þeirra ekki alltaf verið rósum stráð, Gunnlaugur hefur oftar en einu sinni hlotið þungar sjúkdóms tegur og eitt sinn varð hann fyrir Því óhappi að hryggbrotna. Hon- am var þá vart hugaður endurbati °g hlaut að liggja mánuðum sam- an á sjúkrahúsi í fjarlægu héraði °g það um hábjargræðistíma. Guðný stóð þá ein að búskapnum toeð drengina þeirra fjóra í ung- hernsku. Reyndi þá mjög á þrek þeirra Skógarhjóna, þegar verst horfði. Allt fór þetta þó betur en á horfðist. Margir reyndust þeim góðir grannar og heim komst Gunnlaugur til starfs og heilsu nærri jafn góður. Heimkomu dag- Ur hans þá, mun vera einn mesti gleðidagur i lífi þeirra hjóna. Nú eru synir þeirra hjóna Sveinbjörn, Árni, Guðmundur, Heiðmar, og Jón Árni allir uppkomnir menn og að heiman farnir nema Jón Árni, sem er yngstur og hefur byggt sér nýbýli í föðurtúni. Hann býr i fé- lagi við Gunnlaug og er samvinna þeirra báðum til sóma Hinn árris- bli iðjumaður Gunnlaugur í Skóg- bm getur nú glaður litið um öxl. Hann hefur eignazt vinarhug sveit bnga sinna og samferðamanna og j Skógum eru risnar traustar og ftiyndarlegar byggingar, víðlend tún hafa þar verið ræktuð og fall- Þunga bæjarlæksins breytt í birtu °g yl. í Skógum hafa hagar og at- °rkusamar hendur að verki verið °g sér ekki á; þótt Gunnlaugur sé hóngóður svo af ber og mörgum stundum eytt utan heimilis í ann- arra þágu. Þótt Elli kerling hafi nú rúnir rist á ásjónu hans, þá hefur hún eigi náð að buga þrek hans bema að litlu. Enn þá rís hann árla úr rekkju og gengur daglangt að störfum, enn þá er hann mað- br gróðurs og framfara og ennþá heldur hann áfram að ávaxta farar ofni þau, er hann fékk i fátækum föðurranni. Að lokum vil ég svo «nda þessar fáu línur með þvi að Þakka Gunnlaugi margan greiða, kærar stundir og kynni góð. Einnig óska ég honum hamingju ófarinn veg og þess, að við samferðamenn hans fáum að njóta Sextugur: Úlafur Sveinsson bóndi í Stóru-Mörk ólafur Sveinsson, bóndi og sýslu- nefndarmaður í Stóru-Mörk átti sextugsafmæli 30. okt. Hann fædd- ist að Dalskoti í Vestur-Eyjafjalla- hreppi 30. október 1908. — For- eldrar hans eru Sveinn Sveinsson, sem andaðist árið 1930 og Guðleif Guðmundsdóttir, sem féll frá á fyrsta degi þessa árs fullra 90 ára að aldri. Hjartahrein merkiskona, greind og leitandi í andanum, vel skyggn á hinar skoplegu hliðar til- verunnar. — Hún hélt sinni and- legu reisn til endadægurs. — Börn þeirra hjóna urðu tíu talsins, en eitt dó í æsku, en síðar bættist í þennan stóra hóp tvö uppeldis- börn. Árið 1923 fluttu foreidrar ólafs frá Dalkoti að Stóru-Mörk, einum af vestustu bæjunum í Vestur- Eyjafjallahreppi. Þar standa þrír Merkurbæirnir hátt og horfa vei við sól. Þaðan er byggðin kvödd þegar haldið er inn á Þórsmörk og afrétti Eyfellinga. — Því hefur oft verið kveikt undir kaffikötlun- um á Merkurbæjunum og marg- ur velferðarsopinn drukkinn. Það var skemmtilegt að koma og dveljast í Stóru-Mörk og blanda geði við hinn stóra og glaðlynda systkinahóp, sem dvaldist þar í föðurgarði á kreppuárunum, með- an klukka landsins gekk enn hægt. Hinir hversdagslegu hlutir voru bundnir i grátbroslegt stefjamál, sem eigi ósjaldan var flutt yfir mat- borðum. Áhyggjur og armæða áttu ekki heima þar á bæ, þó að hart væri í ári, heldur hin ósvikna ekta lífsgleði. Heimilið hennair Guðleifar í Stóru-Mörk var traust og gott. Þar var mikið unnið mikil ráðdeild og hagsýni, staðið vel í skilum við alla og hvers manns bón leyst með gleði. — Þetta er enn erfða- hans áfram um ókomin ár. Slíks hins sama hygg ég að allir óski er til hans þekkja. Laxamýri 14. okt. 1968. Vigfús B. Jónsson. fylgja heimilisins. — Við þessi ytri skilyrði ólst afmælisbarnið upp. Varð snemma sterkur og stæltur. íslenzka glíman varð uppáhalds- íþróttin. Sniðglíma á lofti uppá- haldsbragðið og það sigursælasta. Þrisvar sóttj hann verðlaun fyrir fegurðarglímu út að Þjórsártúni og einu sinni Skarphéðinsskjöldinn og í það sinnið kom glimukóngurinn einnig með verðlaun fyrir feg- urstu glímuna, víðsfjarri honum voru og eru hverskyns bolabrögð. Ungur fór Ólafur Sveinsson tU sjóróðra til Sandgerðis og Vest- mannaeyja og þótti hans rúm vel skipað, hvort heldur beitt var bjóð. eða greitt var úr netuin. — Smið- ur er hann afkastamikill og góður og hefur víðar unnið við húsagerð, en í heimagarði og mörgum hefur hann léð gervar hendur og hug, án þess að þeir, sem verk- anna hafa notið hafi þurft að opna pyngju. Sveitungar hans og samflokks- menn fóru fljótt að kjósa hann til hinna ýmsu trúnaðarstarfa og nú ætla ég að nefna nokkur þeirra; í skólanefnd Skógarskóla frá því skólinn hóf starfeemi, í skólanefnd t fSLENDINGAÞÆTTIR 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.