Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1973, Page 4
Þorvaldur Steinason
Gerö hefur veriö útför borvaldar
Steinasonar frá Akranesi, en hann lézt
á Landspitalanum 15. þ.m. Þorvaldur
var fæddur 6. april 1907 að Narfastöð-
um i Melasveit.
Aldrei ætlar okkur að lærast að taka
þvi eins og hverju öðru sjálfsögðu,
þegar samferðamenn okkar hverfa af
sviðinu, og sizt ef það er svo til fyrir-
varalaust, — en það er kannski vegna
þess, að sú spurning vaknar, hvenær
kemur röðin að okkur, sem enn um
stund stöndum i biðröðinni og sjáum á
bak gömlum og góðum félögum.
bað kom ónotalega við mig, þegar
ég frétti lát Þorvaldar, mér fannst
hann það mikið i nánum tengslum við
hið iðandi lif aö burtför hefði verið
frestað.
Ég sagði frá Akranesi, þvi þar bjó
hann og starfaði flest sin manndóms-
ár, en þar lágu leiðir okkar fyrst sam-
an og þar kynntist ég honum fyrst — og
að góðu einu. — Sá kunningsskapur
hefur varað og aldrei borið skugga á, i
aldarfjórðung og vel það.
Þorvaldur var sá hamingjumaður,
að lifa það umbrota- og byltingatima-
bil i islenzku þjóðlifi, sem hann i æsku
dreymdi um og þráði og færði starf-
andi alþýðu nokkra hlutdeild i bættum
lifskjörum þjóðarinnar. En alþýðunni
var ekki færður sinn hlutur á silfur-
diski, fyrir honum þurfti hún að berj-
ast á félagslegum grundvelli, og þar
mátti jafnan sjá Þorvald i fremstu
viglinu i rökræðum eöa með penna i
hönd.
Þar fór maður gætinn, laus við
æsingar, en fastur fyrir og dreng-
lundaður. Með honum hafði þróazt sú
greind, sem hörð lifsbarátta mótar og
leiðir jafnan til nokkurs þroska.
Pólitiskir andstæðingar hans virtu
jafnan einlægni hans og þrek til að
berjast fyrir þvi, sem hann vissi sann-
ast og réttast.
borvaldur kynntist flestum þáttum
starfandi þjóðlifs og tók virkan þátt i
helztu framleiðslustörfum. Var bóndi
enda búfræðingur frá Hvanneyrar-
skóla, sjómaður og verkamaður, jafn-
framt þvi, sem hann tók virkan þátt I
hinum ýmsu félagsmálum.
A árunum, um og eftir 1930, sem
erfiðust voru til lifsbjargar stórri fjöl-
skyldu, og atvinnuleysi árvisst
4
fyrirbæri, lét Þorvaldur aldrei bugast,
heldur vann hörðum höndum við hin
ýmsu störf, en jafnframt sinnti hann
hugðarefnum sinu, sem hann hafði að
tómstundastarfi og hverjum manni er
nauösyn og skilur kannski meira eftir,
þegar upp er gert, en þó nokkrar
krónur séu i boði.
Þorvaldur var lesinn vel og þvi
margfróður. Skrifaði hann fjölmargar
greinar um margvisleg efni i blöð og
timarit i tómstundum sinum, allt þar
til yfir lauk.
Fyrir stuttu kom út bók eftir hann,
Sindur af söguslóöum. Eru það sex
kvæðaflokkar, ortir út af kunnum
sögum og atvikum.
Þó munu störf hans i þágu verka-
lýðsmála hafa staðið honum næst, en
þar var hann þátttakandi i að bera
ýmis góð mál fram til sigurs.
bessum sundurlausu hugleiðingum
er ekki hægt að ljúka svo, að ekki sé
minnzt á starf hans, sem gæzlumanns
á Kópavogshæli, þvi þar munu gleggst
hafa komið i ljós mannkostir hans, —
næmur skilningur og meðfæddur kær-
leikur til þeirra minnimáttar, — starf
hans þar var þvi vel við hans hæfi. En
einnigþar var honum falinn trúnaöur,
fyrir starfsfólk stofnunarinnar, en
þegar hann taldi að gengið heföi verið
á hluta þess, brást hann hart við, þvi
baráttuviljinn og- réttlætiskenndin
sagöi til sin. 1 sambandi við trúnaðar-
mannsstarf hans þar spunnust lang-
vinn málaferli sem lauk nú nýverið
með hæstaréttardómi og fullum sigri
Þorvaldar.
Eftirlifandi kona Þorvaldar er Ing-
unn Hjartardóttir, mikil ágætis kona,
ættuð af Snæfellsnesi.
Börn þeirra eru þrjú, Olöf, Steini og
Lilja Guðrún. Ingunn átti son, Hilmar
að nafni, áður en þau Þorvaldur hófu
búskap. borvaldur gekk þeim dreng i
föðurstað og reyndist honum mjög vel.
Gagnkvæm vinátta og virðing hélzt
með þeim alla tið.
Nú að leiðarlokum kemur mér i hug,
hve mikill hamingjumaður er hér að
kveðja, að mega skila nýrri kynslóð
þvi sem er allri auðlegð meira viröi, —
mannvænlegum börnum.— Megi þeim
takast, að halda á lofti merki hans,
drenglyndi, réttlæti og góðvild.
Ég þakka samfylgdina og votta öll-
um aðstandendum samúð mina.
Halldór Þorsteinsson.
islendingaþættir