Íslendingaþættir Tímans - 16.05.1973, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 16.05.1973, Blaðsíða 2
Jón Kristinn Ingimundur Jóhannesson F. 3-3. 1895. D. 8-4. 1973. Nýlega var jarðsunginn frá Stóru-Laugardals kirkju, Jón Kristinn Ingimundur Jóhannesson frá Yztu-Tungu i Tálknafirði, sem lézt að sjúkrahúsi Patreksf jarðar 8. þ.m. Ingimundur var fæddur á Eysteinseyri i Tálknafirði 3. marz 1895, sonur hjón- anna Þóru Friðriku H jálmarsdóttur og Jóhannesar Jónssonar. En þau munu hafa flutt um þetta leyti inn að Gerði á Barðaströnd. Föður sinn missti Ingimundur, er hann var aðeins tveggja ára að aldri. Hann fórst 1. mai 1897 með fiskiskút- unni Viggu frá Patreksfirði, sem þá fórst með allri áhöfn, tólf manns. Ingi- mundur ólst þvi upp hjá móður sinni á Barðaströnd, fram til tvitugs, og stundaði þar sjómennsku og fleira. En þá verða þáttaskil I ævi hans. Þvi 31. október 1915 festir hann ráð sitt og kvænist Guðbjörgu Jóhannesdóttur, frá Múla á Barðaströnd, fæddri 28.10 1888. Foreldrar Guðbjargar voru þau Margrét Jónsdóttir og Jóhannes ólafs- son. Guðbjörgu konu sina missir Ingi- mundur 22. marz 1962. Eigi verður hægt að minnast æviatriða Ingimund- ar án þess einnig aö minnast konu hans, þó að liðin séu þessi ár frá láti hennar, þvi eins og að lfkum lætur, voru örlög þeirra samtvinnuð, meðan samvista naut. Valdimar var skipaður i þetta emb- ætti. Honum var óneitanlega vandi á höndum. Þetta var ný skipan mála og fyrirmynd hennar eigi til hér á landi, og þar að auki höfðu sumir takmark- aða trú á þvi að saksóknarinn gæti orð- ið nógu sjálfstæður i starfi. Valdimar reyndist þó vandanum vaxinn. Við töku ákvarðana um höfðun máls og sókn sakar gætti hann „þeirra fjög- urra systra... en þat er miskunn ok sannendi, réttvisi ok friðsemi” eins og i dóma kapitula Jónsbókar segir. Hann rækti starf sitt á þann veg, að nú orðar það enginn, að taka ætti upp fyrri skip- an saksóknarvaldsins. í einkalifi var Valdimar hamingju- 2 Ingimundur og Guðbjörg voru fyrstu búskaparárin i húsmennsku i Gerði, hjá Þóru móður Ingimundar og Sveini Ólafssyni seinni manni hennar, en honum giftist Þóra eftir að hún missti Jóhannes. maður. Árið 1936 kvæntist hann Astu Andrésdóttur kaupmanns Pálsonar og konu hans Agústu Pétursdóttur. Lifir Asta mann sinn. Þau eignuðust tvö börn, sem nú eru uppkomin: Andrés sýslumann i Strandasýslu og Ragn- heiði, sem gift er Hannesi Hafstein, deildarstjóra i utanrikisráðuneytinu. Valdimar hlaut verðskuldaðan trún- að og traust i lifanda lifi. Hans mun verða minnzt sem fyrsta saksóknara lýðveldisins. Við, sem störfuðum með honum og þekktum hann, geymum þar að auki minningar um einstakan öðl- ing og drengskaparmann. Blessuð veri minning Valdimars Stefánssonar. Þórður Björnsson. Með Sveini átti Þóra einn son, sem hún lét heita Jóhannes, hann er nú bóndi i Innri-Miðhlið á Barðaströnd. Brátt sáu þau Ingimundur og Guð- björg að eigi var lengur pláss fyrir þau i Gerði, þar sem fjölskyldan fór nú ört vaxandi. Var þá brugðið á það ráð, að fá að byggja litið bæjarhús i landi Gerðis. Var það reist nokkuð innan við túnið I Gerði, og nefnt Sunnuhvoll. Jó- hannes Sveinsson, hálfbróðir Ingi- mundar, reyndist honum vel við húsa- smiðina, enda fór ævinlega vel á með þeim bræðrum. Eins og áður er getið fór Ingimundur að stunda sjóinn strax og aldur leyfði- Ýmist var hann á bátum frá Bildudal, Patreksfirði eða Flatey. Auðvelt reyndist honum að fá skiprúm, þvi rúm það, er hann skipaði, var vel skip- að. Þótt Ingimundur og Guðbjörg væru nú flutt f eigin bæjarhús með barna- hópinn sinn, höfðu þau engar eða litlar grasnytjar og þar af leiðandi engar skepnur sem veruleg nyt voru af. Ingi- mundur varð þvi að stunda sjóinn all- an ársins hring, eða þegar gaf, þvi af- komumöguleikar heimilisins byggðust fyrst og fremst á aflanum. Að afla heimilinu nauðsynja reyndist honum oft erfitt, þvi þær varð hann ýmist að sækja til Bildudals eða Patreksfjarð- ar, allt eftir hvar hann var í skipsrúmi- Þar gat hann fengið úttekt á hlut sinn, sem var það eina, er hann gat lagt til heimilisins. Þegar lagt var uppi þessar ferðir um hávetur frá bjargarlitlu heimili til að sækja sykur, mjölvörur og ljósmeti, var ekki hirt um það þótt byrðin væri þung. Fótgangandi var farið, annað hvort frá Bildudal suður yfir fjöll til Barðastrandar eða frá Patreksfiröi inn yfir Kleifaheiði. Þeir, sem engan hestinn áttu, urðu að reiða á sjálfum sér, enda hefði hestum vart verið við komið á þessum leiðum i miklu fann- fergi. Linnulaust var haldið áfram, þess voru nokkur tök. Ef til vill sat fjölskyldan i litla bænum á Sunnuhvoh i skammdegismyrkrinu og beið þess að pabbi kæmi heima með björg i bú- Þessar ferðir reyndust Ingimundi islendingaþaettir"

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.