Íslendingaþættir Tímans - 04.04.1973, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 04.04.1973, Blaðsíða 5
Sigurborg Ágústsdóttir Höfn, Hornafirði Sigurborg Ágústsdóttir húsfreyja, kona Runólfs Bjarnasonar verka- manns á Höfn, lézt á heimili þeirra 10. jan. þessa árs. Hún var fædd á Eskifirði 20. júni 1896 og þvi komin á 77. aldursár. Foreldrar hennar voru Kristin Magnúsdóttir og Agúst, hálfbróðir þeirra Lúðviks Sigurðssonar kaup- manns og útgerðarmanns á Norðfirði og Valdemars Sigurðssonar útgerðar- manns á Eskifirði, sem báðir voru kunnir dugnaðar- og sæmdarmenn. Hún ólst upp hjá foreldrum þessara bræðra, þeim Sigurði Eirikssyni skip- stjóra og Þuriði Árnadóttur konu hans. Sigurborg giftist eftirlifandi manni sinum, Runólfi Bjarnasyni 21. mai 1916 og höfðu þau verið i hjónabandi i meira en hálfan sjötta tug ára, er hún andaðist i byrjun þessa árs. Runólfur er Austur-Skaftfellingur að ætt, sonur Bjarna bónda Runólfssonar i Kálfafelli i Suðursveit og konu hans Steinunnar Jónsdóttur. Á meðal syst- kina Runólfs eru þau Sigrrós húsfreyja á Smyrlabjörgum kona Gisla Friðriks Jónssonar bónda þar, og Þórhallur bóndi á Breiðabólsstað, giftur Stein- unni Þórarinsdóttur. Bæði þessi syst- kin Rjunólfs eru nú látin. Skömmu eftir giftinguna fluttu þau ungu hjónin, Sigurborg og Runólfur, til æskustöðva hans, fyrst til Suðursveit- ar, en siðan á Höfn og voru þar upp frá þvi. Um þær mundir, fyrir rúmri hálfri öld, tók Hafnarkauptún að byggjast ört. Landnám hófst þar að visu fyrir þrem aldarfjórðungum 1897, þegar Otto Tulinius eigandi Papósverzlunar flutti hana þangað og settist þar að með fjölskyldu sinni, jafnframt þvi sem Guðmundur Sigurðsson er var verzlunarmaður hans, fluttist þangað einnig með konu sinni og börnum. Þær tvær fjölskyldur voru þvi hinir raun- verulegu landnemar þar. Fyrstu tuttugu árin fjölgaði ibúum kauptúnsins hægt. Á þeim tima munu aðeins þrjár fjölskyldur hafa setzt þar að til viðbótar landnemunum og aðeins þrjú ibúðarhús höfðu verið reist þar á þeim tima, þ.e. Grimsstaðir, Hekla og Leiðarhöfði. En er liður að lokum annars áratugs aldarinnar f jölgar ibúum Hafnar hratt og árlega bætist við ibúatöluna þar. Um þetta leyti kom vélbátaútgerðin á Höfn til sögunnar, færðist i aukana hefursiðan verið hin mikilvægasta at- vinnugrein, bæði i höndum Hafnarbúa sjálfra og aðkomumanna. Utgerðin varð að sjálfsögðu að fá aukna og bætta aðstöðu og skilyrði til reksturs, sem að sjálfsögðu leiddi til aukinnar ýmiss konar atvinnu i landi. Nýjar byggingar og margs konar aðstöðu varð útgerðin að fá til nota o.s.frv. Verziunarrekstur var jafnframt auk- inn i verulegum mæli. Hin breytta að- staða og nýjar atvinnugreinar varð or- sök og undirstaða þess, að margir kusu að setjast til fulls að i kauptún- inu. Ein hinna fyrstu fjölskyldna, er um þessar mundir valdi sér verustað á Höfn, voru ungu hjónin, Sigurborg og Runólfur. Þau voru hvort um sig vel að manni, hvort á sinu sviði. Runólfur var þeim hæfileikum búinn, að hvert starf lék i höndum hans. Starfsáhugi var honum i blóð borinn, og hin ólikustu verkefni leysti hann af hendi svo sem bezt varð á kosið. Húsfreyjustörfin fóru Sigurborgu úr hendi með prýði, þótt oft væri minna úr að spila en æski- legt var, einkum fyrstu búskaparárin. Hún var gædd þeirri fórnfýsi i þágu manns sins og barnanna, að naumast mun hafa verið á betra kosið. Hún kom ætið þannig fram, að eftir henni var tekið var fyrirmannleg i fasi og fram- komu allri, svo að hún naut álits og virðingar bæði þeirra, sem þekktu hana og hinna, sem henni voru ókunnir. Húsráðendur, sem áttu fyrir stórum heimilum að sjá á þriðja og fjórða áratug þessarar aldar, áttu sjaldnast leiðir um rósum stráða vegu i fjárhagsefnum. Lifsbaráttan var hörð, bæði hjá þeim, sem heima áttu i þéttbýli og lifðu af tekjum sinum sem daglaunamenn, og einnig þeim, sem bjuggu i strjálbýli við sjálfstæðan atvinnurekstur sem bændur. En þrátt fyrir það er óvist, að sú kynslóð, sem bjó við hin kröppu kjör og hafði úr fá- breyttu og litlu að spila, hafi verið nokkru vansælli en sú, sem getur veitt sér hin fjölbreyttu þægindi eins og nú- timinn hefur að bjóða. Runólfur, eiginmaður Sigurborgar, var eftirsóttur maður til starfa. Hann var gæddur þeim hæfileikum, sem verðskulduðu traust þeirra, sem nutu verka hans. Skyldurækni, samvizku- semi og starfsáhugi hans bilaði ekki. A meðan Þórhallur kaupm. Danielsson var atvinnurekandi á Höfn, naut hann verka hans, en er hann dró saman seglin, gekk Runólfur i þjónustu Kaup- félags Austur-Skaftfellinga og vann þvi af sömu trú og dyggð sem fyrri at- vinnurekanda. Þau hjónin, Sigurborg og Runólfur eignuðust átta börn, þrjár dætur og fimm syni. Tvær dætur, Hrefna og Jóhanna, létust ungar. Þrir synir þeirra fórust á sjó fullþroska menn, duglegirog liklegir til mikilla og þjóð- nýtra starfa, ef lifs og heilsu hefðu notið. Var að þeim öllum hverjum um sig mikill mannskaði. Þau þrjú systkinin, sem nú eru lifs eru: Steinunn, ekkja eftir Olgeir Eyjólfsson, Haukur skipstjóri, kvæntur Ásdisi Jónatansdóttur og Agúst vélstjóri, kvæntur Nönnu Ólafs- dóttur. 011 eru systkinin búsett á Höfn. Bræðurnir þrir, sem fórust, voru: Valdemar, Bjarni og Ólafur. Elztur var Valdemar er gerðist sjómaður á islendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.