Íslendingaþættir Tímans - 15.03.1973, Page 5

Íslendingaþættir Tímans - 15.03.1973, Page 5
skóli hefur veriö talinn einn hinn stærsti og merkasti lýhháskóli á Noröurlöndum. Hafa margir íslend- ingar sótt þangað til náms og eflzt þar aö menntun og manndómi og gerzt for- ystumenn til framfara á ýmsum sviö- um I þjóölifinu, þegar heim kom. Ingi var'einn þessara ungu manna. Þegar Ingi kom heim úr þessari utanför sinni, geröist hann barnakennari 1 Fljótshliöinni og viöar. Ariö 1922 hóf Ingi búskap aö Berg- þórshvoli I Landeyjum, ásamt eigin- konu sinni Ingibjörgu Jónsdóttur frá Alfhólum I Vestur-Landeyjum, mikil- hæfri dugnaöarkonu. A Bergþórshvoli búnaöist þeim vel. Ariö 1925 fluttust þau búferlum aö Vaönesi I Grlmsnesi, sem er stór og góö bújörö og bjuggu þar i 20 ár, unz þau brugöu búi áriö 1945 og fluttust til Reykjavikur. I Vaönesi geröi Ingi ýmsar umbætur á jöröinni. Ariö 1927 reisti hann þar raf- stöö, sem þótti djarfleg framkvæmd á þeim timum. Þau hjónin Ingibjörg og Ingi eignuö- ust 4 börn. Þau eru: Siguröur, skrif- stofustjóri i Reykjavik, Gunnlaugur byggingameistari i Hafnarfiröi, Sigurjón lögregluþjónn I Reykjavik og Soffia fulltrúi á Hagstofu Islands. Hjá Soffiu hafa hjónin dvalizt eftir aö ellin færöist yfir og hefir hún annazt foreldra sina af einstakri umhyggju. Eftir aö Ingi kom til Reykjavikur geröist hann starfsmaöur viö Póststof- una I Reykjavik og vann þar unz hámarksaldri opinberra starfsmanna var náö, en þar eftir vann hann hjá Tollstjóraembættinu, allt til siöustu jóla, er hann varö fyrir slysi úti á götu. Var hann þá fluttur I Landakotsspit- ala, en þar lézt Ingi 10. þ.m. á 79. aldursári. Hér lifssaga Inga rakin i stórum dráttum. En miklu mættihér viö auka, sem ég læt öörum eftir aö gera betri skil en ég fæ gert. Kynni okkar Inga voru meö þeim hætti, aö viö hittumst oft, en vorum aldrei langdvölum saman. Hann heimsótti mig stundum. Var hann mér mfúsugestur. Ingi var sérstæöur um marga hluti og öllum minnisstæöur, þeim er kynn- tusthonum. Hannvar vel meöalmaöur á hæö, þrekvaxinn og sterkur, og vænn aö yfirliti. Hann var hæglátur og prúö- ur i öllu dagfari, vel stilltur en þó skaprikur. Haföi hann sig litt I frammi á málfundum, en veitti öllu athygli, sem fram fór og festi vel i minni þaö er talaö var. Fyndist honum illa á mál- um haldiö, eöa ósanngirni beitt, gat veriö aö hann sendi oröaskeyti til mál- flytjanda, sem hæföi vel i mark. Ingi var bókhneigöur og átti gott bókasafn. Islendingasögurnar voru honum einkum nærtækar. Taldi hann þær vera lifandi uppsprettu mikils mannlifs, sem hann vitnaöi oft til. Sjálfur var Ingi sögumaöur og ættfróö- ur. Kunni hann frá mörgu aö segja bæöi fólki og ýmsum atburöum frá liön um timum og þá ekki siöur um menn og atburöi sinnar samtiöar. Frásögn hans var skýr og allt flutt meö hæg- læti, mál vandaö og orö valin til efnis sem viö átti. Þótt Ingi virtist hæglátur og dulur i skapi, kryddaöi hann frá- sögn sina einatt meö góölegri glettni og kimni, svo hlustendur skemmtu sér hiö bezta. Mér þótti þaö sérstakt, hvaö Ingi virtist muna orörétt samtöl manna og einstök tilsvör, sem vöktu athygli og uröu jafnvel mergur máls- ins, þegar frá leiö I huga þeirra er á hlýddu. Þaö má segja, aö frásögn öll var honum Iþrótt. A yngri árum iökaöi