Íslendingaþættir Tímans - 04.04.1973, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 04.04.1973, Blaðsíða 6
Hjónin Sigurbjöm og Jórunn viröingu og vinsemd. Að loknu námi á Eiðum vorið 1916 ræðst Sigbjörn áfram sem vinnumaður i Ketilsstaði. Lætur hann þá brátt að sér kveða i félagsmálum. Ungmennafélagið Fram i Hjaltastaðarþinghá var stofnað 1910. Starfaði það allmyndar- lega i byrjun, en um þessar mundir var það i öldudal. Stofnendur þess og fyrstu forystumenn voru þá brottflutt- ir og fáir til, sem vildu taka upp merki þeirra. Samt var margt af ungu og sérstaklega félagssinnuðu fólki þá i sveitinni. Þetta fólk tók Sigbirni opn- um örmum og af nokkurri hrifningu, þegar hann nú að loknu námi komi inn i raðir þess, þvi að ,,af honum bæði gustur geðs og gerðarþokki stóð”. Fól það honum brátt forystu sinna mála og komst brátt skriður á skutuna aftur. Var jafnvel ekki örgrannt um, að hinni „öldruðu sveit” er þá réð rikjum, þætti nóg um og ekki laust við að hún hristi hærukolla yfir „þessu brölti” i unga fólkinu. Ekki var Sigbjörn þó mörg ár i forystusveit i ungmennafélaginu. Var hann brátt kallaður til starfs á öðrum vettvangi. En ungmennafélagiö starf- aði vel um árabil eftir þetta. í hreppsnefnd Hjaltastaðarhrepps var Sigbjörn kosinn 1919 og oddviti 1920. Gegndi hann þvi starfi samfleytt til 1958, en þá gaf hann ekki kost á sér til endurkjörs vegna hnignandi heilsu og taldi rétt, að yngri menn tækju við. — í stjórn Búnaðarfélagsins var hann 1923-1938, fulltrúi á aðalfundum Búnaðarsambands Austurlands 1923- 1951 og i stjórn Kaupfélags Borgar- fjarðar eystri 1932-1959. Viðar kom hann viö félagsmál utan sveitar og innan, þótt það verði ekki rakið frekar hér. Hann var ótrauður samvinnu- maður, áhugasamur um stjórnmál og einlægur stuðningsmaður Framsókn- arflokksins frá byrjun. Sigbjörn hafði gaman af skáldskap, kunni margt kvæða og sæg af lausa- visum, og voru þær honum tiltækar, þegar svo bar undir. Sjálfur átti hann auðvelt með að koma saman visu, þótt hann flikaði þvi litið. Það var helzt á glaðri stundu i góðra vina hóp, aö hann lét þær heyrast, eða þegar kunningjar hans áttu merkisafmæli. Þá kom það stundum fyrir, að hann sendi þeim afmælisóskir i bundnu máli. Jórunn Anna, en svo hét Anna Guttormsdóttir fullu nafni, var fædd 16. des. 1888 á Ketilsstöðum á Völlum. Foreldrar hennar voru hjónin Gutt- ormur Pálsson og Sigurlaug Jóns- dóttir. Voru hjónin systkinabörn, bæði af Krossavikurætt. Var Sigurður Guð- Norðfirði, en drukknaði þar eftir skamma veru. Bjarni var næstelztur, stundaði nám i Sjómannaskólanum, tók burtfararpróf og gerðist skipstjóri. Hann kvæntist Rögnu, dóttur hjónanna Guðmundar Bjarnasonar frá Skafta- felli og Sigriðar Gisladóttur prests Kjartanssonar. Ólafur kvæntist Ingibjörgu Sigjóns- dóttur frá Bjarnanesi. Þessir bræður tveir fórust með vélskipinu Helga ásamt Olgeiri mági sinum og Trausta, syni Valdemars bróður þeirra, sem fyrr er nefndur. Skip þetta, Helgi, fórst i ofsaveðri við Færeyjar i október- mánuði 1961. Þau hjón uröu þannig að sjá á bak á sömu stundu tveim sonum sinum, tengdasyni og sonarsyni, er allir voru atgervismenn og mikils mátti af vænta, ef þeim hefði orðið lengra lifs auðið. Var þetta svo ein- stæður og ógnvekjandi sorgaratburður fyrst og fremst fyrir fjölskylduna alla, en einnig fyrir aðra, sem til þekktu, og meira áfall og harmur en orð fái lýst réttilega. Hjónin voru bæði orðin roskin að aldri og þvi gædd orðin minna þreki en ef yngri hefðu verið, þrátt fyrir það báru þau þessa raun með