Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 21.06.1973, Qupperneq 3

Íslendingaþættir Tímans - 21.06.1973, Qupperneq 3
grunlaust um,að einhver lagasmið eigi eftir að finnast i fórum hans, þótt hann flikaði þvi eigi. Annað áhugamál átti Kristján.sem hans starfaði mikiö fyrir, en lét ekki mikið yfir sér. Það var mál þeirra, sem minna mega sin i þjóð- félaginu, fatlaðra og lamaðra. Hann var þeirra útvörður og oft málsvari á mannfundum. Kristján Karl var hamingjumaður i sinu einkalifi. Hinn 23. des. 1941 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sina Ketilriði Jakobsdóttur frá Reykjar- firði i Grunnavikurhreppi, sem bjó honum gott og notalegt heimili pg var honum samhent i bliðu og striðu. Þau hjónin eignuðust sjö börn.tvær dætur og fimm sonu. Sex þeirra eru búsett hér i heimabyggð sinni, en önnur dóttirin að Reykjum i Hrútafiröi. Allt er þetta mannvænlegt fólk og hinir nýtustu borgarar eins og þau eiga kyn til. Auk þess ólu þau upp fósturson. Þegar ég kveð þig nú kæri vinur að leiðarlokum, þá minnist ég ávallt þeirra ánægjustunda er viö áttum saman frá liðinni tið, þeirra manna er ávallt gott að minnast, sem settu svip á samtið sina, þeirra merki mun risa hátt/ er aldir renna og spor slikra manna ekki afmást við timans sjá. Lifðu heill vinur á landi ljóss og friðar. Ég og kona min sendum frú Ketil- riöi, börnum þeirra og barnabörnum og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Benjamin Eiriksson Bolungavík. t „Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr'it sama: ek veit einn, at aldri deyr: dómr um dauðan hvern”. Mannlifið er sá skóli, sem enginn sleppur við. Enginn veit hvar og hve- nær hann hófst, hann er án upphafs og endis. Vinur minn, Kristján Karl Július- son, kennari, hefur nú lokið sinu lands- prófi i þeim skóla og án efa staðizt það með sóma, enda áreiðanlega ekki komið ólesinn til prófsins. Æsku- og unglingsár Kristjáns liðu á annan hátt, en almennast er. Þegar flestir unglingar undu glaðir við leik og nám „úti i sólskininu”, var hans heimur sjúkrastofa, athvarfið rúmið. Læknavisindin kunnu fátt, eða ekkert tilbjargar. Hans hlutskipti var að biða og — ef unnt var — vona. Svo var það dag nokkurn, að sjúklingur i Sjúkra- húsi Isafjarðar stóð upp og gekk, — meö spengdan hrygg. Sjúklingurinn var Kristján, læknirinn: Vilmundur Jónsson. Þá vöknuðu ekki aðeins vonir ibrjósti Kristjáns, heldur einnig fjölda annarra. Fljótlega skildist Kristjáni, að þarna var aðeins um þáttaskil i baráttunni að ræða. Þá voru engir sjúkraþjálfarar, engir félagsráðgjafar og auk þess hart i ári. Fullhraustir menn áttu fullt i fangi með að sjá sér og sinum far- borða. Hann var utangarðsmaður, gestur i nýju umhverfi. Ef hann átti að verða hlutgengur, varð hann á skömmum tima að eflast að þrótti og margt að læra. Og aðferðin var eins og sótt i Hávamál: „Inn vari gestr, er til verðar kemr, þunnu hljóði þegir, eyrum hlýðir, en augum skoðar, svá sýnisk fróðra hverr fyrir”. Baráttan var hafin og hvergi slegið slöku við. Jafnhliða brauðstritinu var lesið og námi haldið áfram og áður en varði lá leiöin i Kennaraskólann. Kristján varð kennari. Eftir að hann hóf kennslustörf, vann hann alla vinnu, sem til féll, á sumrum og þá ekki