Ingi iþróttir og reyndist drjúgur i leik. Má segja, aö hann hafi alla tiö sýnt áhuga á Iþrótt- um og fylgzt vel meö gangi þeirra mála. Hafa synir hans reynzt góöii iþróttamenn og engir ættlerar. A landsmótinu i Hverageröi 1949 var gestur U.M.F.l. Jens Marinus Jensen, formaöur dönsku ungmennafélag- anna. Hann þekkti Inga Gunnlaugs- son. Þeir höföu veriö skólafélagar á iýöháskólanum. Jens Marinus Jensen lýsir Inga á þann veg, aö hann hafi veriö fáskiptinn daglega og orövar, en viö nánari kynni kom I ljós, að hann var sögufróður og kunni frá mörgu aö segja. Frásögn hans öll var minnis- stæð og vel flutt. Eins og áöur hefur sagt veriö stundaöi Ingi nám i Askov lýöháskóla. Þótti honum gott að ræöa um dvöl sina þar og þau kynni, er hann haföi af sumum kennurunum. Einkum dáöi hann skólastjórann Jakob Appel. Jens Marinus Jensen hefur skrifaö þátt um dvöl Inga á Askov, er hann nefnir Jakob Appel og tslendingurinn. Þar segirsvo frá: Jakob Appel var kunn- ur uppeldisfræðingur og mikilhæfur stjórnandi, sem lét ekki aö sér hæöa, enda haföi hann þá yfirburöi og hæfi- leika um alla framkomu, aö fáir nem- enda þoröu aö hreyfa mótmælum hans og nemenda. Eitt sinn gekk Appel fram hjá Inga og mælti til hans: Mér sýnist þér vera dálitiö þunglyndir, Gunnlaugsson, Ingi var seinn til svars, enda var Appel horfinn er viö var litiö. Daginn eftir stóöu þeir saman i borösalnum. Þá sagöi Appel viö Inga, aö einn kennar- inn heföi kvartaö vegna hans. Ingi tók þessu rólega og spuröi, hvaöa kennari þetta væri. Var honum sagt, aö þaö væri dönskukennarinn, Nielsen. Meöan Ingi hugleiddi, hvaö hann heföi brotiö af sér gegn Nielsen, var Appel horfinn. Nokkru seinna ákvaö Ingi aö fá úr þvi skoriö, hvaöa sakir voru á hann bornar. Viö næsta tækifæri, er Appel gekk hjá spuröi hann fljótlega, hvaöa sakir kennarinn heföi boriö á hann. Þér komuö 5 minútum of seint I tim- ann svaraöi Appel þaö mun rétt vera kvaö Ingi, en þaö er eini dagur inn, sem ég hef legiö veikur siöan ég kom hingaö. En minntist kennarinn ekki þeirra sem komu 8 minútum of seint I tima? Ekki var þess getiö, svaraöi Appel. Nú var Inga nóg boöiö og var hinn reiöasti. Kvaöst hann illa þola þennan misrétt, sem þessi „fyr” heföi sýnt sér. Kallið þér einn af kenn- urunum hér „fyr?”. Já, svaraöi Ingi, svo hefur mér veriö kennt á danska tungu. Svo skeöi þaö, sem vart haföi áöur hent I sögu Askovs. Nemandinn sló I boröið framan viö skólastjórann og sagöi: „Ég ætla að þér hafiö lesiö Is- lendingasögurnar og hafiö heyrt getiö um Egil Skallagrimsson og þaö megiö þér vita, aö ég er hans ættingi, og hann þoldi engum órétt”. Appel skildi vel, hvaö bæröist I brjósti þessa unga íslendings, klapp- aöi á heröar honum og sagöi: „Viö jöfnum þetta allt og tölum svo ekki meira um þaö”. Var þessi sætt vel haldin af beggja hálfu og sýndi Appel Inga jafnan siöan velvild og traust. Nokkrum árum siöar var Ingi staddur I Kaupmannahöfn. Atti hann þá erindi viö Appel, sem þá var oröinn menntamálaráöherra. Fagnaöi hann komu Inga og tók máli hans vel. Hér lýkur þætti Inga frá Kiðjabergi og finnst mér hann minna á sagnaþátt Halldórs Snorrasonar, er segir frá viö- skiptum hans viö Harald konung Sigurösson . Þessir Islenzku bænda- islendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.