Íslendingaþættir Tímans - 14.02.1973, Qupperneq 8
Jóhannes Kjarval
listmálari
Nú þegar Jóhannes Sveinsson Kjar-
val listmálari hefir lokiö þeirri vegferð
sinni hér á jörð, sem sýnileg er augum
okkar flestra, er mér ljúft og skylt að
minnast hans með nokkrum linum,
þar eð einn þáttur i lifi hans og starfi
gerðist hér i nágrenninu.
Það var fyrripart sumars 1948, að
hér kom bilstjóri úr sveitinni þeirra
erinda fyrir Kjarval, að biðja um leyfi
til þess að tjalda i landi minu. Kjarval
hafði ætlað til Borgarfjarðar og átti
von á bát þaðan til þess að sækja sig að
Selfljótsbrú eða Krosshöfða. En
báturinn kom ekki. Bað Kjarval þá bil-
stjórann að flytja sig til baka, þvi að
hann hefði séð gott ,,mótiv" út um bil-
gluggann, þegar þeir fóru fram hjá
stað skammt sunnan Ketilsstaða
Leyfið tii þess að tjalda var fúslega
veitt, og lágu til þess fleiri ástæður.
Fyrst og fremst var það skylt sam-
kvæmt reglum gestrisninnar, og i öðru
lagi sökum þess, að Kjarval hafði
nokkru áður málað mynd fyrir
sveitunga mina, sem litið gjald hafði
komið fyrir. En sú mynd var gefin
lækni, sem héðan var að flytja.
Taldi ég, að nú mundi gefast tæki-
færi tii að bæta hér nokkuð um.
En þar misreiknaði ég mig mjög,
svo sem siðar mun sagt verða. Þegar
ég svo stuttu siðar fór að athuga um
dvalarstað „landseta mins” - en svo
nefndi hann sig sjálfan i sljóði, er hann
færði mér á 50 ára afmæli mínu - kom
það i ljós, að hann hafði valið sér tjald-
stæði i hvammi syðst i Ketilsstaða-
landi. Er þar hár kiettur að baki, en
Selfijót i mjúkum boga framundan. í
vorleysingum og rigningatið fellur
lækur fram af klettinum, myndar all-
háan foss og rennur siðan niður
hvamminn og út i Selfljót.
í hvammi þessum dvaldi hann siðan
lengri eða skemmri tima nær hvert
sumar næstu 20 ár. Tvö fyrstu árin bjó
hann i tjaldi, en siðar i litlu húsi, sem
hann byggði sér þar og enn stendur.
f þessum hvammi, og nágrenni
hans, málaði hann svo fjölda mynda,
stórra og smárra. Sérstaklega minnist
ég tveggja nafngefinna verka, er hétu
„Gullmold” og „Sumar við Selfljót”.
Voru þau mjög stór og forkunnar-
fögur.
8
Til dæmis um afköst Kjarvals segi
ég eftirfarandi:
Eitt sinn kom ég i beitarhús, sem eru
skammt frá hvamminum. Héngu þá
þar til þerris 5 eða 6 allstór málverk.
Ég fjölyrði ekki um málverkin, en
segi hér smásögu i sambandi við eitt
þeirra. Ég kom eitt sinn til hans, er
hann var að byrja á alistóru málverki.
Stuttu siðar kom ég aftur, og hafði
verkinu þá miðað nokkuð áfram. Varð
mér að orði, að nú væri málverkið að
byrja að verða áfengt, þ.e. það hefði
áhrif á fegurðarskyn mitt og veitti mér
gleði. En á þann hátt held ég að þeir
njóti listaverka, sem ekki hafa
þekkingu til að dæma þau út frá list-
rænu sjónarmiði. En nú sný ég mér að
manninum sjálfum, persónunni. sem
skapað hefir þann mikia fjölda lista-
verka, sem eftir hann liggja og sem
sennilega eru meiri að vöxtum, marg-
breytileik og fegurð, þar sem hæst ber,
heldur en nokkurs annars islenzks
málara fyrr og siðar, að þeim öllum
ólöstuðum.
Athugunargáfa hans var slik, að hann
gaf jafnt gætur að hinu minnsta
blómi og himingnæfandi fjöllum.
Ekkert mátti hann aumt sjá, svo að
ekki væri reynt að bæta úr, og það sem
hann taldi vel til sin gjört. launaði
hann svo rikulega, að sliks munu fá
dæmi. Ég gat um það hér að framan,
að ég hefði hugsað mér að launa að
einhveriu leyti. það sem hann hafði
gjört fyrir sveitunga mina. En það fór
á annan veg. \
Okkur hér varð það fljótlega ljóst,
eftir að hann fór að dveljast i
hvamminum, að hann hafði ekki ævin-
lega hugsað mikið fyrir likamlegum
þörfum sinum, enda var það oft
ódrjúgt, sem meðferðis var haft, þvi
öllum, sem að garði bar - og þeir voru
margir - þurfti að gjöra gott, eins og
það kallast á máli manna hér um slóð-
ir. Kom það i hlut konu minnar að geta
sér til um það, sem hann mundi helzt
skorta hverju sinni. 1 sambandi við
þetta urðum við honum málkunnug, og
Framhald á 7. siðu.
islendingaþættir