Íslendingaþættir Tímans - 04.04.1973, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 04.04.1973, Blaðsíða 7
i Hveragerði. Maður Haraldur Sigurðsson, garðyrkjumaður. Gutt- ormur, f. 1928, jarðfræðingur, búsettur i Reykjavik. Kona Guðbjörg Karls- dóttir, lézt 1971. Asgerður, f. 1929, búsett i Hveragerði. Maður Sigurgeir Bóasson, smiður. Sævar, f. 1932, bóndi i Rauðholti. Kona Asa Hafliðadóttir. Fósturdóttir Ingunn Guðmundsdóttir f. 1945, búsett á Þúfu i Kjós. Maður Jón V. Jónsson, bóndi. Þegar Sigbjörn varð sjötugur, efndu sveitungarnir til heiðurssamsætis fyrir þau hjónin i félagsheimilinu Hjaltalundi. við þaö tækifæri var Sigbjörg kjörinn heiðursborgari sveit- arinnar — „sem virðingar- og þakk- lætisvottur fyrir unnin störf i þágu hreppsins um áratuga skeið.” — Siðustu árin dvöldu þau Sigbjörn og Anna mest hjá yngsta syni sinum i Rauðholti og áttu þar heimili eins og fyrr gat. „Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lifsins saga.” Þvi lögmáli verða allir að lúta. Má þvi naumast teljast til tiðinda, þó að öldruð hjón, farin að heilsu og kröft- um, gangi á vit feðra sinna og mæðra að afloknu miklu og góðu ævistarfi. Samt er þaö svo, að hjá okkur, sem lengst lifðum og störfuðum meö þeim Rauðholtshjónum, gætir nokkurs saknaðar við brottför þeirra. Vitaskuld höfðu þau sina galla eins og annað fólk. En þau voru það mik- illar gerðar, svo litrikar persónur bæði tvö, að þau settu vissulega svip á ná- grenni sitt og byggðarlag. Okkur, sem eftir stöndum, finnst þvi likt og brostið hafi strengur, sem áður hljómaði svo notalega i eyrum — en nú geymir minningin ein „og hljóðri dulúð slær um sætið auða.” Að endingu vil ég svo fyrir hönd fjöl- skyldu minnar færa þeim að leiðarlok- um fyllstu þakkir fyrir órofa tryggð og elskuleg samskipti gegnum árin, um leið og ég sendi þeirra nán ustu sam- úðarkveðjur okkar. Blessuð sé minning hinna mætu hjóna. Stefán Sigurðsson Artúni f Vorið 1920 fluttust þau hjónin Jór- unn Anna Guttormsdóttir og Sigbjörn Sigurðsson til búskapar aö Rauöholti i Hjaltastaðaþinghá. Sá flutningur varð meira en skammtimagjörningur, þvi þar dvöldu þau til æviloka: sem búendur i 41 ár, eða til 1961 og siðan hjá yngsta syni sinum, Sævari og konu hans Asu Hafliðadóttur. Veraldleg efni þeirra ungu hjónanna voru af skornum skammti, svo sem þá var alltitt, en orka og vinnugleði þvi meiri. Sigbjörn var vaskleikamaður, hljóp við fót að orfinu, eða hverju þvi verki, sem fyrir lá. Skap hans var ört og glaðværð mikil, einstakur hlátur kom öllum,sem heyrðu i gott skap. Sig- björn var greindur maður og rökfast- ur, hagmæltur vel, en fór dult með og kunni feikn af kvæðum og lausavisum. Anna var hæg og mild i skapi, trú hennar hrein og fölskvalaus og lagði hún öllum gott til. Hún var mjög vel verki arin, og hamhleypa til allrar vinnu. Börnum sinum öllum, átta að tölu og einni fósturdóttur, komu þau til mikils þroska, enda fræðarar góðir, bæði að formi og fordæmi. Hjá þeim Rauðholtshjónum dvöldu oft um lengri eða skemmri tima, unglingar og aðrir úr frændliði eða vandalausir. Lengst dvaldist þó hjá þeim Kristin Bjarna- dóttir eða frá 1924 til æviloka 1951, munaðarlaus málleysingi, sem mikla umönnun og aðhlynningu þurfti. Þrátt fyrir kröpp kjör framan af ár- um, allmikla ómegð og erfiði opin- berra starfa, sem Sigbjörn gengdi um áratugi, þá tókst þeim hjónum að skila smábýlinu, sem þau fengu til ábúðar, á góðri leið til sórbýlis, i hendur af- komenda. Og þjóð sinni hóp af prýðis- þegnum, þar sem börn þeirra eru. Anna lézt 25. febrúar 1969, en Sig- björn 27. desember siðastliöinn og voru jarðsett i heimagrafreit að Ketilsstöðum, en á Ketilsstöðum i föðurgarði önnu giftu þau sig 13 júni árið 1918. Ég mun svo ekki frekar rekja hér minningu um þessi mætu hjón, það er gert hér i blaðinu af öðrum, en nú, þeg- ar leiðir hafa skilizt i bili, vil ég færa fram alúðar þakkir fyrir vináttu þeirra og velgerðir i minn garð. Snæþór Sigurbjörnsson. t Fæddur 14. mai 1892 Dáinn 27. desembcr 1972. Faðir minn Hér varstu borinn um byrjandi vor, þótt biði ekki auðsæld né næöi, það hefti ekki æskunnar ærsli og þor, þá áttu hér börn mörg léttstigin spor við vinnu og leik og vorsins kvæði. Þá voru að hrökkva af hrakinni þjóð harðstjórnarfjötrarnir sáru. Fátæktarkjörin þá þóttu góð, þvi nú mátti hún vona og yrkja sin ljóð og ungmennin drauma i brjóstunum báru. Með vorþyt i lofti og frelsisflug þig faðmaði sveitin og landið, og framtiðardraumarnir fóru um hug og fundu sér braut til að virkja þinn dug og skapa margt bræðrabandið. Hér biðu verkefni huga og hönd. Hiklaust þú fórst þeim að sinna, þótt oft biöu störfin þin, ærin og mörg og ýmsum mun sýnast, að færzt hafi björg, oft gafstu þér stund til glaðværra kynna. Faðir, þér færi ég þökk i dag, hve frjálst var aö hugsa þér nærri. Þú áttir ei soninn, — hann átti þig að, hve oftsinnis mátti ég reyna það, þá margur vandinn varð smærri. Vist varstu strangur og viðmótið hrjúft, ef var þér mikið i skapi. Að minnast þess lika, nú mér er ljúft. Mér finnst, ef þvi sökkt væri i gleymskuna djúpt úr mynd þinni miklu ég tapi. Leit að þvi sanna var löngun þin. Þú lézt engin fræði þig hindra. Hégómi og tildur ei huldu þér sýn, þú hugðir að leið, þar sem dagstjarnan skin og litfagrar ljóðperlur sindra. Nú ertu fluttur og foldin skin i fannofnum vetrarklæöum og það verður kærasta kveðja min, að klingjandi hlátur og leiftrandi grin, þér leiðina greiði að lifsins hæðum. Já, það eru fagnaðarfundir er finna þig vinirnir nú. Ég ætla ^kki um þaö að ræða ég á bara þessa trú. Sævar Sigbjarnarson. islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.