Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1973, Page 6

Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1973, Page 6
Sigríður Benediktsdóttir Fædd 3. júli 1883. Dáin 28. desember 1972. Kveöja Sæll er sá, er situr i skjóli hins hæsta, sá er gistir i skjóli hins Almáttka, sá er segir við Drottinn: Hæli mitt og háborg, Guð minn er ég trúi á. (Sálm. 91, 1-2) Þannig hugsaði okkar kæra vinkona, Sigriður. Frá unga aldri til hinstu stundar, var efst i huga hennar, „Verði Drottinn vilji þinn.” Eftir nær þvi 90 ára göngu, á þyrnum stráðri lifsbraut, er langþráð hvild fengin. Þó var Sigriði svo tamt að minnast sólskinsstundanna. Og broslegar hliðar lifsins fóru ekki fram hjá henni. Galddi hún oft samferða- mennina með gamansögum og spaugi- legum atvikum úr eigin lifi. Sigriður var mjög vel gefin kona. En sorgin gleymdi engum. Vegna fátæktar foreldra, ólstSigriður ekki upp i sinum stóra systkinahópi. En hún naut ástrikis fósturforeldra og tregaði fósturmóður sina ævilangt, en hún missti hana innan 10 ára aldurs. Sigriður giftist ung fyrri manni sínum, Guðjóni Guðbrandssyni, vel gefnum hagyrðingi og gæðadreng. Annaðist hún hann að siðustu, sjúkan i mörg ár, i sárustu fátækt. Þau áttu eina fósturdóttur. Seinni maður Sigriðar var Gunn- laugur Torfason. En hann varð bráð- kvaddur að heimili þeirra á jóladag fyrir 35 árum. Þá hneig ævisól hennar Fyrir 62 árum kynntist sjúpmóðir min, Soffia Jensdóttir, Sigriði. Þeirra samverustundir urðu margar og á einn veg. Þar var sem kærar systur fyndust. Og bréf fóru á milli þeirra fram aðsiðustu jólum. Sigriður tók þessa kunningjakonu sina, sár- þjáða af blóðeitrun, heim til sin, eftir að læknir hafði gert aðgerð á handlegg hennar, og hjúkraði henni nótt og dag, án þess að preningagreiösla kæmi fyrir. Og voru þó báðar jafnfátækar af veraldarauði En æfilanga þökk Soffiu og okkar ástvina hennar hlaut Sigriður. Og þegar Soffia veiktist alvarlega af magablæðingu, fyrir rúmum 20 árum kom Sigriður, sem þá var nýlega farin af heimili Soffiu, aftur, til að létta henni margra vikna rúmlegu. Þannig var Sigriður. Þess vegna segjum við stjúpmæðgur: Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Soffia Jensdóttir, Guðbjörg S. Gunnlaugsdóttir. Ég minnist þin höfðingleg heiðurskona hlýtt og spakt var þitt ljúfa mál. Þin umhyggja náði til annarra vona, svoeinlæg i reynd var þin trúaða sál. Svo flyt ég þér óskirnar Fiu þinnar um fararheill til þins nýja lands. Þið finnist öll bráðum þvi innra innar við óslitinn þáttinn kærleiksbands. Þin banvæna kvöl við baráttulokin mér brenndist i vitund á aðfangadag, sem bergvatnsdropi nú burtu er strokinn. Við blessum þá náð. Guð styrki þinn hag. Ingþór Sigurbjörnsson Dr. Jóhannes P. Pálsson til viðar. Þeirra fáu sambúðarár voru bjartasti timi ævi Sigriðar. En Gunn- laugur var annálaður öðlingsmaður, af þeim er til þekktu, og börn hans reyndust henni mjög vel. Og á byrðar Sigríðar bættist enn. Nokkrum árum siðar varð ástkær fósturdóttirhennar „hvita dauðanum” að bráð, eftir langa, vonlitla baráttu. En, „þar sem góðir menn fara eru guðs vegir”. Og Sigriður átti marga góða ættingja og vini, sem hún naut umhyggju hjá og liðsinnis. Þeim var hún öllum þakklát. En einveru- stundirnar urðu margar og sárar. Vestur-islenzki rithöfundurinn dr. Jóhannes P. Pálsson lézt i Cictoria B.C. 11. jan s.l. Hann var fæddur að Hornbrekku i Ólafsfirði 13. mai 1881. Foreldrar hans voru hjónin Páll Halldorsson og Jónanna Jónsdóttir, er bjuggu þá á Hornbrekku, en fluttu siðar að Reykjum a Reykjaströnd, og þaðan vestur um haf með fjölskyldu sina 1894. Þau námu land i Nýja íslandi, þar sem siðan heitir Geysisbyggð, og bjuggu þar siðan. Dr. Jóhannes Pálsson var einn þeirra manna, er skáldið og kennarinn góði, J. Magnús Bjarnason, studdi fyrstu fetin á námsbrautinni. Vann hann fyrir sér með kennslu jafnframt námi, og lauk prófi i læknisfræði 1909. Stundaði hann fyrst læknisstörf i heimabyggð sinni, en fluttist til Elfros, Saskatchewan 1918, og var eftir það i 6 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.