meira hugrekki og kjarki en unnt var aö vænta. Þau djúpu sár, er þau þá urðu fyrir, munu þó lengi hafa verið sem opin und og ógróin. Um slikt verður ekki dæmt af þeim, sem álengdar standa eða i fjarlægð dvelja en mikill hugarléttir og raunabót mun það hafa verið þeim hjónum báðum, að þau voru þess viss, að þessir nákomnu og kæru vandamenn væru á öðru stigi tilverunnar og að endur- fundir væru öruggir. Aldamótakynslóðin, sem kölluð hefur verið hverfur nú hratt af sjónar- sviðinu. Hún ólst ekki upp við alls- nægtir, en fékk verkefni, sem urðu fjölbreyttari en fyrri kynslóðir glimdu við. Verkefnin voru næg og þroskandi, bæöi andlega og verklega. Hún varð að vaka og vinna, strita með viti og án þess að vera örugg um, að alheimtá daglaun að kveldi. En þrátt fyrir það, eða máskevegna þess meðfram, þefur liklega engin ung kynslóð, sem lifað hefur i þessu landi, verið sælli en aldamótakynslóðin, er hún var ung að árum. Ég og kona min vottum eftirlifandi eiginmanni Sigurborgar, Runólfi Bjarnasyni, börnum þeirra og öðrum nánum vandamönnum einlæga samúð og óskum þeim heillarikrar framtiðar. Jón tvarsson. mundsson, Péturssonar i Krossavik, umboðsmaður á Eyjólfsstöðum afi beggja. En kona Sigurðar umboðs- manns var Ingunn Vigfúsdóttir prests Ormssonar á Valþjófsstað. Eru þetta þekktar ættir og fjölmennar um Austurland og viðar. Anna ólst upp hjá foreldrum sinum, er bjuggu fyrst á ýmsum bæjum i Vallahreppi og Eiðaþinghá, unz þau keyptu jörðina Ketilsstaði i Hjalta- staðarþinghá og bjuggu þar siðan. Ekki naut Anna menntunar i æsku umfram venjulegan fermingarundir- búning nema litilsháttar tilsagnar i dönsku, er hún dvaldi einn vetur hjá frænd- og venzlafólki i Vopnafirði. Bækur á dönsku las hún sér til gagns og gamans. Saumanám stundaði hún á Seyðisfirði á saumastofu er þar starfaði i mörg ár. Að þvi námi loknu var hún stundum að heiman tima og tima við saumaskap, aðallega karl- mannafatasaum, þvi að eftirspurn um slika vinnu var þá nokkur. Anna var vel greind og dugnaðar- kona hin mesta. Fór þar saman frábært vinnukapp og hagsýni i verki. Oft á tiðum varð vinnudagurinn einnig langur og dagsverkið ærið mikið. Þau Anna og Sigbjörn gengu i hjóna- band 13. júni 1918 og byrjuðu búskap vorið eftir á hluta úr Ketilsstöðum, en 1920 fluttustþaui Rauðholt og bjuggu þar siðan eins og áður sagði. — Anna var mikil og góð húsmóðir. Bóndi hennar þurfti oft að heiman vegna félagsmála, sem hann hafði með höndum. Kom þá i hlut húsfreyjunnar að sjá um heimilið og hin daglegu störf heima fyrir. Fórst henni það vel úr hendi. Hún var ástrik móðir barna sinna, og þau komu lika til með að létta undir störf foreldra sinna, strax og aldur og geta leyfði. Þrátt fyrir mikið annriki heima gaf Anna sér tóm til að vinna aö félagsmálum, var i kvenfélagi sveitar sinnar og i stjórn þess um árabil. Sýndi hún þar dugnað eins og annars staðar, þar sem hún tók höndum til. Ekki iét hún sig vanta, þegar efnt var til skemmtana innan sveitar, ef nokkur tök voru á að fara. Hún hafði gaman af að gripa i spil og blanda geði við fólk. Börn þeirra Rauðholtshjóna eru: Helga Sigurlaug, f. 1919, kennari, bú- sett i Reykjavik. Maöur Guðjón Elias- son, skrifstofustjóri. Páll Sigmar, f. 1920, ráöunautur, búsettur á Egilsstöð- um. Kona Ingunn Gunnarsdóttir. Einar, f. 1922, ráðsmaður, búsettur á Akureyri. Kona Heiörún Agústsdóttir. Sigurbjörg f. 1924, búsett i Gilsárteigi, Eiðaþinghá. Maöur Snæþór Sigur- björnsson, bóndi. Auður f. 1926, búsett 6 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.