ávallt þá vinnu, sem heppileg var manni, sem ekki gekk heill til skógar. Þessu hélt hann áfram meðan lik- amlegir kraftar entust og lengur þó. Hans skoðun var örugglega: „Bú er betra, þótt litið sé, halr er heima hverr, þótt tveir geitr eigi og taugreftan sal, það er þó betra en bæn”. Kristján var að eðlisfari félagslynd- ur og kunnivelað gleðjast með glöðum Hann tók þvi drjúgan þátt i félagsmál- um, bæði hér i Bolungavfk og annars staðar. Hann átti m.a. sæti i stjórn Bolungavikurdeildar Kaupfél. Isfirð- inga og var um skeið formaður henn- ar. Fyrir þau störf er mér ljúft og skylt að þakka. Kristján átti þvi láni að fagna að eiga gott heimili. Fyrir röskum aldár- fjórðungi kvæntist hann Ketilriði Jakobsdóttur frá Reykjarfirði á Ströndum. Þar tengdust traustir stofn- ar, svo sem afkomendur þeirra ljós- lega sanna. Það var þeim mikil ánægja, að börnin þeirra hafa eitt af öðru stofnað heimili hér i Bolungavik, nema eldri dóttirin, en það lýsir raun- ar bezt viöhorfi Kristjáns til heimilis og fjölskyldu, að honum fannst sumar- ið aldrei komið, fyrr en Guðrún og Bjarni birtust i hlaðvarpanum. Að leiðarlokum hefði hann getað litið um öxl með sigurbros á vör: starfs- dagurinn var orðinn lengri og dags- verkið meira en björtustu vonir stóðu til, þegar baráttan var hafin. Hann var drengur góður. Eiginkonu Kristjáns, henni Ketilriöi, börnunum og ástvinum hans öllum sendi ég alúðarkveðjur. Það er gott til þess að vita, að minningarnar um góðan förunaut munu lýsa þeim og verma um öll ókomin ár. BenediktÞ. Benediktsson Bolungavfk. f Kristján Júliusson, kennari i Bol- ungavik, lézt skyndilega þann 6. júni s.l. þá nýkominn frá Reykjavik, þar sem hann hafði verið til lækninga nokkurn tima. Kristján fæddist i Bolungavik 17. júni 1913 og var þvi nær sextugur þeg- ar hann lezt. Foreldrar hans voru Júli- us Hjaltason bóndi og sjómaður, Bol- ungavik, frá Nauteyri,N-Is. og Guðrún Guðmundsdóttir frá Bæ.Strandasýslu. Fyrstu æviárin ólst Kristján upp hjá foreldrum sinum á Hóli. Ég átti heima i næsta nágrenni við heimili hans og var þvi leikfélagi hans og vinur. Endurminningarnar frá þessum fyrstu bernskuárum eru hugljúfar, Kristján var yndislegur leikfélagi og undum við okkur, oft timum saman, i lautum og stekkjum i „Húsatúninu” en svo hét bæjarstæðið á Hóli, þar sem heimili Kristjáns var. Þannig liðu fyrstu bernskuárin i leik og léttu starfi. En brátt komu skuggar á loft og um 8—9 ára aldurinn var heilsan svo að segja þrotin. Mér er það minnis- stætt, þegar Kristján fór að stálpast, hvað mér þótti hann linur til allra leikja, það var eins og hann gæti ekki verið með lengur, kvartaði um verki i baki og viðar. Agerðist þetta stöðugt og nokkru siðar, þegar foreldrar hans fluttust til Skálavikur, var heilsan orð- in þannig, að hann gat hvorki beygt sig né staðið upp, nema með miklum erfiðismunum eða hjálp. Tólf ára gamall var hann sendur til læknis á Isafirði og þá lagður inn á sjúkrahús þar og þaöan kom hann ekki út fyrr en eftir tæp sex ár. Reyndist hann með berkla i baki og hryggurinn mikið skemmdur. Þessi sjúkrahúslega hefur eflaust verið Kristjáni erfið, en það sem hjálpaði mest til þess, að hún skyldi islendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.