Íslendingaþættir Tímans - 21.06.1973, Side 5

Íslendingaþættir Tímans - 21.06.1973, Side 5
Það gerði óþvinguð framkoma þess, hressilegt orðfæri, hnyttni i svörum og einlægurhlátur. Allt þetta átti Emma i rikum mæli. Fyrir norðan var hún þó máske þekktust fyrir söngrödd sina. Mér er sagt, að hún hafi verið bæði mikil og fögur. Ef Emelia hefði átt svipaða möguleika til náms og unga fólkið hefur i dag, hefði hún án efa get- að náð langt i sönglistinni. Veturinn 1911—12 var hún við söngnám i Reykjavik hjá Sigfúsi Einarssyni. Sið- ar söng hún einsöng á mannamótum fyrir norðan. Þær Lissý á Halldórs- stöðum i Laxárdal voru taldar mestar söngkonur i sveitum nyrðra um langt skeið. Og kynstur öll kunni Emma af lögum og voru þau ekki talin i tugum, heldur i mörgum hundruðum. Emelia var gift Jóni Sigfússyni á Halldórsstöðum. Hann var bróðir Sig- urðar Bjarklind Sigfússonar og Péturs Sigfússonar. Þeir bræður voru þekktir menn, fjörmiklir og vaskir. Systur þeirra stóðu fyrir búi á Helgastöðum, Hömrum og Einarsstöðum. Maria Sig- fúsdóttir er gift Jónasi Friðrikssyni, Friðrika var gift Jóni Friðrikssyni og Þóra Jóni Haraldssyni. Það mátti þvi segja með sanni, að i Reykjadal norð- an Mýrarár hafi um skeiðráðið rikjum ættir Helgastaða og Halldórsstaða. Og enn er þetta fólk og afkomendur þess i meirihluta norður i dal og verður von- andi áfram um ókomna tið. Þau Jón og Emelia hófu búskap á Halldórsstöðum 1915 og bjuggu allan sinn búskap á hálfri jörðinni. Bú þeirra var ekki stórt, enda stefndi hug- ur þeirra ekki til valda og auðs, heldur fremur til að njóta gleðistundanna, meðan þær gæfust. Þau áttu þrjú börn: Friðrik, sem búið hefur eftir for- eldra sina á Halldórsstöðum, kvæntur Unni Sigurðardóttur frá Grimsstöðum á Fjöllum, Sigriði, sem gift er Arðólfi Friðfinnssyni frá Skriðu i Hörgárdal, nú búsett i Reykjavik, og Guðrúnu, sem einnig er búsett i Reykjavik. Barnabörn Emeliu eru 11 og barna- barnabörn 15. Siðustu árin bjó Emelia á vetrum hjá dóttur sinni Guðrúnu Jarþrúði i Reykjavik, en þegar voraði flaug hún norður eins og farfuglarnir. Ég kom oft til hennar hérna fyrir sunnan, að hlýða á tal hennar um menn og mál- efni frá gamalli tið. Minni hennar var gott og hún var sérlega heil i sinni til loka, enda þótt hún glimdi við erfiðan sjúkdóm. Mér fannst hún falleg gömul kona og mér þótti vænt um hana. Móð- ur minni reyndist hún einstaklega vel og okkur öllum nágrönnunum á Ökr- um. Ég vona við eigum eftir að hittast heil á himnum. Emelia andaðist á Borgarspitaian- Þorsteinn frá Hellu Sá er gangur lifsins á þessari jörð, að menn fæðast og deyja. Oft er erfitt að sætta sig við þau umskipti, sem dauðinn markar, þótt svo þurfi ekki alltaf að vera, þegar aldraðir menn falla frá, og vist mun Þorsteinn Björnsson hafa verið viðbúinn dauða sinum, en með fráfalli hans er lokið löngu og viðburðariku æviskeiði. Þorsteinn var fæddur á Réttarhóli á Grímstunguheiði 10. des. 1886. Voru foreldrar hans Björn Eysteinsson, þá bóndi þar og seinni kona hans Helga Sigurgeirsdóttir. Björn varð þjóð- kunnur maður, ekki sizt fyrir ýmsar þær sögur, sem af honum gengu og sýndu að hann þótti bæði áræðinn og úrræðagóður og ekki fyrir að gefast upp, þótt á móti blési. Mun Þorsteinn i mörgu hafa likzt föður sinum og hefur dugnaður hans og þrautseigja oft komið sér vel, þvi á langri æfi átti Þorsteinn oft i erfið- leikum, en sigraðist á þeim öllum með sæmd. Þorsteinn var alinn upp i fátækt, eins og þá var algengt eftir fellirinn mikla á búpeningi landsmanna árið 1882. Voru þá hinar fornu dyggðir, nýtni, reglusemi og sparsemi mjög i heiðri hafðar og nam Þorsteinn þær i æsku. Þessi kunnátta mun oft hafa komið Þorsteini vel. Þegar Þorsteinn var fjögurra ára gamall fluttu foreldrar hans af Grimstunguheiðinni að Skárastöðum i Miðfirði og eftir sex ára dvöi þar að Krókum. Eftir tveggja ára dvöl i Krókum flytur Þorsteinn enn með foreldrum sinum og þá að Grimstungu i Vatnsdal árið 1899. • Arið 1910 tók Þorsteinn, ásamt Lárusi bróður sínum, við búi i Grims- tungu og bjuggu þeir bræður þar i sambýli i þrjú ár, Þá flytur Þorsteinn að öxi i Þingi og býr þar i þrjú ár. Að loknum sex búskaparárum fyrir norð- an ákveður Þorsteinn að bregða þar búi og flytja suður á land og freista gæfunnar þar. um fimmtudaginn 4. janúar s.l. og var jarðsett 13. sama mánaðar i sinni heimabyggð, að Einarsstöðum i Reykjadal. Hrólfur Ásvaldsson. Björnsson Arið 1916 keypti hann óséðar tvær jarðir i Flóa, Skálmholt og Skálm- hoitshraun og flutti suður um vorið. Þegar suður kom reyndust hús á þess- um jörðum svo léleg, að þau voru ekki nothæf til ibúðar. Fékk Þorsteinn þvi leigt á Þjótanda, sem er næsti bær. 1 Flóanum þótti honum heyin létt og beitin léleg, ólikt þvi sem var fyrir norðan. Hann undi þvi ekki lengi þar en festi kaup á jörðinni Vetleifsholti i Rangárþingi og flytur þangað. Eftir ÍPkkurra ára búskap i Vetleifsholti er heilsu Þorsteins svo komið að læknir bannar honum að vinna erfiðisvinnu i tvö ár. Fyrir tæplega fertugan bónda er þetta mikið áfall á árinu 1925 og hlaut að valda þáttaskilum i lifi hans. Hann varð þvi að leita annarra ilrræða til bjargar sér og sinum. Þetta verður til þess að Þorsteinn fer að verzla. Hann kaupir fé til slátrunar og flytur á sumarmarkað. Við Rauðalæk var starfrækt rjómabú. 1 húsi þess fær Þorsteinn leigt og fer að verzla þar. Ekki vildi Þórsteinn velja verzlun sinni stað við Rauðalæk til frambúðar. Taldi hann heppilegra að flytja sig austar. Við brúna á Ytri- Rangá, austan árinnar, i landi Hellu- islendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.