Íslendingaþættir Tímans - 13.11.1968, Side 22

Íslendingaþættir Tímans - 13.11.1968, Side 22
María Rannveig Krístjansdóttir „í sálu blómin barstu, barn í hjarta varstu — æ veik, en hvorki heil né bálf.“ Þessar Ijóðlínur eftir hið kunna skáld, Guðrr. Guðmunds- son koma gjarnan í huga, þegar minnzt er Maríu Kristjánsdótt- ur. í anda þeirra er henni þessi kveðja helguð. Það var á köldum vetri 1957. Ég var nýkomin á Kristneshæli sem sjúklingur, framandi, hlé- dræg og hálfvegis kvíðandi fyrir komandi degi. Síðia kvölds var ég á ferli á efri gangi hælisins og fékk mig ekki til að fara inn á stofu mína og taka á mig náðir, því að ég var mér þess meðvitandi, að værð svefnsins myndi ekki veitast, þó að rekkjunnar væri leitað. Afdalabarn í fjölbýlis- stofu í stórri stofunni fann sig ekki heima og eitthvað sárt og angursamt sótti að mér á til- gangslausu rölti mínu um hinn langa gang, sem nú var auður að kalla. All-t í einu opnuðust dyrnar á stofu nr. 8 og fram á ganginn kom grannvaxin eldri kona, kvik í spori með sérkennilegan léttleika í yfirbragði. Ég hafði mætt henni áður nokkrum sinn um, en við ekki skipzt á orðum, fram yfir það að bjóða hvor annarri góðan dag. En nú kom hún til mín og varpaði á mig vinsamlegri kveðju Henni virt- ist það þegar ijóst að mér leið •ekki vel. Hún spurði mig hvort hún gæti gert eitthvað fyrir mig. Ég . kvað það ekki vera, en mér væri Ijúft að eiga við hana orðastað. Síðan rædd- um við saman stundarkorn og ég undraðist hversu vel hún skildi mig og lét það í ljós við hana. Þá mælti liúir stillilega, og um leið sá ég biegða fyrir djúpum alvörurúnum í annars hýrum svip hennar. „Við, sem hór erum, höfum nú öll átt hér okkar fyrsta dag og ættum því að skilja hvern, Isem genigur í gegn um þá reynslu.1* Að svo mæltu bauð hún góða nótt og hraðaði sér inn á stofu sína. En ég hvarf til hvílu minnar, og mér fannst ég ekki eins ein og framandi og áður. Þetta voru fyrstu samskipti okkar Maríu Kristjánsdóttur, en með árunum urðu þau mörg og fjölþætt og skópu á milli okkar hlýja vináttu. Við byggðum síð- ar eina og sömu sjúkrastofu, rædduim saman langar stundir, gengum sömu braut, hversdags- lega og á hátíðarstundum, unn- um saman, m.a. að félagsmálum eins og í stjórn Sjálfsvarnar o.fl. En á þeim vettvangi sem ann- ars staðar vann María af vel- viid og trúfesti og nutu sín par vel surnir af beztu eiginleikum hennar, eins og góðvild og hóf- stilling. Fyrir þetta vildi ég flytja al- úðarfyllstu þakkir í nafni deild- arinnar í Kristnesi. Sá andi, sem skóp S.Í.B.S. átti rík ítök í huga Maríu Kristjánsdóttur. Hann var henni tákn gróandi lífs og göf- ugra sigra, og hún vann sam- tökunum af fyllstu heilindum á meðan hún mátti. Um það get ég með sannind- um vitni borið. Kynni mín af Maríu gáfu mér minningar, sem ég tel aúðlegð að eiga. Hún var grandvör kona í öllu sínu 1-ífi, gætin og velviijuð og löngum bæði skyggn og skiin- ingsrík á samferðafólkið. Hún lagði gott til mála og manna og skapaði sér ákveðnar skoðanir, sem ekki reyndist auð- velt að breyta. Hún var vönd að vinum, en sýndi órofa tryggð þeim, sem einu sinni höfðu unn ið traust hennar. Á stofu sinni var hún manna sættir löngum og umbar ýmsa annmarka í fari félaga sinna með fádæma þol- gæði. María var bókhneigð mjög, las mikið, unni bókum og bar gott skyn á þær. Hún vann lengi í bókasafni sjúklinga í Kristnes- hæli og sýndi í því starfi óþreyt andi alúð og lipurð. Eru þau ótalin sporin, sem hún átti út í bókasafn til að útvega sjúkling- um lestrarefni, þeim sem ekki fengu komizt á vettvang til að afla sér þess sjálfir. Sönghneigð var María, sem hún átti ætt til og hafði mikið yndi af söng og góðri hljóm- list. Guðstrú Maríu stóð djúpum rótum, en ekki var henni gjarnt að flíka tilfinningum sínum um þau efni, fremur en önnur. Hún duldi mjög vel harma sina og heita viðkvæmni og bar ára- tuga heilsuleysi með mikilb hetjulund og stillingu. — María Rannveig Kristjáns- dóttir fæddist 1. apríl 1895. — Vagga hennar stóð í Glæsibæ í Eyjafirði og þar ólst hún upp- Að henrni stóðu góðar ættir. Un-g að árum giftist hún Antoni Jó- hannesi Larsen, sem varð henni 22 Islendingaþættib

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.