Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1973, Síða 3

Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1973, Síða 3
Hreiðarsína Hreiðarsdóttir Hreiðarsina Hreiðarsdóttir var fædd i Stóru-Hildisey i Austur-Landeyjum 23. okt. 1879, dáin 13. jan. 1973. For- eldrar hannar voru Hreiðar Hreiðarssonbóndi þar, Hreiðarssonar bóndi i Hvammi i Landsveit, Helga- sonar Jónssonar, Stóra-Klofa, en kona Helga var Margrét Jónsdóttir systir Þorvalds i Klofa, sem fjölmenn ætt er frá komin. Móðir Hreiðarslnu var Ingibjörg Jónsdóttir frá Litlabæ I Vestmanna- eyjum. Hreiðarsina ólst upp i Hildisey og Vatnshól ásamt þremur hálfsyst- kinum, sem voru eldri. Fermingarárið 1893 fer hún fyrst úr föðurhúsum að Lágafelli; en þetta vor er talið að 18 heimili i Landeyjum hafi misst fyrir;- vinnu i sjóslysinu mikla við sandinn, en heimili Hreiðarsinu slapp við það. Frá Lágafelli lá leiöin upp i Fljótshlið. Um tvitugt var hún vinnukona i Amundakoti. Kom það þá i hennar hlut, er leið á veturinn að hirða fé á beitarhúsum sunnan Þverár, en um aldamót fóru allir karlmenn á vertið, sem kallað er, er leið á vetur og varð þá kvenfólk og unglingar að sinna skepnum. Ekki hefur þetta verið neitt sældarbrauð hjá Hreiðarsinu að fara yfir oft kolmórautt jökulvatniðen allt blessaðist enda harðdugleg og vandist fljótt við það að gefast ekki upp við erfiðleikana. Frá 'Amundakoti lá leiðin inn að Barkastöðum til sómahjónanna Tómasar Sigurðssonar og Margrétar konu hans. Þar leið henni vel. Þaöan held ég, að hún hafi átt beztar minn- ingar. A Barkastöðum kynntist hún Ólafi Þorleifssyni. Hann var þar fæddur, sonur Þorleifs Þorleifssonar, sem ættaður var úr V-Landeyjum og Sigriðar Arnadóttur af Alftanesi. Ólafur ólst upp með móður sinni á ekki sizt frá veikindatimabilum fyrri konu minnar og eftir andlát hennar, er ég stóð einn eftir með þremur ungum sonum. Þá kynntist ég bezt hennar fórnfúsu hjálpsemi og umhyggju, sem hún átti i svo rikum mæli, ekki einung- is gagnvart sinum nánustu heldur og sérhverjum þeim hjálparvana, sem hún gat orðið að liði. Blessuð sé minning þessarar ágætu konu. Asgeir L. Jónsson ýmsum stööum, en rúmlega tvítugur er hann kominn að Barkastöðum aftur og 1903 gengu þau Hreiðarsína i hjóna- band og voru þau i vinnumennsku i Fljótshlið til 1906, en þá flytjast þau til Reykjavíkur. Bjuggu þau fyrst á Frakkastíg 16,en 1916 kaupa þau húsið Grettisgötu 61 og þar bjó Hreiðarsina i 56 ár, en á Elliheimilið Grund fór hún i sept, 1971. Ólaf mann sinn missti hún 3. ágúst 1947 og hafði hún lengst af haldið heimili með syni sinum, en sonarsonur hennar og hans kona voru með henni i ibúðinni i 8 ár og hafði hún þá aðhlynn- ingu og fæði hjá þeim. Eftir að þau fluttust til Reykjavikur fór Hreiðar- sina fljótt að vinna utan heimilis og var þaö þá við fiskþvott og á þurrk- reitum. Þá var ekki eftir gefið, hún kepptist við að ljúka morgunverkum og koma matnum i moðsuðuna. Elztu börnin áttu svo að sjá um að koma matnum á borðið, sjálf fór hún i vaskið. Og heyrt hef ég að hún hafi skilað jafn mörgum þvegnum fiskum upp úr kari og sumar sem stóðu viö það allan daginn. Þess má geta, að Hreiöarsina var ein af þeim 17 konum frá fiskstöðinni Sjávarborg er stöð við sjóinn neðan Skúlagötu móts við Bar- ónsstig i sem mættu i KFUM-húsinu 1913 ásamt Briet Bjarnhéðinsdóttur, sem hafði orð fyrir þessum hópi. Þetta var undirbúningsfundur að stofnun Verkakvennafélagsins Framsóknar. Var þvi Hreiðarsina ein af stofnendum þess félags og starfaöi þar fram á efri ár. Hreiðarsina var sannkölluð kjarna- kona. Vilaði ekki fyriri sér erfiðleika og tókst á viö þá til að sigrast á þeim. Hún sagði oft, að hún væri ekki svona gömul af þvi að hún hefði haft það svo náðugt um dagana. Það var ekki ósjaldan um 1920, að hún að afloknu dagsverki færi inn i þvottalaugar með þvottinn og annar hvor drengjanna keyrði þá þvottinn á hjólbörum með henni. Þau ólafur eignuðust 7 börn og lifa nú fjögur. 1930 misstu þau tvö börn i blóma lifsins með fjögurra mánaða millibili, en það voru: Ólafur 19 ára menntaskólanemi og Sigurbjörg rúm- lega tvitug kennari.1961 dó Ágúst pípu- lagningameistari, en hin sem eftir lifa eru eftir aldri: Guðjón bóndi, Stóra- Hofi, Hreiöar verzlunarmaður, Asta, frú i Reykjavík og frú Guðleif hjúkr- unarkona. Hreiðarsina var alla tið heilduhraust, en fyrir fáum árum fékk hún aökenningu af slagi og var þá flutt á Heilsuverndarstöðina, en hún var búin að ná sér að fullu eftir það. Hún var margfróð og minnug á það gamla i þjóðlifinu og mundi tvenna timana. Hún hélt fullri andlegri reisn fram undir það siðasta. Fótaferð hafði hún fram á siðasta haust. Siðustu dagana lá hún i móki en svo leið hún út af og lifsneistinn slokknaði eftir að hafa logað i 93 ár og þrem mánuðum betur. Hún fékk hægt and- lát. Við trúum þvi, að ástvinirnir. sem á undan eru farnir,hafi tekið á móti henni við landamærin miklu , Að endingu skulu hér færðar alúðar- þakkir til starfs- og hjúkrunarliðs og lækna á Grund, fyrir frábæra hjúkrun og umhyggju. Eins ber að þakka skyldmennum og vandalausum, sem heimsóttu hana og styttu henni stundir. Við ættingjar og vinir þökkum Guði fyrir að hafa hana með okkur svona lengi og henni sjálfri fyrir það.sem hún var okkur. Far þú svo i Guðs friði. Friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyr- ir allt og allt. Guðjón óiafsson. islendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.